Morgunblaðið - 11.07.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 11.07.1985, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚLl 1985 Opið bréf til verðandi Hjónagarðsbúa — eftir Hannes J.S. Sigurðsson Eins og ykkur mun kunnugt, af gloppóttum fréttaflutningi, stend- ur yfir deila milli íbúa hjónagarða og „eigenda“ garðanna, stjórnar Félagsstofnunar Stúdenta. Deila þessi hefur á skömmum tíma farið á heldur ótrúlegan sporbaug er varðar illsku, hotanir og magn- þrungnar yfirlýsingar. Líkist deil- an nú helst illvígum vinnudeilum, þar sem aðalinnihald eru hótanir um valdbeitingu annars vegar og biðlun til almenningsálits hins vegar og tel ég að stjórn FS hafi hér augljósan vinning. Frá hendi íbúa á Hjónagörðum er nokkurra skýringa þörf. Af hverju deila? Fyrir u.þ.b. 2 árum var samið milli íbúa Hjónagarða og Félags- stofnunar stúdenta um svonefnd- an leigugrunn. Hugmyndin að baki samningum um grunn þenn- an var sú, að þar sem Hjónagarðar áttu hvorki að vera tekjulind né fjárhagslegur baggi á FS, væri eðlilegt að samkomulag næðist um það hver hinn raunverulegi kostn- aður væri af rekstri og tilvist garða þessara. Til að gera langa sögu stutta, varð samkomulag um grunninn, þó með kröfu fulltrúa Hjónagarðsbúa um að ákveðnum skilyrðum yrði fullnægt. Þessi skilyrði tóku til þess með hvaða hætti afborganir af lánum, sem tekin voru til fjármögnunar á byggingu garðanna, kæmu inn í leigugrunninn. Álitu Hjóna- garðsbúar að ef lánin væru til hlutfallslega skamms tíma, væri það óeðlilegt innlegg í leigugrunn, en ef þau væru til langs tíma væri það vissulega forsvaranlegt. End- ingartími hússins er settur um 66 ár, 10 ár eru liðin frá byggingu þess, Hjónagarðsbúar æsktu þess að lán fengjust framlengd til 42 ára, en nú hvíla tvö lán á húsinu, annað til u.þ.b. 15 ára, hitt til u.þ.b. 30 ára. Auk þess grunar okkur að hluti þessarar lánabirðar sé vegna fyrri greiðslutafa eða vanskila FS, einnig vantar okkur fullvissu fyrir því, að þegar mörg- um skuldum FS var steypt saman í þessi lán, hafi ekki flotið með liðir sem óviðkomandi voru Hjónagörðum. Hér þarf þvf að skýra tvennt: Er fullreynt að lánin fáist ekki lengd frekar og er fullvíst að öll greiðslubyrðin heyri til Hjónagörðum. En ef þetta skýrist, eða úr greiðist með viðun- andi hætti, er þá ekki allt í lagi? Ýmislegt fleira telst til, sumt bókhaldslegs eðlis, sem aðrir kunna að fjalla um í blöðunum, en sem ætti auðvitað heima á sam- starfs- eða samningafundum. En þar sem slfkir fundir fást ekki haldnir með viðunandi hætti verð- ur hér eitthvað tínt til. Fyrst má nefna viðhald, en aðili, sem sér um hluta af viðhaldi á Hjónagörðum, starfar fyrir FS á öðrum vettvangi. Hver er okkar hlutur? Afskriftir af tækjum, sem nú eru 9—10 ára gömul, sem síðan leggst við viðhaldskostnaður sömu tækja, hvort tveggja reiknast f leigugrunn. Eitt hundrað prósent afskriftir af nýju tæki á einu ári. Af meiru er að taka, en ofan á allt þetta bætast við deilur um hvort tap hafi verið á rekstri Hjóna- garða eða ekki, sem er mikilvægt atriði og getur leitt til bakreikn- inga af ýmsu tagi. Hvort bæði vísitöluhækkun og verðbólguviðm- iðun skuli notuð? Hvenær ársins vísitölubreyting skuli koma inn? Hvort ýmsir minni þættir í leigu- grunni séu raunhæfir? Hvar föst fjárveiting á fjárlögum til Hjón- agarða sé niðurkomin et.c.? En fyrst og síðast er deilan, annars vegar vegna hækkana tvo mánuði í röð með ófullnægjandi útskýr- ingum og hins vegar vegna þess að stjórn FS virtist telja sig eiga að taka leigunefnd hjónagarðsbúa á beinið, þegar leigunefnd taldi sig eiga að leita skýringa á hækkun- um og semja. Framferði sem þetta kann ekki góðri lukku að stýra. Leigunefnd hjónagarðsbúa hef- ur lagt mikla vinnu f athugun og endurskoðun þeirra þátta er „Harka sú við inn- heimtu, sem nú er á döf- inni, er fátíð, og lendi fólk í vanda með mán- aðargreiðslur er ætíð um það samið, enda greiða viðkomandi eðli- lega dráttarvexti.“ snerta leigugrunninn, fátt reynist um svör og raunar hafa ýmsir að- ila innan FS látið í ljós þá skoðun að leigugrunnurinn sé umsaminn í eitt skipti fyrir öll og verði ekki ræddur frekar. Þetta er allsendis óviðunandi, og ber keim af vald- níðslu og þvingun og fer því fjarri að því sé unnt að hlýða. Æskileg málalok Með hvað hætti mætti leysa þessa deilu? Fyrst er til að taka að Hjónagarðsbúar geta ekki sætt sig við að leigugrunnurinn hafi á sér blæ ógagnrýnanlegrar kennisetn- ingar. Hann á að vera til máiefna- legrar umræðu með vissu eðlilegu millibili. Hækkununum á grund- velli hans verða að fylgja skýr- ingar. Viðhald hússins hlýtur að verða að taka til endurskoðunar bæði er varðar gæði og kostnað og kemur til álita ráðning húsvarðar, er tæki yfir hlutverk garðprófasts og ræstingastjóra. Margir trúa að veruleg kostnaðarlækkun fengist fram með þeim hætti. Meginatriði er þó að samskipti stjórnar FS og Hagsmunafélags Hjónagarðsbúa séu með gagn- kvæmri virðingu og háttvísi er stuðli að niðurstöðu, er aðilar geti sætt sig við. Eitt mál er óumrætt, nýlega sett lög um samskipti leigutaka og leigusala. Þótt þessi lög gildi óumdeilanlega f landi hér hafa íbúar á Hjónagörðum engan áhuga á að notfæra sér ákvæði laga þessara til að bregða fæti fyrir FS, hvað þá rýra sérstöðu WYTT — WYTT — WYTT Tabard SKORDÝRAPENNI Heldur skordýrum í burtu Notast ein8 og filt penni. BoriB á rúðuna (opnanleg fög), kringum brúnír á ruslafötum og á aðra staði, sem laða að sér flugur eða skordýr. FÆST Á ÖLLUM HELSTU SHELL-STÖÐUM 0G í FJÖLDA VERSLANA UM LAND ALLT. SMÁVÓRUDEILD - S: 81722 Skeljungur h.f. þessa húsnæðis með nokkru móti. Þeim er líklega ljósast allra gildi leiguhúsnæðis fyrir námsfólk. Þvert á móti óska þeir eftir sam- vinnu við FS um gerð samninga er taki tillit til þarfa FS, stúdenta á görðum og hinna nýju laga. Því nefni ég þetta að illar tung- ur hafa sagt, að rætur þessa upp- hlaups megi að hluta rekja til þess að FS vilji nýta sér til hins ýtrasta ákvæði um uppsagnarfresti í hin- um nýju lögum, í þeim neikvæða tilgangi að knýja síðan skjólstæð- inga sína, hálfvegis á götunni, til að samþykkja leigusamninga að geðþótta stjórnar FS. Þessu verð- ur auðvitað ekki trúað að óreyndu. Hagsmunafélag Hjónagarðsbúa býður hér með til samninga um þetta efti og óskar eftir þátttöku leigjendasamtakanna og fulltrúa Félagsmálaráðuneytisins, sem forgöngu hafði um hin nýju lög. Hvernig er aö búa á Hjónagörðum? Margt gott má segja um dvölina á Hjónagörðum. Hér býr saman fólk með svipuð markmið og áhugamál, svo og svipuð vanda- mál. í húsinu er lítil lesstofa, setu- stofa og stór innigarður þar sem börn leika sér og þar hafa bæst við leiktæki í vetur. Nú í vetur var sett hurð milli stofu og svefnher- bergis í íbúðum og stóðu þær þá fyrst undir nafni, sem tveggja herbergja íbúðir, en annars eru þær þannig gerðar: Stofa með eldhúsvegg, svefnherbergi og baðherbergi, en geymsla er fyrir hverja íbúð í húsinu. Rúmur þriðjungur íbúða er set- inn af einstæöum mæðrum í námi og sumar fjölskyldur eru með tvö börn í íbúðunum, sem eru 36 fer- metrar með svölum, og fjórar íbúðir eru þriggja herbergja og 54 fermetra. Leigan hefur verið 4.000,00 meiri hluta síðasta árs, en nú er krafist 5.280,00. Mikill hita og rafmagnsreikningur fellur í hlut hverrar íbúðar, um og yfir 2.000,00 kr. á mánuði og vegur þar þyngst stór sameign. Viðhald tækja í íbúðum er mis- dræmt, dæmi er um að ónýtar ís- skápshúrðir séu látnar danka i eitt og hálft ár. Sumar íbúðir leka, en húsið er þannig byggt að ís- lensk veðurfarsreynsla hefur ekki haft áhrif á. Nýlega er lokið kostnaðarsamri viðgerð á þaki, sem að sjálfsögðu endar með því að koma úr okkar vasa. Samskipti FS eru lítil en vinsamleg og er það miður að við aukin samskipti skyldu þau versna. Harka sú við innheimtu, er nú er á döfinni, er fátíð og lendi fólk í vanda með mánaðargreiðslur, er ætíð um það samið, enda greiða viðkomandi eðlilega dráttarvexti. Húsið mun hafa verið byggt fyrir barnlaus pör og hjón í námi, en ekki barna- fólk og ber vistin þess merki. Þá var hugmyndin sú að íbúar flyttu út á sumrum og húsið væri notað sem íbúðarhótel. Hönnun hússins er í samræmi við það, enda íbúð- irnar sem bergmál lítilla túrista- íbúða á Spáni. Setustofu nýtir fólk til mannamóta, en í sumar er þetta ekki hægt því FS nýtir hluta fUmrpiH' í Kaupmannahöfn FÆST j BLADASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTAR- STÖÐINNI OG Á KASTRUP- FLUGVELLI húsgagna, m.a. öll sófaborð til hótelreksturs á þeirra vegum. Sameiginlegt þvottahús er hér og er keypt sérstök mynt í þvottavél- ar. Þegar þvottakostnaður, sem í öðrum húsum bætist við raf- magns- og vatnskostnað, er tekinn með má ætla að dvalarkostnaður barnafólksins, en það erum við jú öll, sé um 8.000,00 kr. á mánuði. I>áttur fjölmiöla Fjölmiðlar hafa ekki megnað að skýra þetta mál. Ekki er við þá eingöngu að sakast, því er þetta bréf ritað. Margir hafa komið að máli við íbúa hússins og spurt þá af hverju þeir séu með þennan moðreyk, bú- andi í hundódýru, ágætu og tryggu húsnæði, svo ekki sé nú talað um alla þe3sa leigustyrki. Það er auð- vitað rangt sem komið hefur fram í fjölmiðlum, að „hið opinbera" styrki námsfólk til leigu á hús- næði sér til handa. Hið rétta er að ákveðinn hluti námslána er hugs- aður sem upphæð til leigu hús- næðis, rétt eins og annar er hugs- aður til fatakaupa eða matarinn- kaupa o.s.frv. Það er að æra óstöð- ugan að leggja reiknilistir Lána- sjóðs ísl. námsmanna til grund- vallar í deilu þessari, sumir éta meir en aðrir, námsmenn fata sig með mismunandi hætti og fólk er misheppið þegar það verður sér út um leiguhúsnæði. Heildartölu námslána mætti auðvitað ræða í þessu samhengi en nú skal að sögn miða hana við meðalrauntekjur verkafóiks, sem er líklega bráð- heiðarleg viðmiðun, því nám fer ekki fram milli 9 og 5 virka daga frekar en önnur vinna þorra landsmanna. Og spyrja má hvort menn séu vissir um að námslán lækki við þessa nýju viðmiðun. Hið fremur þreytandi tal sumra hvatvísra postula efnahafslegs réttlætis og andstæðinga náms- lána lætur oft í eyrum. Ástæða er til að árétta að námslán eru ekki styrkir og þótt fræðilega megi um það deila hvort þau komi öll til skila, m.a. vegna hins langa greiðslutíma, þá er umbúnaður þeirra náttúrulega miklu heiðar- legri en t.d. lánveitinga, sem hér viðgengust í rúman áratug, er húsnæði var byggt eða keypt I snarbröttum verðbólgubrekkum og allir kepptust um að þegja í hel. Eða þá ýmsar ráðstafanir stjórn- málamanna sem bera meira keim af atkvæðakaupum, en fjármála- stefnu. Ég sjálfur tek auðvitað námslán með góðri samvisku. Annað sem borið hefur á góma er að við ættum ekki að láta svona út af þúsundkalli, búandi í félags- legu húsnæði. Þótt ýmsan skilning megi leggja í þetta hugtak, þá er leiguupphæð hér ekki niðurgreidd af neinum, svo við vitum til, held- ur greidd af okkur íbúunum. íbúð- arveitingar hér taka hins vegar mið af þáttum sem ýmsir kunna að nefna félagslega, aðrir siðferð- islega, svo og öðrum þáttum. „Hver ræöur hér“? Deilan milli FS og íbúa hjóna- garða virðist því miður snúast um hið frumstæða viðhorf: „Hver ræður hér?“. Leiguhækkun í maí án skýringar og svo aftur í júní— ágúst einnig án viðunandi skýr- inga, svo og atburðarrásin í kjöl- far þessa alls, ber þess merki. Við svona nokkru er það svar eitt að íbúar á Hjónagörðum, sem og aðrir samfélagsþegnar, ráða lífi sínu og limum og hafa afráðið að láta ekki hótanir og hávaða þoka sér í þessu máli. íbúarnir eru upp til hópa sanngjarnt fólk og trúir ekki öðru en að sanngirni finnist einnig í stjórn FS Hægt er að slíðra sverðin án nokkurs álits- hnekkis, og setjast á rökstóla, án milligöngu fjölmiðla, sumra ágætra. íbúar Hjónagarða hafa allflest- ir gengið í leigjendasamtökin. Til þeirra sækjum við styrk og reynslu í þvf andrúmi yfirtromp- unar og þvingunar, sem væntan- lega er í rénun. Höíundur er læknanemi, í útblut- unarnetnd Hjónagarða og sam- starísnefnd Hjónagarðsbúa og Leigjendasamtakanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.