Morgunblaðið - 05.07.1985, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 05.07.1985, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐID, PÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1985 Þakklátir áhorf- endur Leiklist Hávar Sigurjónsson Leikför Þjódleikhússins. Með Vífið í lúkunum. Höfundur: Ray Cooney. Leikstjóri: Benedikt Arnason. Leikmynd og búningar: Guðrún Sigríður Haraldsdóttir. Lýsing: Kristinn Daníelsson. Leikendur: Anna Kristín Arn- grímsdóttir, Pálmi Gestsson, Randver Þorláksson, Sigurður Skúlason, Sigurður Sigurjónsson, Þorgrimur Einarsson, Þórunn Magnea Magnúsdóttir, Örn Árna- son. Þýðing: Árni Ibsen. Leikför Þjóðleikhússins um landið þessa dagana með fars- ann breska, Með Vífið í lúkunum, er svo sannarlega óvænt og vel þegin. Nú munu um fimm ár lið- in síðan Þjóðleikhúsið hætti sér síðast út fyrir höfuðborgina með leiksýningu og því líklega talið að nú væri ekki lengur stætt á því að hunsa lögin um Þjóðleik- húsið, sem leggja svo fyrir að slíka þjónustu skuli veita lands- byggðinni árlega. En eitt er að setja lög og annað að fara eftir þeim. Ekki síst þegar fjárveit- ingar Alþingis eru i litlu sam- ræmi við fyrirskipanir þess. Það má því geta sér þess til að miklar og vel ígrundaðar vanga- veltur hafi átt sér stað þegar farið var að huga að verki er hæfa myndi landsbyggðinni og „ganga í fólkið". Þær vangavelt- ur virðast þó ekki einungis hafa snúið að verkefnavalinu, því það blasir við sem lítil tilviljun hvernig leikhópurinn sjálfur er skipaður. Spekúlasjónirnar hafa líklega verið eitthvað á þessa leið: „Leikförin verður að standa undir sér og hvernig tryggjum við það sem best? Jú, með því að finna einhvern mergjaðan farsa og raða í hann þeim leikurum sem vinsælastir eru þessa dag- ana, en landsbyggðarfólkið að- eins séð í sjónvarpinu til þessa." Þannig er aðsókn tryggð í bak og fyrir, því allir vilja fá að sjá Sig- urð ”Sigurjónsson, Örn Árnason, Pálma Gestsson og alla hina í eigin persónu upp á sviði í fé- lagsheimilinu sínu. Leikritsvalið er líklega bæði hægt að réttlæta og gagnrýna með nokkuð jöfnum rökum. Réttlætingin felst væntanlega í því að nú er sumar og sól og allir í skapi til að hlæja og skemmta sér. Ekki síður frá sjónarhóli Þjóðleikhússins: sýningin er sérlega einföld og þarafleiðandi ódýr í uppsetningu og flutningi. Gagnrýnin felst í því að valið er forkastanlegt nema annað betra og efnismeira fylgi fljótlega í kjölfarið. Hvort heldur sem er, þá er enginn vafi í huga undirritaðs að þeir áhorfendur er troðfylltu Fé- lagsheimilið Bifröst á Sauðár- króki þriðjudagskvöldið 2. júlí, voru sérstaklega þakklátir fyrir þessa skemmtun og skemmtu sér konunglega. Það er hins vegar sorglegt ef leikritsvalið endur- speglar álit Þjóðleikhússins á smekk áhorfenda úti á landi og felur í sér nokkuð harkalega við- urkenningu á því hversu afskipt landsbyggðin er í leikhúsmálum gagnvart höfuðborginni. Sennilega er ekki við Þjóð- leikhúsið að sakast í þessu efni, en það er ekki endalaust hægt að skjóta sér undan ábyrgðinni og varpa henni á eitthvað óáþreif- anlegt eins og: „Alþingi", „stjórnvöld", „ástandið", „erfið- leikana" og hvað það nú er kall- að allt saman. Á bak við þetta finnast á endanum menn ... og konur. Meó vífið í lúkunum er farsi og sem slíkur hreint ekki svo slak- ur. Leikritið er bráðfyndið í meðförum öruggra leikara, sem glansa í gegnum tæknibrellur farsaleiksins og svo virðist sem Ray Cooney sé ansi slunginn við samsetningu farsaleikja, þvf flækjur „söguþráðarins" eru oft á tíðum bráðskemmtilegar og teygðar til hins ýtrasta. Það er ástæðulaust að tíunda frammi- stöðu einstakra leikara umfram það sem þegar hefur verið sagt; þó má nefna að Pálma Gestssyni tókst að skapa furðu trúverðuga persónu úr hlutverki sínu mitt í öllum fígúruhættinum. Hversu nauðsynlegt slíkt er f farsa er svo aftur annað mál. Leikstjórn Benedikts Árnasonar er stfl- hrein og blátt áfram, og blessun- arlega laus við allar óþarfa ýkj- ur og „hysteríu" í staðsetningum og há-punkti. Það væri að koma illilega aft- an að væntanlegum áhorfendum ef efni leiksins væri rakið hér. Með vífið í lúkunum á það sam- merkt með öðrum vel uppfærð- um försum að vera jafn skemmtilegt og spennandi með- an á því stendur, og það er lftil- fjörlegt og visið í endurminning- unni eftir að tjaldið er fallið í leikslok. Það er reyndar um- hugsunarefni útaf fyrir sig á hverju fyndni þessa farsa bygg- ist; kynlífi og kynvillu mestan partinn, svo þessi farsi svíkur ekki að þvi leytinu að hann not- færir sér óspart ríkjandi for- dóma f garð þess sem fjallað er um. Farsafyndni nærist á for- dómum og elur á þeim, og þessi er enginn undantekning, þvf miður. Leikmynd Guðrúnar Sigríðar Haraldsdóttur þjónaði leiknum vel og var hæfilega ýkt til þess að undirstrika afkáraskapinn. Skynsamlegt að gæta hófs f sam- setningu búninga. Þýðing Árna Ibsen er verð sérstakrar athygli, því hún var hnökralaus og oft gætti töluverðrar hnyttni í þýð- ingu orðaleikjanna ensku yfir á íslensku. Það er vonandi að við lok næstu fimm ára áætlunar Þjóð- leikhússins megi landsbyggðin eiga von á einhverju jafn vel unnu og Meö vífið í lúkunum, en það sakaði ekki þó það yrði örlft- ið bitastæðara. Að lokum, hvers vegna var ekki hægt að númera miðana svo áhorfendur þyrftu ekki að bíða f klukkutfma fyrir sýningu til þess að tryggja sér sæti í salnum. Slík fyrirhyggja ætti varla að vera ofviða skipu- lagsstjórum sýningarinnar. Hægur vandinn að fregna eftir sætafjölda f húsinu um leið og það var pantað. Höfundurinn er leikstjóri og rit- stjóri fréttablaðsins Feykis i Noró- urlandi restra. Fyrir stráka kl. þrjú Kvikmyndir Árni Þórarinsson Regnboginn: Sverö riddarans — Sword of the Valiant ★ ★ Bresk. Árgerð 1984. Handrit: Stephen Weeks o.fl. Leikstjóri: Stephen Weeks. Aðalhlutverk: Miles O’Keeffe, ('yrielle Claire, Leigh Lawson, Sean (k»nnery, Trevor Howard, Peter Cushing. Hvemig lítur Sean Connery út hauslaus? Hvernig fóru albrynj- aðir riddarar að þvf að kasta af sér vatni? Brennandi spuming- um á borð við þessar er svarað í myndinni Sverð riddarans. Að öðru leyti er þessi mynd tíðinda- lítið strákabíó, gerð eftir nýlegri tísku sem kennd er við „sverð og seiðskratta” og einkum hefur verið vinsæl í amerískum af- þreyingariðnaði undanfarin ár. Sverð riddarans er hins vegar bresk en fjármögnuð af ísra- elsku smákóngunum Golan og Globus. Synd væri að segja að þeir hafi ekkert sparað til að gera myndina sem best úr garði. Ytri búnaður, leikmynd og fjöldasenur eru greinilega skorin við nögl; myndataka og hljóðrás býsna hrá. Samhengið í sögunni, sem fjallar um leit hetjunnar hugumstóru, Gawain að lausn- inni & ráðgátu Græna riddarans, hangir viða á bláþræði. En Stephen Weeks, höfundur mynd- arinnar, sem ég veit ekki til að hafi gert aðra bíómynd síðan hann kvikmyndaði Dr. Jekyll and Mr. Hyde fyrir meir en ára- tug undir titlinum I, Monster, sýnir talsverða útsjónar- og uppáfindingarsemi, gæðir mynd- ina krafti sem vel ætti að nýtast á þrjú-sýningum. Leikarar ganga líka reifir til verks og þvf verður Sverð riddarans bæri- legri en myndir af þessu tagi eru yfirleitt. Skylmingar og burt- reiðar, illmenni og fagrar meyj- ar, töfrar og töluverð kímni, — þetta eru hráefnin. Ef mönnum hugnast þau ætti þeim ekki að leiðast matreiðslan sem þau fá i Sverð riddarans. Barist við menn og máttarvöld Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson LAIJGARÁSBÍÓ: ÁIN (The River) ★ ★!A Aðalhlutverk: Mel Gibson, Sissy Spacek, Scott Glenn, Shane Bailey, Becky Jo Lynch, Barry Primuns, Billy Green Bush, Jack Starrctt. Leikstjóri: Mark Rydell. Handrit: Robert Dillon og Julian Barry, byggt á sögu Dillons. Kvikmyndataka: Vilmos Zsig- mond, A„S.C., Panavision, technic- olor. Klipping: Sidney Levin. Bandarísk, frí Úniversal, frumsýnd 1984. 122 mín. Áin er um gamalt þema, van- mátt þess fátæka gagnvart hin- um ríka ef hagsmunir þeirra rekast á. Og enn fáum við að kynnast hinum ódrepandi vilja bandaríska landnemans! Mel Gibson og kona hans, Sissy Spacek, hokra við hálfgerð sultarkjör á dalbýli f Tennessee. Árlega verða þau fyrir þungum búsifjum af völdum flóða og stórjaxl héraðsins, Scott Glenn, gerir allt sem hann getur til að flæma þau af jörðinni sem hann hyggst leggja undir vatn, ásamt fleirum, vegna virkjunarfram- kvæmda. Er hann og gamall kunningi Spacek. En Gibson er þrárri en sauð- kindin og í myndarlok hefur hann enn einu sinni borið sigur- orð af Glenn og máttarvöldun- um. Líkt og með íslenska afdala- bóndann, þá virðist erfitt að telja hinum bandarísku land- nemaafkomendum hughvarf eða Litla dóttir Mel Gibaona, Becky Jo Lynch, réttir pabba sínum hjálparhönd f „Ánni“. hrekja þá af landi forfeðranna, svo er sjálfsagt víðast. En þó þykir manni barátta Gibsons harla vonlaus, hann þraukar ekki lengi til viðbótar. Hann má sin einskis gagnvart máttarvöld- unum og græðginni. Áin nær ekki til manns sem skyldi, til þess eru persónurnar allar of þumbaralegar og Gibson álíka sannfærandi sem bóndi og Bronson sem biskup. Scott Glenn er sterkur persónuleiki og ágætur leikari en handritið er honum ekki hliðhollt. Hann er hálfpartinn útá þekju. Sissy Spacek er hárrétt manngerð f hlutverki eiginkonu hins þrá- kelkna bónda, i öllum sínum glamorlausa þokka. Og krakk- arnir eru góðir. Sögufléttan er heldur ekki nógu sannfærandi. Eins og ástandið í dalnum er kynnt f myndinni, virkar það dauðvon- laust streð í augum áhorfand- ans. Dalabændurnir eru að flosna upp i hópum, reyndar er besta atriði Árinnar uppboð á fátæklegum eigum þeirra. Að sporna lengur við virðist aðeins þýða meira tap og tímasóun. Ástandið er því málað of sterk- um og órökréttum litum. Þrátt fyrir ást á feðrajörðinni og þá veikunnu, bandarisku arfsögn að gefast helst aldrei upp fyrr en dauður, þá hlýtur skynsemin að stöðva þá af sem aðra, áður en í tómt óefni er komið._ Á hinn bóginn er Áin bæði fal- leg mynd og vönduð að flestri gerð. Kvikmyndataka Zsigmonds er hrífandi frá eftirminnilegum upphafsskotum til enda. Tónlist WiIIiams látlaus en markviss og leikstjórn Rydells oftast fag- mannleg. Sum atriðin einkar skýr og sterk, eins og framan- greint uppboð, eltingarleikurinn við dádýrið og útganga verk- fallsbrjótanna úr verksmiðjunni. En gallar handritsins gera það að verkum að Áin verður ekki það stórvirki sem oft bólar á í kraítmiklu leysingavatninu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.