Morgunblaðið - 11.07.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 11.07.1985, Blaðsíða 29
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1985 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚLl 1985 29 flfargtmltfftfeifr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrlft- argjald 360 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 30 kr. eintakiö. Vaxandi ofbeldi Forystugrein Morgunblaðsins síðastliðinn þriðjudag fjall- ar um þann toll í meiðslum og mannslífum, sem umferðin tek- ur, bæði hér og erlendis. Þar er sú staðreynd undirstrikuð, að gagnkvæm tillitssemi öku- manna og virðing fyrir umferð- arreglum sé haldbezta fyrir- byggjandi aðgerðin gegn um- ferðarslysum og öllu því nei- kvæða sem þeim fylgir. Það er víðar en á vegum úti sem misbrestur á tillitssemi í mannlegum samskiptum leiðir til hörmunga. Þegar litið er yfir erlendar fréttir Morgunblaðsins sl. þriðjudag, sama daginn og forystugreinin um tillitssemi i umferð birtist, blasir hvarvetna við ofbeldi manna gegn mönn- um. Þá er ekki einungis átt við staðbundin stríð, sem víða geisa í veröldinni og leiða hörmungar yfir milljónir manna. Miklu frekar beinast sjónir að ofbeldi, sem gerir vart við sig á ólíkleg- ustu stöðum og bitnar fyrst og fremst á saklausu fólki, sem á sér einkis ills von og hefur ekk- ert til saka unnið. Lítum lauslega á fáeinar fréttir um þessi efni, sem blaðs- að hafa við augum síðustu daga: • Öflug sprengja springur í símstöðvarbyggingu í Lúxem- borg á dögunum, en Lúxemborg er lítið land sem við höfum mik- il samskipti við. • Fréttir um sprengjur á ýms- um stöðum í Evrópulöndum, sem fólk fjölmennir á: verzlanir, umferðarmiðstöðvar og sólar- strendur, eru nánast daglegt brauð. • Fréttir um fluj?vélarrán og hvers konar ofbeldi gagnvart ferðafólki eru nánast fastur lið- ur í fjölmiðlun samtímans. • Fréttir um líkamsárásir og nauðganir eru ófáar. Því miður er íslenzkt samfélag ekki undan- tekning í því efni. • Stjómvöld í alræðisríkjum beita almenning margs konar fantabrögðum, m.a. fangelsun- um og pyntingum, þó viðkom- andi hafi ekkert til saka unnið annað en að hafa sjálfstæðar skoðanir á manniegum við- fangsefnum. Það eru talandi dæmi um stöðu mála á líðandi stund, að þessa dagana er unnið að styrkingu og stækkun Berlín- armúrsins, sem heftir ferða- frelsi fólks; og að her Sovétríkj- anna í Afganistan ástundar að koma sprengjum fyrir í barna- leikföngum. Hvers konar hryðjuverka- starfsemi veður uppi víða um veröld, stundum í nafni meintra „hugsjóna" og „pólitískra markmiða". Baráttuaðferðir þessar verður hinsvegar að flokka undir ótvíræð glæpaverk, sem bitna fyrst og síðast á sára- saklausu fólki. Ronald Reagan Bandaríkja- forseti hélt því fram á ársfundi bandaríska lögmannafélagsins, að íran, Kúba, Líbýa, Norður- Kórea og Nicaragua myndi eins- konar sambandsríki hryðju- verkamanna, hvar þeir eigi grið- land, hljóti þjálfun til ofbeldis- verka og margs konar stuðning. Auðvitað koma fleiri ríki við sögu og er skemmst að minnast réttarhalda yfir tilræðis- mönnum Jóhannesar Páls páfa, sem leiða sektarlíkur til A-Evr- ópuríkja, einkum Búlgaríu og Sovétríkjanna. Þrátt fyrir allar framfarir mannkyns á sviði menntunar, þekkingar og vísinda stendur það sízt nær friðsamlegri sam- búð og tillitssemi í samskiptum einstaklinga og þjóða en löngu gengnar kynslóðir. Langt er þó síðan að fram vóru settar sam- skiptareglur á lífsgöngu manna, sem fela í sér farsæld, ef fólk gerir þær að leiðarljósi. Krist- indómurinn, sem við játum í orði en síður á borði, er máske eini vegurinn, sem við getum gengið, út úr hættum og hroða samtímans. Við þurfum í stuttu máli að sýna tillitssemi og virða um- ferðarreglur á lífsgöngu okkar til að fyrirbyggja hættur, sem hrannast hafa upp — og komið hafa fæti milli stafs og hurðar á þjóðarheimili okkar. Skattar og skólar Bandalag kennarafélaga sendir frá sér skondna ál- yktun, sem birt er blaðsíðu 27 í Morgunblaðinu í gær. Þar segir m.a.: „Stjórn BK varar eindregið við þeirri stefnu sem þarna er tekin upp og þeirri hugsun sem á bak við liggur, að rétt sé að skattleggja nemendur og for- eldra sérstaklega til að greiða hluta af eðlilegum skólakostn- aði.“ Nú er það á flestra vitorði að landsmenn allir, sem atvinnu- tekjur hafa, þar á meðal nem- endur og foreldrar, eru skatt- lagðir sérstaklega til að standa undir heildarkostnaði ríkissjóðs, þar á meðal stofn- og rekstrar- kostnaði skóla í landinu. Það hlýtur að skipta foreldra og kennara meginmáli hvern veg megi bæta grunnskólakerf- ið. Aðhald samanburðar, sem fæst með hóflegri samkeppni, getur ekki virkað nema til góðs, ef það rýrir í engu almennan rétt til náms. Tjónið af njósn- um Arne Treholts Með írakska leyniþjónustumanninum Radhi A. Mohammed. Myndin var tekin í Aþenu þann 19. október 1983, eftir að TrehoR hafði látið írakann fi ýmis trúnaðarskjöl. eftir Arne Olav Brundtland f dómnum sem kveðinn var upp yfir Arne Treholt er vísað til mats Fredriks Bull-Hansen hershöfð- ingja, yfirmanns landvarna Norð- manna, i því hvað það muni kosta norska ríkið að bæta þann skaða, sem hlotist hefur af njósnum Tre- holts. Ljóst er að skaðinn verður ekki bættur með fjirmunum einum saman. f dómnum er aðeins vikið stuttlega að mati Bull-Hansens, en það hefur vakið athygli og umræður. Upphæðin sem hershöfðinginn nefndi jafngildir margra ára fram- lögum til varnarmála. Margir frétt- askýrendur hafa haldið fram að í Ijósi þessa þurfi a.m.k. að þrefalda núverandi framlag til varnarmála en það nemur um 14 milljörðum norskra króna (66 milljónum ísl.). Fréttaskýrendur þessir álíta að Bull-Hansen hafi skilað nákvæmu yfirliti yfir fjárhagslegt tjón af njósnum Treholts. Þetta er al- rangt. Hershöfðinginn lét aðeins uppi fræðilegt álit sitt. f dómnum er lögð áhersla á að ekki sé unnt að meta þann skaða til fulls sem hlotist hefur af njósnum Treholts, þótt fyrir liggi að hann sé mikill og víðtækur. Til einföldunar má skipta skað- semi njósna Treholts í þrjá hluta. í fyrsta lagi verður margt af þvi sem Treholt lét Sovétmönnum í té aldrei bætt. í öðru lagi er um að ræða þann skaða sem hlýst af beinum herfræðilegum upplýsing- um, t.d. um hernaðarmannvirki. í þriðja flokknum eru síðan upplýs- ingar um hernaðaráætlanir og önnur stjórnfræðileg og herfræð- ileg atriði. Vitaskuld eru engin glögg mörk milli þessara þriggja flokka. Varnarmál Norðmanna eru ein heild. Vandinn snýst einnig um hvern- ig bæta má stig af stigi þann skaða sem njósnir Treholts ollu. Eftir því sem Bull-Hansen segir hefur þegar verið hafist handa og á hann þá væntanlega við að allt verið gert sem unnt er við núver- andi aðstæður. Vænta má frekari aðgerða þar sem fyrir liggur að framlög til varnarmála verða auk- in til þess að bæta þann skaða sem á annað borð verður bættur. En tími og peningar setja yfirstjórn landvarna skorður. Þeir fjármunir sem renna til breytinga og endur- bóta verða alltént ekki notaðir annars staðar. Landvarnir Norðmanna Almenningur hefur takmarkaða innsýn í Treholt-málið því hluti réttarhaldanna fór fram fyrir luktum dyrum. En það má ímynda sér að Treholt hafi látið í té mik- ilvægar upplýsingar um hernað- armannvirki svo sem vígi stór- skotaliðsins á strandlengjunni og stjórnstöðvar hersins. Hugsanleg- ir óvinir búa þegar yfir einhverj- um slíkum upplýsingum, en þær eru aldrei alveg óyggjandi. Nýjar og ítarlegri upplýsingar myndu gera þeim kleift að gera þessi mannvirki óvirk mun fyrr en ella ef átök brytust út. Hluta þess tjóns sem slíkar upplýsingar valda má bæta en ef upplýsingarnar eru svo víðtækar að nauðsynlegt reyn- ist að flytja mannvirkin úr stað nemur kostnaðurinn fljótt mörg- um milljörðum króna. Annar vandi blasir við ef hugað er að upplýsingum sem Treholt kann að hafa gefið um innra starf landvarna Norðmanna og stjórn- fræðilegar og herfræðilegar áætl- anir. Ef meta á skaðsemi slíkra upplýsinga verður að taka tillit til sálrænna þátta og lögmála mann- legra samskipta. Líklegt er að sov- éska leyniþjónustan, KGB, haldi skrá yfir helstu leiðtoga Norð- manna og að sífellt sé unnið að frekari gagnasöfnun um þá. Upp- lýsingar sem Treholt lét í té, gætu hafa staðfest álit KGB á einhverj- um tilteknum stjórnmálamanni eða breytt því. Það er erfitt að f réttarsalnum skömmu áður en dómur var kveðinn upp. gera sér grein fyrir hversu fær Treholt var um að leggja mat á norska stjórnmálamenn og hern- aðarsérfræðinga. Dómar hans gætu bæði hafa verið út í bláinn eða hnitmiðaðir. Lykilatriði við mótun stefnu Norðmanna í örygg- ismálum er ákvörðunin um það hvenær réttlætanlegt sé fyrir leið- toga þjóðarinnar að óska eftir hjálp bandamanna sinna ef til ófriðar dregur. Upplýsingar frá Treholt gætu hafa auðveldað liðs- mönnum KGB að glöggva sig á þessu atriði. Á hitt er að benda, að leiðtogar Norðmanna geta tæp- lega sagt nákvæmlega fyrir um við hvaða aðstæður þeir telja slíka hjálp nauðsynlega. Það dregur þó ekki úr ábyrgð Treholts. Bull-Hansen, hershöfðingi, hef- ur óskað eftir því að ekki fari fram opinberar umræður um tjónið sem hlotist hefur af njósnum Treholts. Þær geti komið KGB til góða. KGB átti frumkvæðið Ég ætla að leyfa mér að benda á eitt atriði, sem sýnir ljóslega, að KGB stóð að baki njósnunum og að leyniþjónustan fékk þær upp- lýsingar sem hún var á höttunum eftir. I dómnum kemur fram að frumkvæðið var alltaf hjá Sovét- mönnum. Sönnunargögn gefa til kynna að útsendarar KGB hafi alltaf sett sig í samband við Tre- holt að fyrra bragði. Ekkert kom fram sem sannað gat fullyrðingar Treholts um að hann hafi tekið við upplýsingum frá Sovétmönnum og komið þeim á framfæri. Ef svo hefði verið hefðu orð hans um að hann hafi með óhefðbundnum hætti stuðlað að friði á milli land- anna ekki fallið dauö og ómerk. Norðmenn nutu ekki góðs af sam- skiptum Treholts við Sovétmenn og það er hæpið að.hann hafi feng- ið nokkrar markverðar upplýs- ingar frá þeim. Þrátt fyrir að Tre- holt haldi öðru fram, virðist sem hann hafi þegið verulegar fjár- upphæðir fyrir þær upplýsingar, sem hann lét útsendurum KGB í té. Þetta mál sýnir ljóslega hversu hættulegt það er að gefa KGB höggstað á sér. Þeir sem starfs síns vegna hafa samskipti við Sov- étmenn ættu að vera á varðbergi. Liðsmenn KGB eru ekki Ahöttun- um eftir gagnkvæmum skiptum á upplýsingum. Þetta minnir mig á samtal mitt við sovéskan stjórnarerindreka fyrir nokkrum árum á matsölu- stað í Osló. Við kvöddumst með þessum orðum: Hann: Getum við ekki hist af og til svo þú getir sagt mér frá norsk- um stjórnmálum? Ég: Jú, gjarnan, en þá vil ég að þú segir mér frá sovéskum stjórn- málum. Hann: Það er óþarfi. Þú getur lesið um þau í Pravda. Ég. Allt í lagi. Þá finnst mér að þú eigir að lesa um norsk stjórn- mál í Aftenposten. Hann: Nei, ég hef áhuga á þínum skoðunum, ekki skrifum Aften- posten. Ég: Einmitt. Ég hef áhuga á að heyra skoðanir þínar, þar sem ég er fræðimaður og fylgist með stjórnmálum. Hann undrandi: Þurfa menn nauðsynlega að hafa eigin skoðan- ir? Ég hitti hann aldrei aftur en tæpu ári síðar las ég í blaði, að honum hefði verið vísað úr landi. Arne Olar Brundtland er aérfræó- ingur í öryggis- og afropnunarmál- um hjá norsku utanríkismálastofn- uninni. Hann er ritstjóri tímarits- ins Internasjonal Politikk. Hópreið um Strandir HANN er til margra hluta nytsamur Djúpbáturinn okkar Fagranesið, svo sem hann nú í tveim ferðum sínum hér um Djúp flutti 43 hesta frá ísafirði og Bolungarvík inní Bsi á Snæfjallaströnd, — og gerist ekki á hverjum degi að slíkur gæðingahópur ferðist hér um Djúpið. En Bolvík- ingum hefur aldrei verið fisjað saman, og eru í fleiru til forustu fallnir en flaka og frysta fisk til gjaldeyrisöflunar þjóð sinni til handa, og stóðu þar til forustu í tilbreytni hversdagsins, að stofna til hópreiðar um strandir norður. Hljóðar sú ferðaáætlun um leið- ina hér út alla Snæfjallaströnd yf- ir Snæfjallaheiði til Grunnavíkur. — Þaðan svo sem leið liggur yfir Staðarheiði fyrir Jökulfirði um Hrafnfjörð og Skorarheiði, — Furufjörð og Reykjarfjörð að Dröngum og Trékyllisvík. Þaðan Naustavíkurskörð til Reykjar- fjarðar syðri, þar sem við þeim þar munu taka, ef forfallalaust verður, hjónin Magnús Jakobsson og Bjarnveig Samúelsdóttir, — en þau áttu upptökin að ferð þessari og eiga í hópnum 2 reiðhesta sína — en sem að afleiðingum slyss gátu ekki orðið þeim samferða frá byrjun, en ráðgera þess í stað að keyra á bíl svo langt sem komist verður, en leggja síðan land undir fót að leiðarenda í Reykjarfjörð. En Magnús er borinn og barn- fæddur í Reykjarfirði og ól þar aldur sinn til fullorðinsára, en Bjarnveig frá Dröngum ættuð. En því næst skal áfram halda yfir Trékyllisheiði til Steingríms- fjarðar, yfir Steingrímsfjarðar- heiði til Mjóafjarðar í Djúpi, en aldeilis ekki þar að leiðarlokum komið, — því svo er áætlað að fram skuli sigla uppúr Mjóafirði yfir Glámu ofaní alla leið Dýra- fjörð, þar sem loks skal taka þátt í hestamannamóti á Söndum í Dýrafirði þar sem skeiðvöllur hestamannafélagsins Storms, — félags vestfirskra hestamanna, bíður þar gæðinga þeirra feikn- legu áhugagarpa hinna vestfirsku sjávarþorpa, sem innleitt hafa þá fjölskrúðugu tilbreytni í tilveru hversdagsins, að hafa sér til ynd- isauka þarfasta þjóninn, — og ferðast um allar þær óbyggðu eyðilendur, sem nú um hásumar skarta sínu fegursta sumarskrúði um alla dali og hlíðar. En síðast sem vitað er, fór reiðflokkur manna frá Djúpi yfir Glámu árið 1892 á 1000 ára af- mælishátíð byggðar við Dýrafjörð, en var fjölfarin leið á söguöld, og mun því vera farið að fyrnast götuslóðin frá þeirri tíð, sem þó með smávörðubrotum vísaði hina réttu leið. Ferðastjóri í ferð þessari er hinn landskunni leiðsögumaður um strandir allar norður hér: Gísli Hjartarson, — minnugur um stað- hætti a'la og sögu stranda, enda þar við komið sögu um margra ára skeið, og margþjálfaður í öllum vanda sem að höndum bera kann á þessari svo fáförnu leið. Klæddur er hann skykkju rauðri um lendar niður, útsaumaða skrautstöfum á baki sér orðið: Fararstjórí, en litur skykkjunnar skal vera hið alþjóð- lega sameiningartákn þeirra; þjáðu manna í þúsund löndum sem þekkja skortsins glímutök. Hér í ferð er 14 manna hópur Bolvíkinga og ísfirðinga, og þar af fimm konur, og geri aðrir betur, — fjölhæfir ferðagarpar á traust- um jóum sínum. Má þar ekki sist- Allt tilbúið til að leggja upp í ævintýraferðina. Hestarnir um borð f Fagranesi og bíða þess að verða hffðir á land á SnæfjaUaströnd. Morgunbiaðið/Jens (Kaidalðm Einn hestanna hífður frá borði f land. an nefna Rögnvald Ingólfsson úr Bolungarvík, kunnan og mikilhæf- an hestamann, enda starfrækt námskeið í reiðmennsku fyrir kon- ur, börn og unglinga með hinum ágætasta árangri, — og einn mik- ilhæfasta frumherja í starfsemi hestamennsku f sjávarþorpunum hér við Djúp. Ekki hefur dropi úr lofti komið hér síðan hið mikla hvítasunnu- hret stytti upp. Gróður þó með mikilli sterkjuangan, en vantar vætu til góðrar túnsprettu, og vor- ið milt og ekki í langan tíma ann- að eins komið að allri veður sæld. Veturinn sá mildasti um áratugi. Um 60 nemendur voru í Reykja- nesskóla hér i Djúpi nú i vetur. Var honum slitið 10. maí eftár far- sæla námsönn á vetrinum. Hefur aðsókn að skólanum aukist mikið siðustu árin. Er þar skólastjóri Skarphéðinn ólafsson, ungur og ágætis drengur, og einnig bættist í kennarahópinn þar hinn mæti klerkur okkar séra Baldur Vil- helmsson i Vatnsfirði, sem einkar laginn er að umgangast ungdóm- inn með kærleiksríku hugarþeli. Mikið umfang hefur verið i upp- ** byggingu íslaxstöðvarinnar á Nauteyri vor og sumar. Stöðvar- stjórinn Benedikt Eggertsson og fólk hans nýflutt í nýja íbúð í húsi íslax. Var hann áður bóndi í Hafn- ardal, en hætti þeim búskap í vor, og tileinkar sér nú laxabúskapinn í ríkum mæli, en nýr bóndi að Hafnardal kom i vor, ungur maður og kona hans ásamt 2 ungum son- um, margslunginn í allri þeirri list, sem að búskap lítur; Reynir Stefánsson frá Bæjum. Þá skal að lokum talið, að óttast er um að riðuveiki hafi stungið sér niður á einum bæ í Mjóafirði, þótt ekki sé það mál sannað að fullu marki. Mun því varinn þar á hafð- ur, að ekki risti sá leiði kvilli útfrá sér og mun í athugun jafnvel að farga þar fénu á bæ þessum að hausti með góðu samkomulagi og velvilja þeirra sem þar um hafa að segja. Jens í Kaldalóni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.