Morgunblaðið - 11.07.1985, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 11.07.1985, Qupperneq 19
MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUB 11. JtJLÍ 1985 19 Athugasemd vid Reykjavíkurbréf TVO 200 PT 200 TK — eftir Valgerði Tryggvadóttur Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins 25. júní sl. fjallar að mestu um Jónas Jónsson frá Hriflu. Vitnar „bréfrit- ari“ í skrif um Jónas, sem honum þykir oflof. Tilefnið er nýreist minnismerki um Jónas Jónsson frá Hriflu „þeg- ar gamlir nemendur hans reisa honum brjóstmynd í nágrennis Sambandshússins. Þar var hans Verdun". „Bréfritari" minnist, að þegar rit Kristjáns Albertssonar um Hannes Hafstein ráðherra kom út „orsakaði það gífurlegar deilur". „Bréfritari" minnist ekki á ævisögu Ólafs Thors sem kom út fyrir fáum árum. Hrædd er ég um að ekki sé öll þjóðin sammála þeirri æviritun. „Bréfritari" man ekki eftir að fyrir allmörgum árum var komin stytta af Ólafi Thors formanni Sjálfstæðisflokksins, fyrir framan hinn aldna, fyrrum embættisbú- stað íslenskra forsætisráðherra, við Tjarnargötu, ekki var sá stað- ur „Verdun" formanns Sjálfstæð- isflokksins. „Bréfritari" minnist ekki á, að fyrir rúmum 10 árum var kominn minnisvarði á Þingvelli, um annan Nýjar raddir Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Hard Lines 2. New Poetry and Prose chosen by Ian Dury, Pete Townshend, Alan Bleasdale, Fanny Dubes. Faber and Faber 1985. Hard Lines I vakti mjög mikla athygli, þegar það safn ljóða ungra skálda kom út hjá Faber. Hér er nr. 2. Við fyrsta lestur hvarflar að manni, að sá heimur, sem ljóðin eru sprottin upp úr, sé í námunda við prólahverfin ef ekki í próla- hverfum Flugbrautar 1 árið 1984. Ef til vill er þar kveikjan að þeirri eftirtekt sem útgáfan vakti. Heimur atvinnuleysis, stríðsótta og útsöluvarnings er ekki sérlega hvetjandi til ferskrar heimssýnar, í þessu safni er gálgahúmorinn áleitinn, sú skoðun að aldrei komi „betri tíð með blóm í haga“, maður efast um að þessir döpru ungl- ingar hafi nokkurn tímann séð hagann. Aftur á móti er nóg af niðursoðinni poptónlist, imba- kassafæði og leiktækjasölum, ölk- um, dópistum, nauðgurum og smá- bófum til þess að auka fjölbreyti- leika umhverfisins. Og svo tjáning þeirra sjálfra á þessum heimi og eigin kenndum, tilgangsleysinu, tómhyggjunni og hinum stöðuga leiða, pornóáhuga og óljósum frjálsræðishugmyndum. Sumir gagnrýnendur töldu að hér opnaðist eiginlega ókunnur heimur, nokkurs konar undir- heimar, en þessi heimur er hluti þess heims sem þessir sömu gagn- rýnendur byggja og þegar athugað er nánar ekkert sérstaklega frábr- ugðinn heimi þeirra sem telja sig fullorðna, nema hvað stöðlunin er þar fullkomnari og yfirdrepsskap- - urinn ríkjandi. Enda gæti vart öðruvísi verið í pottinn búið, þótt síhamrað sé á þessu svonefnda „kynslóðabili" þá er heimur þessara „ungskálda" skapaður og mótaður af eldri kynslóð, sem hún reynir að gera þeim yngri viðsættanlegan og jafnvel eftirsóknarverðan. formann Sjálfstæðisflokksins Bjarna heitinn Benediktsson. tslenska þjóðin stóð ekki einu sinni heil að baki Jóni Sigurðs- syni, hann var umdeildur á sínum tíma. Ég er sammála „bréfritara" Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins um, að það er varasamt að reisa gengnum íslenskum pólitískum leiðtoga minnisvarða — og ég er sammála „bréfritara" — „að oflof er háð“. Ilöfundur er húsfreyja að Vogi í Ölfusi, fyrrr. skrifstofustjóri Þjód- leikhússins. PT 170 STK. ★ borðviftur Guð|ónsson StigahlíO ý5—47 MHHi Símar: 37637 - 820HH Vanir menn Thermopane menn hafa staðið. lengst allra í sölu eínangrunarglers á íslandi. Og hín frábæra reynsla af glerínu er orðín meíra en 30 ára löng. Suða og líming sitt er nvað Frá upphafi hefur híð dæmigerða Thermopane gler veríð soðið á millilistann, en ekki límt. A því byggjast hin sérstæðu gæði framleiðslu okkar. Og ekki þarftu | aðþrefalda Thermoplus Comfort er tvöfalt einangrunargler sem einangrar betur en venjulegt þrefalt gler. Thenmofi Glerverksmiðjan Esja hf., Völuteigi 3 270 Mosfellssveit, Sími 666160. Q *

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.