Morgunblaðið - 20.07.1985, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.07.1985, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDÁGUR 20. JÚLÍ 1985 13 „The Fly Fisher" og boð um að sækja árlega ráðstefnu samtakanna í höfuðstöðvum þeirra í Yellow- stone Montana. Ef menn hafa áhuga á því að kynna sér þennan félagsskap, þá fylgir hér heimilis- fang hans og þangað er hægt að skrifa og fá upplýsingabæklinga: The Federation of Fly Fishers P.O.Box 1088 West Yellowstone, Mt 59758 (406) 646-9531 Sérkenni- leg gjöf SAGT er að Skotar séu nískir og eflaust eru sumir þeirra það, alveg eins og margir íslendingar eru nískir. Sögur af aurapúkahætti Skota ganga fjöllum hærra og þær taldar bestar sem eru fáránlegast- ar. Til er sönn saga af Breta sem var lygilega nískur og ekki Skoti í bland. Englendingur þessi verður ekki nafngreindur, en hann veiddi hér á landi eins og margir landar hans á fyrri hluta aldarinnar. Hann kynntist ýmsum tslendingum eins og gengur og gerist, enda urðu þeir bresku í mörgu að reiða sig á heimamenn. Einn íslendingur varð sérstakur vinur hans og svo fór að þeir veiddu oft talsvert saman og enn fleiri voru stundirn- ar sem heimamaðurinn var er- lenda gestinum til aðstoðar á flestan hátt. Aldrei gaf Englend- ingurinn einum eða neinum eitt eða neitt og alltaf taldi hann pen- inga sína er viðskiptum var lokið. Hann var nirfill. Það kom því heimamanninum mjög á óvart er sá enski dró fram lúru og gaf ís- lendingnum hana. Áður en land- inn gat þakkað vinargjöfina sá hann, að lúran var brotin um miðjuna og þá sagði sá enski um leið: „Hún er að visu aðeins biluð, en það er létt verk að gera við hana.“ Landinn reyndi að gera við flug- una og tókst nokkurn veginn, en aldrei reyndi hann gripinn á veið- um sínum, því hann treysti ekki flugunni þar eð hún hafði áður brotnað. Geymdi hana heldur sem minjagrip og góða gjöf frá góðum vini. Svo leið sumarið og það næsta reið í hlað. Englendingur- inn mætti eins og vanalega til veiðanna, en eitt sinn er þeir fé- lagarnir voru saman við ána, rukkaði sá enski fluguna. „Tíkall, ég hef engin ráð á að gefa flugur." Sýnir verk um Kai Munk í Hallgríms- kirkju „Það eru þrjú ár síðan ég fékk þessa hugmynd, sem nú er að verða að veruieika," sagði Guðrún As- mundsdóttir leikkona í samtali við blaðamann Morgunblaðsins um „Leikhús kirkjunnar", sem til stend- ur að frumsýni sitt fyrsta verk í Hall- grímskirkju í nóvember nk. „Leikhús kirkjunnar var stofnað fyrir u.þ.b. ári með það fyrir augum að flytja leikrit í kirkjum landsins," sagði Guðrún. Fyrsta verkefni Leik- húss kirkjunnar verður Leikrit um Kai Munk eftir Guðrúnu siálfa, byggt á lífi og starfi Munks og pre- dikunum. Sagði Guðrún að í verk- inu yrði lögð aðaláhersla á mann- inn og predikarann Munk frekar en þá hlið hans er að leikhúsinu sneri. þetta verk stendur til að sýna i kirkjum landsins með atvinnuleik- urum í öllum hlutverkum, en um tíu manns taka þátt í sýningunni. Guðrún sagði að ekki væri búið að ganga endanlega frá því hvaða leikarar tækju þátt í sýningunni en hjónin og myndlistarmennirnir Leifur Breiðfjðrð og Sigrún Jóns- dóttir munu sjá um leikmynd og búninga og tónlistarflutningur verður í höndum Gunnars Reynis Sveinssonar. Hjólreiðadagurinn 1985: Skólabörn söfnuðu 1,7 millj. króna Alls söfnuðust 1,7 milljónir króna er skólanemendur söfnuðu fé til uppbyggingar Dvalar- og hvíldar- heimilis fatlaðra barna í Reykjadal í Mosfellssveit á Hjólreiðadaginn 1985, sem var 27 aprfl sl. Söfnunarseðlarnir voru um leið happdrætti og hefur Kvennadeild Styrktarfélags lamaðra og fatl- aðra sent blaðinu lista með nöfn- um vinningshafa. Vinningarnir hafa verið afhentir, en nokkur brögð voru að því að söfnunar- seðlum væri ekki skilað þó að nú hafi verið gerð grein fyrir þeim flestum. Seðlarnir eru númeraðir og í tvíriti. Vill Kvennadeild SLF koma á framfæri þakklæti fyrir þáttök- una til allra er lögðu hönd á plóg- inn við framkvæmd Hjólreiða- dagsins 1985. Eftirtaldir hlutu vinning: Nr. 16. Vigdís B. Gísladóttir, Fossvogsskóla. Nr. 315. Viðar Blöndal, Hóla- brekkuskóla. Nr. 1309. Arnar Ó. Arnþórsson, Brekkubæjarskóla, Akranesi. Nr. 1543. íris Ólafsdóttir, Fossvogsskóla. Nr. 3241. Gunnhildur Ólafs- dóttir, Mýrarhúsaskóla, Seltjarn- arnesi. (Cr frétutilkynningu) TVEIRSIÖRIR =EINN RISI Eigendaskipti International Harvester verksmiðjanna (landbúnaðardeild) þýða ekki að „besti vinur ” bóndans síðustu áratugina sé úr sögunni. Þvert á móti. Kaupandinn er Tenneco, banda- ríska stórfyrirtækid í vélaiðnadiog orkuframleiðslu, sem átti fyrir J.l. CASE verksmiðjurnar, - og nú sameinast 293ggja ára reynsla, tækni og þjónusta þessara tveggja virtu vélaverksmiðja að baki p ~ mi CASE-lnternational ætlar að leggja sitt af mörkum í baráttunni við versnandi afkomu landbúnað- arins með aukinni hagkvæmni í vélaframleiðslunni, fljótvirkari nýt- ingu tækniframfara, - og ekki síst í skjótri og öruggri þjónustu við bændur. Eigendur International Har- vester dráttarvéla og landbúnað- artækja geta því reitt sig á „besta vininn“ hér eftir sem áður fyrr. Umboðsmenn á Íslandí "P/aX I IF- Járnháls 2 /Z\\ H ►- Pósthólf 10180 Jféul ■■ 110 Reykjavík Sími 83266 gK£SöíW» bsen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.