Morgunblaðið - 20.07.1985, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 20.07.1985, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JÚLl 1985 21 Frægur stangar- stökkvari biður um pólitískt hæli Varajá, 19. júlí. AP. PÓLSKI stangarstökkvarinn, Wladyslaw Kazakiewicz, sem vann til gullverðlauna í Ólympíuleikunum í Moskvu 1980, hefur beðið um hæli sem pólitískur flóttamaður í Vestur-Þýskalandi, að sögn pólsks vikurits. í ritinu,„Przeglad Tygodnowy", er þó ekki nánar greint frá því hvenær Kazakiewicz bað um póli- tískt hæli, en sagt að hann hafi farið frá borði pólsks skips, sem var við höfn í Hamborg og ekki snúið aftur. Kozakiewicz, sem er 33 ára að aldri, var einn vinsælasti íþrótta- maður Pólverja. í grein vikublaðsins um flóttann segir kunnur íþróttafréttamaður í Póllandi, Withold Dunski, m.a.: „Mér er gjörsamlega hulið hvers vegna Kozakiewcz bað um hæli sem pólitískur flóttamaður. Allar dyr stóðu honum opnar ... Hann svelti ekki. Hann átti fallegt ein- býlishús upp í sveit, sem yfirvöld gáfu honum. Þetta var drauma- hús, sem þorri Pólverja hefði ekki dreymt um að eignast." Hann bætti því við að hann ef- aðist um að Kazakiewicz hefði það eins gott í Vestur-Þýskalandi. «6.8- (rá22-7 suroartr' V\ð tö^ufu Hugmynd & framkvæmd hf., auglýsingaþjónusta Laugavegi 48b, 101 Reykjavík, S 26484 Norski herinn gegn bitmýi Fjörutfu og fimm nýliðar í norska hernum gerdust sjálf- viljugir tilraunadýr í baráttunni gegn bitmýi sem herjar mjög á Norðmenn á sumrin eins og aðra á norðurslóð- um. Þeir voru sendir berir aö ofan út á illnemt mý- flugnasvæði og látnir standa þar í tvo tíma. Allir fengu þeir að bera á sig krem, belmingurinn venjulegt krem, og helmingurinn kremið Eurax, sem er nýtt og var einmitt verið að gera tilraun með. Síðan voru bitin talin og loks verða þátttakendumir yfirheyrðir um reynshi sína. Niðurstöðu er að vænta eftir tvo mánuði eða svo. Líbería slítur stjórnmála- sambandi við Sovétrfkin Moarovfa, Líberíu, 18. jiU. AP. STJÓRNIN í Líberíu í Vestur-Afríku sleit í dag stjórnmálasambandi við Sovétríkin. Sigldi ákvörðunin í kjöl- far handtöku 14 námsmanna, sem sakaðir eru um að hafa látið sovésk- um sendiráðsmönnum hernaðar- leyndarmál í té. í frétt utanríkisráðuneytis Líb- eríu segir að sendimenn landsins í Moskvu hafi verið kallaðir heim. Hefur sovéskum stjórnarerindrek- um í Líberíu verið gefinn fjögurra daga frestur til að koma sér úr landi. í fréttinni kemur fram að nokk- ur þeirra leyniskjala, sem náms- mennirnir höfðu í fórum sínum, hafa verið gerð upptæk. Þar segir ennfremur að Sovétmenn hafi gert sig seka um stórfellt brot á þeim reglum sem gilda í alþjóða- samskiptum, og hér sé um að ræða alvarlega íhlutun í innanríkismál Líberíu. Glasatvíburar fæðast í Noregi Odé, 19. jílf. Frá FréUo ritora MorKOnbUAsiiis, FYRJfTU glasatvíburarnir í Noregi fæddust í dag í héraðssjúkra- húsinu í Tromsö. Tvíburarnir, drengur og stúlka, fæddust þrem- ur vikum fyrir tímann, en báðum heilast vel og taka vel til matar síns. Þetta var í fyrsta skipti sem glasabarnafæðing tókst í sjúkra- Jsn Krik Uure. húsinu í Tromsö. Læknarnir komu fyrir fjórum frjóvguðum eggjum i hinni þrítugu móður, og strax eftir átta vikur kom í ljós að hún gekk með tvíbura. Börnin vógu hvort un sig u.þ.b. tvö og hálft kíló við fæðinguna. Á Norðurlöndum hafa fæðst þrjátíu glasabörn, þar af þriðj- ungur í Noregi. Suður-Afríka: Óeirðir í Soweto jófcuoesorborg, 19. jólf. AP. LÖGREGLAN í Suður-Afríku beitti í dag táragasi til að dreifa tvö þús- GENGI GJALDMIÐLA: Dollar hækkar Uodúnom, 19. jmlf. AP. GENGI dollars hækkaði í dag gagnvart helstu gjaldmiðlum. Að sögn sérfræðinga er hér um að ræða „tæknilega“ hækkun, sem á rætur að rekja til hinnar miklu lækkunar dollars í vikunni, enda þótt hann hafi hækkað í gær. Þó lækkaði gengi lírunnar um 20% gagnvart dollar, og varð að loka gjaldeyrismörkuð- um á Italíu fyrr en venja er til vegna þess. Ástæðan er talin vera sú að iíklegt þykir að gengi lírunnar verði fellt innan peningakerfis Vestur-Evrópu. f dag fengust 1,4005 dollarar fyrir pundið, en i gær fengust 1,4077 dollarar fyrir það. Gengi dollars gagnvart öðr- um helstu gjaldmiðlum var sem hér segir 2,8805 vestur-þýsk mörk (2,8720), 2,3700 svissnesk- ir frankar (2,3675), 8,7450 franskir frankar (8,6750), 3,2450 hollensk gyllini (3,2205), 2.200,00 lírur (1.846,50), 1,3475 kanadískir dollarar (1,3479). Gull iækkaði i dag i verði. Gullúnsan kostaði í Lundúnum í dag 317,50 dollara, en í gær 320,00). und manna hópi námsmanna, sem höfðu safnast saman í Soweto í dag. Köstuðu námsmennirnir grjóti og öðru lauslegu að lögreglu. Miklar óeirðir hafa verið í heimalöndum svertingja í Suð- ur-Afríku undanfarna tvo daga. Nær öll kennsla liggur nú niðri í Soweto, þar sem námsmenn hafa ekki sótt tíma. Ástæðan er sú að þeim finnst þeir hafa verið beittir misrétti: þeir fengju lé- legri kennslu en hvítir náms- menn. Suður-afríska ríkisútvarpið hvatti stjórnvöld í dag til að leggja sig meira fram við að binda enda á þær óeirðir sem geisað hafa í heimalöndum svert- ingja að undanförnu. „Vanda- málin leysast ekki af sjálfu sér,“ sagði útvarpið. „Gripa verður til ráðstafana strax." Nú hafa um 450 svertingjar látið lífið í átökum i Suður- Afríku síðustu 11 mánuði, en hinn svarti meirihluti landsins berst gegn aðskilnaðarstefnu hvíta minnihlutans. ERLENT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.