Morgunblaðið - 20.07.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.07.1985, Blaðsíða 4
 4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JÚLl 1985 „Sé ekki að hægt sé að veita gjaldfrest“ — segir fjármálaráðherra um fóðurgjaldið ALBERT Guömundsson fjármálaráðherra er að láta ahuga hvort unnt sé a. veita gjaldfrest á grunngjaldi á innflutt kjarnfóður (50%gjaldið) sem lagt var á um síöustu mánaðamót með reglugerð landbúnaðarráðherra en rennur í ríkissjóð og heyrir því undir fjármálaráðherra. Albert sagðist hafa fengið um það beiðni frá Verslunarráði ís- lands að veita gjaldfrest á gjald- inu, en sagði í gær að hann sæi ekki að hann gæti gert þetta. Sam- kvæmt fjárlögum ætti gjaldið að gefa 100 milljón kr. í tekjur í ríkis- sjóð á þessu ári, og vegna þess hvað lengi hefði dregist að af- greiða málið á Alþingi hefði þurft að hækka gjaldið til að ná þeim tekjum sem gert væri ráð fyrir. Fóðurgjald hefur ekki þurft að staðgreiða áður og hafa bændur, einkum í eggja-, kjúklinga- og svínakjötsframleiðslu, lýst þvf yfir að erfitt geti reynst að kaupa fóðrið með þessum skilyrðum, ekki síst með tilliti til þess að þeir verði samhliða að greiða fóður- gjaldið samkvæmt eldri reglugerð sem gjaldfrestur var á. Á sérstaka fóðurgjaldinu (80% gjaldinu) er fjögurra mánaða gjaldfrestur. Sigurður Greipsson i Hauka- dal látinn SIGURÐUR Greipsson, bóndi og fyrnim skólastjóri í Haukadal, er látinn 87 ára að aldri. Sigurður fæddist í Haukadal í Biskupstung- um 22. ágúst 1897, sonur hjónanna Greips Sigurðssonar og konu hans, Katrinar Guðmundsdóttur. Hann stundaði nám í Gagnfræðaskólanum í Flensborg, útskrifaðist sem bú- fræðingur frá Hólum í Hjaltadal 1917. Stundaði nám í lýðskólanum í Voss í Noregi 1920, í íþróttaskóla Nielsar Bukhs í Ollerup í Danmörku 1926-27. Sigurður stofnaði íþróttaskóla í Haukadal 1927 og rak til 1969, var jafnframt bóndi og gestgjafi. Hann var formaður Héraðssam- bandsins Skarphéðins 1922—66 og var gerður að heiðursformanni. Var i stjórn Ungmennafélags ís- lands 1927—30 og glímukappi ís- lands 1922—27. Tók þátt í glímu- för til Noregs 1925 og Danmerkur 1926. Ferðaðist víða um land á vegum UMFÍ og veitti fræðslu um Sigurður Greipsson íþrótta- og bindindismál. Var í hreppsnefnd um skeið. Sæmdur riddarakrossi fálkaorðunnar 1959. Er heiðursfélagi fþróttasambands fslands og Glimusambands fs- lands. Frá þvi eldur kom upp á heimili Sigurðar á síðastliðnum vetri, hef- ur hann dvalið í héraðssjúkrahús- inu á Selfossi. Kona hans var Sigrún Bjarna- dóttir frá Bóli í Biskupstungum, fædd 1903 en lést árið 1979. Þau eignuðust sex börn og eru fjórir synir þeirra á lífi. Morgunblaðið/Júlíus Frá blaðamannafundinum í tilefni af stofnun Verðbréfaþings íslands, sem haldinn var í bankaráðsherbergi Seðla- bankans í gær. F.v.: Sveinbjörn Hafliðason, lögfræðingur Seðlabankans, Helgi Bachmann, framkvæmdastjóri lánasviðs Landsbankans, Þorsteinn Guðnason, rekstrarhagfræðingur Fjárfestingarfélags íslands, Sigurgeir Jónsson, aðstoðarbankastjóri Seðlabankans, Jóhannes Nordal, bankastjóri Seðlabankans, Pétur H. Blöndal, framkvæmda- stjóri Kaupþings hf., Sigurður B. Stefánsson, hagfræðingur, Kaupþingi hf. Verðbréfaþing íslands: „Mikilvægt skref í þróun fjármálakerfis hér á landi“ — segir Jóhannes Nordal, Seðlabankastjóri „ÞETTA ER mjög mikilvægt skref í þróun fjármálakerfis hér á landi og það sem hefur skort til þess að hægt væri að hefja slíka starfssemi hingað til hefur ekki verið vilji heldur skilyrði," sagði Jóhannes Nordal, Seðlabanka- stjóri, á fundi sem haldinn var með ! Verðbréfaþings íslands. Bankastjórn Seðlabankans hef- ur tilnefnt tvo menn og tvo til vara í stjórn Verðbréfaþingsins, sem bankinn hefur komið á fót með aðild Landsbanka íslands og verðbréfafyrirtækjanna Fjárfest- ingarfélags íslands hf. og Kaup- þings hf. og var þeim einnig boðið að tilnefna fulltrúa í stjórnina. Stjórnina skipa fyrir hönd Seðlabankans þeir Sigurgeir Jónsson, aðstoðarbankastjóri, formaður, og Sveinbjörn Hafliða- son, lögfræðingur. Varamenn eru Eiríkur Guðnason, hagfræðingur Seðlabankans og Ingimundur Friðriksson, hagfræðingur. Fyrir hönd Landsbanka íslands situr í stjórninni Tryggvi Pálsson, fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs og til tamönnum í gær í tilefni af stofnun vara Helgi Bachmann, fram- kvæmdastjóri lánasviðs. Fjárfest- ingarfélag íslands hf. tilnefndi Gunnar H. Hálfdánarson, fram- kvæmdastjóra og til vara Þor^tein Guðnason, rekstrarhagfræðing. Fyrir Kaupþing hf. sitja í stjórn dr. Pétur H. Blöndal, fram- kvæmdastjóri og til vara Sigurður B. Stefánsson, hagfræðingur. Er að sögn Jóhannesar Nordal stefnt að því að regluleg skráning verðbréfa hefjist í haust. Á síðara stigi er svo stefnt að því að koma á skráningu hlutabréfa, en fyrir því þykja ekki forsendur í upphafi. Kom fram í máli aðstandenda Verðbréfaþingsins á fundinum, að þeir teldu nú vera skilyrði hér á landi fyrir því að verðbréfavið- skipti geti farið ört vaxandi á næstu árum og brátt orðið mikil- vægur þáttur í fjármögnun at- vinnurekstrar í landinu. Tillögur Seðlabankans um regl- ur fyrir þennan verðbréfamarkað, sem hlotið hefur nafnið Veíð- bréfaþing íslands, voru staðfestar af viðskiptaráðherra 28. júní sl. Þegar hefur verið sagt frá reglum þessum í Morgunblaðinu sl. fimmtudag. Á fundinum í gær kom m.a. fram að í reglunum er lögð áhersla á það að markaðurinn sé sem sveigjanlegastur og að markaðsaðilarnir ráði sjálfir mestu um þróun hans og skipulag. Jafnframt er þeim ætlað að tryggja, með skýrum starfsreglum og eftirliti, að markaðurinn starfi með heilbrigðum hætti og að traustar upplýsingar liggi fyrir um viðskipti og starfshætti, þann- ig að sem best sé borgið öryggi þeirra, sem vilja ávaxta fé sitt fyrir milligöngu hans. L Vetrarveður víða um land STERK norðanátt réð ríkjum á landinu í gær og gekk á með hvassviðri vlða á Vesturlandi, sem olli heysköðum. Vetrarlegt var um að litast víða á hálendinu og gekk á með slyddu og jafnvel snjókomu til fjalla. Á sunnanverðu Snæfellsnesi var afspyrnurok og fauk hey af tún- um og á Grímsstöðum á Fjölhim snjóaði fram undir hádegi í gær, svo dæmi séu tekin. Markús Einarsson veðurfræðing- ur sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að veðrinu svipaði mjög til áhlaupsins á laugardag í síðustu viku. „Það hefur verið norðan stinningskaldi eða allhvass vindur um norðanvert landið og vindur ver- ið allt upp í hvassviðri víða á Vestur- landi, en beidur hægara austan- lands," sagði Markús. „Það hefur veríð meira og minna rigning um allt norðanvert landið, hitinn á bil- inu 4 til 7 stig á láglendi og til fjalla slydda eða jafnvel snjókoma. Sunn- anlands hefur alls staðar verið þurrt og hiti 10 til 14 stig, en þar hefur vindurinn hins vegar ráðið ríkjum. Sums staðar sunnanlands hafa ver- ið vindstrengir og síðdegis virðist hafa verið ansi mikill strengur á Snæfellsnesinu og til dæmis var hvassviðri klukkan 18.00 á Gufu- skálum." Markús sagði að reiknað væri með áframhaldandi stífum vindi um meginhluta landsins í dag þó frekar hægari austan til en í kvöld og á ,-unnudag ætti þetta að fara að /anga niður. vlorgunblaðið hafði samband við nokkra fréttaritar úti á landi í gær og leitaði upplýsinga um veðurfarið. Laugarvatn „SEGJA má að sannkallað „Vík- ingaveður" hafi brostið á hér á Laugarvatni í dag, þótt ekki hafi það verið alveg jafn slæmt og um sfðustu helgi, þegar Víkinga- hátíðin fauk út í veður og vind,“ sagði Sigurður Sigurðsson, fréttaritari Morgunblaðsins á Laugarvatni. „Veðurhæðin í dag var þó það mikil að hey fauk af túnum. „Á 15 hektara túni hjá Þorkeli Bjarnasyni og sonum hans lá laust hey og fauk það allt. Er túnið eins og það hafi verið rakað með hrífu, svo gjör- samlega hefur vindurinn hreins- að af því. Girðingar eru eins og skjólgarðar af lausu heyi. Um síðustu helgi urðu talsvert mikl- ir heyskaðar hér í sveitinni og varð þá sérstaklega einn bær fyrir barðinu á veðurofsanum, Eyvindartunga, en þar varð mik- ið tjón og virðist sama sagan hafa endurtekið sig nú þar á bæ.“ Snæfellsnes „EFTIR margra daga hagstæða heyskapartíð hvessti hér með norðanátt um miðjan dag í dag. Veður fór versnandi er á daginn leið og storminum fylgdi veru- lega mikil úrkoma," sagði Páll Pálsson, fréttaritari Morgun- blaðsins á Borg í Miklaholts- hreppi. „Þó mun veðrið hafa verið enn verra í Staðarsveit því þar mun hafa verið afspymurok og ekki fært milli bæja. Ég tel miklar líkur á að heyskaðar hafi orðið hér á sunnanverðu Snæfellsnesi. Margir hafa átt flatt hey því síð- ustu dagar voru þurrir og mikið slegið niður, þar sem veðurspá var hagstæð, en oft breytast veð- ur fljótt í lofti þótt spáin sé önn- ur á sjónvarpskortinu. Heyskap- arhorfur eru góðar hér. Sumir þegar búnir með fyrri slátt og heyin eru góð og ekki úr sér sprottin." Rauðasands- hreppur „HANN er hvass hérna, mikil stormbræla," sagði Þórður Jóns- son á Látrum, fréttaritari Morg- unblaðsins í Rauðasandshreppi. „Þetta komst upp í 8 til 9 vind- stig í kvöld. Það er í sjálfu sér ekkert einsdæmi hjá okkur í júlímánuði, en það er þó kaldara en venjulega, hitinn var ekki nema um 5 gráður í dag. Þórður kvaðst hafa haft spurnir af lang- ferðabifreiðum sem áttu í erfið- leikum á Bjargi vegna hvass- viðris og urðu bílsjórarnir að gæta ýtrustu varkárni til að missa ekki bílana út af vegin- um.“ Snæfjallaströnd Raufarhöfn „HÉR er norðanbál alveg eins og um hávetur," sagði Jens i Kalda- lóni, bóndi á Bæjum og frétta- ritari Morgunblaðsins á Snæ- fjallaströnd. „Ég veit ekki um neina skaða hér um slóðir en það getur eng- inn gengið til verka í þessu veðri enda rigning og hitinn tæpar 3 gráður. Ég get nefnt sem dæmi um veðrið að Fagranesið komst ekki á ströndina i dag. Mun það vera í fyrsta skipti i þau 13 ár sem skipið hefur siglt hér um Djúpið að sumarlagi að ferð hafi fallið niður vegna veðurs.“ Grímsey „VEÐRIÐ er nú alveg hundleið- inlegt, þvi er ekki að neita,“ sagði Alfreð Jónsson i Grímsey er hann var inntur eftir uppá- tækjum veðurguðanna þar. „Norðangola hefur verið i allan dag, 2—3 vindstig þokusúld og rigning," bætti hann við. Ekki kvað hann þó til neinna meiri háttar vandræða hafa komið, enda legðu eyjarskeggjar sig fram um að leysa vandamál en létu aðra um að búa þau til. „Það þarf meira en smá vætu og vind til að spilla sólskinsskapi okkar, enda verðum við eldri en allt sem gamalt er,“ sagði Alfreð Jónsson að lokum. „HÉR hefur verið alveg syngj- andi, bölvað Reykjavíkurveður,“ varð Helga ólafssyni á Raufar- höfn að orði er hann var spurður álits á veðráttunni þar um slóð- ir. „Hér hefur verið ausandi vatnsveður og svartasta þoka. Þó hefur kuldinn ekkert verið ægi- legur, 4 stig þegar verst lætur. Strekkingur var talsverður í dag, en virðist nú farið að lægja. Hvort það varir eitthvað er ekki gott að segja, en þetta er a.m.k. vel þegið vopnahlé," sagði Helgi. Aðspurður kvað hann enn ekki orðið ófært. Grímsstaðir Á Grímsstöðum á Fjöllum varð Benedikt Sigurðsson fyrir svörum. „Síðasta hálfa mánuð- inn hefur veðrið verið æði leið- inlegt hér,“ sagði hann, „og ekki laust við að þreyta sé komin í mannskapinn. í dag snjóaði til að mynda fram að hádegi og slð- an hefur rignt nær látlaust," upplýsti hann. Hitastigið kvað hann vera 2—3 stig. „Síðustu fregnir herma að færð sé farin að þyngjast á Möðrudalsöræfum, en að öðru leyti hefur ekki enn orðið vart ófærðar," sagði Bene- dikt Sigurðssoh að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.