Morgunblaðið - 11.07.1985, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 11.07.1985, Blaðsíða 56
HLEKXUR í HBMSXEBJU FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 30 KR. Siglufjörður: Björgunar- sveitarmenn sækja fjöl- skyldu í Héðinsfjörð FÉLAGAR úr björgunarsveitinni Strikar i Sighifirði héldu í gærkvöld til móts við siglfirska fjölskyldu, hjón með fjögur börn sín, sem voru í skemmtiferð í Héðinsfirði. Maður, sem var með fjölskyld- unni í gær, kom sjóleiðina til Siglufjarðar og óskaði eftir aö björgunarsveitarmenn svipuðust um eftir samferðafólki sínu. Vont veður var á þessum slóðum í gærkvöld, NA-strekkingur, rign- ing og þoka og bræla úti fyrir. Þegar björgunarsveitarmenn- irnir komu í Héðinsfjörð laust fyrir miðnættið var fólkið við bestu heilsu i björgunarskýlinu þar. Var ráðgert að sækja það sjó- leiðina frá Siglufirði. Hótel Borg: Áfengi fjar- lægt úr ís- skápum að kröfu lögreglu AÐ KRÖFU lögreglunnar í Reykjavík hefur áfengi verið fjar- lægt úr litluni ísskápum, sem komið hefur verið fyrir í herbergj- um á Hótel Borg. Skáparnir voru settir í hvert herbergi þar í vor í tengslum við endurnýjun hótels- ins og voru áfengisbirgðir í þeim endurnýjaðar eftir þörfum. Gest- irnir borguðu svo það magn, sem þeir neyttu. Aðallega var um að ræða áfengi í smáflöskum, svo- kölluðum „miniature“-flöskum. „Ég ákvað að tæma skápana eftir að ég hafði tvisvar verið kallaður fyrir lögregluna og þar lagt að mér að hætta að veita þessa þjónustu þar sem hún sam- rýmdist ekki áfengislöggjöfinni," sagði Sigurður Gíslason, hótel- stjóri á Borginni, í samtali við blm. Morgunblaðsins. „Við höf- um leyfi til að afgreiða áfengi til gesta frá tólf á hádegi til klukk- an þrjú á nóttunni en lögreglan lítur svo á, að það sé verið að afgreiða áfengi utan þess tíma ef gestirnir geta fengið sér hress- ingu úr skáp í sínu herbergi — sem er auðvitað ekki annað en hans heimili á meðan hann dvel- ur hér. Ég nennti hreinlega ekki að vera að mæta til að gefa skýrslu einu sinni i mánuði út af þessu svo við fjarlægðum ailt áfengi úr skápunum í síðustu viku.“ Sigurður hótelstjóri sagði aö sér þætti þessi ráðstöfun skjóta skökku við, því ekkert gæti kom- ið I veg fyrir að gestir keyptu sitt eigið áfengi í útsölum ÁTVR og neytt þess á herbergjum sínum hvenær sem væri sólarhringsins. „Við íslendingar verjum milljón- um á milljónir ofan í að laða hingað erlenda ferðamenn, sem að sjálfsögðu eru vanir þessari þjónustu um allan heim, en svo má ekki gefa þeim kost á að fá sér hressingu á sínum herbergj- um þegar þeim dettur það sjálf- um í hug,“ sagði hann. Morgunblaðið/ Friðþjófur ISLAND — FÆREYJAR íslendingar og Færeyingar háðu tvo landsleiki í knattspyrnu í markatalan 24—0 samtals. A-landsliðið sigraði 9—0 í Keflavík og gærkvöldi. íslendingar unnu stórsigur í báðum leikjunum og var íslenzka drengjalandsliðið vann það færeyska 15—0 í Sandgerði. Sjá nánar um leikina á íþróttasíðu. Aflahrotan undanfarið: Tapið skiptir milljón- um á farmi hvers togara — segir Ingólfur Arnarson framkvæmdastjóri Þormóðs ramma á Siglufirði „ÞAÐ ER svakalegt að þorskinum skuli mokað á land, eins og verið hefur og við skulum vera að tapa miklum peningum vegna þess að ekki er hægt að vinna hann í dýrar pakkningar. Það er svo sannarlega verið að fara illa með hráefni, því þegar skipin taka 40 tonna höl og kannski 80 tonn á einum sólarhring, þá er þessi fiskur það lélegasta hráefni sem þú getur fengið. Hann er allur blóðsprunginn og bíður lengi í miklum hita í móttökunni. Það er einfaldlega ekki hægt að sjá neina glóru í þessu,“ sagði Ingólfur Arnarson, framkvæmdastjóri Þormóðs ramraa á Siglufirði, í samtali við Morgunblaðið í gær um þann mikla þorskafla, sem berst á land. „Togarar okkar hafa ekki verið I og hefur gengið ágætlega, þar til I kom inn í síðustu viku með 160 á þorski. Þeim var beint á grálúðu ! nú að afli hefur daprast. Stálvíkin I tonn eftir viku og báðir togararnir Laugavegur í nýjan búning FRAMKVÆMDIR á breyt- ingum og endurbótum á neðsta hluta Laugavegs, á milli Skólavörðustígs og Klapparstígs, hefjast í dag. Meðfylgjandi mynd var tekin neðst á Laugavegin- um síðdegis í gær og verð- ur því líklega ein sú síð- asta sem sýnir Laugaveg- inn í þessari mynd. Eftir breytinguna munu gang- stéttir breikka, umferð beint í eina akrein, lýsing bætt og trjágróðri plant- að. Nánar segir frá þess- um breytingum á blaðsíðu 32. eru að veiðum nú, enda er þetta besta grálúðutímabilið og mest von til að ná í hana núna. Það fer saman, að á sama tíma eru sumar- frí í frystihúsunum og því ekki hægt að taka á móti neinu magni af þorski til vinnslu, nema keyra hann í ódýrar pakkningar, eins og roðfisk á Bretland. Til að forðast það er skipunum beint á aðrar veiðar heldur en á þorskveiðar, enda þorskkvótinn takmarkaður. Ég get tekið dæmi. Ef skipin okkar væru að koma inn með 200 tonn af þorski núna, sem við yrð- um að keyra í blokk eða roðfisk eða eitthvað þaðan af verra, þá myndi tapið á vinnslunni skipta milljónum. Við erum með þorsk- kvóta og fáum einungis að veiða ákveðið magn og síðan er það okkar að gera það besta úr þessum kvóta," sagði Ingólfur ennfremur. Hann sagði að togarar Þormóðs ramma hefðu fengið úthlutað 1500 tonna kvóta hvort skip og ættu sameiginlega um 1100 tonn eftir, sem tæplega dygði til að halda uppi vinnslu í frystihúsinu til ára- móta. Aðspurður hvort hann teldi að meira væri um það að útgerðir hefðu beint skipum sínum á aðrar veiðar yfir þetta tímabil taldi hann að svo hlyti að vera, að minnsta kosti í þeim húsum sem sérhæfðu sig í því að vinna þorsk. Sjá bls. 4: Togararnir eru ekki meó nógan ís fyrir þennan afla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.