Morgunblaðið - 05.07.1985, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JÚLl 1985
17
Akraneskirkja:
Minningarguðsþjónusta
um sr. Þorstein Briem
HINN 3. júlí voru liðin hundrað ár
frí fsðingu séra Þorsteins Briem,
fv. prófasts og ráöherra. Séra Þor-
steinn rar sóknarprestur i Akranesi
fri 1921—1946, prófastur Borgar-
fjarðarprófastsdæmis 1931—1946.
Hann var riðherra f riðuneyti Ás-
geirs Ásgeirssonar 1932—34 og itti
sæti i Alþingi 1934—42. Hann var
mikilhæfur kennimaður og í fremstu
röð íslenskra presta i sinni tíð.
í tilefni aldarafmælisins verður
hátíðar- og minningarguðsþjón-
usta í Akraneskirkju, sunnudag-
inn 7. júlí kl. 14. Dr. Sigurbjörn
Einarsson, biskup, prédikar og
prestar Borgarfjarðarprófasts-
dæmis þjóna fyrir altari. Að guðs-
þjónustu lokinni býður kirkju-
nefnd kvenna kirkjugestum til
kaffisamsætis í safnaðarheimili
kirkjunnar. Þar verða tónlistar-
atriði og lesið verður úr verkum
sr. Þorsteins.
(Fri safnaðarnefnd
Akraneskirkju)
Séra Þorsteinn Briem
Athugasemd um
orðið vistgata
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd fri Gutt-
ormi Þormar, yfirverkfræðingi:
„í frétt Morgunblaðsins á bak-
síðu, fimmtudaginn 23. þ.m., stóð í
fyrirsögn: „Neðsta hluta Lauga-
vegs breytt í vistgötu." Þetta er
ekki rétt notkun á orðinu „vist-
gata“.
Með hugtakinu „vistgata" sem
er þýðing á hollenska orðinu
„wonnerf" er átt við alveg sér-
staka götu, þar sem aðrar umferð-
arreglur gilda en á öðrum götum.
í frumvarpi að nýjum umferð-
arlögum segir svo um vistgötur:
„Ákvæði greinar þessarar gilda
um umferð á svæði sem afmarkað
er með sérstökum merkjum sem
tákna vistgötu. Heimilt er að
dveljast og vera að leik á vistgötu.
Stjómarráð íslands:
Starfsdagur-
inn breyttur
ÁKVEÐIÐ hefur verið að færa
starfsdag í Stjórnarráðinu fram
um klukkutíma yfir sumarmánuð-
ina. Verða því skrifstofur Stjórn-
arráðs Islands opnar frá kl. 8.00 til
kl. 16.00 alla virka daga frá 23.
júní — 30. september 1986.
(FrétUtiIkynning)
Þar ber að aka mjög hægt, að
jafnaði eigi hraðar en 15 km á
klst. Ef gangandi vegfarandi er
nærri má eigi aka hraðar en á
venjulegum gönguhraða. ökumað-
ur skal sýna gangandi vegfaranda
sérstaka tillitssemi og víkja fyrir
honum. Gangandi vegfarandi má
eigi hindra för ökutækis að
óþörfu. Óheimilt er að leggja öku-
tækjum nema á sérstaklega
merktum svæðum. Ákvæði þetta
gildir eigi um reiðhjól."
í vistgötu er umhverfið mótað
með sérstöku tilliti til íbúanna og
útiveru þeirra við heimilið. Þótt
bílaumferð sé leyfð um vistgötuna
eru hagsmunir hins gangandi
manns þar samt i algeru fyrir-
rúmi. Vistgata þarf ekki endilega
að vera íbúðargata, heldur geta
þar einnig verið verslanir, skólar
og fleira. íbúabyggð setur þó allt-
af meginsvipinn á götuna.
Það er ljóst að fyrirhugaðar
breytingar á Laugaveginum eru
ekki á þann hátt sem hér hefur
verið greint frá. Það á að vísu að
gera Laugaveginn vistlegri en
hann er nú, með mjórri akbraut,
breiðari gangstéttum, trjám og
e.t.v. bekkjum, en á akbrautinni
gilda áfram almennar umferðar-
reglur og þar mun bílaumferðin
eiga forgang. Undirritaður telur
nauðsynlegt að þetta komi fram
til þess að fyrirbyggja misskilning
og til þess að orðið vistgata missi
ekki merkingu sína.
f'<^ÍS^Saw9fe
SKARPUR
VARSTU
Já réttlÞetta ermestseldi SHARP búöarkassinn íár.
Ástæðan erhlægilega lágt verð og allirþessirkostir:
• Áttadeildir, stækkanlegar upp í 20 deildir• Hægtaðbæta
við 99 föstum verðnúmerum (PLU) • Innbyggð klukka • Tveir
afsláttartakkar• Sérstakur kredittakki • Prentari til að prenta
á nóturog ávísanir* Dagsetning og ártal• Leiðrétting og
margt, margt fleira • Verð aðeins kr. 30.490. - stgr.
• EinnigýmsaraðrargerðirbúðarkassafráSHARP. Verðfrá
20,150.-stgr.
HLJOMBÆR
HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999
Áskriftarsíminn er 83033
Happdrætti Sjálfstæðisflokksins
Dregid á morgun
Vinsamlega gerið skil á heimsendum miðum. Afgreiðslan er í Valhöll,
Háaleitisbraut 1. Opin kl. 9—22. Sími 82900.
Sækjum Sendum
Sjálfstæðisflokkurinn
85 40