Morgunblaðið - 11.07.1985, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 11.07.1985, Qupperneq 3
MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR11. JÚLl 1985 3 Atvinnuástandið betra en tvö síðustu árin ATVINNULEYSI var 2 þúsund atvinnuleysísdögum minna í júnímánuöi en í maímánuði og 4 þúsund atvinnuleysidögum minna en í júní árið 1984. Samtals voru rúmlega 14 þúsund atvinnuleysisdagar á landinu öllu í júní, sem jafngildir því að 660 manns hafi gengið atvinnulausir allan mánuðinn, sem svarar til 0,5% atvinnuleysis miðað við heildarmannafla á vinnumarkaði. Þessar tölur koma fram í frétta- bréfi sem vinnumálaskrifstofa fé- lagsmálaráðuneytisins hefur látið frá sér fara. Þar segir ennfremur að 65% atvinnuleysis í júní hafi fallið til hjá konum og helmingur skráðra atvinnuleysisdaga verið á höfuðborgarsvæðinu. „Af þessu má ráða að stöðvun stærstu frystihúsanna í Reykjavík, þar sem starfsfólk var í launalausu leyfi í mánuðinum, hafi átt drjúg- an þátt í því atvinnuleysi sem skráðist í landinu." 181 þúsund atvinnuleysisdagar skráðust fyrstu sex mánuði þessa árs, sem jafngildir þvi að 1400 manns hafi verið atvinnulausir að meðaltali eða 1,2% af áætluðum mannafla á vinnumarkaði. Fyrir sama tímabil 1 fyrra voru skráðir atvinnuleysisdagar aftur á móti 246 þúsund, sem jafngildir 1900 manns atvinnulausum eða 1,6% af mannafla á vinnumarkaði. Atvinnuástand er þannig betra það sem af er þessu ári heldur en verið hefur undanfarin tvö ár, „enda gætir manneklu í ýmsum starfsgreinum, ekki síst í fisk- vinnslu. Sú staðreynd, að þrátt fyrir þetta ástand eru skráðir um 14 þúsund atvinnuleysisdagar, á að verulega leyti rætur að rekja til þess að ýmis fiskvinnslufyrirtæki hafa sett starfsfólk sitt í launa- laus leyfi vegna skorts á hráefni. í slíkum tilfellum á fiskvinnslufólk rétt til atvinnuleysisbóta, ef það lætur skrá sig hjá vinnumiðlun, meðan á launalausu leyfi stendur en hefur á ný störf hjá vinnuveit- anda þegar leyfi lýkur. Þess er þvl ekki að vænta að þeir, sem þannig stendur á um, bæti úr manneklu hjá öðrum atvinnurekendum," segir ennfremur í fréttabréfinu. Listahátíð efnir til smásagnasamkeppni: RR^foKOjgJft VIÐ BJÓÐUM NÝJAN OG GÓMSÆTAN BAKSTUR í GLÆSILEGRI BRAUÐBÚÐ í HAGKAUP, Skeifunni 15, hefur verið opnuð glæsileg brauðbúð með fjölbreyttu og freistandi úrvali af brauði og sætum kökum. Par má nefna Kleinur og Klasabrauð, Skonsur og Skeifubrauð, Tebollur og Toska- stykki, Kaffíbollur og Kósakkabrauð, Kossa og Kúmenbrauð, Snúða og Snittu- brauð, er þá aðeins fátt eitt talið. Nú er lokkandi ilmur í Hagkaup. 1. verðlaun 250 þúsund krónur LISTAHÁTÍÐ í Reykjavík hefur ákveðið að gangast fyrir smásagna- samkeppni á listahátíðarárinu 1986, með stuðningi Reykjavíkurborgar, Landsbanka Islands og Seðlabanka íslands. Tilefnið er að þá á Reykja- víkurborg 200 ára afmæli, Lands- bankinn 100 ára afmæli og þá er einnig eitt hundrað ára afmæli seðlaútgáfu í landinu. Verðlaun eru mjög vegleg. 1. verðlaun eru 250 þúsund krónur, 2. verðlaun 100 þúsund krónur og 3. verðlaun 50 þúsund krónur. Skila- frestur á sögum er til 10. apríl á næsta ári og gert er ráð fyrir að úrslit verði tilkynnt við opnun Listahátíðar 31. maí. Sögurnar skulu merktar dulnefni, en rétt nafn höfundar fylgja í lokuðu um- slagi. Viðfangsefni sagnanna er mönnum í sjálfsvald sett að öðru leyti en því að það skal sótt til íslensks nútímalífs. Í dómnefnd samkeppninnar eiga sæti Þórdis Þorvaldsdóttir, borgarbókavörður, Stefán Baldursson leikhússtjóri og Guðbrandur Gíslason, bók- menntafræðingur. ^,Gert er ráð fyrir að gefa bestu sögurnar út í bók á 200 ára afmæli Reykjavíkurborgar 18. ágúst. Salvör Norðdal, framkvæmda- stjóri Listahátíðar, sagði að þessi hugmynd um smásagnasamkeppni hefði orðið ofan á í stjórn Lista- hátíðar vegna þess að mjög lítið hefði verið gert fyrir smásöguna í samanburði við til að mynda leik- rit og skáldsögur. Aflinn á Vestfjarðamiðum: Uppistaðan 5 ára fiskur ÞORSKURINN, sem svo vel hefur veiðst á Vestfjarðamiðum að undan- förnu, er að uppistöðu 5 ára fiskur, að sögn Sigfúsar A. Schopka fiski- fræðings hjá Hafrannsóknastofnun. Sigfús sagði að það væri í sam- ræmi við það sem fiskifræðingar heföu átt von á. 1980-árgangurinn væri meðalárgangur, en mun betri en árgangarnir á undan og eftir. Hann bæri núna uppi veiðina. Sig- fús sagði að ’83 og ’84 árgangarnir væru einnig taldir góðir en þeirra færi ekki að gæta í veiðinni fyrr en 1987-88. Olíumalarslitlög á Reykjanesi: Lægsta tilboð 56 % af kostnaðaráætlun HALLDÖR Björnsson verktaki átti lægsta tilboðið í lagningu annars áfanga olíumalarslitlaga í Reykja- ncsumdæmi í sumar. Tilboð hans var 2.698 þúsund kr„ sem er aðeins 56% af kostnaðaráætlun Vegagerð- arinnar, en hún var 4.810 þúsund kr. Þrjú önnur tilboð bárust í verkið og vöru þau öll yfir kostn- aðaráætlun, það hæsta 5.666 þús- und kr„ sem er 18% yfir kostnað- aráætlun og rúmlega helmingi hærra en lægsta tilboðið. HAGKAUP ÓSA

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.