Morgunblaðið - 11.07.1985, Blaðsíða 33
MORGUNBLAJÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1985
Minning:
Stefán Nikulásson
viðskiptafrœðingur
Fæddur 23. apríl 1915
Dáinn 3. júlí 1985
Það voru oft mikil ærsl í frímín-
útum í portinu hjá Miðbæjarskól-
anum. Strákarnir sýndu mátt sinn
með því að stökkva upp vegginn
fyrir neðan Laufásveginn og grípa
í járnhandriðið. Þeir hraustustu
reyndu við vegginn þar sem hann
var hæstur syðst. Svo var slegist
um það hver væri sterkastur í
bekknum.
í þessum hópi var Bergsteinn,
sonur Stefáns Nikulássonar. Við
kynntumst og urðum góðir vinir.
Það var upphaf þeirrar gæfu
minnar að verða nánast heimilis-
fastur hjá þeim Stefáni og Sig-
rúnu Bergsteinsdóttur, konu hans.
Heimili þeirra á Baldursgötu 15
stóð mér. alltaf opið, og þar bjó
gott fólk; foreldrar og systur Sig-
rúnar.
Þau hjónin hugsuðu um mig af
þeirri hlýju og alúð, sem þau
sýndu Bergsteini syni sínum. Stef-
án Nikulásson varð mér enn meira
virði eftir að ég missti föður minn
10 ára gamall. Ljúfmennska hans
og föðurleg umhyggja hafa án efa
hjálpað mér yfir erfiðan hjalla.
Minningargrein er aðeins lítill
þakkarvottur.
Stefán var einstaklega dag-
farsprúður maður. Ég sá hann
sjaldan eða aldrei skipta skapi. Þó
lét hann í ljós skoðanir sínar á því,
sem honum mislíkaði. Ekki heyrði
ég hann leggja illt til nokkurs
manns né ætla öðrum svik eða læ-
vísi. Hann var réttlátur maður og
ég held að hann hafi þolað illa
hverskonar misrétti, í hvaða
mynd, sem það birtist.
Minning:
Fæddur 21. janúar 1891
Dáinn 14. júní 1985
Þeim fer fækkandi sem muna
aftur fyrir síðustu aldamót.
Einn þeirra, Þórarinn Jóhanns-
son frá Ríp, tengdafaðir minn, er
nú fallinn í valinn.
Þórarinn var fæddur að Skíða-
stöðum í Laxárdal að baki hins
reisulega Tindastóls 21. janúar
1891. Sex vikna gömlum var hon-
um komið í fóstur hjá Ragnheiði
Eggertsdóttur og Markúsi Ara-
syni, og ólst hann upp hjá þeim,
fyrst að Eyhildarholti og síðar að
Ríp í Hegranesi. Þau reyndust
honum sem bestu foreldrar og mat
hann þau meira en annað fólk,
sem hann kynntist á lífsleiðinni.
Þau hjón dvöldu hjá honum með-
an ævin entist þeim, en þau önd-
uðust háöldruð. Þórarinn tók við
búi gömlu hjónanna að Ríp þegar
kraftar þeirra þurru. Áður fyrr
hafði verið tvíbýli að Ríp, en árið
1931 tók Þórarinn við báðum
helmingunum og bjó síðan á allri
jörðinni þar til synir hans tóku við
búrekstrinum.
Ríp var erfið jörð í þá daga.
Heyskapur fór að miklu leyti fram
á bökkum Héraðsvatna og allt var
bundið og flutt á hestum heim. Sú
heybandsleið var bæði löng og
ströng og reyndi á þolrifin, bæði í
mönnum og hestum. Þórarni bún-
aðist vel á Ríp og hefur atorka
hans og dugnaður vafalaust átt
sinn þátt í því, en fleira kom þó til.
Hann varð þeirra gæfu aðnjótandi
að fá hina ágætustu eiginkonu,
Ólöfu Guðmundsdóttur frá Ási i
Hegranesi, en þau gengu í hjóna-
band á vordögum 1918. Það reynd-
ist honum mikið gæfuspor og hef-
ur ólöf staðið við hlið hans í blíðu
og stríðu síðan. Hún lifir hann nú
I Orðskviðum Salómons segir:
„Réttlátur maður gengur fram í
ráðvendni sinni, sæl eru því börn
hans eftir hann.“ Það þarf raun-
verulega ekki fleiri orð til að lýsa
manngerð Stefáns.
Þó Stefán væri hæglátur var oft
glatt á hjalla á Baldursgötu 15.
Hann hafði gaman af undarlegum
uppátækjum strákanna og tók
þátt í leik þeirra. Og hann fyrirgaf
ófyrirséðar afleiðingar bernsku-
leikja og mildaði sorg og von-
brigði. Hann hafði líka gaman af
að sýna og útskýra þær furður
veraldar, sem okkur strákunum
urðu hálfgerð opinberun.
Stefán Nikulásson varð stúdent
frá Menntaskólanum í Reykjavík
1936. Hann lauk síðan prófi í
viðskiptafræði frá Háskóla ís-
lands 1945. Á árunum 1937 til ’41
var hann skrifstofumaður hjá
RAFHA í Hafnarfirði, og starfaði
síðan hjá Skóverslun Lárusar G.
Lúðvíkssonar og hjá Landssam-
bandi iðnaðarmanna. Hjá Olíu-
verslun íslands vann hann 1949 til
’52, en þá hóf hann störf hjá
Rafmagnsveitu Reykjavíkur og
eyddi þar mestum hluta starfs-
ævinnar.
Stefán hafði mikið yndi af
ferðalögum og ljósmyndun, og
kom talsvert við sögu félagsmála á
þeim sviðum. Annars held ég að
heimilið og fjölskyldan hafi verið
honum eitt og allt. Hann gerði
aldrei miklar kröfur fyrir sjálfan
sig eða til veraldlegra gæða; ham-
ingjuna sótti hann annað.
Með þessum línum kveð ég mik-
i hárri elli. ólöf og Þórarinn eign-
uðust tíu börn, sem öll eru hin
mannvænlegustu. Sum búa í
Skagafirði en önnur hafa flutt til
fjarlægari byggðarlaga. ólöf og
Þórarinn munu nú eiga 92 afkom-
endur. „Það virðist eins og við Ólöf
mín höfum átt eitthvað erindi
saman,“ sagði Þórarinn við mig
nýlega, þegar hann var að segja
mér hvað þau ættu orðið marga
afkomendur.
Ríp var bæði þingstaður hrepps-
ins og kirkjustaður og þar var því
ávallt mikil gestanauð. Öllum sem
að garði bar tóku húsbændur með
sömu meðfæddu gestrisninni, og
þó að húsakynni væru fátækleg á
meðan búið var í gamla bænum,
bætti hjartahlýja húsráðenda það
fyllilega upp.
Þórarinn var lengst af ævi
fremur heilsuveill. Hann gekk
undir mikla læknisaðgerð 1924 og
aðra 1954. Þrátt fyrir það var
hann atorkumaður til vinnu, þeg-
ar heilsa hans leyfði, en nú síöustu
árin var hann þrotinn að líkam-
legum kröftum, en andlega var
hann fullkomlega skýr til hinstu
stundar.
Hann var minnugur og kunni
frá ýmsu að segja frá gamla tím-
anum, bæði frá mönnum og mál-
efnum — frá því gamla íslandi,
sem leið undir lok á heimstyrjald-
arárunum siðari, um svipað leyti
og menn á mínum aldri voru að
komast til þroska. Þeim fækkar
nú óðum sem muna þá tíð, þegar
Jón Ósmann ferjaði fólk og fénað
yfir vestari ós Héraðsvatna eða
þegar ísinn á Vötnunum var
notaður sem þjóðbraut til að
flytja jólaglaðninginn heim.
Við Þórarinn kynntumst ekki
fyrr en hann var þrotinn að líkam-
legri heilsu. Ég minnist þess vel,
inn heiðursmann og þakka honum
liönar stundir. Fjölskyldu hans
færi ég innilegar samúðarkveðjur.
— ÁG
Mig langar til að minnast
tengdaföður míns, Stefáns Nikul-
ássonar, með fáeinum línum.
Hann tók mér opnum örmum og
þau bæði hjónin þegar ég heim-
sótti þau fyrst 16 ára gömul.
Þannig var heimili þeirra opið
fyrir Bebba vinum jafnt sem
þeirra eigin. Fyrr en varði eyddi
ég meiri tíma á þeirra heimili en
mínu eigin og alltaf var ég vel-
komin hvernig sem á stóð, má því
segja að ég væri alin þar upp frá
16 ára aldri. Sigrún og Stefán
bjuggu í húsi foreldra hennar á
þessum tíma og hafði ég aldrei
kynnst svona samheldri fjölskyldu
fyrr og væri betur ef svo gilti um
allar fjölskyldur í dag. Samband
mitt við tengdaforeldra mína
finnst mér alveg einstætt þegar ég
lít yfir farinn veg.
Stefán byrjaði á því að kenna
að við hjónin vorum vön að aka
norður að Ríp, að minnsta kosti
einu sinni á hverju sumri, og
dvelja þar i nokkra daga hjá ólöfu
og Þórarni. Stundum var orðið
nokkuð áliðið dags þegar komið
var að Ríp, en alltaf voru þó gömlu
hjónin vakandi og tóku innilega á
móti okkur. Nú verður tómlegra
að koma norður, þegar Þórarinn
er ekki lengur við hlið Ólafar að
taka á móti ferðalúnum gestum.
Síðastliðið ár dvöldu gömlu hjónin
hjá Þórði syni sínum og Solveigu
tengdadóttur á Sauðárkróki.
Fyrr á þessu bjarta og fagra
vori sá ég Þórarin í hinsta sinn.
Hann mun þá hafa rennt grun í að
endalokin væru skammt undan og
skömmu áður en hann kvaddi mig
sagði hann: „Þú manst að skila
þakklæti frá mér til Þórðar míns
og Solveigar, fyrir allt sem þau
hafa gert fyrir okkur Ólöfu mína.“
Nú kveðjum við mætan mann
sem lokið hefur giftudrjúgu starfi
á langri ævi. Ég bið þess að góður
Guð létti tengdamóður minni,
ólöfu missinn, sem ég veit þó að í
hennar huga er aðeins tímabund-
inn.
Börnum, ættingjum og vinum
votta ég dýpstu samúð.
Ævar Jóhannesson
mér að keyra og ailtaf jafnþolin-
móður eins og hans var vani og
•leiðrétti mig í rólegheitum. Síðan
var ég tekin með fjölskyldunni í
ferðalög því að hans líf og yndi var
að ferðast og taka myndir.
Samband okkar varð sterkara
eftir því sem árin liðu, því Stefán
var seintekinn maður, hæglátur
en góður og tryggur vinum sínum.
Látleysi var e.t.v sterkasta ein-
kenni hans i öllum samskiptum
við fólk. Stefán var góður afi, en
keypti sér aldrei vináttu með
sælgætisgjöfum, heldur las og
sagði sögur og ævintýri sem urðu
dýrmætari gjafir þegar árin liðu.
Síðan tóku ferðalögin við og áfram
héldum við að ferðast saman jafnt
innan lands sem utan. Alltaf sagði
afi eitthvað skemmtilegt og sá
spaugilegu hliðina á hlutunum
þannig að öll fjölskyldan hafði
skemmtun af. Þannig var svo síð-
asta helgin sem hann lifði, þá vor-
um við öll fjölskyldan ásamt bróð-
ur hans og mágkonu og fjölskyldu
þeirra á ferðalagi í inn í óbyggðum
og nutum samvista hvert við ann-
að í nálægö hinna íslensku fjalla.
Engan grunaði að innan 3ja sól-
arhringa yrði Stefán allur. En
minninguna um hann geymum við
öll og allar þær ánægjustundir
sem við nutum saman.
Blessuð sé minning hans.
Edda Níels
í dag fer fram frá Neskirkju í
Reykjavík útför Stefáns Nikulás-
sonar, viðskiptafræðings, en hann
lést í Borgarspitalanum að morgni
3. júlí af völdum hjartabilunar.
Stefán var fæddur í Vestmanna-
eyjum, sonur Nikulásar Friðriks-
sonar, rafvirkja, og konu hans,
Rögnu Stefaníu Stefánsdóttur,
voru þau bæði ættuð úr Mýrdal.
Hann ólst upp í foreldrahúsum í
hópi 7 systkina. Eftir að foreldrar
Stefáns fluttu til Reykjavíkur
gerðist Nikulás faðir hans starfs-
maður Rafmagnsveitunnar og var
umsjónarmaður frá 1922 til dán-
ardægurs, árið 1949.
Stefán Nikulásson lauk stúd-
entsprófi frá Menntaskólanum í
Reykjavík árið 1936 og kandi-
datsprófi í viðskiptafræði frá Há-
skóla íslands 1945.
Að loknu stúdentsprófi fór hann
til Noregs og vann þar eitt ár í
raftækjaverksmiðju í Porsgrunn
og kynnti sér framleiðsluna. Stef-
án kvæntist 14. október 1938 Sig-
rúnu Bergsteinsdóttur, skattrit-
ara í Reykjavík Kristjánssonar.
Stefán og Sigrún eignuðust einn
son, Bergstein. Hann er sjón-
tækjafræðingur og rekur gler-
augnaverslunina Linsuna hér i
Reykjavík. Bergsteinn er kvæntur
Eddu Niels og eiga þau tvær dæt-
ur, Sigrúnu og Helgu, sem nú
syrgja góðan afa, enda voru þær
yndi hans og eftirlæti. Stefán
vann hjá Rafha í Hafnarfirði
1937—41, þvi næst skrifstofustörf
hjá Skóverslun Lárusar G. Lúð-
vígssonar, síðar hjá Landssam-
BJÖRN Olafsson bakari, sem
lést 12. október 1984, ákvað í
erfðaskrá sinni, að húseignin á
Hverfisgötu 32 í Hafnarfirði
skyldi falla í arf til Krabba-
meinsfélag íslands til frjálsrar
ráðstöfunar. Björn, sem var 87
ára þegar hann lést, gaf húsið til
minningar um eiginkonu sína,
Önnu Blakstad Olafsson, sem
látin er fyrir nokkrum árum.
í frétt frá Krabbameinsfélagi
íslands segir að þessi gjöf komi
sér mjög vel fyrir Krabba-
meinsfélagið nú þegar umsvif
félagsins séu að aukast mikið og
verið sé að taka upp nýja starfs-
þætti svo sem leit að brjósta-
krabbameini með röntgen-
myndatökum.
33
bandi iðnaðarmanna og hjá Olíu-
verslun íslands hf. 1949—52. Árið
1952 varð Stefán starfsmaður Raf-
magnsveitu Reykjavíkur og vann
þar til æviloka. Hann vann við
skrifstofustörf hjá innlagnadeild.
Stefán var í stjórn Félags áhuga-
ljósmyndara frá 1952—55, enda
sjálfur mikill áhugamaður á því
sviði og eftir hann liggur stórt
safn ljósmynda. Einnig kenndi
hann um árabil ljósmyndun hjá
Æskulýðsráði Reykjavíkur. Stef-
án var náttúruunnandi og hafði
mikla ánægju af ferðalögum, hann
var oft fararstjóri hjá Ferðafélagi
íslands, gáfust honum þá góð
tækifæri til ljósmyndunar.
Stefán ferðaðist einnig mikið
utanlands. Er þess skemmst að
minnast að á síðastliðnu vori fóru
þau hjónin, Stefán og Sigrún, til
Þýskalands, Sviss og Ítalíu í boði ^
sonar síns og tengdadóttur í til-
efni af 70 ára afmæli Stefáns.
Stefán var greiðvikinn, hjálp-
samur og góðlyndur, en gat verið
þykkjuþungur, ef honum þótti sér
misboðið. Hann var mjög vinsæll
af samstarfsfólki, sem nú saknar
góðs félaga.
Ég, sem þessar línur rita, kveð
Stefán Nikulásson með hlýjum
hug og minnist hans með þakklæti
fyrir löng og góð kynni.
Fjölskyldu hans, ættingjum og
vinum sendi ég innilegar samúð-
arkveðjur.
Kristín Þorláksdóttir
Fregnin um fráfall Stefáns
frænda okkar eða Stebba, eins og
við kölluðum hann, kom sem reið-
arslag, hann sem helgina áður
hafði verið í óbyggðaferð með
okkur. Þegar tíðindin bárust til
okkar settist sorgin að. Minn-
ingarnar liðu um hugann, minn-
ingar um ferðalög í óbyggðum, þar
sem Stefán kunnugastur í hópn-
um, sagði ungum sem eldri frá, —
minningar um hæglátan, kíminn
en umfram allt hlýjan, barngóðan
mann. Minningar um frænda og
vin, sem alltaf var til taks ef
þurfti, en oftar kom að fyrra
bragði, með hlýju og vináttu. Það
að hafa átt Stefán að sem góðan
frænda sem alltaf var tilbúinn að
hlusta á vandamál og spurningar
okkar, bæði í barnæsku og þegar
árunum fjölgaði, ávallt með hald-
góð svör og ráðleggingar, er minn-
ing sem lifir í hjörtum okkar.
Tengslin við Stefán voru okkur
dýrmæt, meir en orð fá tjáð. Fyrir
tveimur árum fluttust Stefán og
Sigrún í næsta hús, eða út í hús *
eins og við segjum. Við það jókst
sambandið mikið og erum við
þakklát fyrir þær ánægjustundir
sem við þannig nutum. Um leið og
við kveðjum Stefán þessari fá-
tæklegu kveðju, viljum við færa
Sigrúnu eiginkonu hans og Berg-
steini og fjölskyldu hans okkar
innilegustu samúðarkveðju.
Systkinin Hringbraut 26
Krabbameinsfélag-
inu gefin húseign
Björn Ólafsson
Þórarinn Jóhanns-
son frá Ríp