Morgunblaðið - 05.07.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.07.1985, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JÚLl 1986 'jt; »' ; ■-*nv ' Á „Pólarhestumu í eyðibyggðina Fjörður PÓLARHE9TAR nefnist fyrirtcki sem nýverið var stofnað fyrir norðan. Fyrirtækiö er fyrst og fremst hestaleiga en auk þess býöur það upp á ýmiskonar þjónustu fyrír ferðafólk. Eigendur Pólarhesta eru tveir, Jó- hannes Eiríksson úr Reykjavík og Stefán Kristjánsson, bóndi á Grýtu- bakka II, í Höfðahverfi í Grýtubakkahreppi f Suður-Þingeyjarsýslu. En á bóndabýlinu eru einmitt höfuðstöðvar fyrírtckisins, um 45 km frá Akur- eyri, austan Eyjafjarðar. Þriggja daga ferðir á hestum í Fjörður I sumar verður boðið upp á þriggja daga hópferðir á hestum í Fjörður, eyðibyggðina yst á skag- anum austan Eyjafjarðar, þar sem liggja Hvalvatnsfjörður og Þorgeirsfjörður. Farið verður um hverja helgi, lagt af stað frá Grýtubakka um hádegisbilið á föstudegi og komið til baka að kveldi sunnudags. Gist verður i húsum eða tjöldum og jeppabif- reið verður i ferðunum ef einhver treystir sér ekki til að ríða alla leiðina. Innifalið í verði er fullt fæði og gisting og akstur til og frá Akur- eyri. Þá hefur fyrirtækið gert samning við Flugleiðir um 35% afslátt á flugfargjaldi milli Reykjavíkur og Akureyrar. Fyrir- hugað er að fara fyrstu ferðina i Fjörður dagana 5. til 7. júli, og verður haldið uppi ferðum út ág- ústmánuð. Dagsferðir um Höfðahverfið En „Pólarhestar" fara ekki ein- göngu í Fjörður í sumar. Á þriðju- dögum og miðvikudögum verður boðið upp á dagsferðir á hestum um Höfðahverfið og sveitina i kringum Grýtubakka og stefnt er að dagsferðum um helgar sem auglýstar verða sérstaklega. Þá verður ekið með einstaklinga og ferðahópa á torfærubifreiðum f Fjörður og á Flateyjardal og verð- ur leiðsögumaður með í þeim ferð- um. Að auki verða skipulagðar bátsferðir frá Grenivfk og útveg- uð svefnpokapláss í Grenivík og herbergi á bæjunum i kring. „Jómfrúrferðin“ í Fjörður Undirritaðri var á dögunum boðið með í Jómfrúrferð" Pólar- hesta út i Fjörður. Við vorum alls áttá talsins sem riðum úr hlaði á Grýtubakka f bliðskaparveðri. Eigendur fyrirtækisins voru báðir með i ferðinni, Jóhannes Eiriks- son reið með og Stefán Kristjáns- son ók jeppabifreið hlaðinni vist- um á eftir okkur. Við riðum í rólegheitum um Leirdalsheiði að heiðarbýlinu Gili, fremst í Hvalvatnsfirði, þar sem við áðum. í Hvalvatnsfirði Eigendur PólarhesU á bæjarhlaðinu i Grýtubakka. F.v. Stefán Krist- jánsson og Jóhannes Eirfkæon. voru áður sjö bæir. Lögðust 1944. Otrúlegt er að fólk hafi Tindriðastaðir síðastir f eyði árið nokkru sinni búið svo afskekkt, en Gengið yfir Eyrarhálsinn, í baksýn Hvalvatnsfjöröur. gömlu bæjartóftirnar bera þvi vitni svo að ekki verður um villst. í þriggja daga ferðunum i sumar verður gist á Gili fyrri nóttina, en þar sem við ætluðum í Fjörður á aðeins tveimur dögum stöldruðum við aðeins stutt við á Gili til að hvíla hestana og snæða. Ekki fært bflum síðasta spölinn Áfram héldum við um kjarri- vaxnar hliðar Hvalvatnsfjarðar að Austurá undir Eyrarhálsi. Þar var jeppinnn skilinn eftir enda ekki fært bílum siðasta spölinn i Þorgeirsfjörð. Urðum við því að reyra svefnpokann okkar aftan við hnakkinn og matföng sem duga skyldu fram að hádegi dag- inn eftir settum við í bakpoka og hnakktöskur. Vatnið náði hestun- um upp á miðja sfðu er við riðum yfir ána, en öll komumst við þó klakklaust yfir. Gist á Þönglabakka Og áfram riðum við, yfir Eyr- arhálsinn að Þönglabakka i Þor- geirsfjörð þar sem við gistum í skála Slysavarnafélags íslands. 1 ferðunum í sumar verður riðið þangað á öðrum degi, gist þar um nóttina og riðið til baka þriðja daginn. Áður var búið á Þönglabakka, einum þriggja bæja í Þorgeirs- firði. Lögðust Þönglabakki og Botn þar sfðastir í eyði árið 1944, um leið og Tindriðastaðir i Hval- vatnsfirði. Ró kindanna raskað Eftir að við höfðum komið hest- unum í hús á Þönglabakka og fengið okkur bita fórum við i kvöldgöngu eftir ströndinni. Á einum stað, rétt fyrir ofan fjöru- borðið, mátti sjá greinileg um- merki um bæinn Botn og i tóftum hans mátti jafnvel finna heillegar hurðir og fagurblátt þil. í sjávar- málinu gat að líta leifar af rússn- esku skipi sem strandaði f Þor- geirsfirði 1941. Það var sannarlega sérstök til- finning að vera stödd f þessari sérkennilegu og fögru eyðibyggð og eiginlega ótrúlegt að fyrir rúmum 40 árum hafi fólk búið þar. Kyrrðin í Fjörðum var algjör og ekki laust við að þeim kindum sem urðu á vegi okkar, yrði bilt við að fá svo óvænta gesti i heim- sókn. Lúið ferðafólk Það var notalegt að skriða i pokann um kvöldið, enda menn orðnir lúnir eftir daginn, þó flest værum við vön hestaferðum. Morguninn eftir lögðum við af stað heimleiðis. Stefán tók bílinn við Áusturá og gátum við þá losað okkur við pjönkur okkar. Ferðin heim gekk vel og vorum við komin að Grýtubakka um kvöldmatar- leytið. Það var þreyttur en sæll blaða- maður sem steig upp i flugvélina á Ákureyrarflugvelli siðar um kvöldið, eftir ógleymanlega ferð á „Pólarhestum", í Fjörður. Texti og mvndir: BERGLJÓT FRIÐRIKSDÓTTIR Á áningarstað, f.v.: Gísli Sigurgeirsson og Frfmann Frfmannsson frá Degi, Sigurlang Krist- Þorgeirsfjörður. Fyrir miðri mynd er Hraunfjallið en lengst til hægrí sést f Háu Þóru og Lágu jánsdóttir frá Grenivík, Jóhannes Harðarson frá Þjóðviljanum, Birgir Guðmundsson frá NT Þóru. og Jóhannes Eiríksson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.