Morgunblaðið - 05.07.1985, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 05.07.1985, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1985 FOHTtMOUTH/NONFOLK Bakkafoss 15. júk Ctty of Perth 23. júlf Bakkafoss 5. ágúst Laxfoss NEW YORK 7. ágúst Bakkafoss 17. júli City of Perth 22. júlí Laxfoss 5. ágúst Bakkafoss HALIFAX 7. ágúst Bakkafoss 19. júli Bakkafoss 9. ágúst BRETLAND/MEGINLAND IMMINGHAM Eyrarfoss 7. júli Alafoss 14. Júlí Eyrarfoss 21. júli Álafoss FEUXSTOWE 28. júlí Eyrarfoss 8. júlí Álafoss 15. júlí Eyrarfoss 22. júli Álafoss ANTWERPEN 29. júli Eyrarfoss 9. júlí Alafoss 16. júlí Eyrarfoss 23. júli Alafoss ROTTERDAM 30. júlí Eyrarfoss 10. júlí Alafoss 17. júli Eyrarfoss 24. júlí Alafoss HAMBORG 31. júlí Eyrarfoss 11. júlí Álafoss 18. júlí Eyrarfoss 25. júlí Álafoss 1. ágúst GARSTON Fjallfoss NORÐURLÖND/- EYSTRASALT BERGEN 15. júlí Reykjafoss 5. júlí Skógafoss 13. júli Reykjafoss 19. júli Skógafoss KRISTIANSAND 27. júlí Reykjafoss 8. júlí Skógafoss 15. júlí Reykjafoss 22. júlí Skógafoss MOSS 29. júli Skógafoss 16. júli Skógafoss HORSENS 30. júlí Reykjafoss 12. júli Reykjafoss GAUTABORG 26. júlí Reykjafoss 10. júlí Skógafoss 17. júlí Reykjafoss 24. júli Skógafoss A KAUPMANNAHOFN 31. júlí Reykjafoss 11. júll Skógafoss 18. júli Reykjafoss 25. júlí Skógafoss HELSINGBORG 1. ágúst Reykjafoss 12. júlí Skógafoss 19. júli Reykjafoss 26. júli Skógafoss ÞÓRSHÖFN 2. ágúst Skógafoss 13. júlí Skógafoss 27. júlí EIMSKIP Pósthússtræti 2. Sími: 27100 18 sinnum umhverfis jörðina SUNDMENN úr sundfélaginu í Viborg I Danmörku náðu settu marki í maraþonsundi, sem þeir háðu þar í borg. Á einni viku syntu ungmennin samtals 717.447 kflómetra, sem jafngildir því að þau hafi synt 18 sinnum umhverfls jörðina við miðbaug. Syntu þau boðsund i sjö sólarhringa, hvert þeirra tvo kflómetra í senn. Hver maður synti á um fjögurra stunda fresti og var tíminn á milli notaður til hvfldar. Tíu ungmenni hófu boðsundið, en á flmmta degi heltist eitt þeirra úr lestinni. Sundvegalengdin er nýtt heimsmet, gamla metið var 200 kflómetrum lakara. Hinir nýju methafar komast i heimsmetabók Guinness eins og til stóð. Eindrægni og vinátta á fundi Gorbachevs og Planic Moskvti 4. júlí. AP. MIKHAIL Gorbachev, flokksleið- togi Sovétríkjanna, fagnaði í dag for- sætisráðherra Júgóslavíu, Milka Planic, sem er í heimsókn í Sovét- ríkjunum. Tass-fréttastofan sagði að fundur Gorbachevs og Planic hafði einkennzt af vináttu og velvilja og Gorbachev hefði farið lofsamlegum orðum um hagkvæmt samstarf milli Júgóslava og Sovétmanna á sviði vís- inda og tækni. Hann bætti við að útlit væri fyrir að þessa samvinnu mætti auka á ýmsum sviðum. Tikhonov forsætisráðherra hafði áður rætt við júgóslavneska forsætisráðherrann, en ekki var skýrt frá því í orðsendingu Tass hvort Shevadnadze utanríkisráð- herra hefði verið á fundinum. Gorbachev fór einnig vinsam- legum orðum um „áþreifanlegt framlag" sósíalískra þjóða í þágu friðar og sagði að ástand heims- mála beinlínis krefðist þess að menn samstilltu krafta sína til að komast hjá ógnun kjarnorku- styrjaldar, sem væri til komin vegna stefna heimsvaldasinna. Tekið er fram í fréttaskeyti AP að sovéski leiðtoginn hafi ekki minnzt á væntanlegan fund þeirra Regans Bandaríkjaforseta í Genf í nóvember. Milka Planic skýrði Gorbachev ítarlega frá ýmsum vandamálum varðandi sósíalísks stjórnkerfi lands síns en ekki var nánar farið út í það. Gorbachev hefur þegið boð um að koma í opinbera heim- sókn til Júgóslavíu, en ekki er ákveðið hvernær hún verður farin. Flugvallar- verkfall í Sydney Ástralfu 4. júlf. AP. ÞUSUNDIR erlendra ferða- manna hafa ekki enn komizt á brott frá Sydney í Ástralíu vegna þess að slökkvilið flugvallarins hefur verið í verkfalli síðustu þrjá daga. Þeir krefjast styttri vinnutíma og aukins mannafla í slökkviliðið. Sjö erlend flugfélög hafa beint flugi til Melbourne og sú umferð sem fer um völlinn í Sydney er nánast einvörðungu innanlandsflug. Þau félög sem hafa að svo stöddu stöðvað ferð- ir til Sydney eru Lufthansa, Garuda, Air France, Alitalia, PanAm og Japan Airlines. Tals- menn flugfélaganna segja að þessi háttur verði hafður á með- an verkfallið stendur yfir, ella kunni farþegum að vera í voða stefnt. Jarðskjálfti á Papu Nýju Guineu Sydney, Ástrnlíu 4. júlf. AP. EYJARSKEGGJAR á Papua Nýju Guineu voru gripnir skelf- ingu í morgun, þegar þeir töldu að eldgos væri hafið á Kyrra- hafseyjunum Nýja-Bretlandi og Nýja írlandi í eyjaklasanum. Fólk þusti út úr híbýlum sínum og kveinaöi hástöfum. í Ijós kom að þarna var ekki um eld- gos að ræða, heldur snarpan jarðskjálfta. Töluverðar skemmdir og mik- il skriðuföll urðu í kjölfar skjálftans. Þegar kyrrð var komin á tókst að sannreyna að slys hefðu ekki orðið á fólki. Jarðskjálftinn var um 7.1 stig á Richterkvarða og voru upptök hans um 80 km austsuðaustur af Rabaul, 25 þúsund íbúa bæ, sem er í grennd við eldfjall sem einatt gýs. Fundur Gorbachevs og Reagans f Genf: Ellefti fundur leiðtoga stór- veldanna frá styrjaldarlokum FYRIRHUGADUR fundur Mikhails S. Gorbachev, leiðtoga Sovétríkjanna, og Ronalds Reagan, Bandaríkjaforseta, í Genf 19.—21. nóvember nk. verður hinn ellefti sem leiðtogar stórveldanna tveggja eiga með sér frá lokum síðari heimsstyrjaldar. Hér birtist listi yflr fyrri fundi: 18.—23. júlí 1955. Fundur Dwights Eisenhower, forseta Bandaríkjanna, og leiðtoga Bret- lands og Frakklands, með Nikita Khrushchev, leiðtoga sovéska kommúnistaflokksins, og Nikolai Bulganin, forsætisráðherra. Til umræðu var takmörkun kjarn- orkuvígbúnaðar og hugmyndir um gagnkvæmt eftirlit með vígbún- aði. 25.-27. september 1959. Tveggja vikna heimsókn Khrushchev, sem þá var orðinn forsætisráðherra Sovétríkjanna, til Bandaríkjanna. Hann átti fundi með Dwight Eisenhower í forsetabústaðnum að Camp David í Maryland þar sem samkomulag varð um að hefja viðræður um Berlínarmálið. Jafnframt var gef- in út sameiginleg yfirlýsing um nauðsyn afvopnunar. Ennfremur var hvatt til leiðtogafundar stór- veldanna árið 1960. Leiðtogafundurinn átti að hefj- ast í París 16. maí 1960, en honum var aflýst vegna kröfu Khrushch- ev um að Bandaríkjastjórn bæðist afsökunar á njósnaflugi banda- rískrar þotu af gerðinni U-2 yfir sovésku landsvæði. Þotan var skotin niður og flugmaðurinn handtekinn. Jafnframt dró Khrushchev til baka boð til Eis- enhower um að koma í opinbera heimsókn til Sovétríkjanna í júní sama ár. 3.-4. júní 1961. Fundur Johns F. Kennedy, Bandaríkjaforseta, og Khrushchev í Vín. Rætt um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn o.fl., en ekkert samkomulag tókst. 23.-25. júní 1967. Lyndon John- son, forseti Bandríkjanna, hitti Alexi Kosygin, forsætisráðherra Sovétríkjanna, á tveimur fundum í Glassborg í New Jersey, en ekk- ert samkomulag tókst um ágrein- ingsefni. Til umræðu var stríðið í AP/Símamynd George Shultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á blaðamannafundi í Washington í gær þegar greint var frá fyrirhuguðum viðræðum Reag- ans forseta og Gorbachevs leiðtoga Sovétríkjanna. Víetnam, deilurnar fyrir botni Miðjarðarhafs og kjarnorkuvíg- búnaður. Kosygin hafði komið til Bandaríkjanna til að ávarpa alls- herjarþing Sameinuðu þjóðanna í New York. 22. -24. maí 1972. Richard Nix- on, Bandaríkjaforseti, og Leonid Brezhnev, forseti Sovétríkjanna, áttu með sér fund í Moskvu. Það var fyrsta sinn sem Bandaríkja- forseti kom til borgarinnar. Und- irritað var samkomulag um sam- vinnu á sviði heilsuverndar, um- hverfismála og geimrannsókna. 18.—25. júní 1973. Brezhnev kom á fund Nixon í Washington. Þeir undirrituðu yfirlýsingu um vilja til að ná samkomulagi, sem bindi enda á vígbúnaðarkapp- hlaupið, og komi í veg fyrir átök ríkja i millum. Brezhnev dvaldi tvo daga í Camp David til að und- irbúa sig fyrir fundinn. 27. júní—3. júlí 1974. Fundur Nixon og Brezhnev í Moskvu I skugga Watergate-málsins, sem leiddi til afsagnar Bandaríkjafor- seta. Þeir undirrituðu nokkra samninga um takmörkun kjarn- orkuvígbúnaðar. 23. -24. nóvember 1974. Gerald Ford, forseti Bandaríkjanna, og

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.