Morgunblaðið - 11.07.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 11.07.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚLl 1985 Dómur Hæstaréttar í Skaftamálinu Morgunblaðið birtir hér á eftir í heild dóm Hæstaréttar í Skaftamálinu svokallaða, þ.e. mál ákæruvaldsins gegn þrem- ur lögreglumönnum í Reykja- vík vegna handtöku Skafta Jónssonar blaðamanns. Nöfn- um lögreglumannanna er sleppt en þeir auðkenndir stöf- unum A, B og C. Ár 1985, miðvikudaginn 3. júlí, var í Hæstarétti í málinu nr. 157/1984: Ákæruvaldið gegn A, B og C uppkveðinn svohljóðandi dómur: Mál þetta dæma hæstaréttar- dómararnir Björn Sveinbjörnsson, Guðmundur Jónsson, Guðmundur Skaftason, Halldór Þorbjörnsson og Magnús Thoroddsen. Ríkissaksóknari skaut máli þessu til Hæstaréttar með áfrýj- unarstefnu 22. maí 1984. Eru af hálfu ákæruvalds gerðar þær kröfur að ákærðu verði sakfelldir samkvæmt ákæru og þeir dæmdir í refsingu og greiðslu sakarkostn- aðar, og ennfremur verði þeir dæmdir til þess að greiða Skafta Jónssyni bætur samkvæmt kröfu hans. Ágrip dómsgerðar barst Hæstarétti 18. apríl sl. Ýmis ný gögn hafa verið lögð fyrir Hæstarétt. Framhalds- rannsókn fór fram fyrir sakadómi, og komu þá m.a. fyrir dóm fjögur vitni, sem áður höfðu gefið skýrslu fyrir rannsóknarlögreglu en eigi fyrir dómi. Þá lagði rikissaksókn- ari fram við framhaldsprófin bréf læknanna Stefáns Skaftasonar og Stefáns Ólafssonar, en hinn fyrr- nefndi er föðurbróðir Skafta Jónssonar og hinn síðarnefndi föð- urbróðir konu hans. Lýsa lækn- arnir þar yfir því áliti sínu að húðmar það sem fannst í hár- sverði Skafta hafi „komið vegna togs (extractio) eða af utanaðkom- andi áreitni, en ekki fyrir eigin tilverknað." Héraðsdómarinn aflaði síðan að frumkvæði ríkissaksóknara álits dr. med. Ólafs Bjarnasonar pró- fessors um orsakir áverka Skafta Jónssonar. í álitsgerðinni segir m.a. svo.: „Þar sem undirritaður hafði ekki tækifæri til að athuga þá áverka sem lýst er, er hann ekki í aðstöðu til að gefa afdrátt- arlaus svör við þeim spurningum sem fram koma í bréfi Sakadóms Reykjavíkur dags. 23.05 1985. Undirritaður telur þó í hæsta máta ólíklegt að: „roði og húðmar í hársverði á hnakka Skafta Jónssonar" hafi komið vegna togs í hársvörð hans. Miklu sennilegra er að áverkinn hafi hlotist af höggi á hnakkann t.d. þannig að höfuðið hafi slegist í fastan, flatan hlut. Ekki verður þó talið með öllu útilokað að slíkur roði og húðmar hefði getað hlotist af togi í hár- svörð, svo framarlega sem hár hafi verið svo mikið á hnakka Skafta að unnt hefði verið að ná á því taki ... “ I Fyrir ákæruskjali er greinar- gerð í héraðsdómi. Við flutning málsins fyrir Hæstarétti hefur ríkissaksóknari haldið því fram að ákærði C hafi brotið gegn 131. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 með því að láta undir höf- uð leggjast að veita Skafta Jóns- syni vernd gegn líkamsmeiðingun- um eða a.m.k. með því að þegja yfir þeim, og taki ákæra til þess- arar háttsemi hans. Samkvæmt reglum 115. gr. og 118. gr. laga nr. 74/1974 ber að tilgreina skýrt í ákæru hvert það brot sem sök er gefin á ásamt lagastað er við á, og verður ákærði ekki dæmdur fyrir aðra hegðun. Ákæra í máli þessu er að vísu eigi svo glögg sem æskilegt væri, en hún verður ekki skilin á annan veg en þann að ákærðu séu allir þrír saksóttir fyrir að þeir hafi með ólögmætum hætti handtekið Skafta Jónsson og fært hann út úr Þjóðleikhúsinu, og brotið þannig gegn 131. gr. eða 132. gr. hegn- ingarlaga, en A og B séu að auki gefið að sök, að þeir hafi gerst sek- ir um líkamsmeiðingar á Skafta, er varði við 218. eða 217. gr., sbr. 138. gr. hegningarlaga. Gefur ákæran eigi tilefni til þess að taka til úrlausnar hvort C hafi átt refsiverðan þátt í líkamsmeiðing- unum. f ákæru segir að A og B séu ákærðir fyrir „harðræði við flutn- ing ákærða frá Þjóðleikhúsinu" o.s.frv., en líta verður svo á að hér sé um ritvillu að ræða og átt við flutning Skafta Jónssonar, enda hefur ríkissaksóknari lýst yfir því að svo sé. II Ákæra fyrir ólöglega handtöku Samkvæmt gögnum málsins sem rakin eru í héraðsdómi sýndi Skafti Jónsson af sér ósæmilega hegðun í fatageymslu Þjóðleik- hússkjallarans og réðst að Sigur- bjarti Ágúst Guðmundssyni með ókvæðisorðum og reif klæði hans. Var því eigi óeðlilegt að lögregla væri kölluð á staðinn. Er ákærðu komu fengu þeir upplýsingar frá dyraverðinum um viðskipti hans við Skafta. Bar dyravörðurinn það með sér að hann hafði lent í handalögmálum. Þá verður að telja sannað að Skafti hafi veist enn að Sigurbjarti í viðurvist ákærðu og verið mjög æstur. Verður því að telja að ákærðu hafi haft tilefni til þess að handtaka Skafta, sbr. 1. og 7. tl. 61. gr. laga nr. 74/1974 og ennfremur 78. gr. lögreglusamþykktar fyrir Reykja- vík nr. 2/1930. Þá hefur eigi komið fram að ákærðu hafi beitt Skafta harðræði umfram það sem nauð- synlegt var, er hann var færður út úr húsinu, en Skafti sýndi þá mót- spyrnu. Samkvæmt þessu er fall- ist á niðurstöður héraðsdóms um að sýkna beri ákærðu af fyrra þætti ákærunnar, er lýtur að ólöglegri handtöku. III Ákæra fyrir líkamsmeiöingar Sýnt þykir að Skafti Jónsson hafi hlotið áverka sína, a.m.k. andlits- og höfuðáverkana, eftir að hann var færður út úr Þjóð- leikhúsinu, en áður en komið var með hann á lögreglustöðina. Hljóta svo stórfelldir áverkar að vekja grunsemdir um, að Skafti hafi sætt ofbeldi eða harðræði af hálfu ákærðu A og B, en það voru þeir tveir, sem færðu Skafta inn í lögreglubílinn, og var A yfir hon- um á leiðinni. Á það er sérstaklega að líta, að Skafti var handjárnað- ur fyrir aftan bak og því alfarið á valdi ákærðu, sem auk þess höfðu hendur á honum. Fyrst báðir, en síðar annar alla leiðina frá Þjóð- leikhúskjallara að lögreglustöð. Þrátt fyrir þetta hafa þeir engar viðhlítandi skýringar gefið á því hvenær eða með hvaða hætti Skafti hlaut áverkana. Verður ekki á það fallist að það hafi getað farið fram hjá þeim báðum. Hvor- ugur ákærðu getur borið um það af eigin reynd, að Skafti hafi rekið andlitið í við að detta inn á gólf bifreiðarinnar við upphaf farar- innar. Sjálfur kveðst Skafti hafa lent á bringunni „en hlíft andlit- inu með því að sveigja höfuðið aft- ur“. Telja verður frásögn Skafta um þetta atriði trúverðuga. Þykir því eiga að leggja hana til grund- vallar. Ekkert er fram komið er bendir til, að Skafti hafi hlotið áverkana er hann var fluttur úr bifreiðinni við lögreglustöðina. Telja verður þvi sannað að Skafti Jónsson hafi hlotið meiðsl- in eftir að hann hafði verið færður inn í lögreglubifreiðina og meðan ákærði A gætti hans einn. Skafti hafði þá verið yfirbugaður og færður í járn. Þannig á sig kominn var hann látinn liggja á grúfu á gólfinu. Að sögn A hafði hann þau tök á Skafta, að hann hélt í jakka- kraga hans að aftan og setti vinstra hnéð á bak hans. Hinir lögreglumennirnir tveir sátu báðir í framsæti bifreiðarinnar. Þetta verður að teljast allsendis ófull- nægjandi gæsla á Skafta, þegar haft er í huga, að hann var í miklu uppnámi og braust um. Ákærði A var í fyrirsvari fyrir lögreglu- mönnunum í umrætt sinn og ber því ábyrgð á þeim mistökum er hér urðu. Skafti hefir haldið því fram, að ákærði A hafi valdið meiðslum hans með því að halda í hárið á honum og keyra andlit hans hvað eftir annað niður í gólf lögreglubifreiðarinnar. Sumt bendir til þess, að þetta sé rétt hjá Spilað í góða veðrinu HMAárkréki, 8. jélí. SUMARSÆLUVIKU lauk á Sauðárkróki í gær með skemmtun í Grænu- klauf. Útvarp var starfandi þessa daga og höfðu margir ánægju af. Meðal þess sem var á dagskrá sumarsæluviku var útiskákmót og bridgekeppni. Áhugasamir spilamenn settust við spilaborðin á stéttinni við Búnaðarbankann og þeir sem áttu leið hjá fylgdust með. Meðfylgj- andi mynd var tekin við það tækifæri. KARI. Sannfæringarkraftur - eftir Halldór Jónsson Það fer ekki framhjá neinum sem ekur um götur höfuðborgar- svæðisins á hverju vori, hversu erfið veðrátta okkar er fyrir varanlega vegagerð. Á vetri hverj- um hef ég heyrt að 18.000 tonn af malbiki slitni upp úr götum Reykjavíkur undan áhrifum nagladekkja, salts og frosta. Þessi tjara sest á bílana, á skóna og svo í teppin á íbúðum okkar. Það verður alltaf dýrt að vera íslendingur. En einmitt sú stað- reynd virðist hafa gætt þjóðina áræði og þrautseigju svo oftlega getur maður undrast, hverju hún hefur þó til leiðar komið. Svona smá í svona stóru og hrjóstrugu landi. Þrátt fyrir það, að ýmsir hlutar landsins virðast minna byggilegir en aðrir, er það opinber stefna Ts- lendinga að byggja skuli landið allt svo sem frekast verður við komið. Einangrun ýmissa byggða hefur valdið því, að þær hafa farið í eyði, þrátt fyrir það að þær séu gósenlönd í augum þeirra, sem þar áttu heima. Það virðast því vera samgöngurnar, sem endanlega skipta sköpum um það hvort byggð helst á stöðum, sem annars bjóða upp á lífvænleg skilyrði. Það virðist vera forsenda þess að við getum byggt landið allt, að við komumst greiðlega um það á landi. Bílinn er orðinn óaðskiljan- legur hluti af lífi hverrar fjöl- skyldu og sem gerir henni kleift að sinna öllum sínum erindum. Sé ekki hægt að beita bílnum greið- lega á byggðin í vök að verjast. Því eru góðir bílvegir forsenda raun- hæfrar byggðastefnu. Án þeirra er ekki hægt að byggja landið allt. Darios gamli Persakóngur skildi þetta glöggt fyrir mörgþúsund ár- um. Því var vegalagning um ríkið forgangsverkefni hjá honum. „Fyrir smáþjóð í stóru og fjöllóttu landi hlýtur vegagerð að vera trölls- legt verkefni. Vegakerfí íslendinga hlýtur þess- vegna aðdáun mína. Það er í rauninni afrek hvað það þó er.“ Hann hafði sannfæringu og kraft til þess að fara eftir henni. Vegamál íslendinga Fyrir smáþjóð í stóru og fjöll- óttu landi hlýtur vegagerð að vera tröllslegt verkefni. Vegakerfi ís- lendinga hlýtur þessvegna aðdáun mína. Það er í rauninni afrek hvað það þó er. Ýmsir telja sig hafa séð til þess leiðir, að hafa það miklu betra. En öðrum hefur það verið hulið. En það er nú víst venjan, að allir hafa mest vit á málunum, hver svo sem þau eru, nema ráða- menn minnst. Hér á árunum, þegar Ingólfur á Hellu var ráðherra og erlendar skuldir voru hreinn hégómi, var ráðist í stórátak á sviði vegagerð- ar. Það varð þó ekki fyrr en að Alþjóðabankinn hafði neitað okkur um lán til þeirra, að Ingólf- ur fór til Þýzkalands á eigin spýt- ur og gat slegið lán hjá einkaaðil- um, sem nam 30 milljónum marka til 18 ára með 7,5% vöxtum, að tekið var lán hjá Alþjóðabankan- um, sem þá sá að sér, fyrir helm- ingi lægri upphæð og mótframlagi Islendinga. Fyrir þetta var lagður vegurinn austur á Selfoss og Vest- urlandsvegurinn steyptur upp í Kollafjörð. En Ingólfur hafði ætl- að fyrir Hvalfjörð og austur á Ilellu. Áður hafði Keflavíkurveg- urinn verið steyptur fyrir láns- peninga sem upphaflega dugðu til þess að steypa hann í Hvalfjarð- arbotn, en þeir peningar rýrnuðu í geymslu meðan pólitísk veður geisuðu á íslandi. Þannig fór nú það. Hygg ég að betur hefði Ing- ólfur ráðið meiru í þessu máli en aðrir minna. Ég get ekki gert að því núna, að mér finnst fæstir núverandi stjórnmálamanna okkar komast með tærnar þar sem Ingólfur hafði hælana, hvað framtak og áræði snertir. Var ég þó enginn aðdáandi hans á þessum tíma m.a. vegna deilna hans við verkfræð- inga. En maður kemst að því við lestur æviminninga Ingólfs, að hann hefur verið maður skynsem- innar og einlægur framfarasinni, sem átti þann stórhug, sem marg- an bókabéusinn núna vantar. Við áðurnefndar vegasteypur voru notaðar vélar, sem íslenzkir aðalverktakar keyptu til landsins. Þessar vélar komust síðan í eigu Vegagerðar ríkisins og voru flutt- ar upp á athafnasvæði hennar á Höfða. Þar voru þær eyðilagðar. Hvers vegna skil ég ekki. Afleið- ingin er hins vegar sú að steyptir vegir eru ekki lengur valkostur í vegagerð á Islandi, þar sem engin útlagningavél er til. En slíkar vél- ar eru rándýrar og ekki á færi al- mennings að kaupa þær upp á óviss verkefni. í vor boðaði Sementsverksmiðja ríkisins til fundar með nokkrum aðilum, sem tengst geta vegagerð. Þar kynnti stjórnarformaðurinn, Ásgeir Pétursson, þann vilja SR að kaupa til landsins fullkomna steypuútlagningavél í þeim til- gangi að skapa möguleika á steinsteypu, sem valkosti I slit- lagsgerð. Vél þessa hugsar verk- vsmiðjan svo að leigja þar til hæf- um aðilum og reyna þannig að auka notkun sements i landinu. En nú er kreppa í byggingariðnaði og sement selst treglega. Og verk- smiðjan hikar nú líka í vélakaup- unum, vegna óvissu um verkefni. Vitað er að í sambandi við nýju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.