Morgunblaðið - 11.07.1985, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 11.07.1985, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚLl 1985 MCHMílfí Ma5ur fser aldrei almennilegq kl/ppingu á Satórnúsi-" Ekki vLssi ég að mamma þín allt i tilboðsverði, þú verður væri svona gallhörð útilegu- ómótstæðileg með öllu og kona? borgar seinna! HÖGNI HREKKVÍSI ,,'E6 FIMN EKKI <3&RVITEMNURNAR Au’mar/ • Sjálfstæðismenn, farið að stjórna! „Fæddur sjálfstæðismaður“ skrifar: Með happdrættismiðum, sem Sjálfstæðisflokkurinn sendi mér fyrir fáum vikum, bárust tilmæli frá flokknum, þar sem stuðn- ingsmenn hans eru beðnir um að segja í stuttu máli hvað þeim finnst hafa tekist verst og hvað best hjá flokknum og jafnframt er beðið um ábendingar um ný bar- áttumál. Kunningi minn, sem ég las svör mín fyrir, hvatti mig til að senda þau Velvakanda, ef þau mættu verða umræðugrundvöllur hjá okkur „grasrótarfólkinu" í flokkn- um. Þess vegna sendi ég þér svör mín til birtingar og fylgja þau hér á eftir: Ágæti Sjálfstæðisflokkur. 1. Sjálfstæðisflokkur, stærsti flokkur landsins, þarf að gera meira en reyna að fylgjast með straumi tímans og þvælast inn- an í pilsfaldi framsóknarmad- dömunnar — hættulegasta andstæðingi flokksins! 2. Vér fæddir sjálfstæðismenn gerum kröfu til forustumanna flokksins á hverjum tíma, að þeir stjórni af festu og sýni afl flokksins við afgreiðslu þýð- ingarmestu mála þjóðarinnar. 3. Undir stjórnarforustu Fram- sóknarflokksins með dyggum stuðningi forustu Sjálfstæðis- flokksins og kerfiskarla úr báð- um flokkum, sem skammta sjálfum sér siðlausar greiðslur úr sjóði þjóðarbúsins, getur flokkur allra stétta ekki verið þekktur fyrir að taka lengur þátt í þeim dansi sem leiðir til hróplegs misgengis stéttanna sem Sjálfstæðisflokknum ber skylda til að halda í sanngjörnu jafnvægi. Verði ekki hér breyt- ing á getur fylgið snögglega hrunið af flokknum og lítið á núverandi skoðanakannanir að stóla. 4. Undirstöðuatvinnuvegir þjóð- arinnar eru sagðir á heljar- þröm og landið komið í botn- lausar skuldir. Er ekki kominn tmi til fyrir stærsta flokk landsins, að segja hingað og ekki lengra í óstjórn með Framsókn, sem kynt hefur und- ir milliliðagróða allra sem greiðan aðgang hafa haft að fjármagni þjóðarinnar t.d. SÍS og annarra forréttindahópa. Ungir sjálfstæðismenn verða að taka forustuna af gömlum útjösk- uðum kerfiskörlum, i stjórn lands- ins, en ekki reyna að stjórna í skuggaráðuneyti. Það mun ekki gefast vel. Versta sem flokkurinn hefur gert var að gefast upp með framsókn á því að kveða versta vágest þjóðarinnar, verðbólguna, í kútinn. Mjög erfitt að sjá á fljótu bragði hvað flokkurinn hefur vel gert í stjórnarsamvinnu við Framsókn- arflokkinn, flest virðist fara í handaskolum svo sem: 1. Krónan týnist. 2. Bankakerfið sjúkt. 3. Uppstokkun sjóðakerfis sýnd- armennska. 4. Flestöll útgerð gjaldþrota. 5. Landbúnaðurinn einnig að velta um. 6. Verslun og þjónusta mergsjúga þjóðina. 7. Merglaus — skuldum vafin þjóð undir stjórn Sjálfstæðisflokks- ins og Framsóknar lifir vart lengi. 8. Farið að stjórna. Takk fyrir Skonrokk Mona skrifar: Mig langar fyrst að þakka um- sjónarmönnum Skonrokks fyrir frábæran þátt hinn 21. júní sl. Hann var pottþéttur frá upphafi til enda. Strákar haldið áfram á þessari braut. Svo vil ég þakka fyrirfram fyrir beina útsendingu, sem á að verða 13. þ.m. frá sameiginlegum tón- leikum breskra og bandarískra poppara. Auðvitað varð ég ösku- reið þegar ég vissi hve stutt átti að sýna hér, en ég skil að þetta er erfitt, því leigan fyrir jarðstöðina er svo há. En hvernig væri að virkja okkur unglingana? Ég er viss um að fjöldinn allur af ungu fólki væri til í aö leggja eitthvað á sig til að safna peningum fyrir leigunni. Til dæmis með hluta- veltu eða bara einhverju. Það væri vel þess virði, þó ekki safnaðist nema fyrir hálftíma. Ég tel að þetta sé vel framkvæmanlegt. Vilji er allt sem þarf. Umsjónarmenn Skonrokks. Er USA sama og NATO? Skúli Olafsson skrifar: Bandaríkjamenn eru nú sem stendur með nokkurn liðafla á Keflavíkurflugvelli, þeir eru þar á vegum NATO og með samþykki fs- lendinga. Þar sem Bandaríkjamenn eru ekki á íslandi sem hernámslið, geta lög þeirra frá 1904 um flutn- inga frá USA ekki átt við dvöl Bandaríkjamanna á tslandi árið 1985 á vegum NATO, og þessi dvöl Bandaríkjamanna á Islandi er háð samþykki Islendinga. Islendingar hafa samþykkt byggingu nokkura flugskýla á Keflavíkurflugvelli, sem kostuð eru af NATO og svo framvegis. Þjóðerni varnarliðsins á vegum NATO er ekkert aðalmál, en þó háð samþykki fslendinga og þar gætu Kanadamenn eða Hollend- ingar, svo að einhverjir séu nefnd- ir, komið í stað Bandaríkjamanna að öllum ólöstuðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.