Morgunblaðið - 20.07.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.07.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1985 25 HALLGRÍMUR BENEDIKISSON 100 ára minning í dag eru liðin 100 ár frá fæðingu Hallgríms Bene- diktssonar, stórkaupmanns. Af því tilefni birtir Morgunblaðið hér á eftir grein dr. Odds Guðjóns- sonar, fyrrum sendiherra, þar sem hann minnist samstarfs við Hallgrím Benediktsson. Hallgrímur Benediktsson var fæddur 20. júlí árið 1885 á Vest- dalseyri við Seyðisfjörð. Foreldrar hans voru þau Guðrún Björnsdóttir frá Stuðlum í Viðfirði og Bene- dikt Jónsson, smiður og bóndi á Refsstað og Rjúpna- felli í Vopnafírði, prests í Reykjahlíð Þorsteinssonar. Á yngri árum var Hallgrímur Benediktsson kunn- ur íþróttamaður. Hann vann konungsglímuna á Þingvöllum árið 1907 sem í minnum var haft og vann til verðlauna fyrir glímu á Ólympíuleikum í Stokk- hólmi árið 1912. Hann stofnaði eigið fyrirtæki árið 1911, H. Benediktsson hf., og rak það til dauðadags, 26. febrúar 1954. Hann var einnig stofnandi Ræsis hf. og aðaleigandi Nóa-Síríusar. Hallgrímur Bene- diktsson tók mikinn þátt í athafnalífínu og átti sæti í stjórnum Eimskipafélags íslands, Shell, Sjóvá- tryggingafélags íslands og Árvakurs hf., útgáfufé- lags Morgunblaðsins. Hann var formaður stjórnar Árvakurs hf. í nokkur ár. Hallgrímur Benediktsson var formaður Verzlun- arráðs Islands á annan áratug og átti einnig sæti í stjórn Vinnuveitendasambands Islands. Hann átti sæti í bæjarstjórn Reykjavíkur 1926—1930 og aftur 1946—1954. Forseti bæjarstjórnar Reykjavíkur var hann 1952—1954. Hann átti sæti á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1945—1949. Kona Hallgríms Benediktssonar var Áslaug, dóttir Geirs Zoega rekt- ors og konu hans, Bryndísar Sigurðardóttur Zoega. Hér fer á eftir grein dr. Odds Guðjónssonar: Enda þótt ég sé ekki minnugur á afmæl- isdaga, kemur það sjaldan fyrir, að fæðingardagur Hallgríms Benedikts- sonar fari með öllu fram hjá vitund minni og er þá oft tilefni þess, að fram í huga minn koma myndir frá sam- starfsárum okkar. Þetta er ekki að til- efnislausu sagt, því Hallgrímur var í sannleika meðal þeirra sem ég hefi kynnst og metið hvað mest sökum drengskapar, réttsýni og góðvildar. Má ég hér trútt um tala, og á ég þá ekki aðeins við þau ár, sem ég starfaði hjá Verslunarráðinu, heldur einnig eftir að þeim starfa lauk og ég gat metið starf hans og „karakter“ í meiri fjarlægð og þá einnig í samanburði við aðra. Og nú er hundraðasti fæðingardagur hans. í því sam- bandi langar mig til að renna huganum til baka og greina frá hvað mér kemur helst í hug er ég nú minnist vinar míns Hallgríms Benediktssonar. Mér er það þá fyrst í huga er ég 1934 kom heim frá námi og ræddi við hann um ráðningu mína hjá Verslunarráði Islands, en svo vildi til, að skömmu áður hafði hann verið kosinn formaður þess. Þetta var að því leyti heppileg tilviljun, því þegar í fyrstu samtölum okkar i ljós, að hinn ný- kjörni formaður hafði margt á prjónunum að því er snerti starf og framtíð ráðsins. Hann var í sannleika sagt í baráttuhug og virtist í senn sjá fyrir sér sóknar- og uppbyggingarstarf. Honum rann til rifja samtaka- og áhugaleysi verslunarstéttarinar. Meðlimafjöldi ráð- sins var þá innan við 100 og fjárhagsgrundvöllur þess nánast enginn. Samtímis þessu átti einkaverslunin und- ir högg að sækja stjórnmálalega séð og að henni var sótt með hörðum áróðri í blöðum. Mér féll strax vel við þessar hugmyndir um væntan- leg verkefni mín hjá ráðinu og skal raunar játa, að mér fannst það heillandi að gerast „aktivur" liðsmaður á þessum vettvangi og varð það heilshugar. Samstarf mitt við Hallgrím varð strax náið og brátt bættist varaformaður ráðsins, Sveinn M. Sveinsson, í hópinn. í ýmsu voru þessir menn ólíkir, en samstarfið við þá reyndist í senn lærdómsríkt og hvetjandi. Við hittumst nær daglega á skrifstofu formanns, drukkum þar eftirmiðdagskaffi og réðum þar ráðum okkar. Ekki voru þessar viðræður bundnar við undirbúning stjórn- arfunda, heldur beindust þær í æ ríkara mæli að mál- efnum verslunarstéttarinnar almennt og hvað henni mætti að gagni koma. Eftir tilkomu „stjórnar hinna vinnandi stétta" (Framsókn og Alþýðuflokkur) mátti öllu vera ljóst, að aðkallandi var að hefjast handa og snúa vörn í sókn. Afstaða þessarar ríkisstjórnar til verslunarstéttarinn- ar var í mörgum málum andstæð hagsmunum hennar, auk þess sem sumum stjórnarráðstöfunum var beinlínis beint gegn henni eða a.m.k. gegn einkaverslun, svo sem með ríkiseinokun á tilteknum vörutegundum, misræmi í aðstöðu aðila til að stunda verslun, óréttlátri skiptingu innflutnings- og gjaldeyrisleyfa o.s.frv. Það kom jafnan fram í þessum viðræðum, að fyrsta skrefið í nýrri sókn hlyti að vera fólgið í því að styrkja verslunarráðið sem málssvara stéttarinnar og hins frjálsa framtaks og kynna jafnframt þjóðinni stöðu þess til mála er hana varðaði. Tækist þetta myndu aðilar stéttarinnar sjá sér hag í að standa vörð um eigin málefni. Jafnhliða þessu bæri að leita samstarfs við fjölmiðla, sem skilning vildu sýna á málefnum verslunarstéttarinnar og tilbúnir væru að vera til andsvara, ef að henni væri vegið. Þetta síðara atriði leiddi til samstarfs við Morgunblaðið og Valtý Stefánsson og stóð það lengst af meðan ég starf- aði heima. Að sjálfsögðu kom ýmislegt til greina með hvaða hætti hefja skyldi sókn til að auka áhrif verslun- arráðsins. Eftir allmiklar umræður og starf undir- nefnda innan ráðsins var gripið til þess ráðs að stofna til sérstakra verslunarþinga í framhaldi af venjulegum ársfundi. Þetta var nýmæli og vakti þegar mikla athygli meðal þjóðarinnar, enda vel kynnt af fjölmiðlum al- mennt. Dagskrá þessa fyrstu þinga átti nokkurn þátt í því, að svo vel tókst til. Mál þau, sem komu til umræðu, voru einkum valin með tilliti til þess, sem ríkisstjórnin hugðist koma í framkvæmd og snerti verslunarstéttina sérstaklega, eða voru beinlínis sérmál hennar, s.s. mál- efni verslunarskólans og menntun verslunarfólks. En það sem mesta athygli vakti voru einmitt ýmsir þættir stjórnarstefnunnar, en hún var í mörgu andsnúin kaup- mönnum og hinu frjálsa framtaki einstaklingsins. Má þar einkum nefna þrjú atriði: 1) Stefna skyldi að áætlunarbúskap í efnahagsmálum og þar með að stórauknum afskiptum ríkisvaldsins á mörgum sviðum atvinnulífsins. Var hér um að ræða sv-kallaða „planökonomi“-stefnu, sem þá var mjög á dagskrá jafnaðarmanna, t.d. í Svíþjóð. 2) Stefna skyldi að því að þjóðnýta vissa þætti efna- hagslífsins, svo sem að koma á rikiseinokun með vissar vörutegundir (t.d. raflagnaefni, heimilistæki, bíla, ýmsa varahluti o.m.fl.) 3) Beint og óbeint skyldi stefnt að stuðningi við fé- lags- og samvinnuverslun á kostnað einkaverslunar, m.a. í veitingu gjaldeyris- og innflutningsleyfa. ÖIl þessi atriði komu til umræðu og kom glöggt í ljós, að hér voru á ferðinni mál, sem verulega athygli vöktu, ekki aðeins hjá þeim er þingin sóttu heldur einnig meðal almennings. Samþykktir voru gerðar og möt- mæli send ríkisstjórn og Alþingi. Var þetta oft tilefni til umræðna, sem vöktu athygli á málefnum verslunarstéttarinnar. Stjórnmála- flokkarnir fóru smám saman að taka meira tillit til hennar, svo að ekki fór á milli mála, að þetta andóf bar í ýmsu nokkurn árangur og kom í veg fyrir að sumt af því sem ríkis- stjórnin hafði á prjónunum næði fram að ganga. En hér var við ramman reip að draga. Ýmsar ríkis- einkasölur voru þegar teknar til starfa og urðu þær tilefni til mót- mæla næstu árin af hálfu ráðsins eða nefnda á vegum þess. Loks kom svo, við myndun þjóðstjórnarinnar rétt fyrir stríð, að árangur náðist í þessu efni. Loforð fékkst fyrir því, að tilteknar einkasölur skyldu lagð- ar niður (rafmagnsvörur, bílar, við- tæki, varahlutir o.fl.). Þurfti til þessa meira átak en menn gera sér nú almennt grein fyrir. Enda þótt blaðadeilur um versl- unarmálin væru á þessum árum harðar og óvægar, einnig af hálfu forsvarsmanna verslunarráðsins, lagði Hallgrímur alltaf mikla áherslu á drengilegan málflutning og persónulegri áreitni hafnaði hann með öllu. Átti hann jafnvel undir högg að sækja af hálfu aðila úr eigin herbúðum, sem ekki þótti nægilega hart að andstæðingum sótt. Eg minnist þess einnig, að hann lét oft í ljós þá skoðun, að verslanir á félagslegum grundvelli ættu fullan tilverurétt, ekki síður en einkaverslanir. Aðeins ættu bæði þessi verslanaform að hafa sömu skilyrði við að búa, standa jafnt að vígi. Þetta var eins og rauður þráð- ur í málflutningi þessa aðalfor- svarsmanns stéttarinnar, enda í samræmi við lífsskoðun hans sjálfs. Sá hæfari átti að fara með sigur af hólmi. Þá minnist ég þess, að þótt í ýmsu væri hart sótt að ríkisstjórninni, fór því víðs fjarri, að verslunarráðið hafnaði samvinnu við þessi sömu stjórnvöld þegar um tiltekin mál var að ræða og gilti þá einu hvort um ráðstafanir var að ræða, sem hart komu við hagsmuni kaupmanna. Studdi formaður af einlægni þessa stefnu, enda reyndist hún farsæl landi og lýð. Átti þetta ekki hvað minnst við um vandamál er upp komu í sambandi við ráðstafanir, sem gerðar voru eftir að stríðið skall á. Þannig átti verslunarráðið veigamikinn þátt í stofnun Innflytjendasambandsins, sem í raun var varnarráð- stöfun gegn hugsanlegum einokunardraug, samanber landsverslunina sálugu frá fyrra stríði. Jafnan þegar ég minnist Hallgríms Benediktssonar kemur mér í hug minnisstæð Ameríkuferð. Árið 1944 gekkst Alþjóðaverslunarráðið óbeint fyrir ráðstefnu í Rye í USA (ýmsir meðlimir þess áttu þá í ófriði). Verslunarráð tslands sendi þessa aðila til Rye: Hallgrím Benediktsson, Eggert Kristjánsson, Harald Árnason, Magnús Kjaran og Odd Guðjónsson, sem ráðunaut nefndarinnar. Við Hallgrímur vorum herbergisfélagar á leiðinni yf- ir hafið, einnig í New York og í Rye. Margt bar þar á góma hjá okkur og fræddist ég þá frekar um ýmsa þætti fyrra starfsferils hans, m.a. viðskipti hans á tímum fyrra stríðs — en einnig um persónulega afstöðu hans til margra hluta hins daglega lífs og samskipta við samferðamenn. Rek ég það ekki frekar hér. í sambandi við Ameríkuferðina, vil ég þó að síðustu geta um eitt atvik, sem þar átti sér stað. Þegar leið að lokum ráðstefnunnar var komið að máli við Hallgrím og hann spurður, hvort hann vildi fyrir hönd þátttakenda þakka gestgjöfum góðar móttökur og ágætan undirbún- ing ráðstefnunnar. Okkur félögum Hallgríms þótti sem með þessu væri honum og Islandi sómi sýndur. Hall- grímur hafnaði þó þessu boði, enda kom í ljós, að ýmsir sóttust eftir að taka þetta að sér. Mér hefur oft komið þetta atvik í hug og að það í raun lýsi vel manninum Hallgrimi Benediktssyni. Jafnvel þarna meðal ókunn- ugra vakti látlaus framkoma hans það traust og tiltrú, sem samferðamenn hans á Islandi, oft og í svo ríkum mæli, sýndu honum, jafnvel við fyrstu kynni. Lúneborgarheiði Höckel í Vestur-Þýzkalandi 13. júlí. f

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.