Morgunblaðið - 05.07.1985, Page 14

Morgunblaðið - 05.07.1985, Page 14
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JÚLl 1985 Gamli og nýi tíminn — húsakynni í Langaholti. Fjölskyldan og gestir í Langholti. LANGAHOLT „Skáli um þjóðbraut þvera“ Svava og Símon framan við eldakrókinn. Milli þeirra er Þórdís Claessen. Texti: HELGI KRISTJÁNSSON Myndir: BJÖRN GUÐMUNDSSON Nú ern miklir umbrotatímar í ís- lenskum landbúnaði. Framleiðendur í hefðbundnum búgreinum eiga mjög í vök að verjast vegna söluerf- iðleika og búa nú við framleiðslu- skömmtun. Því hefir margur bónd- inn átt andvökunstur við að hugsa út leiðir til að tryggja framfærslu fjölskyldu sinnar án þess að yfirgefa allt og flytja á mölina, því þá er auðvitað líka blint í sjóinn rennt. I Görðum í Staðarsveit á Snæ- fellsnesi búa hjón, sem greinilega ætla ekki að láta erfiðleikana buga sig, þótt fyrir stórri fjöl- skyldu sé að sjá. Þau eiga heldur ekki kyn til þess. Svava húsfreyja í Görðum er dóttir hinna þekktu myndarhjóna Margrétar og Guð- mundar í Dalsmynni í Eyjahreppi, en Símon Sigurmonsson maður hennar rekur ættir sínar m.a. til Þórðar útvegsbónda og skipa- smiðs, sem bjó í Gróttu á Seltjarn- arnesi, því Símon er langafabarn hans. f Staðarsveit er fremur erfitt fyrir sauðfjárbúskap vegna afrétt- arleysis. Bændur þar hafa því tek- ið ýmislegt til bragðs. Má þar nefna sjóróðra, fiskverkun og loðdýrarækt. Svava og Símon í Görðum horfa til gestaþjónust- unnar, því þau hafa reist mynd- arlegt gistiheimili á jörð sinni og nefna það Langaholt. Þetta er svo sem ekki algert nýmæli hér á landi, en þótti samt forvitnilegt og þess vegna var rennt að Görðum til að forvitna8t um ástæður og rök fyrir framkvæmdinni. Bæjarhúsin í Görðum eru að- eins steinsnar frá þjóðveginum þar sem hann liggur eftir fornum sjávarkambi, svonefndum öldu- hrygg. Við hittum Símon útivið og hann sýnir okkur gistiheimilið sem verið er að leggja síðustu hönd á. Þetta er myndarhús með skála og setustofum, fjórum stór- um fjölskylduherbergjum og baðherbergjum, greinilega dýrt fyrirtæki. Símon er fyrst spurður hvort heitið Langaholt sé nýnefni. „Nei, aldeilis ekki,“ segir hann, nafnið er þúsund ára gamalt, því Landnáma segir frá Ásmundi Atlasyni og konu hans Þóru sem komu frá Jaðri í Suður-Noregi og námu land milli ánna Furu og Lýsu. Bjuggu þau í Langaholti. Þar segir Landnáma Þóru hafa reist skála um þjóðbraut þvera og varð þar svo gestkvæmt, að Ás- mundi manni hennar þótti nóg um. Annars er merkilegt að land- námsmenn virðast hafa tekið með sér örnefni til íslands þvf á slóð- um Ásmundar Atlasonar f Noregi má finna örnefnin Lýsubotn og Valavatn sem einnig eru hér f grennd." Upphafið að gistiheimilinu segir Símon mega rekja til þess að fyrir níu árum auglýstu Flugleiðir eftir Langaholt f Staðarsveit aðstöðu fyrir ferðamenn erlenda sem kæmu til að skoða landið. „Þá byrjuðum við hjónin að veita gist- ingu hjá okkur í íbúðarhúsinu sem er stórt. Síðan hefir þetta hlaðið upp á sig ár frá ári og erum við í ágætum tengslum við Flugleiðir og Ferðaskrifstofu ríkisins með þennan þátt starfseminnar. Það er ákaflega gaman að umgangast þetta erlenda ferðafólk. Það er yf- irleitt mjög ánægt með dvölina og það er ekki síður gaman að veita þeim þessa þjónustu en að hafa börn í sveit, en það hefir veitt mér og öðrum ómælda ánægju. Það var því ekki um annað að gera en að hrökkva eða stökkva með að byggja yfir þessa starfsemi sem í síauknum mæli er notuð af íslend- ingum, sem velja sér kyrrláta úti- vist.“ Bygging þessa húss er líka f tengslum við veiðar á vatnasvæði Lýsu. Hér var stofnað veiðifélag 1971 og hefir það haft þá stefnu að leyfa margar stengur og kostar þá hver stöng varla meira en fæst fyrir góðan vinnudag. Það eru að- allega íslendingar sem koma til veiðanna. Þeir dvelja þá gjarnan hér og geta fengið fæði eftir þörf- um og er svo um alla. Fólkið ræð- ur því sjálft. Annars vil ég segja þér frá nýmæli sem við erum að taka upp á vatnasvæðinu. Þannig er að laxinn hefir dreift sér mikið um vötnin og er stundum vand- fundinn þó oft veiðist vel. Við ætl- um því að þrengja dálítið að hon- um með þvi að loka austasta vatn- inu fyrir honum með rimlagrind. Það verður svo auðvitað opnað aftur fyrir hrygningartímann. Þessi hugmynd er komin frá Stef- áni Jónssyni sem bjó í Vatnsholti og það verður að segjast að það sýnir félagsþroska landeigenda að koma sér saman um þetta. Þriðji þáttur starfseminnar eru fjölskylduferðirnar. Húsið tekur þrjár fjölskyldur í senn. Fjórða at- riðið yrði að taka við stórum hóp- um í svefnpokapláss. Það verður enn betra þegar efri hæðin verður tekin í notkun. Varðandi þetta at- riði væri hugsanlegt að taka hópa, sem ætla sér í sérstaka leiðangra eða ferðir svo sem páskaferðir á Jökul, æfingaferðir björgunar- sveita, bekkjarferðir og fleira. Húsið er vel einangrað og ekkert til fyrirstöðu að hafa það í notkun allan ársins hring. í dag er hægt að vera hér með 25 manns í einu.“ Svava húsfreyja sýnir okkur gestabækur frá fyrri árum. Hún segist hafa gaman af gestabókun- um og sérstaklega þegar fólk skil- ur eftir sig vísukorn eða teikn- ingar. í bókunum hennar kennir ýmissa grasa. Við sjáum m.a. að þarna hefir dvalið fólk frá þýska sjónvarpinu. Aðspurð segir Svava, að vissulega sé umsjón með hús- inu ábót á húsmóðurstörfin, en hún segir að það muni allt bjarg- ast, enda fái hún sér hjálp. Mér þykir bara verst hvað fólki gengur misjafnlega að finna okkur i nýju símaskránni. Við höfðum óskað eftir í vetur að fá Langaholt skráð, en það féll niður. Hvernig eiga ókunnugir að átta sig á að síma Símonar Sigurmonssonar í Görð- um á Snæfellsnesi sé að finna undir stöðvarheitinu Borgarnes? Svipað er með póstburð hingað. Föstudagsmogginn kemur á mið- vikudögum eftir viðkomu í Borg- arnesi. Annars er sjálfvirki sfm- inn frábær lausn fyrir okkur. Segja má að án hans væri ógerlegt að reka svona fyrirtæki. Gallinn er sá að það er erfitt að leita í símaskránni hafi fólk bara bæj- arheitið og vilji hringja á undan sér. Ég held að Garðar hafi verið undir einum fjórum stöðvarheit- um síðustu árin. Hitt er ekki vandamá) að rata á staðinn, þegar vestur á Nesið er komið.“ Þegar staðið er á hlaði í Görðum er fljótséð að fólk hefir nóg við að vera. Útsýnið er mjög gott, fjalla- garðurinn á aðra hönd með Snæ- fellsjökul hlaðinn orku sem enda- punkt. Nær okkur eru vötnin með veiðina og skammt er til laugar að Lýsuhóli. Á hina hönd er svo hafið sem hér brotnar á langri skelja- sandsfjöru. „Á þessum fjörum hefir margt við borið um aldirnar," segir Slm- on. Hér var franska strandið og fórust þá tugir franskra sjó- manna. Hér er til í útihúsum kassi með mannabeinum sem hafa lent á flækingi, trúlega frá þeim tíma. Hér varð svo skammt frá mikið sjóslys í vertíðarlok árið 1800 þeg- ar þrjú skip fórust og drukknuðu 22 menn og urðu að mig minnir 15 konur ekkjur hér í sveitinni og grennd. Hér er líka töluverður reki á stundum, þar á meðal hefir rekið hér spíra. Strangt til tekið á áfengisverslunin allan vínanda sem rekur. Hitt er svo annað mál, hvenær strangt skal til taka,“ seg- ir Símon og glottir. „Einu sinni fann ég fulla stáltunnu af spíra,“ bætir hann við. „Við athugun á tuununni kom í Ijós að innihaldið var tréspíritus samkvæmt merkingum á tunnunni. Það var því ekki um annað að gera en að taka sponsið úr og láta vökvann renna hægt og rólega niður i sand- inn. Þarna hefði áfengisverslunin fengið fulla tunnu ef um hreinan spíra hefði verið að ræða.“ Við höfum nú fengið að hreyfa og sjá „rekstrargrundvöllinn" fyrir gistiheimilinu og erum sannfærðir. En hversu sannfærðir er eigandinn sjálfur? Símon er fljótur til svars: „Ég lít björtum augum til ferða- þjónustunnar sem aukabúgreinar. Hún hlýtur að fara ört vaxandi i landinu og maður vill mikið á sig leggja til að vera þar vel gjald- gengur. Ég er til dæmis búinn að afla mér viðbótarkunnáttu í þýsku vegna Þjóðverjanna sem hingað koma og er orðinn vel símafær út. Þetta er líka mikið mál fyrir gjaldeyrisstöðu þjóðarinnar að allt sé gert til að afla gjaldeyris og spara. Afla með því að þjóna er- lendu ferðamönnunum sem mest og best og spara með því að örva landann til að ferðast innanlands. Manni finnst þegar nóg um hall- ann á skútunni."

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.