Morgunblaðið - 05.07.1985, Síða 41

Morgunblaðið - 05.07.1985, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ1985 41 Minning: Hafþór Freyr Guðmundsson Fæddur 31. júlí 1952 Dáinn 26. mars 1985 í dag eru jarðsettir frá Ólafs- víkurkirkju tveir af þeim sjó- mönnum er fórust með m/b Ber- vík SH 43 i heimsiglingu úr fiski- róðri 26. mars sl. Lik 3ja félaga þeirra fundust skömmu eftir slyæ ið, en lik þeirra tveggja sem i dag eru jarðsettir fundust með stuttu millibili um siðustu helgi. Var það mikil Guðsblessun að lík allra skipverja er fórust í þessu hörmu- lega sjóslysi skyldu finnast, er það mikil harmabót fyrir alla ástvini og vini hinna látnu. Leit hefur staðið óslitið síðan slysið varð. Fyrirbænir og vonin um árangur hefur ræst sem léttir sorgina. Freyr Hafþór Guðmundsson, vélstjóri, var aðeins 32 ára. Hann fæddist í Ólafsvik 31. júli 1952. Foreldrar hans voru hjónin Magdalena Kristjánsdóttir frá Mel í Staðarsveit og Guðmundur Þórarinsson. Freyr Hafþór ólst upp i foreldrahúsum ásamt þrem- ur systkinum sinum. Heimili Magdalenu og Guðmundar var með sérstökum myndarbrag og umhyggja foreldra fyrir velferð barnanna í fyrirrúmi. Voru bræðrabönd milli Freys Hafþórs og Kristjáns yngri bróður hans sérstaklega sterk. Freyr Hafþór var í sveit hjá móðurforeldrum sínum á sumrin. Vandist hann strax í æsku að meta gildi vinnunnar jafnt til sjós og lands, var hann góður verka- maður, laginn og fylginn sér til flestra starfa. Að loknu miðskóla- prófi í Ólafsvík 1968 stundaði hann ýmis störf, en fyrst og fremst við fiskverkun, þar til hann gerði sjómennsku að sínu lífs- starfi 1973. Hann fékk það orð að vera afburðagóður sjómaður. Jafnvígur á öll störf til sjós. Naut sín þar vel verklagni hans og lif- andi áhugi fyrir starfinu. Var hann eftirsóttur til starfa á sjó. Hann var siðast vélstjóri hjá afla- manninum Úlfari Kristjónssyni á Bervík. Freyr Hafþór bjó yfir fjöl- breyttum hæfileikum, m.a. hafði hann mikið yndi af hljómlist og lék í hljómsveit í nokkur ár. Hann hafði lifandi áhuga á ýmsum fé- lagsmálum og var traustur félagi sem ávallt var hægt að leita til, enda vel látinn I þeim félögum sem hann starfaði. Hann var einn af stofnendum Kiwanisklúbbsins „Korra" í Ólafsvík og í stjórn hans sl. ár. Árið 1971 kynntist hann eftirlif- andi eiginkonu sinni, Margréti Rögnvaldsdóttur frá Víðivöllum I Fljótsdal, hófu þau búskap i Ólafsvik. Hjónaband þeirra var farsælt og traust. Þau eignuðust tvö efnileg börn, Ævar Rafn f. 30. júní 1973 og Hörpu Dögg f. 19. júni 1976. Þau byggðu fallegt íbúðar- hús að Hjallabrekku 7 i ólafsvik. Voru þau sérstaklega samhent um að búa sér og börnum sínum fal- legt og hlýlegt heimili. Margrét er af öllum sem henni kynnast talin vera sérlega vel gerð og fjölhæf kona. Hefur hún sýnt aðdáunar- verða hæfileika og framkomu þennan langa sorgartíma, hefur hún jafnvel getað miðlað öðrum af styrk sinum og sálarró. Það orð fór af Frey Hafþóri að hugur hans væri ávallt fyrst og síðast hjá fjölskyldunni, enda leyndi hann því ekki hversu vænt- umþykja hans var hlý og sterk, hann var sérstaklega barngóður og reyndi ávallt að haga störfum þannig að hann gæti samglaöst með börnum sinum og systkina- börnum sinum á hátiðisdögum. Sá tími ársins sem hann hlakkaði mest til var júlí — ágúst en þá var reynt að haga störfum þannig að fjölskyldan öll gæti dvalist fyrir austan á heimaslóðum Margrétar, hjá afa og ömmu, Rögnvaldi Erl- ingssyni og Þórhildi Jónasdóttur, Víðivöllum í Fljótsdal. Þessi þátt- ur í lífi Freys Hafþórs sannar vel manngildi hans, lífsmat hans og sterka trú á fjölskyldulífi, sem um aldaraöir hefur dugað best ckkar þjóð. Væri vel ef lslendingar nú- tímans kynnu að meta gildi fjöl- skyldunnar eins og Freyr Hafþór. Við hjónin sendum Margréti og börnunum, foreldrum og öllum ástvinum Freys Hafþórs einlægar samúðarkveðjur og biðjum Guð að styrkja þau í sorg þeirra. Minn- ingin um góðan dreng, Frey Haf- þór, mun lifa. Guð blessi minningu hans. Alexander Stefánsson Hafið gaf og hafið tók. Þetta er hinn rauði þráður gegnum sjó- ferðasögu íslendinga frá upphafi og svo mun verða áfram, svo lengi sem við ætlum okkur að vera sjálfstæð þjóð. Það hefur verið og verður áfram hlutskipti margra íslendinga að sækja sjó, færa björg í bú. Svo var einnig um vin minn og svila, sem hér er minnst. Nú hefur hann lokið sinni síðustu sjóferð. Kynni okkar Hafþórs voru ekki löng í árum talin, en þau voru góð. Hafþór var búinn að vera kvæntur eftirlifandi eiginkonu sinni, Marg- réti Þ. Rögnvaldsdóttur, í um eitt ár, þegar við hittumst fyrst. Þá komu þau hingað í sumarfrí aust- ur til okkar með börnum sínum tveim. Síðan hafa þau komið til okkar á hverju sumri. Frá því fyrsta voru mjög góð tengsl á milli okkar Hafþórs. Á þeim tíma vor- um við báðir sjómenn. Var því umræðuefnið sjórinn og það sem honum tengdist. Okkur skorti ekki umræðuefni. Fáeinum dögum fyrir síðustu sjóferð Hafþórs, töluðum við sam- an í síma. Vorum við að venju að ræða um sjósókn og aflabrögð. Lét hann vel af. Síðan var rætt fyrir- hugað sumarfrí hans og fjölskyld- unnar. Þá ætluðum við að eyða meiri tíma saman en áður. Hlakk- aði hann mikið til. En nú, sem oft áður, hafa veður skipast í lofti. Þungbúinn himinn grúfir yfir — en það mun létta aftur til. Ég kveð góðan vin, þakka honum fyrir allar þær stundir, sem við áttum saman. Möggu, Ævari og Hörpu Dögg og öðrum aðstandendum sendi ég og fjöl- skylda mín dýpstu samúöarkveðj- ur og bið, að sá sem yfir okkur öllum vakir, megi veita ykkur styrk. Ilöskuldur Egilsson, Gljúfraborg. Sigurlaug Skafta- dóttir — Minning Fædd 17. nóvember 1901 Dáin 30. júní 1985 Okkur er það bæði ljúft og skylt að minnast elskulegrar frænku, Sigurlaugar Skaftadóttur eða Sillu frænku, eins og við systkinin kölluðum hana ætíð. Silla frænka fæddist þann 17. nóvember 1901. Hún var dóttir hjónanna Bergljótar Sígurðar- dóttur, Guttormssonar ættaðri úr Fljótsdal og Skafta Jóhannssonar, Bessasonar frá Skarði í Dals- mynni, GrýtubakHahreppi. Silla frænka er sú síðasta af 6 systrum sem kveður þennan heim, en eini bróðirinn, Jóhann Skafta- son, fyrrverandi sýslumaður, lifir systur sínar og býr á Húsavík ásamt konu sinni, Sigríði Jóns- dóttur Víðis. Ung að árum missti Silla föður sinn og hefur það verið erfitt fyrir móður hennar að standa ein uppi með 7 börn. Þar af leiðandi ólst Silla frænka að mestu leyti upp á Skarði hjá föðurfólki sínu og átti hún þaðan kærar minningar. Milli tvítugs og þrítugs flutti hún til Reykjavíkur. Þar starfaði hún lengst af hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga eða þangað til hún flutti aftur norður og settist að á Akureyri fyrir um það bil 40 árum, þar sem hún hefur átt heima síðan. Silla frænka var lengst af ákaf- lega hraust þangað til fyrir nokkr- um árum að heilsan brást. Þó vildi hún aldrei gera neitt úr því og sagði ætíð að sér liði vel. Það var svo fyrrihluta sl. vetrar, að hún veiktist og varð að leggjast inná sjúkrahús, sem hafði nú skeð áður, en í þetta sinn átti hún ekki aft- urkvæmt og andaðist þar þann 30. júní sl. Æskuminninga okkar systkina verður ekki minnst án þess að Silla frænka sé í myndinni. Frá því að við munum eftir okkur tengjaast minningarnar henni á einn eða annan hátt. Hún bjó hjá okkur um tíma og var sá bezti heimilisvinur sem nokkur getur átt, enda voru þær mamma og hún beztu vinkonur. Það var Silla frænka, sem passaði okkur þegar mamma og pabbi fóru burt, hvort sem það var um lengri eða skemmri tíma. Iðulega kom hún beint til okkar úr vinnunni, var þá kannski með enskukennslubókina sína meðferðis og settist fyrir framan útvarpið til þess að læra, því að hún var mjög fróðleiksfús og afburða vel gefin. Ekki er nú víst að hún hafi alltaf haft mikinn frið fyrir sjálfa sig, því að okkur þurfti hún að svara öllum mögu- legum og ómögulegum spurning- um. Var hún þá óþreytandi við að leiðbeina okkur og upplýsa. Þegar sást til hennar lengst úti á Kapla- skjólsvegi áttum við það til að hrópa: „Silla frænka er að koma,“ og hljóp þá öll hersingin af stað fagnandi á móti henni. Engin hátíð var haldin svo, að Silla frænka yrði ekki að vera með okkur, og gekk það svo langt að við vildum eiga einkarétt á henni. En hún Silla frænka átti fleiri frændbörn en okkur og fór svo, að hún varð að skipta sér á milli heimilanna. Þannig fengum við t.d. ekki að hafa hana nema annaöhvert aðfangadagskvöld, en þá var líka mikið hlakkað til. Það eru allt góðar og dýrmætar minningar sem við eigum um hana Sillu frænku, og þær munu geym- ast í huga okkar með eilífu þakkl- æti. Eftir að hún fluttist norður héldust vináttu- og tryggðabönd- in. Hún kom iöulega „suður" á meðan heiisa hennar leyfði og þegar við áttum leið um Akureyri þótti sjálfsagt að gista hjá henni. Enda var okkur tekið þar opnum örmum. Nú verða þær heimsóknir ekki fleiri. Við minnumst hennar með virð- ingu og þökk fyrir allt og allt. Blessuð sé minning hennar. Systkinin frá Hjallalandi samkomur kom oft fjöldi fólks til fyrirbæna vegna sjúkleika, og hafa margir fengið lækningu meina sinna. Tilgangur þessara samkoma var og er, ekki einungis að lækna líkamlegu meinin. Þar er beðið fyrir hinum sjúku, að þeir megi finna Jesúm sem frelsara sinn og læknast af sínum andlegu meinum. Þannig sameinast þetta tvennt: að eignast lækningu á anda, sál og líkama, og að eignast Jesúm að förunaut í gegnum lífið. Þá er tryggð dvöl í skauti frelsar- ans að jarðvistarlífinu loknu. í þessu starfi og í þessum anda byggði Vilborg Björnsdóttir allt sitt starf. Nú er jarðnesku starfi hennar lokið, og hún komin til frelsara síns. Vilborg fæddist í Hafnarfirði, á Austurvegi 5. Foreldrar hennar voru Björn Jóhannsson og Guðný Jónsdóttir. Hún sagði mér, að sem ung stúlka hafi hún stundað verzl- unarstörf. Þá byrjaði hún að sækja samkomur hjá KFUK í Hafnarfirði og snerist til trúar. Hún veiktist og missti mikið sjón- ina, en þá bað Guðrún Jónsdóttir fyrir henni og læknaðist hún af blindunni. Notaði aldrei gleraugu upp frá því. Síðan helgaði Vilborg Guði líf sitt og gekk út í þjónust- una fyrir frelsara sinn. Þá hóf hún einnig starf sitt með systrunum, Guðrúnu og Salbjörgu, og varaði það til dauðadags. Vilborg sá um að dreifa og innheimta Fagnað- arboðann, sem er málgagn starfs- ins. Ég hefi leyft mér að draga hér fram nokkur atriði úr lífi og starfi hinnar látnu, eins og þau koma mér fyrir sjónir á því tímabili, sem ég þekkti hana. Samvizku- samari og einlægari einstakling á Guðsríkisakrinum er varla hægt að kynnast. Guð blessi minningu Vilborgar Björnsdóttur, ættingja og vini. Þessum fátæklegu orðum kem ég á framfæri til minningar um góða konu og systur í Kristi. Karolína Jónsdóttir Ólína Jónsdóttir lœknisfrú — Kveðja Fréttin um lát Ólínu Jónsdótt- ur, eða Ollýjar, eins og við kynn- umst henni, kom okkur ekki svo mjög á óvart, svo ótrúlega sem það hljómar. Annarri eins táp- og lífsorkumanneskju höfum við ekki kynnst, svo full af áhuga á öllu sem hún tók sér fyrir hendur. Að- altómstundagaman þeirra hjóna, hennar og eiginmanns hennar, Magnúsar Ó. Magnússonar, yfir- lækni i Cleveland, voru siglingar. ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minn- ingargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í mið- vikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. í minn- ingargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. Eyddu þau öllum sumarleyfum sínum á hinni glæsilegu skútu sinni og sigldu vítt og breitt um vötnin miklu á milli Bandaríkj- anna og Kanada. Það var eftir- minnilegt, þegar þau buðu okkur heim til sín og sýndu okkur mynd- ir og sögðu okkur frá ferðum sín- um. Þar gat að líta húsmóðurina rifandi segl og við önnur sjó- mannsstörf, sólhrúna, þróttmikla og fallega. Það var ótrúlegt hvað hún gat komið manni til að gleyma stund og stað þegar hún birtist á erfiðri stund og skipaði manni að koma með sér út í ökuferð og síðan heim til sín. Og þegar hún svo annaðist sjúklinga voru áhrif hennar á við langa endurhæfingarmeðferð og vítamínsprautur. Það er nú sannarlega skarð fyrir skildi hjá þeim sjúklingum, sem sendir eru til læknismeðferð- ar til Cleveland. Samvinna þeirra vinkvennanna Ollýjar og Sigríðar Guðmunds- dóttur var alveg einstök. Með allri virðingu fyrir læknavísindunum höldum við að umhyggja þeirra og uppðrvun hafi átt mikinn þátt í hvað allt hefur gengið vel hjá sjúklingum, sem til Cleveland hafa verið sendir. En vonandi kemur maður I manns stað. Með þessum línum viljum við nú senda Magnúsi og börnum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur með þakklæti fyrir allt sem þau gerðu fyrir okkur á erfiðum stund- um. Megi blessun guðs alla tíma hvíla yfir minningu géðrar konu. Kristrún og Halldór

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.