Morgunblaðið - 05.07.1985, Page 56

Morgunblaðið - 05.07.1985, Page 56
ns jiglýsinga- síminn er 2 24 80 KEILUSALURINN OPINN 10.00-02.00 * FÖSTUDAGUR 5. JÚLÍ 1985 VERÐ f LAUSASÖLU 30 KR. Morgunbladid/Friðþjófur Uppgrsðsla Tió Sandá á Auðkúluheiði. Var sáð þarna 1981 og hefur síðan verið borið á árlega. Ljósi ferhyrningurinn inni í uppgræðslunni er afgirt og friðað tilraunahólf, bvítt af sinu. Vegurinn er Kjalvegur og á honum sést rykmökkur frá Norðurleiðarrútu á leið suður. Uppgrœðsla á Auðkíduheiði EFTIR landgræðslustörf sumarsins verður búið að greða upp 1.250 hektara örfoka lands á Eyvindarstaða- og Auðkúluheiðum í Austur- Húnavatnssýslu, 400 austan Blöndu og 850 vestan hennar. Landgræðsla ríkisins sér um uppgræðsluna en hún er kostuð af Landsvirkjun í sam- ræmi við samninga við bændur um uppgræðslu í stað þess gróðurlendis sem fer undir uppistöðulón Blönduvirkjunar. Alls verða græddir 3.000 ha lands, 600 austan Blöndu og 2.400 vestan hennar. Blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins flugu yfir þessar heiðar og Grímstunguheiði í gær ásamt Sveini Runólfssyni land- græðslustjóra, en heiðarnar hafa verið talsvert til umræðu að undan- förnu vegna deilna um ástand þeirra og upprekstur búfjár, einkum hrossa, á þær. Sveinn sagði að ástand heiðanna væri misjafnt. Auð- kúluheiði væri tiltölulega góð, enda hefði beit á heiðinni verið minnk- uð verulega og munaði þar mest um útilokun þeirra 600—700 hrossa sem rekin voru á heiðina. Hann sagði að Eyvindarstaðaheiði væri ekki eins góð og þar hefði upprekstur enn ekki verið leyfður. Þá væri ástandið slæmt á Grímstunguheiði. Um þriðjungur árlegrar áburðar- og frædreifingar Landgræðsl- unnar er á uppgræðslusvæðin á Eyvindarstaða- og Auðkúluheiðum. Sagði Sveinn að árangur hefði verið framar vonum. Uppgræðslu- svæðin væru f yfir 500 metra hæð yfir sjó og hefðu þau fengið eldskírn sína fyrstu árin, þ.e. köldu árin 1981—83. Stefna EB f sjávarútvegi: Verndarsjónarmið ráða á kostnað frjálsra viðskipta Erlendar skuldir niður fyrir 60 % NÝ'I'I kerfi fyrir gerð þjóðhagsreikn- inga, sem verið er að leggja síðustu hönd á í Þjóðhagsstofnun, hefur m.a. í for með sér að hhitfalí skulda af þjóðarframleiðslu lækkar nokkuð frá því sem nú er. Erlendar skuldir nema nú um 63% af þjóðarframleiðslunni en á næstunni lækkar sú tala niður fyrir 60% fyrir tilstuðlan nýja reikn- ingskerrisins. Nýja kerfið breytir þó engu um raunverulega stöðu þjóðar- búsins og greiðslubyrðin, hlutfall af útflutningstekjunum sem fer til greiðshi vaxta og afborgana, breytist ekkL Jón Sigurðsson, forstjóri Þjóð- hagsstofnunar, sagði í gær að vinna við nýja reikningskerfið hefði staðið yfir hjá Þjóðhagsstofn- un í nokkur ár og að það væri gert samkvæmt alþjóðlegum staðli. „Við byggjum þetta meðal annars á fleiri heimildum en áður, til dæmis endurnýjuðum grunntölum áratug og meira aftur í tímann. Þar á meðal eru upplýsingar um uppgjör og afkomu fyrirtækja, svokallaða framleiðsluhlið, þá upplýsingar um verslun, viðskipti í landinu, svo- kallaða ráðstöfunarhlið, og loks tekjuskattsframtöl einstaklinga og félaga, sem er tekjuskiptingarhlið- in.“ Sumir fengu að vita um skattana FYRIK mistök fór álagn- ingarskrá skatta einstakiinga úr Skýrsluvélum ríkisins í Gjald- heimtu í fyrrinótt. Fólk hefði því getað fengið að vita um skatt- ana sína, en Sigurbjörn Þor- björnsson, ríkisskattstjóri, seg- ir, að það hefði ekki átt aö vera, vegna þess að upplýsingar um álagninguna í ár hefðu verið gefnar í heimildarleysi. Eina leiðin til að fá vitneskju um álagninguna var að greiða skatt í gær og fá þannig yfirlit yfir stöðuna. „Það er búið að kippa þessu í liðinn," sagði Sigurbjörn. „Við getum engar skýringar gefið á þessu aðra en þá, að þetta voru mistök. Það á alls ekki að gefa inn í innheimtu- kerfið neinar upplýsingar fyrr en við crum tilbúnir með álagningarkerfið. „ÞAÐ VELDUR áhyggjum að upp á síðkastið hafa verndarsjónarmið gagnvart sjávarútvegi í ríkjum Evr- ópubandalagsins ráðið ferðinni hvað stefnumótun varðar og þau öfl sem vilja sem frjálslegust alþjóðavið- skipti orðið undir,“ sagði Þórhallur Asgeirsson, ráðuneytisstjóri í við- skiptaráðuneytinu, í samtali við Morgunblaðið, en hann var í for- svari fyrir íslenska embættismenn á fundi þeirra með fulltrúum EB um þær hreytingar á fríverslunarsamn- ingi EB og Islendinga, sem leiða af inngöngu Portúgals og Spánar í bandalagið um næstu áramót. Evrópubandalagið hefur frá 1. júlí í ár, vegna þessarar inngöngu, sett 20% toll á innflutning á salt- fiski og skreið. Þessi tollur á ekki að hafa áhrif á innflutninginn á saltfiski til EB-ríkja í ár vegna 25 þúsund lesta tollfrís kvóta þess innflutnings. Samkvæmt upplýs- ingum Þórhalls er einnig til 2.500 lesta tollfrír kvóti á saltfiskflök- um, sem væri í samningum EB við Kanadamenn, og ætti hann að koma okkur íslendingum einnig til góða, þar sem ekki er hægt að binda slíkan kvóta við eitt land ef hann kemur til framkvæmda, en um það hefur ekki ákvörðun verið tekin ennþá. Þórhallur sagði að þetta hlyti að vera okkur Islendingum mikið áhyggjuefni og gæti sett stórt strik í reikninginn hvað varðar innflutning okkar til EB-landa ef ekki yrði breyting á þessum við- horfum, sem viidu viðskiptahöml- ur og verndartolla, sem gerðu öll viðskipti erfiðari. Við hlytum að reyna að hafa áhrif á þau öfl í EB-ríkjum sem vildu almenn frjáls alþjóðleg viðskipti, ella hlyti að verða breyting á viðskipta- samningum okkar við EB. Þórhallur sagði að EFTA hefði brugðist hart við og mótmælt saltfisktollinum strax. Það hefði komið sér illa fyrir EB, þar sem að á sama tíma og rætt væri um nán- ari samvinnu á sviði viðskipta væri svona tolli skellt á. Jón Reynir Magnússon framkvæmdastjóri SR: „Ekki séð lægra lýsis- og fiskmjölsverð áður U „ÉG HELD að útlitið hafi sjaldan verið jafn slæmt og núna og ég minnist þess ekki að hafa séð jafn lágt verð áður,“ sagði Jón Keynir Magnússon, framkvæmdastjóri Síldarverksmiðja ríkisins, er hann var inntur eftir ástand- inu á fiskimjöls- og lýsismörkuðum, en loðnuveiði má hefjast 1. ágúst næstkomandi. „Framboð á fiskimjöli frá Suður-Ameríku er talsvert mikið ásamt því að verð á samkeppnis- fóðurvörum er lágt, eins og soja- mjöli og öðru slíku og það er sennilega helsta skýringin. Að vísu höfum við fengið hærra verð fyrir okkar framleiðslu, en Suð- ur-Ameríkuríkin, en þau hafa nú verið að selja á verði, sem er undir 4 dollurum próteineiningin og það er lægsta verð sem ég man eftir, en ég hef fylgst með þessum mál- um frá árinu 1970,“ sagði Jón Reynir ennfremur. Jón sagði að gegnumsneitt fengjum við á bilinu 10—20% hærra verð fyrir okkar mjöl, en Suður-Ameríkuríkin. Fyrir afurð- ir siðustu loðnuvertíðar fengum við að meðaltali um 5 dollara fyrir próteineininguna. Verð á lýsi er einnig mjög lágt og hafði Jón heyrt um 250,5 dollara fyrir tonn- ið af japönsku lýsi. Á síðustu ver- tíð fengust frá 300 og uppí 350 dollarar fyrir tonnið af íslenska lýsinu. Jón sagði að afurðir siðustu vertíðar væru að mestu seldar. Hann sagðist ekki vita til þess að reynt hefði verið að bjóða fram ísienskt mjöl, en það væri þó í sjálfu sér hægt út á þann kvóta sem nú hefði verið úthlutað. Hann sagði að eitthvað af mjöli hefði verið selt fyrirfram, en þar væri ekki um mikið magn að ræða. „Ég skal ekki segja hvaða verð við fengjum fyrir mjöl núna, til þess treysti ég mér ekki. Eina leið- in til að fá úr því skorið er að reyna að selja það og sjá hver niðurstaðan verður. Verð á þess- um árstíma er oft lægra en á öðr- um árstíma, þó það sé ekki algild regla, þannig að þetta getur breytst,” sagði Jón að lokum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.