Morgunblaðið - 11.07.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 11.07.1985, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. J0l1 1985 Minning: Páll Kristjánsson byggingameistari Fæddur 27. mars 1889 Dáinn 3. júlí 1985 „Hann afi er dáinn!“ En hvað þessi frétt kom mér á óvart. Það greip mig skyndilega einkennilegt tóm, eitthvert máttleysi í hnjálið- ina. Hvað er þetta drengur, hugs- aði ég. Hann afi var þó orðinn % ára. Hann hafði að auki fundið til brjóstverkja í fyrsta sinn fyrir tveimur dögum. „Smáóþægindi," sagði hann. Hann gekk síðan upp tröppurnar að húsi sínu, einn og óstuddur sem ávallt áður. Þar í herbergi sínu fékk hann skömmu síðar andlát eins og hann hafði best kosið sér. Er ég lít yfir farinn veg finnst mér sem afi hafi aldrei breyst neitt mín 34 æviár. Hann var ætíð afinn á Njálsgötunni. Þar komu vinir og vandamenn iðulega að honum í kjallara hússins og ræddu við hann um heima og geima innan um spýtur og verk- færi sem tilheyrðu iðn hans. Og er húsbyggingar, glugga- og hurða- smíðar voru orðin of erfið verk gömlum manni þá var tekið til við rúllupylsupressur, kryddhillur eða aðra smáhluti sem báru góðu handbragði fagurt vitni. Hann var sem stapinn i fjölskyldunni sem ekkert virtist geta brotið. Og hver man ekki eftir honum glöðum og sprækum, hláturmildum, með kvæði á vörum og gamanmál? Og myndavélina skildi hann aldrei við sig, þessa litlu Kodak Insta- matic sem hann fékk í 80 ára af- mælisgjöf. Var hún á lofti á öllum mannamótum. Og óðara er filman var búin var framkallað og kjöl- faldað til að gefa viðkomandi góða minningu. Og myndefnið var ekki bara mannfólkið. Áttræður stökk hann úr bíl sínum, handmáluðum Opel, á Skólabrúnni og tók mynd af andamömmu vagga yfir götuna með unga sina. Mikið hló hann, þá er hann sýndi fjölskyldunni þessa ágætu mynd. Þannig var hann afi. Hann var af kynslóð þeirra íslendinga sem hafa lifað tímana tvenna, allt frá því að vera alinn upp við sjóróðra og búskap í Stapadal í Arnarfirði t lok síðustu aldar fram til velferð- ar þessa dags. Tæp öld í lífi eins manns! Hann talaði einnig oft og mikið um hvað tímarnir væru breyttir — hvað við mættum vera ánægð. Og aldrei hafði hann haft það betra — á ellilaunum frá rík- inu! Og æviminningar sínar nefndi hann síðan hnyttilega „Það er gaman að vera gamall". Og nú sitt síðasta ár var hann aldursforseti þeirra í Múlabæ, þjónustustöð Rauða kross íslands fyrir aldraða og öryrkja, sem hann heimsótti tvisvar sinnum í viku. Um Múlabæ komst hann m.a. svo að orði í kvæði sem hann orti nú í janúar síðastliðnum. Allir fá þar eitthvert starf að stunda, sumir spila, aðrir mála og dunda. Margar frúrnar fylla út dúka og falda fagurt verk sem þekkt var fyrri alda. í Múlabæ á miðhæð margt má skoða, vélar margar, sem menn fá að troða. Böð og snyrting, klipping, krull og kossar kæti vekur oft er gleðin blossar. Örlögin hafa nú hagað því svo til að undanfarin tæplega fjögur ár hef ég verið búsettur erlendis. Ætla mætti að þá rofni tengsl við svo gamlan mann. Það var öðru nær. Þá settist sá gamli niður, ýmist við sína 120 ára gömlu ritvél eða handritaði löng og mikil bréf. Þar hvatti hann mig til dáða og efldi í mér þjóðræknina. Ekkert land var fegurra en Island með bláhvíta jökla og sæbarða strönd og hvergi var betra að slá niður búi sínu. Þá gat hann átt það til að skjóta inn kvæðum eftir alda- mótáskáídin góðu, því það voru karlar að hans skapi. Og ef vel stóð á hjá honum laumaði hann inn eigin vísum. Það var bjargföst sannfæring afa að án þess að þekkja og hlúa að sínum uppruna og ættararfi væri maðurinn ekki þess verður að lifa. Trúr þessari sannfæringu sinni tók hann saman á tíræðis- aldri ættartölu sína og vann úr dagbókum föður síns, fjölfaldaði og dreifði meðal ættingja. Einnig skráði hann æviminningar sínar og gaf út sjálfur. Þannig sáði hann frækorni ættrækni í hugum okkar sem yngri erum. Þeir gerast nú fremur fáir hér á landi sem ólust upp og muna lok síðustu aldar. Því finnst mér nú sem strengur bresti er líf heillar aldar hverfur á vit feðranna. Eftir sitjum við, fátækari en áður. Það sefar þó hugann að hafa fengið að njóta samvista við hann svo lengi og fram til síðustu ævidaga og sjá síðan af honum til hinna mörgu vina sinna sem hann hlakkaði til að hitta er kallið kæmi. Blessuð sé minning hans. Geir Gunnlaugsson Aðfaranótt 3. júlí sl. lést á heimili sínu, Njálsgötu 6, Reykja- vík, Páll Kristjánsson, bygg- ingameistari, tengdafaðir minn, á 97. aldursári, eftir langa og við- burðarríka ævi. Honum féll aldrei verk úr hendi frá barnsaldri til æviloka. Lifði tvenna tíma ís- lensku þjóðarinnar, einn af alda- mótamönnunum, sem lyftu þjóð- inni úr fátækt og ánauð til frelsis og framfara með þrotlausri vinnu og bjartsýni. í æsku vann Páll við bú foreldra sinna og innan við fermingu reri hann til fiskjar með föður sínum á árabáti og þótti vel liðtækur við árina og líktist þar föður sínum, en hann var annálaður krafta- maður. Snemma kom í ljós löngun Páls til smíða, og var hann ekki gamall þegar hann fór að smíða ýmsa smáhluti fyrir æskuheimili sitt. Eitt sinn smíðaði hann bókahillu fyrir Odd Kristjánsson frænda sinn, föðurbróður Guðmundar Hagalíns. En mestan hluta ævinn- ar vann Páll við húsbyggingar, oft langan vinnudag, en hætti þeim að mestu um áttrætt, en vann þá við smíði á hurðum, gluggum og eld- húsinnréttingum fyrir syni sína þá Jón og Harald, en þeir eru báð- ir byggingameistarar eins og faðir þeirra. Seinna fór Páll að smíða diskarekka og aðra muni er til- heyrðu eldhúsum í gamla daga og voru þessi munir mjög eftirsóttir af fólki til minja um liðna tíð. Alla þessa muni seldi Páll mjög ódýrt og var ekki samstíga þeirri verð- bólgu er nú tíðkast. Páll var vel ritfær, skrifaði æviminningar sínar á níræðisaldri og fjölda bréfa til ættingja og vina í Kanada og hér heima. Þrátt fyrir háan aldur voru engin ellimörk á hugsun Páls né tali. Hann las dagblöðin daglega og fylgdist vel með fréttum útvarps og sjónvarps. Páll fæddist í Stapadal í Arn- arfirði 27. mars 1889. Foreldrar hans voru Símonia Pálsdóttir og Kristján Kristjánsson, hrepp- stjóri í Stapadal. Kristján í Stapa- dal átti 20 börn, 15 með Símoníu konu sinni og eftir andlát hennar átti hann 5 börn með ráðskonu sinni, svo afkomendur hans eru orðnir býsna margir. Páll missti móður sína árið 1901, þá 12 ára gamall, og segir hann í æviminn- ingum sínum að það hafi verið sér erfitt ár. Páll flutti alfarinn að heiman 1906 til ísafjarðar. Var fyrst til sjós á hákarlaskipi, en réð sig svo til smíðanáms hjá Kristjáni Hólm Þórðarsyni, húsasmíðameistara, en tók bóklegt nám I kvöldskóla iðnaðarmanna. Á þessum árum fengu nemar ekkert kaup og þurftu sjálfir að greiða skólagjöld til iðnskólans. Slíkt þætti erfitt nú. Síðar kenndi Páll við iðnskóla ísafjarðar húsateikningar o.fl., en á þeim árum urðu húsameistarar að gera allar teikningar sjálfir, þá voru fáir eða engir arkitektar. Fljótlega eftir að Páll kom til tsafjarðar stofnaði hann glímufé- lag með nokkrum félögum sínum og fengu þeir aðstöðu til æfinga í leikfimisal barnaskólans. Þar æfðu þeir glímu og leikfimi, en höfðu sýningar í Samkomuhúsinu. Eftir að Páll lauk námi í húsa- smíðum hefur hann byggt og unn- ið við fjölda húsa á Vestfjörðum og hér syðra, má þar m.a. nefna íbúðarhús, skóla og samkomuhús svo og séð um byggingu ýmissa stórhýsa t.d. Dvalarheimilis aldr- aðra sjómanna, Hrafnistu. Páll giftist 30. nóvember 1913, Málfríði Sumarliðadóttur. Mál- fríður fæddist 14. desember 1888 að Skjaldvarafossi á Barðaströnd, en fluttist með foreldrum sínum að Fossi í Arnarfirði og ólst þar upp. Málfríður var góð kona, fríð sýnum, hæglát, trygglynd og mikil móðir og húsmóðir. Hún lést 15. júní 1955. Þá höfðu þau Páll búið saman í 43 ár. Málfríður og Páll eignuðust 7 börn, 3 dóu í æsku, einn drengur og tvær dætur, en fjögur komust til fullorðinsára. Gunnlaugur, arkitekt, fæddur 25. mars 1918. Gunnlaugur andaöist 14. júlí 1983 og var það mikið áfall öldruðum föður að sjá á bak elsta syni sín- um. Eftirlifandi kona Gunnlaugs er Áslaug Zoega. Ása, fædd 28. apríl 1920, gift Gústav Sigvalda- syni, Jón, byggingameistari, fædd- ur 2. águst 1924, kvæntur Guð- björgu Guðmundsdóttur og Har- aldur, byggingameistari, fæddur 24. apríl 1927, kvæntur Þórdísi Sigurðardóttur. Á ísafirði bjuggu þau Páll og Málfríður í 34 ár, en fluttu til Reykjavíkur með fjölskylduna ár- ið 1939. Þau bjuggu fyrsta árið á Tjarnargötu 49, en keyptu árið eftir húsið nr. 6 við Njálsgötu og þar hefur Páll átt heimili síðan. Á ísafirði var Páll kosinn í bæj- arstjórn fyrir Alþýðuflokkinn. Á kreppuárunum beitti Páll sér fyrir samvinnuútgerð togara, ásamt fleirum til þess að bæta úr at- vinnuástandinu í bænum og mun þetta vera ein fyrsta tilraun um samvinnurekstur í útgerð á ís- landi og upphaf bæjarútgerðar á ísafirði. Páll lét sér mjög annt um bðrn sin og tengdabörn og fylgdist með högum þeirra. Þá var hann barna- börnum sínum sérstaklega góður afi, enda átti hann alla tið mjög auðvelt með að blanda geði við æskufólk, þó aldursmunur væri allnokkur. í dag kveðjum við Pál Krist- jánsson, þennan aldna höfðingja, föður, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa og þökkum honum af alhug fyrir allt það sem hann var okkur og mun geymast í minn- ingunni um ókomin ár. Gústav Sigvaldason Páll Kristjánsson bygginga- meistari frá Stapadal í Arnarfirði er látinn 96 ára að aldri. Hann hafði verið hraustur alla ævi og hélt fullum sálarkröftum til sið- ustu stundar. Páll var gáfaður maður og full- ur af fróðleik sem öllum var hollt að vita, góður drengur, sem hataði öll óheilindi, hræsni og dómgirni. Páll Kristjánsson var gæddur óvenju miklu starfsþreki og lfk- amlegt atgerfi hrífandi, hann var alvörumaður, en gat verið manna glaðastur, tilsvör hans oft beitt eða glettin. Skapmaður en hafði góða stjórn á þeim tilfinningum, hagsýnn, sparsamur, óeigingjarn en flestum fremri um rausn. Skilvís og reglu- samur um allar fjárreiður. Skapfesta Páls, frændrækni og trygglyndi var eftirtektarvert. Sumarið 1977 fór Páll Kristjáns- son í heimsókn til Kanada; hann þekkti mjög vel baráttu og sigur- sögu Vestur-íslendinga. Páll var gjörhugull ferðalangur og naut þess einlæglega að heimsækja höf- uðstöðvar fslendinga vestanhafs. Páll var í hópi 15 systkina frá Stapadal, auk 5 hálfsystkina sam- feðra, en einn úr hópnum fór til Kanada 1913, kvæntist þar Sigríði Borgfjörð af Deildartunguætt. Páll á i Kanada mikinn hóp mannvænlegra frænda sem getið hefir sér ágæts orðs og skipar virðingar- og áhrifastöður á ýms- um sviðum. í Kanadaferðinni kom sér vel fyrir Pál hin djúptæka ættfræði- þekking hans. Það var öllum Vestur-íslendingum sem hittu Pál mikil nautn og stórkostlegur ávinningur að eiga við hann sam- ræður, munu flestir hafa farið svo af hans fundi, að þeir fóru betri menn út en þeir komu. Páll varð vinsæll meðal Vestur-íslendinga í þessari þriggja vikna ferð. Hann naut þessarar ferðar og minntist með mikilli ánægju. Eftir þessa ferð jukust bréfaskriftir Páls vest- ur, því margir leituðu til hans, hann eignaðist marga vini vestra sem báru virðingu fyrir ættfræði- þekkingu hans og mátu hana mik- ils. Aðalkynning mín af Páli stafar af þrennu, vinskapur móður minn- ar, Mildríðar Falsdóttur, frá ísa- fjarðarárum við konu hans, Mál- fríði Sumarliðadóttur. Bróður- dóttir móður minnar, Guðrún Re- bekka Jakobsdóttir úr Kvíum i Jökulfjörðum, húsfreyja á Bíldu- dal í Arnarfirði, er gift systursyni Páls, Kristni Friðþjófi Ásgeirs- syni vélsmiðjueiganda og fyrrum brúarsmið. Ottó bróðir Páls kvæntist náinni frændkonu föður míns, Vigfúsar Jóhannessonar verkstjóra í Kveldúlfi, en Sigríður, amma Sigríðar Mörthu, eiginkonu Ottós, var frá Deildartungu í Reykholtsdal, systir Jóns bónda á Indriðastöðum í Skorradal afa föður míns. Naut ég sannarlega í ríkum mæli þessara tengsla við hann frá æskudögum mínum til hins síðasta, var ávallt gagnkvæm ánægja að minnast þessara tengsla er fundum bar saman. Páll Kristjánsson var einn þeirra manna sem öfluðu sér vitn- eskju um lífið eftir dauðann á fundum miðilsins Hafsteins Björnssonar. Fékk þar sterkt sam- band við sina nánustu, sem hann síðan ræktaði sjálfur fyrir mátt bænarinnar allar stundir síðan. Páll Kristjánsson var einn þeirra sem hafa gert heiminn fegurri. Helgi Vigfússon Fregnin um andlát afa míns, Páls Kristjánssonar, þann 3. júlí sl., kom mér svo sannarlega á óvart, þrátt fyrir þá vissu að ævi- árin hans voru þegar orðin 96 og því færi senn að halla undan fæti. Aðeins nokkrum dögum áður dvaldi hann dagstund á heimili mínu, hress og kátur að vanda og grunaði þá engan í fjölskyldunni að þetta yrði okkar síðasta sam- verustund. Afi minn átti því láni að fagna að vera alla sína löngu ævi heilsu- hraustur og afar glaðsinna og geislaði af honum lífsgleðin, þann- ig að hann átti afar auðvelt með að umgangast fólk og koma öllum í gott skap og fóru allir hressari af hans fundi. Hann var sannkallaður mann- vinur, sem allir er honum kynnt- ust löðuðust að. Fyrstu hjúskaparár sín og jafn- framt mín fyrstu æviár, bjuggu foreldrar mínir í húsi afa á Njálsgötu 6. Nutum við systkinin því styrkrar handleiðslu afa okkar, sem ætíð var tilbúinn að leiðbeina okkur og hugga ef eitthvað bjátaði á. Ekki verður svo skilist við upp- rifjun æskuáranna, að endur- minningar um ömmu, Málfríði Sumarliðadóttur, komi ekki upp i hugann, en hún lést árið 1955. Höfðu þau afi bæði vakandi auga með okkur barnabörnunum og reyndu að hlynna að okkur á alla lund, kenndu okkur bænir og góða breytni. Síðar á lífsleiðinni fær maður best skilið hversu erfitt er að fullþakka slíkt atlæti í æsku. Afi fylgdist alla tíð náið með líðan síns fjölmenna skylduliðs. Var t.d. nú í vor viðstaddur ferm- ingu þriggja barnabarnabarna sinna og nú fyrir skömmu skirn síns fyrsta langalangafabarns og hafði verulega ánægju af. Hann var sérlega handlaginn og fjölhæfur maður í hverju því er hann tók sér fyrir hendur, og varð aldrei of gamall til að fást við eitt- hvað nýtt. Siðastliðið ár dvaldi hann 2 daga i viku i Múlabæ sér til upplyftingar og yndisauka. Lærði hann þar að mála á gler ýmsar gluggaskreytingar, sem nú prýða glugga ættingja og vina. Ekki eru mörg ár síðan afi dvaldi öllum stundum á verkstæði sinu og smíðaði hillur og ýmsa smáhluti, sem hann notaði oftast til gjafa sér og sinum til ómældrar ánægju. Mörg fyrstu leikföng okkar barnanna smíðaði afi með sínum högu höndum, svo sem skíði, sleða, dúkkurúm og bíla og ekki má gleyma fimleikamönnunum sem héngu i rá og léku hinar ýmsu list- ir ef handfangi var snúið. Undum við börnin löngum stundum að leik þessara dýrmætu gulla. Síðar nutu svo börn mín um- hyggju langafa síns og vilja þau bera fram einlægar þakkir fyrir allar þær ljúfu og ógleymanlegu stundir sem þau áttu saman. Dótt- ir mín vill sérstaklega þakka nærveru hans á 25 ára afmæli sinu í apríl sl., en þar var hann kátastur og ræðnastur allra og hvers manns hugljúfi. Þá flyt ég þakkir frá Erlingi fyrir þeirra stuttu en góðu kynni og harmar hann það eitt að sú kynni gátu ekki orðið lengri. Lífshlaup afa míns varð bæði langt og fagurt og er hans sárt saknað af öllum þeim er voru svo lánsamir að kynnast þessum mæta manni. Guð blessi minningu hans. Jónína Guðrún Gústavsdóttir Einn með eldri borgurum Reykjavíkur er látinn á 97. aldurs- ári, Páll Kristjánsson, húsasmíða- meistari, Njálsgötu 6. Páll fæddist 27. mars 1889 í Stapadal í Arnarfirði. Foreldrar hans voru hjónin Símonía Páls- dóttir og Kristján Kristjánsson, hreppstjóri. Þar ólst hann upp i hópi margra systkina sem öll urðu atorkusamt dugnaðarfólk. Ingi- gerður systir mín, sem gift var einum bræðranna, Hirti Krist- jánssyni, hafði um það mörg orð hvað heimilið í Stapadal hefði ver- ið sérsakt myndarheimili og talar ávallt um það með mikilli aðdáun og virðingu. Páll fluttist til ísafjarðar árið 1905 og gerðist þar virtur bygg- ingameistari. Tók hann snemma virkan þátt I félagsmálum, sat m.a. í bæjarstjóm fyrir Alþýðu- flokkinn og þótti þar sem annars staðar góður liðsmaður. Páll kvæntist Málfriði Sumar- liðadóttur þann 30. nóvember 1913, hinni ágætustu konu. Hún fæddist 14. desember 1888 á Skjaldvarafossi á Barðaströnd. Börn þeirra sem upp komust eru: Gunnlaugur, arkitekt, fæddur 1918, eiginkona Áslaug Zoega, Ása, fædd 1920, eiginmaður Gúst- af Sigvaldason, Jón, fæddur 1924, eiginkona Guðbjörg Guðmunds- dóttir, og Haraldur, fæddur 1927, eiginkona hans er Þórdís Sigurð- ardóttir. Þrjú börn misstu þau í æsku, son og tvær dætur. Gunn- laugur andaðist 14. júlí 1983 og var það mikið áfall fyrir háaldrað- an föður að sjá á bak elsta syni sínum aðeins 65 ára að aldri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.