Morgunblaðið - 11.07.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 11.07.1985, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚLl 1985 15 Nokkrar bækur um rómönsku Ameríku Erlendar bækur Anna Bjarnadóttir Bandarískum utanríkismálasér- fræðingum kemur saman um að skilningsleysi og vanþekking hafi löngum sett svip sinn á utanrík- isstefnu Bandaríkjanna gagnvart rómönsku Ameríku og spillt fyrir tilætluðum árangri hennar. Oft er vitnað til orða James Reston, dálkahöfundar the New York Tim- es, „Bandaríkin vilja allt fyrir rómönsku Ameríku gera nema lesa um hana,“ í þessu sambandi og einn sérfræðingur varð nýlega furðulostinn þegar blaðamaður bað hann að benda á nokkrar góð- ar bækur um Suður- og Mið- Ameríku. „Ég verða að hugsa mig um,“ sagði hann. „Ég er svo sjald- an beðinn um að muna eftir heil- um bókurn." En nú er af nógu að taka. Það hefur runnið upp fyrir bókaútgef- endum að vandamál rómönsku Ameríku verða ekki leyst alveg á næstunni og áhugi fólks hefur vaknað á þessum hluta jarðarinn- ar. í Washington var meðal ann- ars mælt með bókunum: Nicar- agua: The Sandinista People’s Rev- olutin, Speeches by Sandinista Lead- ers, sem Pathfinder Press gaf út 1985; Small ('ountries, Large Issues, eftir Mark Falcoff og American Enterprise Institute gaf út 1984; og Central America, Anatomy of Conflict, sem Robert S. Leiken rit- stýrði og Pergamon Press gaf út 1984 í samvinnu við Carnegie Endowment for International Peace. í bók Mark Falkoffs eru birtar fimm greinar sem hann hefur skrifað um samskipti Bandarikj- anna við Kúbú, Uruguy, E1 Salva- dor, Nicaragua og Chile. Hann skýrir hlutina frá sjónarhóli Bandaríkjamanna, viðurkennir mistök og bendir á það sem betur hefði mátt fara, en fellst ekki á að allt böl í þessum löndum sé Bandaríkjamönnum um að kenna, eins og nokkuð algengt er að fólk geri. Bókin er þunn og vel læsileg. Það er fróðlegt að líta á málefni rómönsku Ameríku frá sjónar- horni Falkoffs þótt skoðanir hans séu kannski stundum of hægri- sinnaðar til að vera alveg mark- tækar. Gallinn við bók eins og Central America, Anatomy of Conflict, sem er safn 15 greina eftir sérfræðinga í málefnum Mið-Ameríku, er sá að hún verður fljótt gömul og úrelt. Marg hefur gerst í Mið-Ameríku síðan sérfræðingarnir skrifuðu greinarnar og nokkrar þeirra eru þannig að þær standast ekki tím- ans tönn. Það er t.d. ekki sérstakl- ega áhugavert að lesa um kosn- ingu d’Aubuissons i E1 Salvador löngu eftir að Duarte er tekinn við. En bókin er þó fróðleg og gef- ur góða hugmynd um erfiðleika Mið-Ameríku og sýnir fram á að það verður ekki auðvelt að leysa þá. Hún fjallar um vanþekkingu Bandaríkjamanna í Mið-Ameríku og erfiðleikana sem þessi vanþek- ing hefur valdið; baráttu sósíal- isma og „sovétisma" á svæðinu; ef- nahags- og hernaðarmál; og þróun stefnumótunar Bandaríkjastjórn- ar gagnvart Mið-Ameríku. Grein- arhöfundarnir koma úr ýmsum áttum og hafa ólíkar skoðanir en eiga það sameiginlegt að vera vel að sér um þau málefni. Breska tímaritið The Economist fjallaði nýlega um nokkrar nýjar bækur um rómönsku Ameríku. Það sagði að bókin Distant Neighb- ors, eftir Alan Riding og Knopf, New York, gaf út, væri langbesta nýja bókin um Mexíkó. Riding er fyrrverndi fréttaritari tímaritsins og The New York Times og dvald- ist í 14 ár í Mexíkó. Hann er vel að sér um landið, siði þess og venjur, og The Economist telur að bókin kunni að koma við kaunin á ýms- um stjórnmála- og menntamann- inum í Mexíkó. Rebellion in tbe Veins, eftir Jam- es Dunkerley í útgáfu Verso Edit- ions, London, fjallar um Bóliviu. Hún þykir rekja sögu landsins frá byltingunni 1952 á hlutlausan og gagnlegan hátt. Bókin Inevitable Revolutions, eftir Walter LaFeber og Norton, New York, gaf út, þykir ekki eins hlutlaus. LeFeber er í hópi bandarískra utanríkismála- sérfræðinga sem telja að allar að- gerðir Bandaríkjamanna í Mið- Ameríku hafi verið út í hött og óafsakanlegar. The Economist er ekki yfir sig hrifin af bók hans. The Disappeared, Voices from a Secret War, eftir John Simpson og Jana Bennett, í útgáfu Robson Books, er sögð vera óvenjuleg bók. Hún fjallar um hugrekki einstakl- inga sem þorðu að berjast gegn og tala á móti herforingjastjórninni í Argentínu á áttunda áratugnum. Og bókin Latin America and the World Recession er greinasafn um skuldasöfnun rómönsku Ameríku og ástæðurnar fyrir henni. Esper- anza Duran ritstýrði bókinni og Royal Instiute of International Affairs/Cambridge University gaf hana út. 8LÓMA8ÆKUR MlALft OQ MENNINOAR OG ÞYKKBLÖÐUNGAR í glugga og gróðurhús PettrChapman • Margar«t Martln Af kaktusum ________Bækur_____________ Jóhanna Kristjónsdóttir Blómabækur Máls og Menningar: KAKTUSAR og þykkblöðungar Höf: Peter Chapman og Margaret Martin Álfheiður Kjartansdóttir og Haf- steinn Hafliðason þýddu og stað- færðu. Útg. M&M 1985 MARGIR blómaræktendur hafa hið mesta yndi af því af safna að sér sem flestum kaktusum, hvort sem það stafar af því að margir standa í þeirri trú að kaktusar þurfi litla sem enga vökvun elleg- ar nú þessi gróður höfðar til fólks í fullri alvöru. Það er raunar afar merkilegt að fylgjast með kaktus- um svo fremi maður hafi hugsun á: stundum spretta fegurstu blóm fram úr því sem virðast vera þykkildi og broddar. Þessi blóm eru einatt litfegurri en gengur og gerist með stofublóm, kannski er það líka vegna þess að við þeim er ekki búist. Nema menn þekki hegðun kaktusa og þykkblöðunga. Það er hægt að komast í kynni við þessar plöntur í bókinni sem hér um ræðir. 1 læsilegum inn- gangsorðum er skýrt skilmerki- lega út margt fróðlegt um kaktusa og þykkblöðunga og hvemig á að annast þá. Síðan taka við myndir og lýsingar af kaktusum, hvorki meira né minna en 156 tegundum, fallegar myndir og aðgengilegar lýsingar, svo að allir áhugamenn um ræktun kaktusa ættu að fá töluvert fyrir sinn snúð. Bókin er ágætlega úr garði gerð af hálfu útgáfunnar. Ætlar þú til útlanda I sumar? Einn íslenskra banka býöur Búnaðarbankinn Visa ferðatékka í portúgölskum escudos frá Banco Pinto & Sotto Mayor í Portúgal og ferðatékka í ítölskum lírum frá Banco di Roma. Við bjóðum einnig: Visa ferðatékka í Bandaríkjadollurum, sterlingspundum, frönskum frönkum og spönskum pesetum. Ferðatékka í vestur-þýskum mörkum frá Bank of America og ferðatékka í Bandaríkjadollurum frá American Express VISA greiðslukort til afnota innanlands og utan. Verið velkomin í bankann. Starfsfólk gerir sitt ýtrasta til að veita skjóta og örugga þjónustu í öllum viðskiptum. BÚNAÐARBANKIÍSLANDS TRAUSTUR BANKI A
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.