Morgunblaðið - 11.07.1985, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.07.1985, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚLl 1985 Ríkisútvarpið: Aukið aðhald í málfari auglýsinga ÍITVARPSSTJÓRI hefur sent aug- lýsingastofum bréf, þar sem vakin MillisvædamótiÖ í Biel: Margeir tap- aði fyrir Short Frá Braga Krístjánasyni, fréttaritara Morgunblaósins í BieL MARGEIR Pétursson tapaði fyrir Short, hinum enska, í sjöundu um- ferð. Margeir, sem hafði hvítt, fékk ágæta stöðu út úr byrjun en hóf síð- an ranga áætlun sem kostaði mikinn tíma. Er skákin fór í bið var hún mjög erfið fyrir Margeir enda tapaði hann peði fljótt og gafst upp eftir 50 leiki. Aðrar skákir fóru svo: Gutman — Sax 1—0, Seirawan — Partos 1—0, Vaganjan — Martin 1—0, Anderson — Li 'h — 'h, Jansa — Ljubojevic 'k — 'k, Sokolov — Pol- ugajevsky 'k — 'k, Van der Wiel — Torre bið, Rodrigues — Quinteros bið. Efstir og jafnir með 5'k vinning eftir 7 umferðir eru Sokolov, Vag- anian og Seirawan. I dag verður 8. umferð tefld og hefur Margeir svart gegn Seira- wan. er athygli á reglun' um flutning auglýsinga í útvarpi og sjónvarpi, en þar er kveðið á um, að auglýsingu skuli hafna ef hún er „ekki á réttu, íslensku máli“, eins og þar segir. í bréfinu kemur meðal annars fram stefnt sé að mjög auknu aðhaldi í þessum efnum í Ríkisútvarpinu. Markús Örn Antonsson, út- varpsstjóri, sagði í samtali við Morgunblaðið að ekkert einstakt tilfelli hefði gefið tilefni til út- sendingar þessa bréfs. Hins vegar vaeru alltaf einhver brögð að því, að auglýsendur gættu sín ekki í orðavali og væri þá bæði um að ræða „útlenskuslettur" hreinar málfræðivillur. „Með bréfinu vildum við vekja athygli á þvi að hér á stofnuninni starfar Árni Böðvarsson sem málfarsráðu- nautur og hann er reiðubúinn til að leiðbeina mönnum í þessum efnum,” sagði Markús. „Auglýs- endur eru ef til vill búnir að leggja út í mikinn kostnað við sjónvarpsauglýsingar, sem reyn- ast svo ótækar vegna málfars- galla. Við viljum reyna að koma í veg fyrir að slík mistök með því að bjóða upp á þetta samstarf. Við erum bara að reyna að sneiða hjá svona löguðu með góðu sam- komulagi við auglýsendur,“ sagði útvarpsstjóri. Miss Universe: Halla Bryndís Jóns- dóttir kom fram í sjónvarpi í Miami 10. júlí Miami, Flórida, frá frétUríUra Morgunblaósins, Þórí Grtfndal. ANNAR ÁFANGI um titilinn „Miss Universe4* fór fram á Miami síöastlið- ið þriðjudagskvöld. Þá komu þátttakendur fram í samkvæmiskjólum og sundfótum. Fulltrúi íslands, Halla Bryndís Jónsdóttir, klæddist Ijósbláum kjól, með slóða og mjóum hlírum. Var hann hannaður af Maríunum á Klapparstíg. Hún bar einnig íslenska skartgripi frá Jens Guðjónssyni. í sundfatakeppninni var Halla í Dómararnir, sem valdir hafa fjólubláum sundbol. Sómdi hún verið úr röðum frægs fólks, ræða sér feikivel, bæði í samkvæmiskjól og sundfötum. Gaf hún ekkert eft- ir hinum fegurðardísunum, bar reyndar af mörgum þeirra og er þó samkeppnin geysihörð. Framfærslu- vísitala hækk- ar um 2,41 % HÆKKUN framfærsluvísitölu frá júní til júlí mældist 2,41 %. Hækk- unin varð mest vegna hækkunar á rekstrarkostnaði bifreiða í vísitölu- grunninum, eða 1 %, þar af 0,8% vegna hækkunar á bensínverði. 0,6% hækkunarinnar stafar af hækkun matvöruverðs, mismunur- inn af hækkun ýmissa annarra liða. Þessi hækkun svarar til um 33% verðbólgu á heilu ári. Hækk- un síðustu þriggja mánaða, sem frekar er notast við þegar reikn- uð er verðbólga heils árs, er 6,5% sem svarar til 28,5% verðbólgu, að sögn Hallgríms Snorrasonar hagstofustjóra. Breytingar á framfærsluvísitölu frá júlí í fyrra svara til 31,7% verðbólgu. hver og einn í einrúmi við allar fegurðardrottningarnar. Þeir hafa þegar byrjað einkunnagjafirnar, en þeim lýkur ekki fyrr en um næstu helgi. Úrslitin verða síðan opinberuð á mánudaginn kemur, en þá verður keppnin til lykta leidd. Á miðvikudagsmorgun kom Halla Bryndís fram í sjónvarpi í Miami ásamt fjórum öðrum kepp- endum. Stóð hún sig þar mjög vel. Hún biður fyrir bestu kveðjur heim til Fróns. Morgunblaðið/ Júlíus Kristinn Magnússon fornleifafræðinemi og Unnur Dís Skaftadóttir mannfræðinemi við klömbruhleðslu sem kom fram við uppgröft í elstu rústunum á Þingnesi við Elliðavatn. Af öskulagi í hleðslunum var hægt að aldursgreina rústirnar. Þingnes vid Elliðavatn: Húsarústin er af ann- arri gerð en fyrri rústir — segir Guðmundur Ólafsson fornleifafræðingur „HÚSARUSTIN sem við höfum verið að grafa niður á f sumar á Þingnesi við Elliðavatn er mjög merkileg og virðist hún vera af allt annarri gerð en fyrri rústir sem við höfum rannsakað," sagði Guðmundur Ólafsson forn- leifafræðingur þegar hann var spurður um hvernig uppgröfturinn á vegum Þjóðminjasafnsins, sem hófst sumarið 1981, gengi. „I sumar hefur verið grafið í við áttum von á. Yngri rústirnar gegnum rúst, sem var nokkuð ofarlega í jarðveginum og þá komum við niður á þessa elstu rúst, sem gæti verið frá um 900. Gólfskánin í þessari rúst er miklu þykkari en í hinum rúst- unum á þessu svæði og gæti bent til þess að þarna hafi menn haft fasta búsetu um tíma. Gólfin eru að nokkru hellulögð með ýmsum steinhleðslum, sem er frábrugðið því sem við höfum séð hingað til.“ Öskulögin sem komið hafa fram við uppgröftinn sýna land- námslagið svokallaða en það féll rétt fyrir 900. Af því má ráða að elstu rústir, sem nú er komið niður á eru af húsi, sem reist er rétt eftir að askan féll. Að sögn Guðmundar eru þess- ar nýuppgröfnu rústir ekki þær elstu sem vitað er um því rústir sem grafnar hafa verið upp bæði í Reykjavík og í Vestmannaeyj- um eru taldar eldri. „Það sem kemur manni mest á óvart við uppgröftinn i Þingnesi er, að rústirnar eru mun flóknari en eru geysilega stórar, 10x4 metr- ar í þvermál, og inni í þeim miðj- um er tvöföld steinhleðsla beint inn af innganginum, sem við get- um ekki almennilega áttað okkur á hvað er. Á miðju svæðinu er stór grjóthringur, sem er hruninn veggur og hefur hann hrunið vel fyrir árið 1500. Það merkilegasta við þetta er að inni í þessum hring virðist vera húsa- rúst með hellulögðu gólfi. Það er jafnvel hugsanlegt að þarna séu tveir hringir utan um þetta hús,“ sagði Guðmundur að lokum. Af gömlum uppdráttum sem til eru af mörgum gömlum héraðsþingstöðum víða út um land sjást alltaf hringlaga rústir einhvers staðar á þingstöðunum og eru þær oft taldar vera leifar af dómhringjum. Þessi uppgröft- ur er eina þingstaðarrannsókn- in, sem gerð hefur verið vísinda- lega. Húsarústin í Þingnesi við Elliðavatn. Keflayfkurflugvöllur: 250 nýjar íbúðir smíðað- ar fyrir um 400 milljónir Kólnar í veðri ÍBÚAR víðast hvar á sunnan- verðu landinu mega búast við sólarglætu af og til í dag en jafn- framt kólnar nokkuð í veðri með vindi af norðri og norðaustri, skv. upplýsingum Veðurstofunn- ar í gærkvöld. Þurrt ætti að verða um allt svæðið. Á Norður- og Norðaustur- landi verður hinsvegar rigning á víð og dreif og áttin sömu- leiðis af norðri og norðaustri. — fáist fjárveiting frá Bandaríkjaþingi 1986—’87 ÁFORM eru uppi um að byggja 250 nýjar íbúðir á Keflavíkurflugvelli og er áætlað að heildarkostnaður við þær verði um 400 milljónir króna á núvirði. Þessi áform eru háð því, að fjárveiting fáist frá Bandaríkjaþingi fyrir fjárlagaárið 1987, sem hefst 1. október 1986. „Varnarmálaskrifstofan hefur unnið að því í vetur að fá viður- kennt vestra að íslenskir sam- starfshópar — verkfræðingar, arkitektar og fleiri — eigi sömu möguleika og Bandaríkjamenn til að taka að sér verkefni af þessu tagi,“ sagði Sverrir Haukur Gunn- laugsson, skrifstofustjóri varnar- málaskrifstofu utanríkisráðu- neytisins, í samtali við Morgun- blaðið. „Það hefur nú fengist við- urkennt og á mánudaginn höfðu sex hópar látið vita af vilja sínum til að taka að sér verkefni fyrir varnarliðið, bæði þetta einstaka verkefni og svo önnur. Þetta eru hópar verkfræðinga, arkitekta, tæknifræðinga og skipulagsfræð- inga úr öllum greinum og í stærsta hópnum eru 96 aðilar.“ Sverrir Haukur kvað ekki sjálf- gefið, að einhver íslensku sam- starfshópanna fengi þetta verk- efni. „Það fer fram forval úr þess- um hópum íslendinga og Banda- ríkjamanna síðar á þessu ári og síðan mun koma í ljós hver verður fyrir valinu," sagði hann. íbúðirnar 250 verða byggðar til að endurnýja gamalt og úr sér gengið húsnæði á vellinum. „Það er einnig ætlunin að allir varnar- liðsmenn búi innan girðingarinnar og loks er verið að auka möguleika fjölskyldufólks á að vera hér,“ sagði hann. „Einhleypir varnar- liðsmenn eru hér almennt í aðeins eitt ár en fjölskyldumenn í tvö ár, sem þykir heppilegra að mörgu leyti. Mjög margir þeirra vilja gjarnan vera áfram eftir að þeir hafa þjónað hér sín tvö ár.“ 1 vamarliðinu eru nú 3.100 her- menn, þar af 1.000 fjölskyldu- menn. í fjölskyldum þeirra eru um 2.200 manns til viðbótar, þannig að bandarískir borgarar á Kefla- víkurflugvelli og nágrenni eru alls um 5.300.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.