Morgunblaðið - 05.07.1985, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1985
39
Magnús Snæbjörns-
son — Minningarorð
F«ddur 17. júlí 1932
Dáinn 26. júní 1985
Vinur minn og félagi úr
Knattspyrnufélaginu Val, Magnús
Snæbjörnsson, lést í Borgarspítal-
anum 26. júní sl. eftir erfitt veik-
indastríð. Þrátt fyrir öll nútima-
læknavísindi varð fátt til bjargar
og hinn bitri sannleikur blasti við.
Þannig geta örlögin verið grimm
og miskunnarlaus.
Ástkær eiginkona hans, Aðal-
heiður Sigurðardóttir, sem er
sjúkraliði að mennt, vakti yfir
manni sínum og hjúkraði hverja
þá stund sem hún mátti.
f slíku helstríði má lengi mann-
inn reyna og í þessum stutta hild-
arleik kom fram hjá þeim báðum
það besta sem í þeim bjó; Magnús
var trúr sinni lífsskoðun að aldrei
að gefast upp fyrr en í fulla hnef-
ana hversu mikið og þungt sem
andstreymið er. „Leiknum er ekki
lokið fyrr en dómarinn hefur
flautað til leiksloka," voru uppá-
haldsorð Magnúsar.
Magnús var sonur hjónanna
Snæbjörns Kristmundssonar múr-
ara og konu hans Ingibjargar
Magnúsdóttur frá Efri Hömrum í
Holtum. Hann fæddist í Reykjavík
og æskustöðvar hans voru lengi á
Grettisgötunni þar sem hann
komst í kynni við fótboltann sem
varð síðar hans aðaláhugamál, líf
og yndi. Hann varð snemma harð-
skeyttur knattspyrnumaður og lék
í mörg ár í meistaraflokki Vals
sem bakvörður.
Við félagar hans litum oft upp
til hans vegna hreysti hans og
krafta. Hann var stæltur og
spengilegur og í honum bjó firn-
akraftur jafnt til líkama og sálar.
Hann var alltaf fullur lífsgleði og
gáska og með nokkrum uppörv-
andi orðum gat hann breytt von-
leysislegu voli og víli i hetjulega
baráttu þótt við ofurefli eða and-
streymi væri að stríða. Hann var
svo sannarlega maður verka en
ekki orða. Hann þoldi ekki orð-
skrum eða langar ræður og leidd-
ist því oft langdregnir fundir þar
sem málum var þvælt fram og aft-
ur. Hann vildi sem fæst orð hafa
um hlutina heldur hefjast handa
og umfram allt var hann barátt-
uglaður og bestur allra í and-
streymi.
Slíkir menn eru ómetanlegir í
hverju kappliði þar sem allir
verða að vinna saman sem ein
heild og slíkir menn eru líka
ákjósanlegir hvort sem er við störf
eða leik. Einarðleg framkoma
Magnúsar heillaði okkur sem vor-
um meira hikandi og óframfærnir
og fyllti okkur áræði og bjartsýni.
Þannig hafði Magnús mannbæt-
andi áhrif á félaga sina sennilega
oft án þess að hafa hina minnstu
hugmynd um það sjálfur.
Magnús lauk námi I járn- og
plötusmíði í Iðnskólanum í
Reykjavík og stundaði þau störf
lengi vel m.a. hjá Landsmiðjunni í
Reykjavík. Eitt sinn var Magnús
sendur til ísafjarðar vegna vinnu
sinnar og kynntist þá tilvonandi
eiginkonu sinni, Aðalheiði, sem
fyrr er nefnd. Þau eignuðust 4
dætur, Ingibjörgu, Bryndisi, Aðal-
heiði og Snæbjörgu. Eru tvær
þeirra, Ingibjörg og Aðalheiður,
giftar, en hinar tvær eru enn f
heimahúsum. Hefur heimili þeirra
Magnúsar og Aðalheiðar á Löngu-
fit 14 í Garðabæ löngum staðið
opið börnum þeirra og barnabörn-
um sem nú eru orðin fjögur, og því
oft verið þröng á þingi. Er þvf
söknuðurinn sár að sjá á eftir eig-
inmanni, föður og afa sem var
þeim öilum svo kær. En minn-
ingarnar sem við eigum öll um
góðan dreng munu ylja okkur um
langa framtíð og það er huggun
harmi gegn.
Þegar við Magnús rifjuðum upp
gömlu góðu dagana í góðra vina
hópi bar oftar en ekki á góma árið
1956 „þegar við urðum íslands-
meistarar". Það ár byrjuðum við
snemma undirbúning að ferðalagi
tii Þýskalands og Englands, og
eitt af þvi ánægjulegasta sem við
gerðum þá var stofnun tvöfalds
kvartetts og miklar söngæfingar
fyrir ferðina. Æfðir voru m.a.
margir þekktir þýskir söngvar
sem við síðan kyrjuðum úti f
Þýskalandi við misjafnan orðstfr.
En í söngnum naut Magnús sin,
því hann hafði mikið yndi af
hljómlist og söng með bjartri og
hárri tenórrödd. Mörg þessara
laga sungum við síðan saman er
við komum saman á glaðri stundu
og oft gátum við komið þessum
þýsku söngvum að um borð í þýsk-
um skemmtiferðaskipum eftir
leiki Old boys við skipverja. Annar
félaga okkar, Hermann Her-
mannsson, sem einnig er látinn,
var okkur til trausts og halds f
þýskunni en Magnús var fljótur að
temja sér tungutakið þótt hann
hefði aldrei lært málið af bók.
Hefði Magnúsi gefist tóm til að
læra tungumál hefði ugglaust náð
langt á þeirri braut, þvf hann
hafði óvenju mikið næmi fyrir
tungumálum. Minningar um
Magnús á þessum árum munu ylja
mér alla daga.
Þegar Magnús hætti keppni í
Val gerðist hann einn af frum-
kvöðlum um íþróttaiðkun í byggð-
arlagi sínu, Garðabæ, þar sem
hann tók að sér þjálfun yngri
flokka í knattspyrnu um nokkurra
ára skeið. Síðastliðinn vetur voru
honum þökkuð þau störf með því
að færa honum áletraða bók frá
íþróttasamtökunum í Garðabæ
fyrir brautryðjendastarf hans þar.
Eitt síðasta áhugamálið sem
Magnús fékkst við hin síðari ár
voru fjarskipti og talstöðvar.
Hafði hann komið sér upp búnaði
til að tala við menn í fjarlægum
heimsálfum og hefur þá heldur
betur notið sín áhugi hans á
tungumálum. Stofnaði Magnús til
svo góðra kynna við þessa ósýni-
legu vini sína víðsvegar um heim
að honum vorufarið að berast
heimboð og gjafir frá ótrúlegustu
stöðum og sendi hann sjálfur gjaf-
ir á móti. Var þetta óefað honum
mikill gleðigjafi.
í anda Magnúsar ætla ég nú að
stytta skrif mín og kveðja þennan
kæra vin minn sem ég sakna nú
sárlega.
Vil ég votta eiginkonu hans,
börnum, barnabörnum og bræðr-
um hans mína innilegustu samúð
en vona að hinar góðu minningar
sem þau eiga muni deyfa sárasta
sviðann.
Stjórn Knattspyrnufélagsins
Vals sendir og innilegar samúð-
arkveðjur.
Megi minningin um góðan dreng
lifa.
Gunnar Gunnarsson
V^terkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
VIÐ BJÓÐUM
NÝJAN OG GÓMSÆTAN
BAKSTUR í
GLÆSILEGRI BRAUÐBÚÐ
í HAGKAUP, Skeifunni 15, hefur verið opnuð
glæsileg brauðbúð með fjölbreyttu og
freistandi úrvali af brauði og sætum kökum.
Þar má nefna Kleinur og Klasabrauð,
Skonsur og Skeifubrauð, Tebollur og Toska-
stykki, Kaffibollur og Kósakkabrauð,
Kossa og Kúmenbrauð, Snúða og Snittu-
brauð, er þá aðeins fátt eitt talið.
Nú er lokkandi ilmur í Hagkaup.
X
HAGKAUP
ÓSA