Morgunblaðið - 11.07.1985, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 11.07.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚLl 1985 43 Páll og Málfríður fluttu til Reykjavíkur árið 1939. Keyptu þau húsið á Njálsgötu 6 og bjuggu þar til æviloka. Hér í Reykjavík gerist hann fljótt umsvifamikill bygg- ingameistari og byggir margar stórar og góðar byggingar, enda orðlagður fyrir dugnað og vand- virkni. Allir sem unnu hjá honum eða umgengust hann á einn eða annan hátt dáðu hann fyrir ljúf- mennsku í allri framgöngu. Reglu- semi og vandvirkni í vinnubrögð- um voru aðalsmerki hans. Orð- heldinn og traustur í samskiptum við meðbræður sína. Hann var sannur heiðursmaður. Málfríður andaðist árið 1955 eftir 43ja ára farsæla sambúð þeirra hjóna. Ráðskona kom til Páls árið 1957, hún hét Karólína Stefánsdóttir, ættuð frá Norðfirði. Var hún ráðskona á heimilinu í 27 ár, eða þar til hún andaöist 20. apríl 1984. Vinátta milli foreldra minna og Páls tel ég einhver fölskvalaus- ustu vináttubönd sem ég hefi kynnst um dagana. Það leið varla sá dagur að Páll kæmi ekki á heimili fforeldra minna á Bar- ónsstíg 18. Af Páli stafaði ávallt hlýleika og ferskum blæ lífsgleði og vináttu. í mínum augum var hann stórbrotinn persónuleiki bæði í sjón og raun, gleðin og lífs- ánægjan fölskvalaus, enda var hann mikill lánsmaður. Hann átti góðan lífsförunaut og samferða- menn, blessunarríka afkomendur sem reyndust honum vel í hví- vetna. Að loknum löngum og farsælum æviferli kveðjum við góðan og traustan vin, þökkum honum sam- fylgdina og vottum aðstandendum hans samúð okkar. Sæmundur Sigurösson, málari. Kveðja frá Meistara- félagi húsasmiða Páll Kristjánsson var elstur fé- laga í Meistarafélagi húsasmiða, fæddur 27. mars 1889 og því 96 ára gamall þegar hann lést. Ég kynntist honum fyrst vorið 1982. Þá hringdi hann til mín vegna ferðar sem Meistarafélag húsasmiða ætlaði til ísafjarðar þá um sumarið. Hann sagðist vera kominn á 94. aldursárið, en hún Ása dóttir sín kæmi með svo það væri allt í lagi. Það er skemmst frá því að segja að Páll fylgdi okkur í flestu sem við gerðum fyrir vestan, var hrók- ur alls fagnaðar, hjálpsamur og skapgóður. Það verður hvað eftir- minnilegast frá þessari ferð að kynnast þessum aldna öðlingi. Páll Kristjánsson fluttist til ísafjarðar árið 1905, og hóf nám í húsasmíði 1907, hjá Kristjáni Hólm Þórðarsyni, og lauk námi 1910. Páll stóð fyrir byggingum víða um land, byggði fjölda húsa á ísafirði meðal annars fyrir kaup- félagið, gamla apótekið, gagn- fræðaskólann gamla, sjúkrahúsið gamla og margt fleira. Páll teiknaði útlit húsa og burð- arþol og var um tíma í bæjar- stjórn ísafjarðar. Páll flutti frá Isafirði 1939, og stóð síðan fyrir byggingum í Reykjavík, Vestmannaeyjum, Grindavík, Garðinum og víðar. Páll vann mikið að félagsmálum, var stofnandi Iðnaðarmannafé- lagsins á Isafirði. Síðar varð hann félagi í Iðnaðarmannafélaginu í Reykjavík og Meistarafélagi húsa- smiða. Páll sat fjölda Iðnþinga og var mjög félagslyndur maður. Á ævikvöldi sínu hafði Páll komið sér vel fyrir á Njálsgötu 6 í Reykjavík. í kjallara hússins hafði hann hefilbekkinn sinn og verk- færi. Svo sinnti hann nokkuð rit- störfum, skrifaði bókina Það er gaman að vera gamall, ferðasögur til Kanada o.fl. Páll var skemmti- legur heim að sækja, ræðinn og glaðvær. Ég votta börnum, tengdabörnum, barnabörnum og ættingjum samúð mína. Örn Isebarn Þótt lömbin séu þarna í hnappheldu { vagninum, þá er stutt í, að þau veröi komin fram á afrétt, þar sem hávaöi og hundgá munu ekki heyrast fyrr en í hausL Alltaf á fóstudögum Flughræösla —Já, það er þetta við að svífa í lausu lofti Kvikmyndagerö —Nýtt líf 3 Ég var sex mánuöi í mat —þegar 34ra tonna herflugvél kom til ís- lands með þrjár æðaklemmur Góður þessi Goude —sagt frá sérstæöum fjöllistamanni Föstudagsblaðid er gott forskot á helgina vióskipta feróir Veittur er 20% afsláttur af fullu fargjaldi til London og Glasgow og 40% afsláttur af fullu fargjaldi til Luxemborg- ar, fyrir þá farþega sem aðeins þurfa að dvelja stuttan tíma. Engin lágmarksdvöl en hámarksdvöl er 7 dagar. Ferðast er á „SAGA CLASS“ til Glasgow og London. Hringdu f sfma 25100 eða komdu við á næstu söluskrifstofu okkar FLUGLEIDIR AUGLVSINGASTOFA KRISTlNAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.