Morgunblaðið - 11.07.1985, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 11.07.1985, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚLl 1985 • Þórður Marelsson Sigurjón og Þórður í bann TVEIR 1. deildar leikmenn í knattspyrnu voru á þriðjudag- inn daamdir í eins leiks banns vegna brottvísunar. Það voru þeir Þórður Marelsson, Víkingi og Sigurjón Sveinsson, ÍBK sem verða að hvíla næsta leik með sínu télagi. f þriöju deild voru þeir Jón B. G. Jónsson úr Reyni frá Sand- geröi og Þórarinn Ingólfsson báöir dæmdir í eins leiks bann en þeir voru reknir útaf þegar liöin mættust á Selfossi á dögunum. Valur Jóhannesson, Haukum var einnig dæmdur í eins leiks bann vegna brottvísunar. Liðstjóri FH, Logi Ólafsson, fær ekki aö stýra liöi sinu i næsta leik en hann fékk eins leiks bann vegna þess aö honum var vísaö frá leikvelli í leik sem FH lék. Þjálfari kvennaliös ÍR, Björn Gunnarsson, veröur einnig fjarri góöu gamni þegar ÍR-stúlkurnar leika næsta leik af sömu ástæöu og aörir sem hér hafa veriö taldir upp. Kári stigahæstur - Sigurbjörg setti fjögur íslandsmet • Kári Elíasson var stigahestur keppenda á meistaramótinu um helgina. KÁRI Elíason varð stigahæstur á meistaramóti Kraftlyftingasam- bands íslands sem fram fór um síðustu helgi. Kári var léttasti keppandi mótsins. Hörður Magn- ússon varð annar og Víkingur Traustason þriöji. í kvennaflokki voru tveir kepp- endur, Sigurbjörg Kjartansdóttir og Kristbjörg Steingrímsdóttir, og kepptu báöar i 67,5 kg flokki. Sigurbjörg setti fjögur f- slandsmet og er hún oröin framar- lega miöaö viö kynsystur sínar í bekkpressu í öörum nágranna- löndum. Kristbjörg notar „súmó“- stíl í réttstööulyftunni og útfærir hann vel. Árangur þeirra var þessi: Kristbjörg: Hnéb. 105. Bekkp. 47,5 kg. Réttstl. 115 kg. Saman- lagt 267,5 kg. • Sigurður Pétur Sigmundsson, langhlauparinn snjalli, hefur hlot- ið styrk frá Olíufélaginu hf. til aö auövelda honum æfingar í íþrótt sinni. Siguröur er íslandsmethafi í maraþonhlaupi auk þess sem hann er margfaldur fslandsmeist- ari í langhlaupum. Styrkur þessi er veittur f samráöi við Frjáls- íþróttadeild FH. Sigurbjörg: Hnéb. 112,5 kg. Bekkp. 77,5 kg. Réttstl. 115 kg. Samanlagt 305 kg. Þó karlmennirnir settu engin is- landsmet voru þeir oft nálægt þeim og óhætt er aö segja aö fram sé að koma töluveröur fjöldi kraft- lyftingamanna sem geta átt mögu- leika á stærri mótum á erlendum vettvangi. Keppnisformiö þennan daginn bæöi hjá konum og körlum var „opin“ stigakeppni milli kepp- enda um stigabikara er Æfinga- stööin viö Engihjalla haföi gefiö i því skyni. Kári góður Kári Elísson keppti í 67,5 kg flokki og var nokkuö frá sínu besta eftir aö hafa átt viö meiösli aö stríöa aö undanförnu. Hann gerði þó heiöarlega tilraun viö nýtt fs- landsmet í réttstööulyftu þ.e.a.s. 276.5 kg, en aödráttarafliö haföi betur í þaö sinniö. Halldór Ey- þórsson keppti í 82,5 kg flokki, ár- angur hans var bar merki um mikla framför. Hann bætti sig persónu- lega í öllum greinum, og þótti hann útfæra hnébeygjulyftunna sér- staklega vel, hann tók 262,5 kg. Alfreð Björnsson keppti í 90 kg flokki, hann bætti sig persónulega í hnébeygju. Gullsmiöurinn ramm- efldi frá Akureyri, Flosi Jónsson, renndi sér suður og hugöist taka 700 kg i samanlögöu á þessu móti. Hann útfæröi hnébeygjurnar á afar glæsilegan hátt og bætti Akureyr- armetiö, tók 257,5 kg, en síðan náöi hann ekki fullu út úr sér og 700 kg múrinn veröur aö bíöa. I 100 kg flokki keppti Magnús Ver frá Seyöisfirði. Hann er einn af unglingalandsliösmönnum Islands er stefnir á heimsmeistaramótiö í Soes í V-Þýskalandi í september. Hann fékk ógilt í hnébeygjunni 235 kg, sem þótti ekki sanngjarn dóm- ur og reif upp 240 kg í réttstööu. Höröur bætir sig Síöan er komiö aö Harðar þætti Magnússonar, hann haföi í huga aö taka met Óskar Sigurpálssonar 852.5 kg í sml. (frá ’79). Hann hóf keppnina á 320 kg í hnébeygju en þaö virkaöi frekar þungt meö tilliti til þess aö hann á islandsmetiö 350 kg, síöan hækkaöi hann í 340 og 345 kg, en fékk ógilt í bæöi skiptin vegna formgalla (ekki nægilegt dýpt). Hann bætti sig síð- an um 15 kg í brekkpressu er hann „hamraöi" upp 195 kg. Síöan reif hann upp 325 kg í réttstööulyftunni og hlaut samanlagt 840 kg og reyndist honum stökkiö í hné- beygjunni dýrkeypt, því ella heföi samanlagöa metið eflaust legiö. Meö þessari framför í bekkpressu og réttstööulyftu má segja aö Höröur hafi skellt sér í fremstu röö í heiminum ef tekiö er tillit til þess aö hann á mun betra í hnébeygju og geti hann stefnt á efstu sætin á alþjóölegum mótum meö sama áframhaldi. Víkingur sterkastur Víkingur Traustason keppti í 125 kg flokki og bætti sig í sam- anlögðu upp í 865 kg. Hann átti nokkrar tilraunir sem heföu gefiö honum 880 kg í samanlögöu sem er árangur i „heimsklassa". Hann háöi haröa keppni viö Torfa Ólafsson um titilinn sterkasti maö- ur mótsins, en Torfi keppir í yfir- þungavigt (er 163 kg). Þeirri keppni lauk ekki fyrr en í síöustu lyftu er Torfi stormaöi fram á pall- inn og æpti „óg er sterkastur" síö- an reif hann í 347,5 kg i réttstööu- lyftunni og þyngdin æddi upp i lok- astööuna, en þá brugöust hinir risavöxnu fingur Torfa og þyngdin small úr höndum hans og Vikingur var sterkastur allra, a.m.k. á þessu móti. Úrslit Hnéb. Bekkp. Réttstl. Samanl. kg. kg. kg. kg. Kári 220 155 260 635 Halldór 262,5 135 270 667,5 Alfreö 240 140 220 600 Flosi 257,5 155 260 667,5 Magnús V.225 127,5 240 592,5 Höröur 320 195 325 840 Vikingur 340 195 330 865 Torfi 330 190 335 855 FTLYFTING I I TILBUIN MALTIÐ! Fiskbollur í tómat- og karrísósu með kartöflum. Þú hitar innihaldið í potti í 3-5 mínútur, og máltíðin er tilbúin. Tilvalið í ferðalagið, sumar- bústaðinn og hvar sem er. Fæst í næstu matvöruverslun. Þú opnar NNAR 0R— NVRRI ýsu dósoggæöin komaíljós! 00 a>
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.