Morgunblaðið - 11.07.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 11.07.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR11. JÚLl 1985 3 Atvinnuástandið betra en tvö síðustu árin ATVINNULEYSI var 2 þúsund atvinnuleysísdögum minna í júnímánuöi en í maímánuði og 4 þúsund atvinnuleysidögum minna en í júní árið 1984. Samtals voru rúmlega 14 þúsund atvinnuleysisdagar á landinu öllu í júní, sem jafngildir því að 660 manns hafi gengið atvinnulausir allan mánuðinn, sem svarar til 0,5% atvinnuleysis miðað við heildarmannafla á vinnumarkaði. Þessar tölur koma fram í frétta- bréfi sem vinnumálaskrifstofa fé- lagsmálaráðuneytisins hefur látið frá sér fara. Þar segir ennfremur að 65% atvinnuleysis í júní hafi fallið til hjá konum og helmingur skráðra atvinnuleysisdaga verið á höfuðborgarsvæðinu. „Af þessu má ráða að stöðvun stærstu frystihúsanna í Reykjavík, þar sem starfsfólk var í launalausu leyfi í mánuðinum, hafi átt drjúg- an þátt í því atvinnuleysi sem skráðist í landinu." 181 þúsund atvinnuleysisdagar skráðust fyrstu sex mánuði þessa árs, sem jafngildir þvi að 1400 manns hafi verið atvinnulausir að meðaltali eða 1,2% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði. Fyrir sama tímabil 1 fyrra voru skráðir atvinnuleysisdagar aftur á móti 246 þúsund, sem jafngildir 1900 manns atvinnulausum eða 1,6% af mannafla á vinnumarkaði. Atvinnuástand er þannig betra það sem af er þessu ári heldur en verið hefur undanfarin tvö ár, „enda gætir manneklu í ýmsum starfsgreinum, ekki síst í fisk- vinnslu. Sú staðreynd, að þrátt fyrir þetta ástand eru skráðir um 14 þúsund atvinnuleysisdagar, á að verulega leyti rætur að rekja til þess að ýmis fiskvinnslufyrirtæki hafa sett starfsfólk sitt í launa- laus leyfi vegna skorts á hráefni. í slíkum tilfellum á fiskvinnslufólk rétt til atvinnuleysisbóta, ef það lætur skrá sig hjá vinnumiðlun, meðan á launalausu leyfi stendur en hefur á ný störf hjá vinnuveit- anda þegar leyfi lýkur. Þess er þvl ekki að vænta að þeir, sem þannig stendur á um, bæti úr manneklu hjá öðrum atvinnurekendum," segir ennfremur í fréttabréfinu. Listahátíð efnir til smásagnasamkeppni: RR^foKOjgJft VIÐ BJÓÐUM NÝJAN OG GÓMSÆTAN BAKSTUR í GLÆSILEGRI BRAUÐBÚÐ í HAGKAUP, Skeifunni 15, hefur verið opnuð glæsileg brauðbúð með fjölbreyttu og freistandi úrvali af brauði og sætum kökum. Par má nefna Kleinur og Klasabrauð, Skonsur og Skeifubrauð, Tebollur og Toska- stykki, Kaffíbollur og Kósakkabrauð, Kossa og Kúmenbrauð, Snúða og Snittu- brauð, er þá aðeins fátt eitt talið. Nú er lokkandi ilmur í Hagkaup. 1. verðlaun 250 þúsund krónur LISTAHÁTÍÐ í Reykjavík hefur ákveðið að gangast fyrir smásagna- samkeppni á listahátíðarárinu 1986, með stuðningi Reykjavíkurborgar, Landsbanka Islands og Seðlabanka íslands. Tilefnið er að þá á Reykja- víkurborg 200 ára afmæli, Lands- bankinn 100 ára afmæli og þá er einnig eitt hundrað ára afmæli seðlaútgáfu í landinu. Verðlaun eru mjög vegleg. 1. verðlaun eru 250 þúsund krónur, 2. verðlaun 100 þúsund krónur og 3. verðlaun 50 þúsund krónur. Skila- frestur á sögum er til 10. apríl á næsta ári og gert er ráð fyrir að úrslit verði tilkynnt við opnun Listahátíðar 31. maí. Sögurnar skulu merktar dulnefni, en rétt nafn höfundar fylgja í lokuðu um- slagi. Viðfangsefni sagnanna er mönnum í sjálfsvald sett að öðru leyti en því að það skal sótt til íslensks nútímalífs. Í dómnefnd samkeppninnar eiga sæti Þórdis Þorvaldsdóttir, borgarbókavörður, Stefán Baldursson leikhússtjóri og Guðbrandur Gíslason, bók- menntafræðingur. ^,Gert er ráð fyrir að gefa bestu sögurnar út í bók á 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar 18. ágúst. Salvör Norðdal, framkvæmda- stjóri Listahátíðar, sagði að þessi hugmynd um smásagnasamkeppni hefði orðið ofan á í stjórn Lista- hátíðar vegna þess að mjög lítið hefði verið gert fyrir smásöguna í samanburði við til að mynda leik- rit og skáldsögur. Aflinn á Vestfjarðamiðum: Uppistaðan 5 ára fiskur ÞORSKURINN, sem svo vel hefur veiðst á Vestfjarðamiðum að undan- förnu, er að uppistöðu 5 ára fiskur, að sögn Sigfúsar A. Schopka fiski- fræðings hjá Hafrannsóknastofnun. Sigfús sagði að það væri í sam- ræmi við það sem fiskifræðingar heföu átt von á. 1980-árgangurinn væri meðalárgangur, en mun betri en árgangarnir á undan og eftir. Hann bæri núna uppi veiðina. Sig- fús sagði að ’83 og ’84 árgangarnir væru einnig taldir góðir en þeirra færi ekki að gæta í veiðinni fyrr en 1987-88. Olíumalarslitlög á Reykjanesi: Lægsta tilboð 56 % af kostnaðaráætlun HALLDÖR Björnsson verktaki átti lægsta tilboðið í lagningu annars áfanga olíumalarslitlaga í Reykja- ncsumdæmi í sumar. Tilboð hans var 2.698 þúsund kr„ sem er aðeins 56% af kostnaðaráætlun Vegagerð- arinnar, en hún var 4.810 þúsund kr. Þrjú önnur tilboð bárust í verkið og vöru þau öll yfir kostn- aðaráætlun, það hæsta 5.666 þús- und kr„ sem er 18% yfir kostnað- aráætlun og rúmlega helmingi hærra en lægsta tilboðið. HAGKAUP ÓSA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.