Morgunblaðið - 11.07.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 11.07.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1985 37 Gróa Guðna- dóttir - Minning Fædd 3. maí 1893 Dáin 5. júlí 1985 Fráfall kærra ættmenna hlýtur ævinlega að snerta næman streng í brjósti þeirra, sem eftir lifa, og gildir þá raunar einu, þótt hinn látni hafi kvatt þetta jarðlíf í hárri elli, saddur lífdaga. Við slíka atburði rifjast upp ótal endur- minningar frá ýmsum tímum ævinnar, en einkum þó frá æsku- dögum okkar hinna yngri, sem höfum alla tíð notið einlægrar og falslausrar vináttu hins látna. Svo fór okkur systrum, er okkur barst andlátsfregn frænku okkar, Gróu Guðnadóttur, 5. júlí síðast- liðinn, en hún hafði andazt þá um nóttina á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi. Gróa heitin var Árnesingur í báðar ættir, fædd i Tungufelli í Hrunamannahreppi 3. dag maí- mánaðar 1893. Var móðir hennar Sunneva Bjarnadóttir, Jónssonar bónda í Tungufelli, en faðir Guðni Þórarinsson, ættaður úr Biskups- tungum. Var Gróa yngst átta systkina, sem öll eru nú látin. Mun Sigurður, bróðir hennar, þeirra kunnastur sakir formennsku sinn- ar í verkamannafélaginu Dags- brún og setu á Alþingi. í uppvexti vann Gróa öll venju- leg sveitastörf á stóru heimili for- eldra sinna, en hvarf síðan til ann- arra starfa. Var hún meðal annars aðstoðarstúlka Steinunnar, systur sinnar, og Þorfinns mágs síns, hótelhaldara í Tryggvaskála við Ölfusárbrú, en síðar í Baldurs- haga fyrir austan Reykjavík. Þá starfaði hún um skeið sem mat- ráðskona á Kópavogshæli. En árið 1929 hófst sá kafli í lífi hennar, sem okkur er kunnastur. Þá gekk hún að eiga unnusta sinn, Guðjón Jónsson, ættaðan af Eyrarbakka, en þá togaramann i Reykjavík. Var heimili þeirra fyrst á Hall- veigarstíg 9, unz þau fluttust í nýreista verkamannabústaði við Hringbraut. Bjuggu þau þar síðan alla tíð í farsælu hjónabandi. Gerðist Guðjón við bústaðaskiptin eftirlitsmaður verkamannabú- staðanna og sá í rúma fjóra ára- tugi um allt daglegt eftirlit þeirra, viðhald og viðgerðir. Naut sín þar vel frábær verklagni hans og sam- vizkusemi. Hann andaðist árið 1971. Börn þeirra hjóna eru: Guð- mundur, nú læknir i Reykjavík, kvæntur Guðrúnu Sverrisdóttur, Kristjánssonar, sagnfræðings, og Sunneva, húsfreyja í Kópavogi, gift Guðmundi Snæhólm raf- virkjameistara. Fyrstu æskuminningar okkar systra eru frá heimsóknum okkar með móður okkar til mæðgnanna Sunnevu ömmusystur og Gróu, dóttur hennar. Var þar mikil vin- átta með frændsemi og okkur ævinlega tekið með kostum og kynjum. Og eftir að Gróa giftist og eignaðist son sinn var það metnaður okkar, þótt kornungar værum, að fá að gæta hans. Öllum þessum fyrirgangi okkar óvitanna tók Gróa með þeirri rósemi og jafnaðargeði, sem einkenndi hana alla ævi. Þá minnumst við ekki siður með þakklæti heimsóknanna vestur á Hringbraut eftir að þau Gróa og Guðjón fluttust i litlu notalegu ibúðina sina i verka- mannabústöðunum. Áttum við þar margar góðar stundir með henni og fjölskyldu hennar, — húsbónd- inn ljúfmenni hið mesta, kíminn og launfyndinn, húsfreyja jafnan létt í máli og skemmtileg. Það var henni aldrei að skapi að fárast út af hlutunum, heldur gerði hún gott úr öllu og var alltaf reiðubúin að veita hjálp sina, hvenær sem með þurfti. Til hárrar elli varð- veitti hún lifsgleði sina og falleg, brún augu hennar ljómuðu er hún rifjaði upp minningar frá liðnum árum. Andlegri heilbrigði hélt hún fram undir hið siðasta og líkam- lega bæklun í elli bar hún með ró og æðruleysi og kvartaði aldrei, heldur hafði jafnan spaugsyrði á vörum sem i fyrri daga. Var það sannkallaður skóli i heilbrigðu lífsviðhorfi að umgangast svo vel gerða konu. Við minnumst frænku okkar með þökk og virðingu. Guðrún og Sigríður Gísladætur Láttu smátt, en hyggðu hátt, heilsa kátt, ef áttu bágt. Leik ei grátt við minni mátt. Mæltu fátt og hlæðu lágt. (E.Ben.) Þessi litla staka minnir mig svo sterkt á persónuleika og lífsvið- horf tengdamóður minnar, Gróu Guðnadóttur, sem við kveðjum í dag. Hún sagði eitt sinn við mig: „Ég hef reynt að haga lífi mínu á þann veg, að þurfa ekki að biðja afsökunar á gjörðum mínum." Það held ég að henni hafi tekist. I fari Gróu, eðli hennar og athöfnum fann maður heilsteypta, hlýja og sanna manneskju. Fyrir fáum árum, nær níræð að aldri, gekkst Gróa undir stóra að- gerð, svo taka varð af henni annan fótinn. Eftir það var hún bundin hjólastól. Þegar lífið er búið að svipta manninn getunni til sjálfs- bjargar, þarf sterka manngerð til að una glaður við sitt án stóryrða — án biturleika. En hún hélt sinni glöðu lund og taldi það vera sitt lán að halda skýrri hugsun, það væru ekki allir svo lánsamir sem hún. Síðustu vikurnar fór heilsu hennar ört hrakandi og þá hlýtur dauðinn að koma sem kærkominn gestur. Naut hún þeirrar bestu hjúkrunar og umönnunar sem völ er á. Starfsfólk Sunnuhlíðar í Kópavogi getur verið stolt af stofnun sinni og starfi. Frá öllum heimsins hörmum, svo hægt í friðar örmum þú hvílist hels við lín.— Nú ertu af þeim borinn hin allra síðustu sporin, sem með þér unnu og minnast þín. (E.Ben.) Ég mun alla tið minnast góðrar vinkonu með væntumþykju og virðingu. Guðrún Sverrisdóttir t Eiginkona min, RANNVEIG MAGNÚSDÓTTIR, Háagerði 27, Reykjavlk, lést i Borgarspítalanum aö kvöldi 9. júli. Fyrir hönd dætra, tengdasona og barnabarna, Jón Jónaeon. t Móöir okkar og tengdamóöir, JÓNÍNA JÓNSDÓTTIR, Álfheimum 16, lést 9. júli sl. Sigrfóur Guömundsdóttir, Þóröur Halldórsson, Jóna Guömundsdóttir, Ragnar Júliusson. t Maöurinn minn, HÖRÐUR M. FELIXSON, loftskeytamaóur, Bólstaóahlið 25, lést aö heimili sínu 10. júlí. Ragnheiöur Hjálmarsdóttir. t Útför móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, GUÐRÚNARJÓN8DÓTTUR trá Kirkjubæ, veröur gerö frá Garðakirkju, Alftanesi, laugardaginn 13. júlf kl. 13.30. Guómundur i. Gislason, Magnús H. Gislason, Bjarni A. Gislason, Guóbjörg M. Gfsladóttir, Þorsteinn Gislason, Gunnar Gfslason, Sólveig K. Gfsladóttir, Guömundur H. Gislason, tengdabörn og barnabörn. t Útför eiginmanns míns og föður, JÓNS ÞORSTEINSSONAR, vólvirkjameistara, Skipholtí 8, fer fram frá Fossvogskirkju, föstudaginn 12. júlí kl. 15.00. Blóm vinsamlegast afþökkuö, en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Krabbameinsfélag íslands. Pálína Pálsdóttir, Páll Ástþór Jónsson. t Útför eiginmanns míns og fööur, ÁSBJÖRNS SIGURJÓNSSONAR, Álafossi, Mosfellssveit, veröur gerö frá Lágafellskirkju, föstudaginn 12. júlí kl. 14.00 e.h. Ingunn Finnbogadóttir, Sigurjón Ásbjörnsson. t Viö þökkum auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og útför MARGRÉTARJÓNSDÓTTUR, Ssstúni, Vestmannaeyjum. Guömundur Pálsson, Fríóa Einarsdóttir, Siguróur Georgsson, Guömundur Erlingsson, Sigurrós Sigurhansdóttir og barnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúö og hjálp viö andlát og jaröarför mannsins míns og fööur okkar, AUÐUNS FRIDRIKSSONAR. Kolbrún Sveinbjörnsdóttir, Guörún Anna Auöunsdóttir, Margrát Birna Auöunsdóttir, Sveinbjörn Rúnar Auöunsson, Sólrún Trausta Auöunsdóttir, Valgeröur Auöunsdóttir, Drffa Auöunsdóttir, Friörik Kristinn Auöunsson. t Þökkum innilega auösýnda samúö vegna fráfalls sonar okkar og bróöur, HALLGRfMS SÆMUNDSSONAR, Hrafnhildur Hallgrimsdóttir, Snmundur Gunnarsson, Linda Björk Snmundsdóttir, Dallilja Sæmundsdóttir, Gunnar Þröstur Sæmundsson, f Sæunn Anna Sæmundsdóttir, Davfö Sæmundsson. t Innilegar þakklr fyrlr auösýnda samúö viö andlát og útför bróöur okkar og mágs, GUÐMUNDAR ANGANTÝSSONAR, Hrafnistu, Reykjavfk. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu fyrir góöa umönnun á liön- um árum. Fyrir hönd vina og vandamana, Guöjón Angantýsson, Aöalbjörg Júlfuadóttir, Jóhann Angantýsaon, Hildur Pálsdóttir. t Alúöarþakkir fyrir auösýnda samúö og vlnáttu viö fráfall og útför fööur mins, tengdafööur, afa og langafa, ÁRNAJÓNSSONAR frá Flatey, Breiöafiröi. Sérstakar þakkir færum viö starfsfólki á Elliheimllinu Grund. Hjörtný Árnadóttir, Sigrfóur Jónsdóttir, Þorsteinn Helgason, Ásta Benediktsdóttir, Steingrfmur Arason, Jónfna Á. Steingrfmsdóttir, Sigmar Arnar Steingrfmsson, Arndfs Auóur Sigmarsdóttir. I Lokaö eftir hádegi í dag, fimmtudag 11. júlí, vegna jaröarfarar STEFÁNS NIKULÁSSONAR. Gleraugnaverslunin Linsan, Aöalstræti 9.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.