Morgunblaðið - 11.07.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.07.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚLl 1985 23 HKStiréttur íslands. Skafta, svo sem áverkarnir á and- liti hans, húðmar á hnakka og hárlos á þeim stað. Þessi skýrsla hans fær og stoð í vætti eiginkonu hans, sem ber mjög á sama veg og hann, en hins vegar hvorki í skýrslum með ákærðu né vætti Ástu Svavarsdóttur, sem hvorki varð vör við að höfði Skafta væri slegið í gólfið né gerði sér yfirleitt grein fyrir því, fyrr en á lögreglu- stöðina var komið, að Skafti hefði slasast. Að þessu athuguðu þykir viðurhlutamikið að telja sönnur færðar á, að A hafi valdið áverk- um Skafta á þann hátt, sem Skafti heldur fram. Samkvæmt því sem nú hefir verið rakið, ber að sýkna ákærðu A og B af ákæru um brot gegn 218. gr. eða til vara 217. gr., sbr. 138. gr. almennra hegningar- laga. Hins vegar telst samkvæmt framansögðu sannað, að Skafti hlaut áverka, sem hér skipta máli, inni í lögreglubifreiðinni meðan ákærði A gætti hans einn. Á þessum tíma hélt ákærði A höfði Skafta niður við gólf með taki á jakkakraga hans aftanverð- um. Skafti reyndi að reisa upp höfuðið en ákærði A hélt honum niðri. Við þetta svo og hreyfingar bifreiðarinnar er sennilegast að Skafti hafi hlotið andlitsáverkana. Áverkar þessir verða því raktir til gáleysis ákærða A við flutning á Skafta Jónssyni í umrætt sinn. Áverkarnir eru slíkir að þeir mundu varða refsingu skv. 218. gr. alm. hegningarlaga ef um ásetn- ingsverk væri að ræða. Verður því að gera ákærða A refsingu sam- kvæmt 219. gr. almennra hegn- ingarlaga, sbr. 138. gr. sömu laga, enda var málið einnig reifað á þeim grundvelli fyrir Hæstarétti, sbr. 3. mgr. 118. gr. laga nr. 74/1974. Við ákvörðun þeirrar refsingar ber á það að líta að Skafti Jónsson veitti verulega mótspyrnu við handtökuna. IV Samkvæmt því sem nú hefur verið rakið verða ákærðu B og C sýknaðir af öllum kröfum ákæru- valdsins í máli þessu. Refsing ákærða A er hæfilega ákveðin 15.000 króna sekt til ríkis- sjóðs, og vararefsing sektar 15 daga varðhald. Þá ber að dæma ákærða A til greiðslu skaðabóta til Skafta Jónssonar. Skaðabótakrafa þessi nemur alls 48.850 krónum og sundurliðast þannig: Lidur 1. Töpuð vinnulaun kr. 5.500 Liður 2. Fatnaður sem eyðilagðist, þ.e. jakkaföt, skyrta og klútur 10.150 Liður 3. læknisvottorð Högna Óskarssonar kr. 3.200 Liður 4. Miskabætur vegna þjáninga, hneisu, óþæginda, lýta, óprýði svo og fyrir röskun á stöðu og högum kr. 30.000 Samtals kr. 48.850 Þá er krafist 27% ársvaxta af téðri fjárhæð frá 27. nóvember 1983 til 21. desember 1983, en 21,5% ársvaxta frá þ.d. til 21. janúar 1984, en 15% ársvaxta frá þ.d. til 27. mars 1984 en með dómvöxtum skv. lögum 56/1979 frá þ.d. til greiðsludags. Með hliðsjón af því að Skafti átti sjálf- ur nokkra sök á átökunum og því tjóni er af þeim leiddi, þykja bæt- ur til hans hæfilega ákveðnar samtals 25.000 krónur, og ber að dæma ákærða A einan til greiðslu þeirrar fjárhæðar með vöxtum svo sem greint er í dómsorði. Staðfesta ber ákvæði héraðs- dóms um málskostnað að því er ákærðu B og C varðar, en dæma ákærða A til greiðslu málsvarnar- launa verjanda síns i héraði, svo sem þau eru ákveðin í héraðsdómi, svo og 1/3 hluta annars sakar- kostnaðar, og ennfremur 6.000 krónur upp í saksóknarlaun í hér- aði. Um áfrýjunarkostnað sakarinn- ar fari svo að ákærði A greiði málsvarnarlaun verjanda síns, en málsvarnarlaun verjenda ákærðu B og C greiðist úr ríkissjóði, svo sem nánar er greint í dómsorði. Þá greiði ákærður A upp í saksókn- arlaun fyrir Hæstarétti, 20.000 krónur og loks ‘A af öðrum áfrýj- unarkostnaði sakarinnar. Það athugaðist að skýrslur vitn- anna Sigurbjarnar Einarssonar, Ingibjargar Oldu Guðmundsdótt- ur, Malinar Örlygsdóttur, Jó- hönnu Jónasdóttur, Bjarna Bald- urssonar og Jóns Rósants Þórar- inssonar, sem reifaðir eru í hér- aðsdómi, eru skýrslur gefnar fyrir rannsóknarlögreglu, en ekkert vitna þessara hafði verið yfirheyrt fyrir dómi. Við framhaldspróf komu fjögur fyrsttöldu vitnin fyrir dóm og gáfu skýrslu, en þeir Bjarni og Jón Rósant hafa eigi borið vitni fyrir dómi. Það er aðfinnsluvert að meðal gagna málsins er lögð voru fyrir héraðsdóm, eru ýmis óþörf og þýð- ingarlaus gögn, svo sem ljósrit blaðafrétta og blaðagreina um málið. Sama á við um mikinn fjölda af skjölum þeim sem verj- andi ákærða, A, lagði fyrir Hæst- arétt í samheftum skjalabunka og engu skipta við úrlausn málsins. Dómsorð: Ákærðu B og C skulu vera sýkn- ir af kröfum ákæruvalds í máli þessu. Ákærði A greiði 15.000 króna sekt til ríkissjóðs, og komi 15 daga varðhald í stað sektar, ef hún verður ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Ákærði A greiði Skafta Jóns- syni 25.000 krónur ásamt 27% árs- vöxtum frá 27. nóvember 1983 til 21. desember 1983, 21,5% ársvöxt- um frá þeim degi til 21. janúar 1984, 15% ársvöxtum frá þeim degi til 27. mars 1984 en dómvöxt- ur frá þeim degi til greiðsludags. Ákvæði héraðsdóms um sakar- kostnað eru staðfest að því er varðar ákærðu B og C. Ákærði A greiði ríkissjóði 6.000 krónur upp í saksóknarlaun í hér- aði, málsvarnarlaun Jóns Oddssonar hæstaréttarlögmanns, verjanda síns í héraði, 18.000 krónur og 1/7. af öðrum sakar- kostnaði í héraði. Málsvarnarlaun skipaðra verj- enda ákærðu B og C fyrir Hæsta- rétti, hæstaréttarlögmannanna Sveins Snorrasonar og Svölu Thorlacius, 50.000 krónur til hvors, greiðist úr ríkissjóði. Ákærði A greiði ríkissjóði 20.000 krónur upp í saksóknarlaun fyrir Hæstarétti, málsvarnarlaun verj- anda síns, Jóns Oddssonar hæstaréttarlögmanns 50.000 krón- ur og 'A hluta af öðrum áfrýjun- arkostnaði. Sératkvæði Sératkvæði hæstaréttardóm- aranna Björns Sveinbjörnssonar og llalldórs Þorbjörnssonar í hæstaréttarmálinu nr. 157/1984: Ákæruvaldið gegn A, B og C. Við erum sammála atkvæði meirihluta dómara aftur að III kafla. Þá erum við sammála því sem þar segir, að sýnt þyki að Skafti Jónsson hafi hlotið áverka sína, a.m.k. andlits- og höfuð- áverkana, eftir að hann var færð- ur úr Þjóðleikhúsinu, en áður en komið var með hann á lögreglu- stöðina. Hljóti svo stórfelldir áverkar að vekja grunsemdir um að Skafti hafi sætt ofbeldi eða harðræði af hálfu ákærðu A eða B. Viðurhlutamikið þykir að telja sannað að ákærði A hafi valdið áverkum Skafta í lögreglubílnum á þann hátt, sem Skafti heldur fram. Hugsanlegt er að Skafti hafi hlotið áverkana í sviptingum þeim, sem urðu milli hans og Á og B, er þeir færðu hann í lögreglu- bílinn en þá veitti Skafti mikla mótspyrnu. Fram er komið að þeim átökum lyktaði með því að Skafti skall á gólf bílsins og B kveðst hafa séð, áður en haldið var af stað, að Skafti var kominn með blóðnasir. Ekki verður þó talið nægilega sannað að ákærðu hafi valdið áverkunum með refsiverð- um hætti í þessum átökum. Telj- um við því að sýkna eigi ákærðu A og B af ákæru fyrir líkamsmeið- ingar. Samkvæmt þessu teljum við að staðfesta beri niðurstöðu héraðs- dóms og leggja allan áfrýjunar- kostnað á ríkissjóð. Við erum sammála athuga- semdum meirihluta dómara um málsmeðferð og framlagningu gagna. Halldór Jónsson flugstöðina í Keflavík þarf að gera 35.000 fermetra stæði undir flug- vélar, auk þess sem þarf að gera 50.000 fermetra veg að henni. Sömuleiðis er fyrirsjáanlegt að leggja slitlag á Reykjanesbraut- ina, kannski 100.000 fermetra, sem tengir mestu þéttbýlissvæði landsins. Er þá verjandi að standa hjá og geta ekki svarað því hvort þessar framkvæmdi skuli gerðar úr innlendu hráefni eða innfluttri tjöru sem fá verður að láni í út- löndum. Þarf ekki utanríkisráðherra okkar að sjá til þess að Schultz verði „sannfærður" um að í Kefla- vík skuli steypt af hagkvæmnis- ástæðum. Þá getur Sementsverk- smiðjan (eða þá einhver annar) keypt þessa vél til landsins og leigt hana til þess verktaka, sem verkið vinnur. Þar með eru steypt slitlög aftur orðin valkostur í gatnagerð í landinu. Mér sýnist endilega að hér sé tækifæri til þess að höggva á þann hnút sem slitlagsgerðarmál eru nú í. Ég hefði að sjálfsögðu kosið að utanríkisráðherra hefði „sann- fært“ Schultz um það líka, að Eg- ilsstaðaflugvöllur sé nauðsynlegur varavöllur ef ekki aðsetursvöllur fyrir F15-þoturnar, þar sem Rúss- inn kemur yfirleitt austan að landinu. Þess vegna þurfi NATO að borga steypu á honum og fleira í því sambandi. Þarna fengju Austfirðingar eitthvað að gera meðan þeir bíða eftir að Sverrir og Hjörleifur skaffi þeim Kísil- málmverksmiðju sem eitthvað stendur í þeim. En til þess mun mig víst skorta sannfæringar- kraft. Kostnaðarsamanburður Einhver kann að spyrja hvort steypa sé ekki dýrari en malbik. Það er hægt að reikna arðsemi á marga vegu. Það er hægt að bera saman fermetraverð á 20 árum o.s.frv. Og svo er hægt að reikna á mismunandi hátt rétt eins og þeg- ar Þjóðhagsstofnun reiknaði er- lendar skuldir þjóðarinnar niður úr 63% af þjóðartekjum niður í 60% á einni nóttu. Hefði Sölvi Helgason verið fullsæmdur af svoleiðis verki. í stuttu máli má þó segja að steypt slitlfcg sé yfirleitt eitthvað dýrara í byrjun, en sé ódýrara þegar til lengri tíma er litið. Þegar Vesturlandsvegurinn var steyptur voru þessar spurn- ingar uppi. Þá var að bestu manna yfirsýn og fyrir atbeina Ingólfs Jónssonar talið hagkvæmt að steypa. Það hlýtur að vera hægt að finna aftur þau rök sem þá giltu. Sérdeilis þegar lítið sést á vegin- um nú eftir 14 ára notkun. Áreið- anlega eru til reiknipunktar sem ákvarða hvenær er hagkvæmast að leggja klæðningu, hvenær malbika og hvenær á að steypa. En þá verðum við að geta borið saman raunhæfa möguleika. I dag kemur steypa ekki til greina vegna vélaleysis lands- manna. Til þess að breyta þeirri stöðu verðum við að skapa eitt- hvert verkefni hér innanlands, sem gerir Sementsverksmiðjunni (eða einhverjum öðrum) tækifæri til þess að kaupa fullkomna út- lagningarvél til landsins. Þessa vél yrði síðan hægt að leigja út til þeirra sem vildu. Þannig mætti stuðla að auknum sementskaupum bæjarfélaga til dæmis og hugsan- lega aukinni notkun innlends lánsfjár í stað erlends. Allt sem til þessa virðist þurfa er ofurlítill sannfæringarkraftur. Höfundur er rerkfræóingur. mr v BQENPARKET a sumartilboOi, fermetrinn f ra Boen parket er framleitt úr náttúrulegum við og kemur full lakkað og tilbúið til ásetningar frá verksmiðjunni í Noregi. Við höfum á boðstólum 15 útlitsgerðir. Greiðslukjör: allt að 12 mánaða lánskjör. A innréttfngahúsið Háteigsvegi 3 - s. 27344 Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.