Morgunblaðið - 11.07.1985, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.07.1985, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1985 Lilja Bjarnadóttir Nissen - Minning Fædd 20. marz 1912 Dáin 1. júlí 1985 Lilja var fædd á Hóli í Bolung- arvík og voru foreldrar hennar hjónin Kristín Salome Ingimund- ardóttir og Bjarni Jón Bárðarson. Móðir Kristínar var Rakel, dótt- ir Jakobs bónda og útvegsmanns á Skarði á Snæfjallaströnd og var Jakob af Hrekksætt (Jón „hrekk- ur“ lögsagnari Einarsson, uppi 1687—1771, síðast í Æðey) og Eyr- arætt (Ólafur Jónsson, lögsagnari \ á Eyri í Seyðisfirði, uppi 1685—1772). Móðir Rakelar var Guðrún, dóttir Hjalta prests Þor- lákssonar, en útaf Hjalta er margt manna, einkum í Vesturheimi, þar sem ættmenn hans urðu merkir landnemar (Páll Jakobsson í Mikl- ey). Margir ættmenn Hjalta eru hagmæltir, og svo var Kristín móðir Lilju. Ekki man ég annað að segja af Ingimundi Magnússyni, afa Lilju heitinnar, en það að hann mun hafa komið úr Breiðafirði rúmt tvítugur vestur að Djúpi og gerzt ráðsmaður hjá Rakel, sem þá var ekkja í Vogum í Vatnsfirði. Breiðfirðingar sóttu bæði á ára- , bátaöldunum og síðan á skútutfm- anum mikið vestur að Djúpi og var að þeim góð blóðblöndun við Djúp, því að Breiðfirðingar voru hraustir menn og kyngóðir. Bjarni, faðir Lilju, var af Hóls- ætt í Bolungarvík í báðar ættir. Jóhanna, móðir Bjarna, var dótt- urdóttir Jóhanns á Hanhóli en Bárður, faðir hans, var Magnús- son Árnasonar á Hóli. Forfeður Bjarna höfðu setið Hól frá 1602; síðasti Hólsbóndi af ættinni dáinn fyrir nokkrum árum. í raun var ’ Hóll lengur setinn af þessari ætt, þar sem Hóll var fyrir 1600 í eigu Skarðverja og þar áður Vatnsfirð- inga en þeirrar ættar var Elín, dóttir Magnúsar prúða, sem Hóls- ætt er rakin til og manns hennar, Sæmundar Árnasonar á Hlíðar- enda, en þau Elín og Sæmundur settust á Hól 1602. Lilja ólst upp á Hóli í stórum systkinahópi, foreldrar hennar áttu 12 börn. Þrjú þeirra dóu í æsku og síðan eru látin auk Lilju; Karitas, sem dó ógift, Bárður, stýrimaður á Þormóði, þegar hann fórst í febrúar 1943, hann var kvæntur Sesselju Guðbrandsdótt- ur; Jóhanna, fyrri kona Guðjóns Jónssonar, bankaútibússtjóra á ísafirði; Laufey, gift Gísla Indriðasyni, sem landskunnur var fyrir það frumkvæði, sem hann átti í laxveiðimálum; en á lífi eru Össurína; Ásta, ekkja eftir Georg Sigurjónsson frá Siglufirði; Steingrímur, fisksali í Grímsbæ, kvæntur Kristínu Kristjánsdóttur og Jóna, gift Jóni Hj. Gunnlaugs- syni, lækni. Hólshjónin voru alla tíð bjarg- álna á mælikvarða tímans, þrátt fyrir rnikla ómegð, enda var Krist- ín sögð mikil forstandskona og Bjarni var einstakur eljumaður. I þessu plássi sem harðbýlt var til landsins en sjósókn erfið, þurfti fólk að leggja hart að sér til að bjargast. Bjarni stundaði jöfnum höndum sjóróðra og búskap og var formaður í Víkinni um skeið. Hann vann sem formaður björg- unarafrek, sem víða hefur verið fært á bækur, því að þar þótti hraustlega að unnið. Bátar voru að koma að landi í foráttubrimi. Vél eins bátsins bilaði þar sem verst gengdi, stórgrýti, þar sem bátinn ræki upp. Þegar aðrir bát- ar á landleið komu að vélbilaða bátnum, sýndist mönnum ófært að bjarga honum; hann var rekinn svo nálægt brimgarðinum. En þegar Bjarna bar þarna að á sín- um báti renndi hann þó hiklaust upp að vélbilaða bátnum og tókst skipverjum að stökkva um borð og var það á síðustu öldu fyrir grunnbrot, sem enginn hefði bjargast úr á þessum stað. Bjarna Bárðarsyni var ekki gjarnt að hræðast og eins og margir Hóls- ættarmenn var hann stór maður og sterkur og fylgdi snerpa kröft- unum. Uppeldi Lilju var hið hefð- bundna á góðum alþýðuheimilum, sem sagt alin upp í guðsótta og góðum siðum og vandist snemma vinnu, eins og öll börn þessa tíma, enda þurfti Hólsheimili mikils með og mikil vinna kom á hús- móðurina og börnin vegna fjar- vista húsbóndans, sem ekki stund- aði aðeins sjóinn að heiman, held- ur var stundum á ísfirzku útilegu- bátunum og þá fjarri heimilinu vetrarlangt. Að loknu barnaskólanámi fór Lilja í unglingaskóla, sem þá var farið að halda í Bolungarvík en síðan í Kvennaskólann og lauk þaðan prófi úr 2. bekk 1932. Kom hún þá vestur aftur og er heima næsta vetur og það varð henni ör- lagavetur, því að hún kynntist þá þeim manni, sem hún síðar giftist, Thomasi Nissen. Hann var þennan vetur verzlunarmaður hjá Gunn- arsson & Fannberg, eða Högna Gunnarssyni sem rak verzlunina. Næst er það, að Lilja vinnur í sjúkrahúsinu á ísafirði og kemst þar í kynni við hjúkrunarkonu, sem kemur henni á það spor að læra til hjúkrunar úti í Dan- mörku. Aldrei átti ég tal við frænku mina um æviferil hennar, hún var ekki mikið fyrir að tala um sjálfa sig, og kann ég enga sögu að rekja úr Danmerkurdvöl hennar um- fram það sem finna má í Hjúkrun- arkvennatali. Lilja lauk hjúkrun- arnámi við Kommunehospital í Aabenraa í júlí 1940, stundaði síð- an framhaldsnám f hjúkrun geð- veikra við geðveikrasjúkrahúsið í Augustenborg og lauk námi 1941. Lilja átti við heilsuleysi að stríða á Danmerkurárunum og stundaði því hjúkrunarstörfin þar í landi fá ár. Hún var 4 ár hjúkrunarkona á fæðingardeild við Kongevejs hosp- ital í Söderborg og um hríð for- stöðukona vöggustofu í sömu borg. Maður hennar lézt 1962, tæpt 59 ára, fæddur 7. september 1903. Thomas Nissen var myndarlegur maður og sagður ágætis drengur. Eftir lát manns síns fluttist Lilja heim til Islands og hafði þá verið rétt 30 ár í Danmörku. Það er svo um marga íslend- inga, sem dvelja langdvölum er- lendis, að þeir ganga muð hólmann í hjartanu og fjöllin verða þeim fagurblá, undirlendið iðjagrænt og allur hólminn baðaður sól og hafið umhverfis hólmann er orðið slétt. Þetta var svo um Lilju. Jafnvel Bolungarvík var orðin henni blómaakur, þó ég myndi þar ekk- ert nema grjót og meira grjót. Vegna starfa síns hafði Lilja orðið að leggja sig fram um að læra dönskuna sem bezt og lang- tímum saman umgekkst hún lítið íslendinga. Undir lok Danmerkur- dvalarinnar var henni orðin danskan öllu tiltækari en íslenzk- an, ef hún vildi setja saman vísu eða ljóð. Skömmu áður en hún kom heim til Islands, sendi hún Morgunblað- inu ljóð, sem hún hafði ort á dönsku til föðurlandsins og kemur þar allt fram sem að ofan segir um hug hennar til útskersins. Hún saknaði íslands alla tíð sína ytra. Þetta Ijóð birtist sem „Ljóð dags- ins“ í Morgunblaðinu 1961 og síð- asta erindið er þannig í þýðingu minni í prósaljóð: „Ó, þin grænu tún, þínir mosa- grónu steinar, þín leiftrandi norð- urljós, þínir fannhvítu jöklar, þín krystaltæru vötn, þínar ljósu næt- ur, þínir heitu hverir og þitt speg- ilslétta haf. Hvað get ég gert? Eg er og verð þín frjálsborna am- bátt.“ Hjónaband Lilju og Thomasar var barnlaust og þegar Lilja hafði misst mann sinn kom ekki til álita fyrir henni annað en snúa strax heim til íslands. Skömmu eftir að Lilja kom heim varð hún deildarhjúkrunar- kona á Kleppsspítalanum og þar var hún til hausts 1964 að hún varð forstöðukona Farsóttarhúss- ins og gegndi því starfi þar til það hjúkrunarheimili var lagt niður, en þá varð Lilja yfirhjúkrunar- kona á geðdeild Borgarspítalans. Því starfi gegndi hún til 1979, að henni þótti mál að hætta svo um- sýslu miklu starfi. Hún undi þó ekki kyrrsetu og tók að vinna sem sjálfboðaliði á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund og vann þar hálfan vinnu- dag, en trúlega ekki horft fast á klukkuna. Lilja var á leið til vinnu sinnar á Grund, þegar dauðinn fór um hana, þar sem hún beið eftir strætisvagni og varð henni ekki bjargað. Þessi endir var við hæfi hinnar starfsömu konu. Lilja var einstök atorkumanneskja, kvik á fæti, rösk til verka og gekk mjög ákveð- ið að hverju verki. Það held ég að henni hafi alls staðar verið borið gott orð sem hjúkrunarkonu, enda var hún það að eðlisfari. Hún var hjartahlý kona og fór mjúkum höndum um sjúka og hruma og hressleiki hennar í fasi og tali vakti kjark með þeim, sem látið höfðu hugfallast í lífsbaráttunni og gistu hennar deild. Lilja var mjög söngelsk og fé- lagslynd á yngri árum, kenndi sem ung stúlka vikivaka heima í plássi, og lék þar í leikritum og tók yfir- leitt mikinn þátt í félagslífi. Þegar aldurinn tók að sækja á hana, varð hún einrænni, svo sem hún átti kyn til, og gaf sig lítið sem ekki að félagsstarfi, það ég viti, enda var hjúkrunarstarfið henni ærinn starfi. Það fylgdi henni þó alla tíð, að hún var manna glöðust, þegar hún var í hópi fólks, sem komið var saman til að skemmta sér og engin kynni hafði ég af frænku minni önnur en þau, að hún væri hress og glöð í tali. Auð- vitað átti hún sína harma um ævina, en þá bar hún ekki á torg og einnig þar kippti henni í kynið, því að æðrulausari hjón en Kristín Ingimundar og Bjarni Bárðarson þekktust ekki í mínu plássi. Sorgin barði að dyrum þeirra hjóna eins og annarra og þau áttu oft erfitt í harðri lífsbaráttu með barnahóp- inn, en það man ég, að til þess var tekið, að frá þessu barnmarga heimili heyrðist aldrei kvartað um erfiðleika né æðruorð í sorg. Lilja heitin var ljóðelsk svo sem verið hafði móðir hennar og hún orti allmikið af tækifæriskvæðum og vísum og andleg kvæði í bland, því að hún hugsaði mikið um lífið og tilveruna og stöðu mannsins í þeirri tilveru. Eg minnist þó frem- ur smásagna hennar, en hún las tvær þeirra fyrir nokkrum árum í útvarpið og það þóttu, og voru, ágætar sögur. Mér fannst hún eiga að leggja meiri rækt en hún gerði við þá gerð skáldskapar. En það var eins og henni féllist hugur við ritstörf síðustu árin og mér er nær að halda, að hún hafi fleygt mörgu af því sem hún hafði ort og skrif- að. Kynni mín og frænku minnar voru sprottin af skriftunum og hún var mér og mínu fólki ævin- lega hlý, enda skyldleiki mikill, því að móðir hennar og amma mín voru systradætur og feður okkar þremenningar. Mér var því skylt að minnast þessarar ágætu frænku minnar nokkrum orðum, bæði sem náinn frændi og í þakk- lætisskyni fyrir góð kynni. Lilja var að allri gerð ágæt manneskja. Hún var trúuð og það höldum við kristnir menn, að sé guði þóknanlegt starf að hlynna að sjúkum og því skyldi maður ætla, að þessari góðu konu farnist vel í því lífi sem hún nú lifir. Ásgeir Jakobsson Jakob Jónsson yfir- þingvörður - Minning Fæddur 29. nóvember 1906 Dáinn 2. júlí 1985 Kveðja frá Alþingi Dauðann ber alltaf óvænt að. Og þannig beið mín óvænt fregn, þeg- ar ég kom nú heim erlendis frá. Jakob Jónsson yfirþingvörður var látinn. Ég vissi raunar að vinur minn Jakob var á sjúkrahúsi. En maður vonaði að hann ætti afturkvæmt. Ég hafði beðið eiginkonu hans, frú Aðalheiði, að bera honum kveðju og boð um að við öll í Alþingi söknuðum hans og væntum þess að sjá hann heilan á húfi hið fyrsta. En eigi má sköpum renna. Nú er skarð fyrir skildi hjá Alþingi. Jakob Jónsson var fæddur i Reykjavík 29. nóvember 1906. For- eldrar hans voru Jón Guðmunds- s son húsasmiður þar, síðar mörg ár bóndi og hreppstjóri á Narfeyri á Skógarströnd, og kona hans Guð- rún Jakobsdóttir. Jakob var á æsku- og unglingsárum hjá for- eldrum sínum á Narfeyri, vann þar algeng sveitastörf. Hann var hraustmenni til starfa og lagði jafnframt stund á íþróttir i hópi ungra manna þar vestra og vann til ýmissa verðlauna. Hann stund- aði nám í Samvinnuskólanum vet- urinn 1927—1928. Eftir það var hann nokkur ár togarasjómaður. Hann var þingvörður á Alþingi 1935 og 1936. Á árinu 1937 varð hann lögreglumaður í Reykjavík og gegndi því starfi til 1976, var siðustu árin varðstjóri. Árið 1939 settu forsetar Alþingis nýjar starfsreglur samfara breyttri skipan innanhúss í Alþingishús- inu við brottför Háskóla lslands þaðan. Varð þá að ráði með forset- um Alþingis og stjórn lögreglunn- ar i Reykjavík, að Jakob Jónsson yrði starfsmaður Alþingis um þingtímann, yrði verkstjóri þing- varða og þingsveina. Var hann síð- an yfirþingvörður til æviloka. A vegum lögreglunnar voru Jak- ob Jónssyni falin ýmis vandasöm störf. Hann var fylgdarmaður for- seta íslands í ferð til Bandaríkj- anna 1944 og til Danmerkur 1947. Hann var öryggisvörður allra er- lendra þjóðhöfðingja í opinberum heimsóknum þeirra hér meðan hann gegndi lögreglustarfi. Þegar fyrstu íslenzku handritunum úr söfnum í Danmörku var skilað heim til Islands með viðhöfn var honum falið að veita þeim mót- töku og skila i Árnastofnun. Hlaut hann heiðurspeninga vegna þess- ara starfa og var sæmdur riddara- krossi fálkaorðunnar 1977. Jakob Jónsson kvæntist árið 1940 Aðalheiði Gísladóttur verzl- unarmanns í Reykjavík Jóhann- essonar og konu hans Margrét Sigurðardóttur. Með Jakobi Jónssyni er genginn góður drengur. Alþingismenn og starfsfólk Álþingis sakna vinar í stað. Færðar eru fram þakkir Alþing- is fyrir hálfrar aldar mikilvægt trúnaðarstarf, sem rækt var svo að ekki varð betur á kosið. Þorvaldur Garðar Kristjánsson Jóna Sigríður Sveins- dóttir - Minningarorð Fædd 23. mars 1952 Dáin 2. júlí 1985 Sem móðir hún býr í barnsins mynd: það ber hennar ættarmerki Svo streyma skal áfram lífsins lind, þó lokið sé hennar verki. Og víkja skal hel við garðsins grind, því guð vor, hann er sá sterki. — (E. Ben.) Aðeins fáein orð í hinsta sinn. Hverju okkar á ættarmóti á Hall- ormsstað 29. júní sl. hefði getað komið til hugar að hún ætti aðeins tvo daga eftir á meðal okkar? En maðurinn með ljáinn gerir ekki alltaf boð á undan sér. Jóna var alin upp líkt og önnur böm í sjávarplássi, og í faðmi ástríkrar fjölskyldu. Það besta sem hún hlaut í uppeldinu var það traust sem henni var sýnt, enda hefur það orðið henni gott vegar- nesti síðar. 14. júlí 1973 var vafa- laust stærsti dagur í lífi Jónu, þá fæddist henni dóttirin Eva Björk, sem hefur verið sólargeislinn í lífi hennar og stærsti tilgangur. Ljúft hefur verið að fylgjast með upp- vexti Evu og hversu náið samband var á milli mæðgnanna. Jóna lagði metnað sinn í að gefa dóttur sinni öruggt og fallegt heimili og tókst það með eindæmum vel. Én hún gleymdi ekki barnssálinni. Það sjáum við og finnum í Evu Björk. Þrátt fyrir allt stendur hún ekki ein eftir. Þessi litla fjölskylda stendur saman nú sem áður. Hulda og Óli halda áfram hlut- verki Jónu og amma Stefanía mun áfram leggja sitt að mörkum. Elsku Eva Björk, Stebba, Hulda, óli og Stefán Sveinn, megi guð styrkja ykkur í sorg við sviplegt fráfall ágætis manneskju. í guðs friði. Ólöf og Anna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.