Morgunblaðið - 05.07.1985, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 05.07.1985, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1985 43 Jón Pálsson póst- fulltrúi - Minning Fteddur 28. september 1914 Dáinn 29. júní 1985 Mig dreymir heim í dalinn er dunar vorsins kliður þá daginn fer að lengja og sólin hækkar gang. Ég veit að það er angurvært fuglakvak og friður og finn það gæfu veitir hverjum búanda í fang. Þetta ljóð kemur fram í huga minn þegar ég minnist Jóns Páls- sonar póstfulltrúa, sem verið hef- ur starfsfélagi minn um þrjátíu ára skeið. Hann var mikill unn- andi alls sem að búskap og ræktun laut, sérstaklega garð- og trjá- rækt. Þar lét hann líka verkin tala með því að rækta fallegan skóg- arlund í landareign æskuheimilis síns, ásamt mörgum tegundum blómjurta. Þar átti hann líka snoturt hús sem hann gat dvalið í á sumrin þegar hann var að planta út og hirða um landið. Oft sagði hann mér frá dvöl sinni í þessum sælureit, sem var honum hvíldar- staður þrátt fyrir mikla vinnu og umstang, sem öllum jarðarbótum er samfara. Varla mun hægt að reisa sér varanlegri eða fegurri minnis- varða en þennan, sem hvorki möl- ur né ryð fá grandað og minnir okkur á framhaldslífið eftir dauð- ann. Heima við hús þeirra hjóna að Einarsnesi er stór garður þar sem þau ræktuðu grænmeti til heimilisnota og einnig voru blóm og trjáplöntur aldar þar upp. Jón var virkur félagi í Skóg- ræktarfélaginu og í Garðyrkjufé- lagi fslands og var hann formaður þess um 15 ára skeið. Hann bar hag beggja þessara félaga mjög fy»ir brjósti og leiðbeindi og hvatti alla er til hans leituðu og gaf þeim holl ráð varðandi allt sem viðkom ræktuninni. Hann var mikill starfsmaður við hvaðeina sem hann lagði hönd á, ósérhlífinn og viljasterkur. Hann var vel greindur maður, mjög glöggur á menn og málefni og túlkaði sín áhugamál með fullri einurð við hvern sem í hlut átti. Jón stundaði nám við Héraðs- skólann í Reykholti í tvo vetur og síðan einn vetur á Hvanneyri. Haustið 1937 fór hann út til Nor- egs til að kynna sér loðdýrarækt og dvaldi hann þar í 2 ár. Hann dáði mjög sveitamenningu Norð- manna, sérstaklega trjáræktina, og mun áhugi hans á skógrækt þá hafa vaknað fyrir alvöru. Þó Jón væri fyrst og fremst sveitabarn í húð og hár þá höguðu forlögin því svo til að hann settist að í höfuðborginni. Árið 1946 gerðist hann starfsmaður í Póst- húsinu í Reykjavík og vann þar meðan kraftar hans entust, lengst Birting afmœlis- og minningar- greina ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hlið- stætt með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Þess skal einnig getið, af marggefnu til- efni, að frumort Ijóð um hinn látna eru ekki birt á minningar- orðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili. af sem fulltrúi. Hann var þar sem annars staðar hinn árvakri og trausti starfsmaður og eigum við starfsfélagar hans um hann góðar minningar. Jón var gæfumaður í sínu einka- lífi og eignaðist ágæta konu, sem bjó honum gott heimili. Hún heit- ir Sigurlaug Sigurðardóttir ættuð frá Vígdísarstöðum í Vestur- Húnavatnssýslu. Þeim hjónum varð tveggja barna auðið, stúlku sem dó ung, og sonar sem heitir Páll. Hann er tæknifræðingur að mennt og starfar hjá IBM. Eigin- kona hans heitir Ásdís Björgvins- dóttir og eiga þau 2 börn. Jón fæddist á Sauðanesi í Austur-Húnavatnssýslu 28. sept- ember 1914, sonur hjónanna er þar bjuggu, Sesselju Þórðardóttur frá Steindyrum í Svarfaðardal og Páls Jónssonar frá Sauðanesi. Foreldrar Sesselju voru hjónin Guðrún Björnsdóttir frá Syðra- Garðshorni og Þórður Jónsson frá Hrappsstöðum og bjuggu þau lengi að Steindyrum. Foreldrar Páls voru Helga Gísladóttir frá Flatatungu og Jón Jónsson frá Syðsta-Vatni í Skagafirði. Jón Pálsson var elstur 12 systk- ina. Þegar hann var 18 ára missti hann föður sinn og kom það þá í hans hlut ásamt hinum systkinun- um að hjálpa móður þeirra við búskapinn. Tókst henni með þeirra aðstoð að halda saman heimilinu og koma upp stóra barnahópnum. Sauðanessystkinin eru öll vel menntuð og myndarfólk hvert á sínu sviði. Jón átti við mjög erfiðan sjúk- dóm að stríða undanfarin rúm tvö ár og kom þá best í ljós bæði karl- mennska hans og viljastyrkur. Með þessum fátæklegu orðum vil ég kveðja norðlenska sveitadreng- inn sem setti sér það takmark að græða landið grænum skógi, og tókst það. Ég vil svo að endingu færa hon- um þakklæti fyrir samfylgdina og samstarfið á liðnum árum. Eig- inkonu hans og allri fjölskyldunni sendi ég samúðarkveðju. Dýrmundur Olafsson Jón Pálsson frá Sauðanesi er látinn, rúmlega sjötugur að aldri. Jón var sonur hjónanna Páls Jónssonar bónda í Sauðanesi i Húnaþingi og konu hans, Sesselju Þórðardóttur. Jón var elstur af tólf systkinum. Með Jóni er genginn sterkur persónuleiki, sem bjó yfir miklum viljastyrk, sem skóp farveg í starfi hans og draumsýn, en það er að klæða landið skógi og fegra og bæta hýbýli manna úti sem inni með lifandi blómum. Kynni okkar Jóns urðu náin haustið 1937. Ég var þá staddur á Blönduósi, kominn beint af fundi vinar míns, en við höfðum ákveðið að taka okkur far með skipi til Danmerkur eftir viku til vetrar- dvalar þar við landbúnaðarstörf. Nú hafði þessi vinur tjáð mér, að hann væri hættur við ferðina. Mig setti hljóðan og ráfaði eftir göt- unni meðfram Blöndu. Niður ár- innar fannst mér þungur og blandast illa kvíða mínum að fara einn til fjarlægs lands. Byrjað var að rökkva og menn að hætta störfum. Ég gekk með- fram djúpum skurði, sem menn voru að grafa. Þeir komu upp úr skurðinum og lögðu frá sér graf- tólin. Einn þeirra var Jón frá Sauðanesi. Ég hafði aðeins kynnst honum áður og vissi að hans fólk var traust og gott. Ég kallaði til Jóns og sagði honum frá vandræð- um mínum og spurði hann, hvort hann vildi ekki fara í stað vinar míns, við hefðum litlu frá að hverfa en ef til vill til einhvers að vinna. Jón lagði skófluna frá sér og sagði: „Ég fer með þér.“ Það er erfitt að lýsa hversu mikið mér létti og þungur niður Blöndu fannst mér nú þýður og ljúfur. Síðan hefur mér fundist augnablik þetta eitthvert hið áhrifamesta á ævi minni Öllum er hollt að kynnast og eiga samleið með manni, sem er sterkur persónuleiki, vandaður að virðingu sinni, fljótur að nema og leysa úr vanda, skapmaður og þoldi ei órétt. Þessum kostum var Jón Pálsson búinn. Mörgum þótti mikið í ráðist af auralitlum piltum á kreppuárun- um að fara í slíka ferð. Við dvöld- umst á Norðurlöndum í tæp tvö ár, kynntum okkur þar landbúnað og loðdýrarækt. Þessi ár gleymast ekki. Minningarnar frá þeim risa hátt. Einnar vil ég sérstaklega geta hér, því að ég held, að þar hafi kviknað hjá Jóni sá neisti er gerði hann að miklum ræktun- armanni blóma og skóga. Það var i júní ’39 að við vorum staddir við Vadstena í Svíþjóð. Við gengum upp á Grámmenbjárg þaðan sem skínandi fagurt útsýni er yfir stöðuvatnið Vátteren umvafið laufguðum skógi, mildum og lit- ríkum undir lognkyrru himin- hvolfi. Ég sá, að Jón horfði heill- aður inn í þessa morgunsýn. Hann sagði: „Svona gæti ísland orðið.“ Við snerum aftur heim til gamla Fróns rétt fyrir stríð. Jón vann fyrsta árið í Stykkishólmi við loðdýrarækt. Síðan vann hann eins og margur á þeim árum í svokallaðri Bretavinnu um skeið. Árið 1947 réðst Jón til póstsins og starfaði til dauðadags á aðal- pósthúsinu í Reykjavík. Jón giftist Sigurlaugu Sigurð- ardóttur frá Vigdísarstöðum í Vestur-Húnaþingi árið 1946, myndarlegri og athafnasamri konu, sem rekur af dugnaði eigið fyrirtæki. Þau eignuðust tvö börn, stúlku, sem dó skömmu eftir fæð- ingu, og drenginn Pál, sem er tæknifræðingur, giftur Ásdísi Björgvinsdóttur. Jón og Sigurlaug keyptu fljót- lega gamalt hús að Einarsnesi 64 í Skerjafirði. Húsinu fylgdi stór lóð. Jón endurbyggði húsið og gerði það vistlegt og þægilegt. Þá kom sér vel hans smíðahæfileiki en Jón var hagur vel í höndum. Lóðina stóru ræktaði hann, þar sáði hann tugum skrautblóma, jurta og trjátegunda og undir þau við- kvæmustu byggði hann glerskála. Þarna átti Jón sínar tómstundir og naut þeirra. Það var hrein lífs- fylling að ganga með Jóni meðal þessa garðagróðurs, heyra hann lýsa uppruna hans og þroska, þylja jurtanöfn á ýmsum tungum en þá mest á latínu, enda hafði hann fengið mörg blómin og trjáplönturnar frá fjarlægum löndum. Jón vann mikið fyrir Garðyrkjufélag íslands og var for- maður þess síðastliðin fimmtán ár. Skógræktarstörf Jóns í Húna- þingi munu lengi í minnum höfð. Hugur hans leitaði norður á bernskuslóðir heim að Sauðanesi. Þar átti hann land. Jón girti af syðsta hluta landsins, svokallað Nes, sem afmarkast af Laxárvatni og Laxá á Ásum. í nesoddanum er volg uppspretta. I henni taldi Jón sig eiga falinn fjársjóð. í landi sínu byggði Jón sér sumarhús i fögrum hvammi. Svo hóf hann að gróðursetja þúsundir trjáplantna. Er fram liðu stundir tók landið á sig nýja mynd, litrikari og mild- ari. Fyrir nokkrum árum gekk ég með Jóni um þetta skógarsvæði, sem nú þekur tugi hektara. Hæstu trén eru nokkrir metrar á hæð og ber mest á greni og lerki. Við Jón settumst þarna í rjóður eitt. Trjátopparnir bærðust í vindinum en í rjóðrinu var skýlt og hlýtt. Þá kom minningin frá Vadstena upp í huga minn. Eg votta Sigurlaugu og fjöl- skyldu Jóns samúð mína og þakka Jóni samfylgdina. Guðlaugur Guðmundsson Jón Pálsson, formaður Garð- yrkjufélags íslands, er farinn yfir móðuna miklu, þangað sem blóm- in fölna aldrei og trén fella aldrei lauf sitt. Að baki eru langvarandi og erfið veikindi. Ég sá Jón síðast á útmánuðum liðins vetrar, er ég heimsótti hann á Landakotsspítala. Mjög fannst mér dregið af þeim baráttu- og hugsjónamanni sem ég þekkti, en þrátt fyrir það, var hann enn með hugann við félagið sitt, Garð- yrkjufélag Islands, og fann sárt til þess að vera orðinn svo lasburða að geta ekki unnið því gagn, og það á sjálfu aidarafmælisárinu. Svo veikur sem hann var orðinn fannst honum hann vera orðinn hálfgerður dragbítur á félags- starfið og ætti því ekki lengur skilið að vera formaður þess. Hann var einn um þá skoðun að hann væri dragbítur á félagsstarf- ið, afmælisnefnd og stjórn félags- ins sæmdu hann æðsta heiðurs- merki félagsins á afmælishátíð sem haldin var í tilefni af aldar- afmælinu á Hótel Sögu, hinn 26. maí sl., hann var þó orðinn of veikur til að geta veitt merkinu viðtöku sjálfur, og tók kona hans við því. Að öllum öðrum ólöstuð- um, sem þarna hlutu heiðursvið- urkenningar, tel ég að starf Jóns í þágu Garðyrkjufélagsins hefði ekki verið ofmetið, þótt hann hefði fengið fleiri en eitt merki. Ég kynntist Jóni Pálssyni fyrst, er ég hóf störf á skrifstofu Garð- yrkjufélagsins haustið 1973, en fram til þess tíma hafði félagið einungis haft opna skrifstofu á fimmtudagskvöldum og skipti stjórn félagsins þá með sér vökt- um í sjálfboðavinnu. En nú hafði félagið hafið innflutning blóm- lauka og frædreifingu til félags- manna og var fyrirsjáanlegt að bæði sú vinna sem í kringum það skapaðist svo og sívaxandi fjölda félagsmanna, yrði of mikil til að hægt væri að vinna það allt ein- göngu í sjálfboðavinnu. Skrif- stofustarfið þurfti að byggja upp frá grunni og hafði félagið þá ekki einu sinni síma, notaði Jón því næstum alla sína matar- og kaffi- tíma til að hlaupa upp á skrifstofu til mín til að leggja mér góð ráð, fylgjast með hve margir nýir fé- lagar bættust við i félagið og spjalla við mig um þau málefni Fæddur 5. júlí 1968 Dáinn 29. september 1984 Hann hefði orðið sautján ára í dag, hann Himmi bróðir. Hann hét fullu nafni Hilmar Grétar Hilmarsson, fæddist 1 Reykjavík 5. júlí 1968, sonur hjónanna Marg- rétar Kristjánsdóttur og Hilmars Friðsteinssonar. Það var erfitt að skilja það einn fagran haustdag á afmælisdegi móðurbróður hans, að hann Himmi væri þegar lagður af stað í ferðalagið mikla, hann sem var að búa sig undir annað ferðalag, til útlanda með pabba og mömmu, en eigi má sköpum renna. Og minningarnar streyma fram. Það var gott að eiga hann að, hann var alltaf í góðu skapi, hress og kátur. Hann var athafna- samur og notaði hverja stund til að lifa lífinu, og var nú ekki að eyða tímanum í óþarfa smámuni. Smíði var hans uppáhald og liggja nú margir fagrir munir eftir hann. Hann var barngóður með afbrigðum og nú kveður hann Garðyrkjufélagsins sem honum lágu mest á hjarta hverju sinni. Mér, þá bráðókunnugri félaginu og félagsstarfinu öllu, var mikill styrkur af þessum heimsóknum Jóns. Hann kom hlaupandi og fór hlaupandi, hann gekk ekki ef hann gat hlaupið, að minnsta kosti ekki andlega, og einhvern tíma heyrði ég að Jón Pálsson væri eini mað- urinn hjá póstinum sem gæti lesið úr og sorterað póst með báðum höndum samtímis. Eftir að hafa kynnst elju hans og atorku varð- andi störf í þágu Garðyrkjufélags- ins efast ég ekki um að hann hafi getað þetta, Jón vann aldrei neitt í hægðum sínum. í stjórnartíð Jóns tók félagið gríðarmikinn fjörkipp og er líklega stærsta málið að fé- laginu tókst að eignast eigið hús- næði á Amtmannsstíg 6. Aður en félagið festi kaup á því húsnæði hafði það haft á leigu húsnæði á Amtmannsstíg 2, fyrst 2 herbergi og síðar voru þau orðin 4, en stóri draumur Jóns var að félagið eign- aðist sitt eigið húsnæði. (Jt um gluggann á Amtmannsstíg 2 blasti við, þá ónotað hús, hús það sem veitingastaðurinn Torfan er nú í. Jón hafði mikinn augastað á því húsi fyrir félagið og ræddum við mikið um það, töluðum gjarnan bæði í einu, því báðum lá mikið á hjarta og bæði vildum við láta hlutina ganga. Ekki rættist þó sá draumur Jóns um það hús en engu að síður eignaðist félagið húsnæði við þessa sömu götu, en staðsetn- ing skrifstofunnar var það sem málið snerist um, hugmynd Jóns var að skrifstofa félagsins væri þannig staðsett að auðvelt væri fyrir félagsmenn að kíkja þar inn þegar þeir væru á ferð um miðbæ- inn. Annað af stóru áhugamálum Jóns var aldarafmæli félagsins nú í ár. Hann byrjaði að ræða um það við mig fyrir um það bil 10 árum, meðal annars hafði hann mikinn hug á að út yrði gefið frímerki í tilefni af því, það varð úr, og þar hefur Jón Pálsson örugglega ekki legið á liði sínu fremur enn fyrri daginn. Það var illa gert af örlaganorn- unum að svipta hann heilsu svo snemma að hann gat ekki tekið þátt í hátíðahöldunum vegna af- mælisins, nema I huganum. Að öllum öðrum formönnum fé- lagsins ólöstuðum hygg ég Jón Pálsson hafa verið ötulasta og áhugasamasta formann þess, hann vann félaginu af einstakri eljusemi og ósérplægni og hefur Garðyrkjufélag íslands því misst mikið við fráfall hans. Á samstarf okkar Jóns, sem aðeins stóð þó í 3 ár, bar aldrei neinn skugga, og þakka ég honum góð kynni og gott samstarf, konu hans og syni, svo og öðrum aðstandendum votta ég samúö mina. Guðrún Jóhannsdóttir nýfæddur systursonur sem mun bera nafnið hans að hluta. Við biðjum algóðan guð að styrkja mömmu og pabba á erfið- um stundum. Svstkini Minning - Hilmar Grétar Hilmarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.