Morgunblaðið - 05.07.1985, Page 32
>
32
MORGUNBLADID, FÓSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1985
*
Aðalbjörn Tryggvason i Ytra-Laugalnndi raðar böggum i Heyvagn. Börnin hjilpa við heyskapinn i Ytra-Laugalandi.
Heyskapurinn orðinn leikur
einn ef tíðarfarið er gott
- segir Benjamín Baldursson á Ytri-Tjörnum í Eyjafirði
„HEYSKAPURINN hefur gengið
Ijómandi vel undanfarna daga,
grasið er slegið stöðugt til að nýta
þurrkinn," sagði Benjamín Bald-
ursson bóndi i Ytri-Tjörnum í
Öngulsstaðahreppi í Eyjafirði þeg-
ar blaðamenn Morgunblaðsins
voru i ferð í Eyjafirði í fyrradag og
litu við hji bændum í heyskap. Var
sama hvert litið var í þessu þétt-
býla og grösuga héraði sem talið er
besta landbúnaðarhérað landsins,
i öllum bsjum var heyskapurinn í
fullum gangi. Kúabúin eru þarna
hvert öðru stsrra og mikil tún,
enda rsktunarskilyrði mjög góð.
Benjamín er með stórt kúabú.
Hann byrjaði að slá 20. júní, það
er heldur seinna en í fyrravor, en
svipað og mörg undanfarin vor.
Benjamín sagði að sprettan væri
þokkalega góð, og eitthvað gæti
sprottið áfram. Hann kvaðst
vera búinn að hirða um helming
heyja sinna. „Vélvæðingin er
orðin svo góð og almenn að
heyskapurinn er leikur einn, ef
tíðarfar er gott. Hægt er að
heyja á 2—3 vikum ef góðir
þurrkar eru,“ sagði Benjamín.
Eyfirðingar þurrka svo til allt
sitt hey og til algerra undan-
tekninga telst ef bændur hirða í
vothey. Benjamín hirðir allt hey
laust með heyhleðsluvagni.
Hann var einmitt að losa vagn-
Benjamín Baldursson á Ytri-
Tjörnum mokar í heyblásara.
inn við hlöðuna þegar blaða-
menn bar að garði. Þar er því
mokað í blásara sem flytur það
inn í hlöðuna og þar er heydreif-
Hjörleifur Tryggvason á Ytra-
Laugalandi situr „draum fátska
bóndans".
ikerfi sem jafnar því um hlöð-
una. Sagði Benjamín að sig vant-
aði aðeins matara við blásarann
til að hafa hirðinguna alsjálf-
Morgunbladid/Priðþjófur
Vinnumaður á Ytri-Tjörnum mok-
ar heyi.
virka. Meirihluti bænda í Eyja-
firði hefur svipaðan há tt á og
Benjamín, þó eru margir sem
binda heyið í bagga.
Bræðurnir Hjörleifur og Aðal-
björn Tryggvasynir búa félags-
búi á Ytra-Laugalandi. Þeir voru
búnir að vera viku í heyskapnum
og binda um 2 þúsund bagga af
14 þúsund sem þeir áttu von á að
fá af túnum sínum í sumar. Þeir
sögðu að heyskapurinn hefði
gengið vel, „smádropakast í gær,
rétt til að maður gæti slappað
af,“ sagði Hjörleifur, þegar við
stoppuðum hann þar sem hann
var á gamla Zetornum (sem
hann sagði að gárungarnir í
sveitinni kölluðu „draum fátæka
bóndans") með heybindivélina í
eftirdragi. Aðalbjörn var hins
vegar að hirða baggana með
góðri aðstoð barnanna á bænum
og fleirum.
Laugalandsbræður binda allt
sitt hey, eru með tiltölulega litl-
ar hlöður og koma heyinu ekki
öðru vísi fyrir. „Þessi bagga-
heyskapur er nú ljóta klepps-
vinnan. Hann þarf að leggjast
alveg af sem fyrst,“ sagði Hjör-
leifur og stundi þungan. Hann
sagði að þeir væru með þetta
ágætlega vélvætt, heybindivél,
baggatínu og færiband inn í
hlöðu. Sagði hann að mesta puð-
ið væri að raða böggunum inni í
hlöðunni.
Þeir bræður sögðu að haldið
yrði stíft áfram með heyskapinn
á meðan veður leyfði þangað til
allt væri komið í hlöðu og stans-
laust slegið til að nýta þurrkinn.
Sögðu þeir þetta ekki lengi gert
ef vel viðraði, eins og í fyrra. Þá
hefðu þeir byrjað heyskapinn 19.
júní og lokið honum 9. júlí. Það
verður að teljast vel af sér vikið
á búi með 90 hausa í fjósi, og þar
af hátt í 50 mjólkandi kýr.
— HBj.
Selfoss:
Sýning Ólafs Th. og Jónínu
Bjargar í Safnahúsinu
SelfoHHÍ, 3. jill.
ÞESSA dagana stendur yfir í Safnahúsinu á Selfossi málverkasýning Olafs Th.
Ólafssonar og Jónínu Bjargar Gísladóttur.
Sýningin stendur yfir til 7. júlí og er opin kl. 16—22 og 14—22 um helgar.
350 til 400 manns
í Varðarferð
um Borgarfjörð
HIN ÁRLEGA sumarferð Landsmálafélagsins Varðar var farin sl. laug-
ardag. Að þessu sinni var farið um byggðir Borgarfjarðar.
Á sýningunni eru olíu- og vatns-
litamyndir og er óhætt að segja að
þær sýni miklar andstæður sem
hver og einn verður að upplifa á
sýningunni sjálfri.
ólafur Th. ólafsson hefur haldið
fjórar einkasýningar auk nokkurra
samsýninga. Jónfna hefur einu
sinni sýnt áður og þá með Ólafi
1981, þessi sýning þeirra nú er
sölusýning. Þau Olafur og Jónfna
eru systkini og vildu að fram kæmi
hversu sýningarsalurinn í Safna-
húsinu er hentugur til sýninga og
nágrennið býður upp á aðra mögu-
leika. Á eftir hæðinni er úrvals
listasafn og á neðri hæðinni er fs-
lenska dýrasafnið auk sýningarsal-
ar . Þá er stutt í sundlaugina með
öllu tilheyrandi. Sig. Jóns.
Lagt var af stað frá Reykjavík
um kl. 8 um morguninn og ekið
upp í Skorradal. Þar var áð á
bökkum Skorradalsvatns og
drukkið morgunkaffi. Þar fluttu
ávörp Jónas Bjarnason formaður
Varðar og Guðmundur Jónsson
formaður ferðanefndar félags-
ins.
Síðan var ekið um Andakíl og
Lundarreykjadal og upp að Grá-
brók. Hádegisverður var snæ-
ddur á svonefndum Brekkuár-
eyrum. Þar fluttu ávörp Þor-
steinn Pálsson formaður Sjálf-
stæðisflokksins og Valdimar
Indriðason alþingismaður.
Á heimleiðinni var stansað í
Hótel Borgarnesi, þar sem
Sumargleðin skemmti ferðafólk-
inu með sérstakri dagskrá. Kom-
ið var til Reykjavíkur um kl. 20.
Aðfararstjóri í ferðinni var
Einar Guðjohnsen, en hann hef-
ur verið fararstjóri í Varðarferð-
um mörg undanfarin ár. Á
skrifstofu Varðar fengust þær
upplýsingar að þátttakendur I
ferðinni hafi verið á bilinu 350
til 400 talsins og hafi hún heppn-
ast vel í alla staði enda veður hið
besta mestan part dagsins.
Vesturgata 3:
Hátíð í Hlað-
varpanum
HÚSIN þrjú á Vesturgötu 3, sem
konur hafa sameinast um að kaupa,
verða afhent nýju eigendunum
fostudaginn 5. júlí.
Af því tilefni verður haldið upp
á daginn í „Hlaðvarpanum" við
Vesturgötu milli klukkan 16.00 og
18.00 og eru konur hvattar til að
taka þátt í hátíðahöldunum og
taka með sér menn og börn. Boðið
verður upp á óvæntar uppákomur
og veitingar á staðnum.
(Úr fréttatilkynningu.)