Morgunblaðið - 11.07.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 11.07.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR11. JÚLl 1985 Hækkun fóðurgjaldsins í 130 %c Hefur í för með sér 15% hækkun kjúklinga „Rothögg fyrir atvinnugreinina,“ segir Bjarni Ásgeir Jónsson kjúklingabóndi H/EKKUN fóðurgjaldsins í 130%, sem tók gildi um síðustu mánaðamót, hækk- ar tonnið af innfluttu kjúklingafóðri um 9.000 krónur, eða tæp 70%. Hefur það í for með sér, að óbreyttu, a.m.k. 15% hækkun kjúklinga, þannig að útsöluverð þeirra mun hækka um 45 krv úr um 300 krónum kílóið í 345 krónur. Þetta kom fram í samtali við Bjarna Asgeir Jónsson, framkværadastjóra alifuglabúsins Reykjagarðs á Reykjum í MosfellssveiL Búist er við að áhrifin verði svipuð á verð eggja og svínakjöts. „Ég get ekki annað séð en að þetta sé rothögg á þessa atvinnugrein," sagði Bjarni Ásgeir. „Allt er í óvissu með endurgreiðslu gjaldsins, en því hefur verið lýst yfir að endurgreiða eigi hluta gjaldsins út á leyfilegan framleiðslukvóta en ekki kjarnfóð- urkaup eins og verið hefur, og þar Lést við Bláa lónið TALIÐ er að norski maðurinn, sem fannst látinn í Bláa lóninu við Svarts- engi í fyrramorgun, hafi fengiö aðsvif. Krufning hefur ekki fariö fram en skv. upplýsingum rannsóknalögreglunnar í Keflavík er vitað, að maðurinn drukkn- aði ekki. Hann hét Tore Grue og var dýra- læknir frá Stjerdal í Noregi, fæddur 18. febrúar 1909. Hann hafði verið hér um tíma, búið í gistihúsinu Bláa lóninu og stundað þar böð sér til heilsubótar. með að hneppa þessa grein í viðjar stjórnunarinnar. Á meðan þessar endurgreiðslureglur eru ófrágengn- ar vitum við ekki á hvaða verði við erum að kaupa fóðrið, né hvaða kostnað við höfum af framleiðslu vörunnar," sagði Bjarni Ásgeir einnig. Hann sagði að þessi stjórnsemi væri réttlætt með þeim áróðri sem verið hefði beint gegn alifuglarækt- inni að undanförnu, sem verið hefur á þá leið að kjúklingaframleiðendur væru að ganga að sauðfjárbændum dauðum. Bjarni sagði að þessi áróð- ur ætti sér enga stoð í raunveruleik- anum því kjúklingaframleiðslan hefði verið svipuð frá ári til árs, undanfarin ár, um 6—7% af heild- arkjötsölu í landinu. Á síðastliðnu ári hefði kindakjötsneyslan til dæmis dregist saman um 1.100 tonn miðað við árið á undan, á sama tíma og kjúklingaframleiöslan hefði auk- ist um heil 4 tonn. Skýringanna á samdrætti i kindakjötsneyslu væri að leita í breyttum neysluvenjum þjóðarinnar sem kæmi til dæmis fram í aukinni neyslu á fiski og grænmeti en minnkandi kjötneyslu. „Það verður að fella þetta viðbót- arfóðurgjald niður. Við eigum ekki heima í þessu kerfi og framleiöend- ur hinna hefðbundnu búvara verða að leysa sin mál sjálfir, en ekki á kostnað okkar og neytenda. Það er eitt enn í þessu, sem ef til vill getur reynst afdrifaríkast þegar upp verð- ur staðið, en það er að ef fram held- ure sem horfir leggst allur innflutn- ingur á tilbúnu kjarnfóðri niður vegna misræmis sem breyttar end- urgreiðslureglur munu hafa. Inn- flutningur á tilbúnu fóðri hefur veitt innlendu fóðurframleiðendun- um hollt aðhald og ef þeir fá ekki samkeppni má búast við að fóður- verðið rjúki upp úr öllu valdi," sagði Bjarni Ásgeir Jónsson einnig. Morgunblaftií/ Bæring Cecilsson Vegarkaflinn á Snæfellsnesi sem um getur í fréttinni. Stærstu steinarn- ir hafa verið málaðir rauðir. Snæfellsnes: MáluÖu veginn rauöan ÁSTAND vega á Snæfellsnesi er einkar slæmt um þessar mundir, að sögn Bærings Cecilssonar, Ijós- myndara Morgunblaðsins í Grundarnröi. Verst er ástandið á veginum milli Grundarfjarðar og ólafsvík- ur að sögn Bærings. Þar standa steinar víða upp úr veginum, allt að sex tommum, og er vegurinn hættulegur yfirferðar. Fram- takssamir menn tóku sig til í vik- unni og máluðu verstu steinana rauða til viðvörunar fyrir þá sem um veginn aka. Noröurlandarád: Togararnir eru ekki með nógan ís fyrir þennan afla — segir Hjörtur Halldórsson yfirverkstjóri hjá Fiskiðjunni hf. í Vestmannaeyjum Einar Karl Haralds- son ráðinn ritstjóri Nordisk Kontakt EINAR Karl Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Alþýðubandalagsins og fyrrverandi ritstjóri Þjóðviljans, hefur verið ráðinn ritstjóri við tímaritið Nordisk Kontakt frá næstu áramótum. Það er forsætisnefnd Norðurlandaráðs sem ræður til starfans og hefur rítstjór- inn aðsetur í skrifstofu ráðsins í Stokkbóimi. Einar Karl tekur við af Erling Larsson ritstjóra en starf hans verð- ur gert að fullu starfi um áramót. Fyrirhugaðar eru ýmsar skipulags- breytingar og útlitsbreytingar á rit- inu, sem fyrst og fremst fjallar um starf norrænu þjóðþinganna og stjórnmál, svo og sameiginleg nor- ræn málefni. Ritstjóri starfar við Nordisk Kontakt i þeim fimm löndum sem fulla aðild hafa að Norðurlandaráöi. Íslenski ritstjórinn er Björn Jó- hannsson. Sandskeið: Fertugur Dani lést í slysinu MAÐURINN, sem lést í umferðarslysi á Sandskeiði í fyrrakvöld, hét Henning Jakobsen. Hann var fertugur að aldri, búsettur í Árósum í Danmörku. Hann var hér í heimsókn ásamt fjölskyldu sánnL Enn er ekki vitað fyrir víst hver var orsök slyssins, því helstu vitnin slösuðust öll og voru enn á sjúkra- húsi í gærkvöld. Sex af þeim tíu, sem voru í bílunum þremur, voru fluttir á slysadeild eftir áreksturinn. Samkvæmt upplýsingum slysa- rannsóknadeildar Reykjavíkurlög- reglunnar virðist sem jeppi, er verið var að draga í átt til höfuðborgar- innar, hafi skyndilega færst yfir á rangan vegarhelming og lent á am- erískum fólksbíl, sem Jakobsen heit- inn var i ásamt fjölskyldu sinni og íslensku tengdafólki. Hugsanlegt er talið að hægra afturhjól jeppans hafi losnað af bílnum og eins er mögulegt, aö dráttartaugin hafi vaf- ist utan um framhjól jeppans. Rannsókn málsins verður haldið áfram. „ÞAÐ BJARGAST furðanlega og það er ekki slæm vara sem við framleiö- um, en það er framleitt í ódýrari pakkningar en æskilegt væri til að halda uppi vinnuhraða,“ sagði Hjörtur Hermannsson, yfirverkstjóri hjá Fisk- iðjunni í Vestmannaeyjum er Morgun- blaðið spurði hann um hvernig gengi að vinna þann mikla afla sem borist hefur á land undanfarna daga og sér ennþá ekki fyrir endann á. Hjörtur sagði að sennilega gæti munað um 30% á verði þessara pakkninga og þeirra sem dýrastar væru miðað við að það fengist sá afli sem æskilegastur væri hverju sinni. Því væri hins vegar ekki að heilsa, þegar ýmist væri um að ræða mok- afla eða engan afla. Hjörtur sagði að stór höl, eins og þau sem togar- arnir hefðu verið að fá gæfu aldrei gott hráefni. Það segði sig sjálft, að höl upp á 40 tonn gæfu ekki tilefni til að vinnast í dýrustu pakkningar. Þó ferskleikinn væri ef til vill i lagi, væri komið los i fiskinn, þegar hann væri ísaður niður. Hjörtur sagði að það landaði nú einn togari á dag og það væri fiskur út þessa viku. Hann sagðist halda aö þeir kæmust í gegnum þetta án þess að aflinn skemmdist og hann hefði heyrt að afli hefði tregast á Vest- fjarðamiðum á þriðjudag, sem betur færi kannski, en þar væri engin ör- deyða þar fyrir. „Við vinnum aldrei lengur en til sjö,“ sagði Hjörtur aðspurður um vinnutima. „Þetta er fólk sem búið er að standa í þessu upp fyrir haus síðan um áramót og það fólk sem er í fiskvinnslu á sama rétt á frfi og aðrir í þjóðfélaginu. Fólk er orðið langþreytt og ætti í raun ekki að vinna lengur en til fimm, þó menn freistist til að teygja sig til sjö, þeg- ar svona mikið berst að. Það er ekki gert af fúsum vilja að vinna lengur, það er meira gamall vani að reyna að bjarga því sem búið er að draga úr sjó.“ Hjörtur var spurður um hvort ekki væri óheppilegt að svona mikill afli bærist á land í einu á þessum árstíma. „Jú, jú, vissulega er svo, en ég hef bara aldrei, þau þrjátíu ár sem ég er búinn að vera viðloðandi fisk ýmist til sjós eða lands, vitað til þess að það væri hægt aö ganga að fiskinum akkúrat þegar mönnunum passaði best að vinna hann. Hann einfaldlega fæst á þessum tíma og það er meira að segja ívið fyrr i ár en venjulega. í annan tíma, þegar nóg er af fólki og kaldara i veðri, þá fæst enginn fiskur, því miður. Það er hægara sagt en gert að samræma veiðar og vinnslu, þó vissulega megi gera miklu meira af því heldur en gert er. Það er að mörgu leyti skilj- anlegt að þeir sem að lifa af því að draga fisk úr sjó, vilji gera það þeg- ar aflinn fæst og tið er góð. Það er ekki gaman að berjast á Halanum i vetrarveðrum og fá kannski Iftið sem ekki neitt. Það skilar sjómönn- um ekki miklum launum fyrir vinnu sína,“ sagði Hjörtur. Hjörtur sagði að það væri slæmt til þess að vita að orkukostnaður væri svo hár, að sums staðar væri látið sitja á hakanum að framleiða ís, sem orsakaði að ekki væri hægt að ganga frá aflanum eins vel og hægt væri, þegar álagið væri jafn mikið og nú. Að hans mati væri þetta atriði sem verulega vantaði á, og þyrfti að bæta til að frágangur aflans væri sómasamlegur. Það væru ekki bara stóru hólin og tím- inn sem tæki að ganga frá aflanum sem væri aðfinnsluvert, heldur væri það hreinlega það að skipin væru ekkert of vel búin með ís. Hjörtur sagði að það væri til bóta ef togarar gengju frá aflanum í kassa og tækju ekki meiri afla um borð, en þann sem þeir hefðu kassa Ferjan Norröna er ventanleg til Seyftis- fjarftar í dag meft 800 farþega innanborfts fyrir og færu ekki út nema að vera með annan hvorn kassa fullan af ís. Þá væri tryggt að hægt væri að ganga sómasamlega frá fiskinum. Hjörtur var spurður hvernig hrinda ætti slíkum ákvæðum í framkvæmd, hvort það opinbera ætti að koma til með reglugerðar- setningu eða einhverju slíku? „Það er ekkert sem skortir á reglugerðir, það er alveg nóg til af þeim á íslandi, bæði á þessu sviði og öðrum, sem banna þetta og hitt. Það mætti fremur segja, að það ætti að fara betur eftir þeim reglugerðum sem til eru. Margar eru þær senni- lega of flóknar og alltof mikið um kjaftæöi í kringum einfalda hluti, sem orsakar það að síður er farið eftir þeim og það jafnvel ekki nokk- ur lifandi vegur. Það er enginn vandi á íslandi að fá menn til að stunda reglugerðarsmíð fyrir sjáv- arútveg, þó það sé vont að fá menn til að vinna í honum," sagði Hjörtur að lokum. og er þaft mesti fjöldi sem komið hefur til Undsins meft Norröna, aft sögn Jónasar Hallgrímssonar, framkvæmdastjóra Aust- fars, umboðsaftila Smyríl-line á Islandi. Norröna kemur kl. 8 með farþegana 800 og fer síftan aftur frá landi kl. 12 á hádegi með 400—500 farþega áleiðis til Þórshafnar, þar sem fleiri munu bæt- ast f hópinn. „Það fara milli kl. 12 og 13 hundruð farþegar hér um á morgun, bílaþilfarið er líka alveg fullt og þaö hafa aldrei komið fleiri farþegar með ferjunni f einni ferð og þegar hún kem- ur nú,“ sagði Jónas f gær. Hann kvað reksturinn ganga af- bragðsvel og hafa gert sfðastliðið ár. En i vetur var Norrðna í leigusigling- um milli Trelleborg í Svíþjóð og Trave- munde í Þýskalandi. Áætlun Norröna i ár er sú sama og í fyrra með viðkomu- stöðunum Seyðisfirði, Þórshöfn I Fær- eyjum, Hanstholm í Danmðrku, Leirvik á Hjaitlandi og Bergen í Noregi. Ferjan er viku f hverri ferð og kemur til Seyð- isfjarðar á hverjum fimmtudegi. Farn- ar verða fimmtán ferðir 1 sumar, sú sfðasta frá Seyðisfirði 5. september. Eldsvoði á Efra-Núpi í Miöfirði: „Tjónið er ómetanlegt" — segir eigandinn, Ketilríður Benediktsdóttir BRUNI varð að Efra-Núpi f Miðfirði aðfaranótt mánudagsins sl., er eldur kom upp í verkfærahúsi bæjarins. í húsinu, sem var úr steini, var geymt auk verkfæra, varahlutir, reiðtygi, sportvörur og fjöldi bóka, bréfa og gamalla ntuna, allt frá því fyrir aldamót. „Það er því Ijóst að tjónið er alveg ómetanlegt," sagði Ketilríður Benediktsdóttir, eigandi býlisins. . Enn er ekki vitað um upptök eldsins. „Við vöknuðum upp um þrjú- leytið um nóttina við smá- sprengingar og hvelli sem frá húsinu komu,“ sagði Ketilríður. „Þá þegar var allt orðið alelda svo ekki varð við neitt ráðið. 1 rauninni brann allt sem brunnið gat, til kaldra kola. Það var rétt með naumindum sem tókst að forða þeim vélum og bifreiðum sem við húsið stóðu. Bærinn er staðsettur um 33 km frá Hvammstanga, svo þegar slökkviliðið kom á staðinn, var það versta um garð gengið. Það er bara vindáttinni að þakka að eldurinn barst ekki að fbúðar- húsinu.“ „Þetta hefur gerst mjög skjótt," sagði Ketilrfður „því að- eins rúmri klukkustund áður, var farið inn í húsið, og þá var ekkert athugavert að sjá. Þó svo orsakir eldsvoðans séu enn ókunnar, þá læðist sá grunur ósjálfrátt að manni að kviknað hafi f út frá rafmagni," bætti hún við. 800 farþegar með Norröna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.