Morgunblaðið - 05.07.1985, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. JULI1985
* -■ 7 —1 , >: 1 , .-—?-------
VELVAKANDI
SVARAR f SÍMA
10100 KL. 14—15
FRÁ MÁNUDEGI
'TIL FÖSTUDAGS
Túrhestahald undir jökii
Á.R.H. skrifar:
Ég og konan höfum nú í tví-
gang á þessu vori átt þvi láni að
fagna að gista Snæfellsnes sunn-
anvert. Bjuggum við bæði skiptin
á sveitaheimilum þar sem tekin
hefur verið upp sú nýbreytni í
landbúnaði að ala önn fyrir
kvikfénaði þeim er túrhestar
kallast. Dvöldum við fyrst næt-
urlangt á bænum Ytri-Tungu og
nutum eindæma gestrisni hjón-
anna þar. Þaðan héldum við
áfram förinni uns kom þar að er
Garðar nefnast, en þar hafði
okkur verið sagt að húsráðendur
veittu efnalitlum túrhrossum
ódýra svefnpokaaðstöðu ásamt
því að bjóða hinum stöndugri í
uppbúin rúm með mat og öllu til-
heyrandi eins og verið hafði í
Ytri-Tungu.
Ekki var okkur ræflunum þó
vísað til hvílu í hlöðunni eða uppá
fjósloftinu eins og áður þótti full-
gott fyrir slíkt öreiga flökku-
hyski. Þegar til kom beið okkar
flenni-stórt herbergi með rúm-
um, vask, skápum og teppalögðu
gólfi. Þetta glæsilega herbergi
var aðeins eitt af fjórum í nýju
húsi sem þarbýlingar hafa reist
til að hýsa þessar nýjustu nytja-
skeppnur íslenskra bænda. f hús-
inu er og fullkomin eldunarað-
staða, tveir sturtuklefar og setu-
stofa. Trúlegt er þó að um anna-
tímann verði stærri herbergin
með vöskunum látin eftir þeim
sem búa vilja í uppbúnum rúmum
og borga betur fyrir greiðann,
enda er það ekki nema sann-
gjarnt. Ef nýja húsið er fullskip-
að eða ef menn vilja það frekar er
boðið uppá gistingu í gamla íbúð-
arhúsinu að Görðum. Fengum við
að liggja þar tvær nætur okkur
til skemmtunar og líkaði prýði-
lega.
Ekki skemmir að náttúrufeg-
urð er um margt einstæð á sunn-
anverðu Snæfellsnesi. Má þar
fyrst nefna marga kílómetra af
gullinni sandfjöru þar sem
ógrynni af sel leikur sér í flæðar-
málinu og skrautsteinar liggja i
haugum í fjöruborðinu. Búða-
hraun er eitt hið fegursta á land-
inu, þar verða burknarnir
mannhæðar háir og dulafullir
hellar leynast víða.
Eftirminnileg er sérkennileg
höfnin við Arnarstapa og
strandlengjan þaðan út að Helln-
um. Lómadrangar hjá Malarrifi
og hrikalegt Þúfubjargið þar
austanvið með sínu fjölskrúðuga
fuglalífi eru ógleymanlegir stað-
ir.
Ekki má gleyma Djúpalóns-
sandi og Dritvík sem enginn ætti
að láta framhjá sér fara. Vatna-
svæði Lýsu er löngu orðið lands-
frægt veiðisvæði og heiti ölkeldu-
potturinn hjá Lýsuhóli er heilsu-
lind á heimsmælikvarða. Kalda
ölkelduvatnið hjá bænum öl-
keldu telst meinhollt til drykkjar
og hið ágætasta bland.
Ótal önnur náttúruundur eru á
nesinu sunnanverðu en ógerning-
ur er að gera nema fáu skil í
stuttri blaðagrein, þó er skylt að
minnast á frábæran matseðilinn
á Hótel Búðum. Yfir öllu trónar
svo jökullinn sveipaður dulúð ótal
sagna. Eitt er víst að ekki mun
væsa um þá er leggja leið sína
vestur á Snæfellsnes og á hjá
höfðingjunum á Görðum og í
Ytri-Tungu. Þökk sé þeim.
Hækka bankavextirnir
til jafns við launakjör?
Sparifjáreigandi skrifar:
Eins og allir vita hefur inneign
manna í bönkum ávallt rýrnað og
eru dæmin um „innlegg litla
barnsins og úttekt þess við ferm-
ingu“ fræg að endemum. Enda oft
sögð sem lýsandi dæmi um þá
ófyrirleitni, sem sparifjáreigend-
um hefur verið sýnd gegnum árin.
Að undanförnu hefur ástandið
heldur skánað með tilkomu hinna
svokölluðu raunvaxta, og síðan
samkeppni bankanna um spari-
fjárinnlegg.
Þetta dugar þó hvergi nærri til,
því í raun er sífellt verðfall á
gjaldmiðli okkar og oft á ári er
samið um launahækkanir við all-
an þorra almennings eða þær
koma til framkvæmda, samkvæmt
gerðum samningum.
Spurningar
til Tótu
Ein, sem býður eftir svari, skrif-
ar:
Mig langar að spyrja hana Tótu,
sem skrifaði í Velvakanda þann
22. júní sl., tveggja spurninga.
1. Hvernig getur maður orðið
áskrifandi að breska poppblaðinu
„Smash hits“. Hvert á maður að
skrifa?
2. Hvað kostar að vera áskrif-
andi?
„Útsær“
betra
Sigurður Georgsson, Vestmanna-
eyjum skrifar:
í mínum huga er ljóst að „Út-
sær“, Einars Benediktssonar, er
betra kvæði en „Stóri sandur".
Það kann að vera að Harald
Blöndal greini á við mig í þessu
efni, enda svari hann þá þessu
skeyti á sama vettvangi.
Þegar svo er ástatt í þjóðfélag-
inu, að laun hækka, segjum á
þriggja mánaða fresti, gengið síg-
ur eða breytist í takt við hreyf-
ingar á erlendum gjaldeyrismðrk-
uðum, er það óþolandi, að bankar
skuli ekki einnig breyta vöxtum.
Þetta er þó mest áberandi er
launahækkanir verða, t.d. eins og
nú eru nýafstaðnar. Ekki hefur
enn heyrst, að bankar ætli að
hækka innlánsvexti hjá sparifjár-
eigendum!
Það er einmitt þetta, sem rýrir
sparifé landsmanna. Það er ekki
fylgst með sparifjáreigendum og
þeirra hlutur er freklega fyrir
borð borinn, enda ekkert félag eða
samtök, sem gætir þeirra hags-
muna. Enn eru til dæmis tuttugu
og tvö prósent vextir af almennum
sparifjárbókum, og hefur svo verið
um langt skeið, þótt launataxtar
hafi hækkað mörgum sinnum, sið-
an þessir vextir voru síðast skráð-
ir.
Þetta getur auðvitað ekki gengið
til eilífðarnóns, þott enginn hafi
enn risið upp og krafist hækkunar
vaxta til jafns við launahækkanir
f landinu.
Að lokum taka sig einhverjir
saman, sem ofbýður óréttlætið, og
stofna hagsmunasamtök (enn ein)
sparifjáreigenda og krefjast rétt-
lætis. — Hyggilegra væri fyrir
bankayfirvöld, sem auðvitað er
sjálft ríkið, að sjá að sér og láta
jafnt yfir alla ganga, og hækka
vexti í samræmi við aðrar
fjármálahreyfingar í þjóðfélaginu.
Það kemur að því, að ekki er
endalaust hægt að ganga á rétt
fólks, í þessu tilviki sparifjáreig-
endur. — Sama skeður á öðrum
sviðum í þjóðlífinu. — Dæmi um
það eru sífelldar hækkanir á ben-
síni, þar til mælirinn er fullur,
eins og nú er komið, og almenn-
ingur rís upp og mótmælir svo
kröftuglega, að ekki verður lengur
gengið á rétt þeirra, sem greiða
fyrir þessa vörutegund. — En
hvað varðar hækkun bankavaxta
er það auðvitað fólksins að svara
því sinnuleysi, sem viðgengist hef-
ur.
Fólkið á þó sitt sparifé og getur
ráðstafað því öðruvísi en með
geymslu, þar sem lítið eftirlit er
með ávöxtun þess.
Barböru Taylor Bradford,
,A Woman of Substance‘
loksins komin á myndband
f Leikarar:
' Jenny
Seagrove
Deborah Kerr
John Mills
valdamestu
,ar af fátseku taendatoun, e
hlotið frábæra skipulagsb
íelkS°gerðu fallega stú
^Sasigurvegar^
sasa Emmu
Heildverslun
símar: 611202 og 611040.
uideo