Morgunblaðið - 05.07.1985, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 05.07.1985, Qupperneq 33
MOKUUKBLAOlt), KOSTUUAGUK 5. JULl 1985 Jóhannes Guðjóns- — Kveðjuorð son Fædd 21. júlí 1918 Dáin 28. júní 1985 / Mann setur hljóðan og gerir stV bezt grein fyrir vanmætti sínum, þegar einhver nákominn er skyndilega kallaður burt án nokk- urs fyrirvara. Það fann ég glöggt, þegar Ás- laug systir mín tilkynnti mér lát eiginmanns síns Jóhannesar Guð- jónssonar föstudagskvöldið 28. júní. Aðeins örfáum klukkustundum áður vorum við viðstödd útför Guðmundar Jakobssonar frá Bol- ungarvík, en hann þekktum við öll frá æsku, og mátum mikils. Þegar svo snögg umskipti verða spyr maður ósjálfrátt: „Hvers vegna svona fyrirvaralaust?" En sá „fyrirvari" er oft nagandi kvíði fjölskyldunnar og vonlaust stríð þeim, sem í gegnum hann þarf að ganga. Ekkert er því sælla en mega sofna útaf sáttur við Guð og menn. Svo sannarlega var Jóhannes sáttur við allt og alla, því hann var einstakt ljúfmenni og áber- andi eiginleikar í fari hans voru að leggja aðeins gott til allra mála, gefa og hjálpa þeim sem voru hjálpar þurfi. Jóhannes var fæddur á Suður- eyri þann 21. júlí 1918. Foreldrar hans voru Guðjón Bjarnason, síð- ar verkalýðsforingi í Bolungarvík, og kona hans ólaffa Margrét Árn- órsdóttir. Þau eignuðust fjögur börn, Jóhannes, Þorgerði Salóme og Ásgrím. Fimm ára gamall missti Jó- hannes móður sína, og fluttist fað- ir hans þá til Bolungarvíkur. Tveim árum síðar kvæntist hann Sigríði Bogadóttur, og var mjög kært með Jóhannesi og henni alla tíð. Guðjón andaðist 1942, en Sigríð- ur býr í Bolungarvík í hárri elli og sér nú á bak elsta fósturbarni sínu, en Þorgerður lést 1971. Jóhannes lærði garðyrkju og út- skrifaðist úr garðyrkjuskóla ríkis- ins að Reykjum í ölfusi með fyrsta árganginum. Þegar hann kom til Bolungar- víkur aftur hafði Guðjón faðir Fósturskóli íslands: 58 fóstr- ur braut- skráðar FÓSTURSKÓLA íslands var slitid 31. maí síðastliðinn í Bústaðakirkju. Settur skólastjóri Fósturskól- ans er Gyða Jóhannsdóttir. Flutti hún ræðu þar sem hún gaf yfirlit yfir starfsemi skólans síðastliðinn vetur og ræddi ýmis framtíðar- verkefni. 200 nemendur stunduðu nám við skólann í vetur og skiptust þeir í 9 bekkjardeildir. 58 stúlkur luku burtfararprófi frá skólanum í vor og voru þeim afhent skírteini. Guðrún Guðbjörnsdóttir hlaut verðlaun fyrir hæstu einkunn fyrir lokaritgerð í uppeldisgrein- um. Að lokum ávarpaði Gyða Val- borgu Sigurðardóttur sem verið hefur skólastjóri Fósturskólans frá 1946 en hefur nú sagt starfi sínu lausu. Wterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiöill! hans starfrækt pöntunarfélag þar, en var orðinn heilsulaus. Jóhannes tók þá við rekstri þess og varð síðar verzlunarstjóri, þeg- ar það sameinaðist Kaupfélagi Is- firðinga. Árið 1949 kvæntist hann Ás- laugu Jóhannsdóttur og bjuggu þau í Bolungarvík til ársins 1951, en þá fluttu þau til Kópavogs. Nokkru síðar réðst hann sem sölumaður hjá Kexverksmiðjunni Esju og starfaði þar í 25 ár og síðan í Frón. Árið 1972 keypti hann regnfata- gerðina Vopna og rak hana til dauðadags. Börn þeirra eru Gréta Björk handavinnukennari, gift Þórhalli Frímannssyni útgerðarmanni og skipstjóra í Garði. Þau eiga 2 börn. Edda Ösp starfsstúlka í Sunnuhlíð í Kópavogi. Hún á 2 börn. Guðjón Reynir tæknifræð- ingur, sölumaður hjá IBM, kvænt- ur Ásdísi Jónsdóttur hjúkrunar- konu, þau eiga 3 börn og búa í Hafnarfirði. Kristján útgerðar- tæknir, starfsmaður Síldarútvegs- nefndar, býr í Kópavogi, hann á eina dóttur. Helga stúdent og bankastarfsmaður, hún býr í for- eldrahúsum. Jóhannes var mikill heimilis- faðir og bar heill og hamingju barna og barnabarna mjög fyrir brjósti, enda mátti glöggt finna á heimili hans að þar Ieið öllum vel. Hann starfaði innan Frímúr- arareglunnar í 35 ár og átti m.a. mörg handtök við byggingu húss- ins við Skúlagötu. Við fráfall Jóhannesar nú, er í áratugi fyrsta skarðið höggvið 1 hinn fjölmenna, en samrýnda fjöl- skylduhóp okkar 10 systkinanna, þegar við komum saman til að fagna áföngum í lífi einhvers af frændfólkinu, munum við öll sakna Jóhannesar. Hans virðulega fas, hlýlega bros og góðlátleg kímni hafði góð áhrif á alla viðstadda. En sárastur er söknuður fjöl- skyldunnar hjá konunni, börnum, tengdabörnum og barnabðrnum, sem ekki geta nú lengur hlaupið í fang afa, sem þeim þótti öllum svo vænt um. Áslaug mín, þótt Jóhannes hafi verið kvaddur burtu héðan svo skyndilega vitum við öll, að hann var vel undir ferðina búinn. Vissan fyrir því að honum muni vel farnast á hinu nýja tilverustigi mun létta syrgjendum byrðina. Blessuð sé minning Jóhannesar Guðjónssonar. Óskar Jóhannsson Mazda 626. BILAR MINNST RYÐGAR MINNST! Samkvæmt könnun, sem hið virta þýska tímarit STERN gekkst fyrir nýlega kom í Ijós að MAZDA 626 ryðgar minnst allra bíla, sem seldir eru í Þýskalandi. Ennfremur sýndi könnun, sem gerð var af vegaþjónustu Félags bifreiðaeigenda í Vestur-Þýskalandi að MAZDA 626 bilar minnst allra bíla í millistærðarflokki þar í landi. Eins og allir vita gera Þjóðverjar afar strangar kröfur til bíla um gæði og góða aksturseigin- leika. Það er því engin furða að MAZDA 626 ER LANG MEST SELDI JAPANSKI BÍLLINN í ÞÝSKALANDI!. Við eigum nú nokkra af þessum úrvalsbílum til afgreiðslu strax úr síðustu sendingu, á sér- lega hagstæðu verði, eða frá kr. 448.500. Sterkari en gerist og gengur Ný 8000 fm. MAZDA sölu- og þjónustumiðstöð BÍLABÖRG HF Smiðshöfða 23 sími 812 99

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.