Morgunblaðið - 11.07.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 11.07.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMAÍTUDAGUR 11. JÚLl 1985 25 Eitrað urríki Mftinz, 10. júlf. AP. MEIRA en ein milljón lítra af aust- urrísku víni hefur verið gerð upptæk í Ve.stur-I*ýzkalandi, sökum þess að vínið reyndist innihalda banvænt efni, sem notað er í frostlög. Skýrðu vestur-þýzk heilbrigðisyfirvöld frá þessu í dag. Fram er komið við rannsóknir, að í víninu var „að meðaltali 0,5—3,5 grömm af „diethylene glycol" í hverjum lítra“. Er þarna um að ræða víntegundir eins og yín frá Aust- gert upptækt „Ruster Spatlese 1983,“ „Ruster Auslese 1983,“ „Georgener Auslese 1983“ og „Ruster Neusiedlersee Spátlese 1983“. Versta slys af völdum „diethyl- ene glycol" átti sér stað í Banda- rikjunum 1937 er 100 manns dóu af völdum þess. Það var þó ekki eitrað vín, sem varð þessu fólki að fjörtjóni, heldur mun það hafa gerzt með öðrum hætti. Ekki er vitað um hve mikið magn af hinu eitraða víni hefur verið selt til neytenda í Vestur- Þýzkalandi eða annars staðar. Til þessa er ekki heldur vitað um nein dauðsföll, vegna þess að einhver hafi drukkið af hinu eitraða víni nú. Svissnesk heilbrigðisyfirvöld tilkynntu í dag, að þau myndu taf- arlaust hefja rannsókn á austur- rískum vínum, sem eru á boðstól- um í Sviss. Grænland: Sala á veiöiheimildum til útlendinga umdeild Samtök sjómanna lýsa yfir óánægju Nuuk, 10. júlf. Frá frétUHUn Morgunblatainii, NJ. Bruun. SAMTÖK sjómanna á grænlenzkum fiskiskipum hafa lýst yfir mikilli óánægju með þá ákvörðun lands- tjórnarinnar að selja Portúgölum 6.000 tonna þorskkvóta við Græn- land. Hafa Portúgalir fengið þessa veiðiheimild gegn því að landa 70% aflans hjá fiskvinnslustöðvum á Suður-Grænlandi. Mörg þessara fyrirtækja hafa verið lokuð í langan tíma sökum skorts á hráefni. Það sem samtök Nýtt fiskverð á Grænlandi Samið við landstjórnina í fyrsta sinn Nuuk, 10. jélí. Frá frétUriUra Morgunblaðsins, N J. Bruun. SAMTOK fiskimanna og veiðimanna í Grænlandi hafa gert samninga við landstjórnina um nýtt verð fyrir afla. Samið var um 8% hækkun að meðaltali, en farið hafði verið fram á 20% hækkun. sjómanna eru einkum óánægð með er, að Portúgalir þurfa ekki að hafa grænlenzka sjómenn á skip- um sínum, en samkvæmt þeim reglum, sem í gildi hafa verið, eiga •V< af áhöfnum erlendra togara við Grænland að vera grænlenzkir. Sjómenn eru sér í lagi óánægðir sökum þess að færeyskt útgerðar- fyrirtæki hafði áhuga á þorsk- kvótanum og hafði jafnframt lýst sig reiðubúið til að hafa græn- lenzka sjómenn um borð í skipum sinum. Þá hefur karfakvótinn, sem landstjórnin ræður yfir, einnig verið aukinn, þannig að land- stjórnin ræður nú alls yfir 11.680 tonna karfakvóta við Austur- og Vestur-Grænland. Þennan kvóta hefur landstjórnin nú selt jap- önsku fyrirtæki, sem mun senda 12 togara á vettvang í þessum mánuði til að veiða kvótann. Skógareldarnir geisa enn Bob Knight stendur hér með skóflu í hendi fyrir utan hús sitt f Matílija-gilinu í Kaliforníu og horfir á skóginn fyrir ofan heimili sitt verða eldi að bráð, en enn hefur ekki tekist að ráða niðurlögum skógareldanna, sem þar hafa geisað um nokkurt skeið. Þetta var í fyrsta sinn, sem samið var beint við aðila á vegum grænlenzku landstjórnarinnar. Aður höfðu samningar ávallt verið gerðir við Konunglegu Græn- landsverzlunina, sem er í eigu danska ríkisins. Við síðustu ára- mót tók landstjórnin hins vegar við þessum málum. Nikolaj Heinrich, formaður samtaka fiskimanna og veiði- manna, hefur lýst yfir óánægju sinni með þessa samninga. Áður hefði mátt reikna með stuðningi grænlenzkra stjórnmálamanna er erfiðleikar komu upp varðandi verð í samningum við Konunglegu Grænlandsverzlunina. Nú væri það ekki framar hægt. „Nú er gagnaðilinn einfaldlega græn- lenzku stjórnmálamennirnir," seg- ir hann. Ein aðalkrafan í þessum við- ræðum var krafa um fast verð á þorski allt árið, en henni var hafn- að. Samtök sjómanna og veiði- manna i Grænlandi greinast i tvennt. Er þar annars vegar um samtök fiskimanna að ræða og hins vegar samtök veiðimanna, sem veiða hvali og seli. Vaxandi viðskipta- halli Bandaríkjanna Nemur sennilega 150 milljörðum dollara í ár WashiBKton, 10. júlf. AP. VIÐSKIPTAHALLI Bandaríkjanna við útlönd verður sennilega nær 150 milljarðar dollara á þessu ári. Skýrði Clayton Yeutter, talsmaður bandaríska viðskiptaráðuneytisins, frá þessu í viðtali við NBC-sjónvarpsstöðina f dag. Þar sagði hann ennfremur, að ná yrði stjórn á greiðsluhalla ríkissjóðs í Bandaríkjunum og lækka vexti þar, svo að gengi dollarans lækki. Hátt gengi dollarans gerir inn- fluttar vörur ódýrari í Bandaríkj- unum og útfluttar vörur þaðan dýrari. Yeutter kvaðst fara til Japans i águst og sagði, að tími væri kominn til að ræða „af alvöru og einlægni" við Japani um, að þeir opni í reynd markaði sina fyrir bandariskum vörum. „Það hefur verið mikið um það, að Jap- anir opni markaði sfna á pappír- unum, enda þótt svo hafi ekki ver- ið í reynd,“ sagði Yeutter. í fyrra var viðskiptahalli Bandaríkjanna við útlönd 120 milljarðar dollara. Öllum sem glöddu mig á sjötugsafmœli mínu 30. júlí sl. með st&rgjöfum, blómum, skeytum og hverskonar hlýhug, sendi ég hjartans þakkir og bestu óskir. Elín Jósefsdóttir, Hafnarfírði. AUGLÝSING UM INNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKl'RTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ 10.000 GKR. SKÍRTEINI 1971- 1. fl. 1972- 2. fl. 1973- 1. fl.A 1974- 1. fl. 1977- 2. fl. 1978- 2. fl. 1979- 2. fl. 15.09.85 15.09.85-15.09.86 15.09.85-15.09.86 15.09.85-15.09.86 10.09.85-10.09.86 10.09.85-10.09.86 15.09.85-15.09.86 kr. 23.782,80 kr. 17.185,51 kr. 12.514,96 kr. 7.584,97 kr. 2.605,31 kr. 1.664,34 kr. 1.085,03 INNLAUSNARVERÐ ÁRGREIÐSLUMIÐA 1973-1. fl.B 15.09.85-15.09.86 10.000 gkr. skírteini 50.000 gkr. skírteini kr. 719.00 kr. 3.595,00 Innlausn spariskírteina og árgreiðslumiöa fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Hafnarstræti 10, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Sérstök athygli skal vakin á lokagjalddaga 1. flokks 1971, sem er 15. september n.k. Reykjavík, júlí 1985 SEÐLABANKI ÍSLANDS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.