Morgunblaðið - 11.07.1985, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 11.07.1985, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1985 41 Minning: Ásgrímur Ásgeirs- son yfirstýrimaður Fæddur 27. mars 1923 Dáinn 5. júlí 1985 f dag, fimmtudaginn 11. júlí, kl. 13.30, verður jarðsunginn frá Garðakirkju á Álftanesi Ásgrímur Ásgeirsson yfirstýrimaður hjá Landhelgisgæslunni, sem varð bráðkvaddur þann 5. þ.m. Ásgrím- ur fæddist í Reykjavík 27. mars 1923, sonur hjónanna Ásu Ás- grímsdóttur frá Reykjavík og Ásgeirs Sigurðssonar, hins þekkta og vinsæla skipstjóra á strand- ferðaskipunum Esju og síðar Heklu. Asgrími var sjómennskan í blóð borin og þeirri köllun hlýddi hann aðeins 13 ára gamall er hann réðst til föður síns á gömlu Esju. Það var ekkert sældarlíf að vera á strandferðaskipunum á þessum árum, þar sem þau voru svo til einu samgöngutæki landsmanna og því komið við á hverri vík og firði þar sem búið var, með vörur og farþega. Það þurfti því sam- heldna áhöfn til að allt færi vel og halda mætti áætlun. Þarna öðlað- ist Ásgrímur mikla reynslu í sjó- mennsku sem kom honum vel á hans nærri hálfrar alda sió- mennskuferli. Á Esjunni er Ás- grímur til 17 ára aldurs og var meðal annars einn í áhöfn Esju sem fór hina frægu Petsamó-för til að sækja fslendinga sem lokast höfðu inni á Norðurlöndum vegna stríðsins. Þegar Ásgrímur var 17 ára hóf hann siglingar á amerísk- um og sænskum skipum, sem hann var á í 7 ár, og sigldi þá um öll heimsins höf. Það var oft gaman að hlusta á Ásgrím segja frá ýms- um svalviðrisförum sem hann lenti í á þessum árum, því hann hafði sérstaka frásagnarhæfileika blandaða góðlátlegri kímni, sem kom mönnum til að hlæja dátt. Þegar Ásgrímur kom aftur heim til íslands að lokinni 7 ára veru erlendis ræður hann sig á nýju Esjuna. Hann fer svo í Stýri- mannaskólann í Reykjavík og lýk- ur þaðan prófi 1953. Hann er síðan á Esju og Heklu til ársins 1957. Það ár ræðst hann sem stýrimað- ur til Landhelgisgæslunnar. þar var hann yfirstýrimaður og af- leysingarskipherra er kallið mikla kom að morgni þess 5. júlí sl. Ás- grímur Ásgeirsson var góður drengur sem hélt uppi góðum anda um borð í þeim skipum sem hann var á. Hann vildi vera sanngjarn við undirmenn sína og kom vel fram við þá, en hann gat líka verið hvassyrtur ef honum mislíkaði framkoma einhvers. Hann var hraustmenni fram í andlátið. Hann fékk slæmt hjarta- kast fyrir nokkrum árum og var ekki annað að sjá en hann væri búinn að ná sér allvel eftir það, að minnsta kosti gaf hann ekkert eft- ir hvað vinnuna snerti. 17. júní 1953 var stór stund í lífi Ásgríms er hann gekk að eiga Ólöfu Helgu Benónýsdóttur (Benónýssonar kaupmanns og Halldóru Ben- ónýs.). Ólöf og Ásgrímur voru Ólína Þórey Jóns- dóttir — Minning Fædd 16. sept. 1932 Dáin 14. júní 1985 Kveðja frá Fram-konum Við urðum hryggar og hljóðar þegar okkur barst sú harmafregn vestan um haf að Ollý væri dáin. Hún var ein af okkur. Fyrir 30 árum var hún hér heima í blóma lífsins á meðal okkar, ein fremsta handknattleikskona Knattspyrnu- félagsins Fram á sínum tíma, virt og dáð af öllum sem umgengust hana. Innan íþróttafélaganna tengjast oft bönd vináttu og tryggðaf sem tími vinnur ógjarnan á þótt árin líði. Svo er til dæmis um kvenna- liðið í Fram í handbolta frá þess- um árum, þar sem voru meðal margra annara Anny, Didda, Erla mark og Ollý. Ollý var stjarnan í liðinu, íturvaxin og glæsileg, kappsfull, hraust og stjórnsöm. Minnast Fram-konur margra ynd- isstunda í leik og félagsstarfi frá þessum árum, þegar sólskinið og æskuþrótturinn lögðustu á eitt um að ná settu marki, efla gengi fé- lagsins okkar í hvívetna. Þetta voru ógleymanlegar stundir, sem geymast í minningunni, og tengj- ast nú sérstaklega nafni hinnar látnu. Því nú er hún horfin úr hópnum okkar, á bestu þroskaárum lífsins. Framundan gátu beðið mörg mörg ár með nýjum sigrum og glæsi- brag, í faðmi ástríkrar fjölskyldu. Fram-konur sakna hennar, minnast hennar sérstaklega um leið og þær þakka henni ógleym- anlega samveru. Hún fluttist til Bandaríkjanna á 7. áratugnum, ásamt eiginmanni sínum Magnúsi Óttari Magnús- syni lækni og þrem börnum þeirra, þar sem hún átti glæsilegt heimili síðan, seinast í Cleveland við Eirevatn. Þar var unaðsstaður fjölskyldunnar, og að vísu ótal- inna Islendinga, sem áttu leið um og nutu gestrisni fjölskyldunnar í ríkum mæli. Vísast til ágætra minningagreina um hina látnu ( Morgunblaðinu 22. júní sl. þar sem eru nánari upplýsingar um æfi hennar, ætt og venslafólk. Fyrir rúmi ári var Ollý síðast á ferð á íslandi, þá til að fylgja aldr- aðri móður til grafar. Fram-konur fengu þá tækifæri til að hitta hana, hún var enn hin glæsta stjarna éins og áður, full af lífs- þrótti. Við fundum að með hverju ári sem leið tengdist Ollý sterkari böndum við ísland, enda hlaut hún fyrst og fremst að vera íslending- ur og Fram-kona. Einn dag, á erlendu hausti, lam- aði örlagavaldur líftaug hennar, svo hún gat ekki vænst langra lífdaga meir. Þegar hún kvaddi var komið yndislegt íslenskt vor, Fram-konur SINDRA samrýnd hjón sem studdu hvort annað. það var alltaf ánægjulegt að koma inn á þeirra glæsilega heimili á Holtsgötu 21 þar sem gestrisnin réð ríkjum. Þau eignuð- ust 2 börn, Benóný þyrluflugstjóra hjá Landhelgisgæslunni, og Ásu starfsmann hjá ferðaskrifstofunni Utsýn. Barnabörnin eru 3, Ás- grímur, Benóný og Óliver, sem öll voru afar hænd að afa sínum. Ég og kona mín vottum Ólöfu Helgu, börnunum og barnabörn- um svo og öðrum ástvinum okkar dýpstu samúð og biðjum góðan Guð að veita þeim styrk í sorgum þeirra. Blessuð veri minning Ásgríms Ásgeirssonar. Helgi Hallvarðsson Þegar æviröðull rennur rökkvar fyrir sjónum þér hræðstu eigi, hel er fortjald hinum megin birtan er. Höndin sem þig hingað leiddi Himins til þig aftur ber Drottinn elskar — Drottinn vakir daga og nætur yfir þér. (Sig. Kr. Pétursson) Með nokkrum orðum vil ég kveðja tengdaföður minn, Ásgrím Ásgeirsson, sem lést 5. júlí sl. Mjög ung kynntist ég Adda og tókst strax með okkur sérstæð vinátta sem einkenndist af hreinskilni og kímni, sem við kunnum bæði vel að meta. Addi var ekki allra en þeir sem unnu hug hans nutu þess eftirleiðis. Það skildu ekki allir að undir hrjúfu yfirborði var barnslega viðkvæm- ur maður. Ekki grunaði mig þegar ég kvaddi þennan vin minn fyrir rúmum 5 vikum, að það væri hinsta kveðja. Addi lést á flugvell- inum við heimkomuna, hamingju- samur eftir yndislegt sumarleyfi á Spáni með tengdamóður minni, þannig að ekki tókst. okkur að fagna honum og bjóða hann vel- kominn, en ég veit að það hefur verið gert annars staðar. Far þú i friði friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. (V.Br.) Ellý STALHE SINDRA STAL Íþvíliggur styrkurinn Það sem steypt er þarf að styrkja meö stáli — Steypustyrktar stáli. Steypustyrktarstál er ein af okkar sérgreinum. Við geymum stálið í húsi, sem heldur því hreinu og gljáandi, þannig verður það þægilegra í vinnslu og sparartíma. Markmið okkar er fljót og góð sendingar- þjónusta. Notaðu aðeins gott steypustyrktar- stál, í því liggur styrkurinn. Borgartúni31 sími27222 NORDSJO málning og lökk í þúsundum lita, útl og innl, blandaö eftir hinu vlnsæla TINTORAMA-litakerfl, sem far- iö hefur sigurför um alla Evr- ópu. Gæöin þekkja alllr þeir sem notaö hafa NORDSJÖ- málningarvörur. Utsölustaðir Reykjavík Málarameistarinn, Grensásvegi 50, sími 84950. Litaver, Grensásvegi 18, sími 82444. Hafnarfjörður Lækjarkot sf„ Lækjargötu 32, sími50449 Grindavík Haukur Guöjónsson, málarameistari, Blómsturvöllum 10, sími 92—8200. Keflavík Birgir Guönason, málarameistari, Grófinni 7, sími 92-1950. Höfn, Hornaf jörður Málningarþjónustan, Höfn sf„ Dalbraut 8, simi 97—8622. Borgarnes Einar Ingimundarson, málarameistari, Kveldúlfsgötu 27, sími 93- 7159. Akranes Litur og Tónn Selfoss Fossval, Eyrarvegi 5, sími 99-1803. Einkaumboö fyrir fsland: Þorsteinn Gíslaaon, heildverslun, Grensásvegi 50, sími 84950.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.