Morgunblaðið - 20.07.1985, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.07.1985, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 20. JÚLÍ 1985 17 Fréttapistill úr Árgæzka veöurfarsins Langt er nú síðan við höfum lif- að annað eins vor og sumar fram að þessu. Segja má, að allt hafi leikið í lyndi, sauðburður gekk alls staðar vel, og fénu sleppt á græn grös jafnóðum og það bar. Gras- spretta hefur verið allgóð, þó hef- ur skort úrkomu til þess að hún gæti orðið með bezta móti, sláttur hófst snemma eða um 20. júní, og blíða veðurfarsins hefur haldið áfram þar til nú um miðjan júlí að snögglega kólnar í veðri og eru það ærin viðbrigði eftir svo ljúfa og hlýja tíð. Fóðuriðjan Hjá Fóðuriðjunni í Ólafsdal gengur allt með fullum krafti, þar hafa nú verið framleidd um 400 tonn af graskögglum, og að sögn verksmiðjustjórans, Sæmundar Kristjánssonar, er það mun meira en í fyrra á sama tíma þar sem vel var sprottið og snemma byrjað að slá. Allmiklar birgðir köggla eru til frá því í fyrra, sem ekki seldust þá sökum þess, að nægar hey- birgðir voru þá fyrir hendi hjá bændum. En gæði íslenzku hey- kögglanna eru slík, að ástæðulaust er að óttast, að þeir gangi ekki út. Þjóðhátíðin í Saurbæ Það hefur verið venja hér í Saurbænum að minnast þjóðhá- tíðarinnar 17. júní með hátíða- höldum, sem ávallt hefjast með guðsþjónustu í Staðarhólskirkju, sem sóknarpresturinn, sr. Ingi- berg J. Hannesson, annast. Síðan er gengið til samkomuhússins Tjarnarlundar, og þar er boðið upp á margvísleg skemmtiatriði og uppákomur til ánægju og gleði þeim, sem er samkomuna sækja. Oftast hefur Kvenfélag Saurbæj- arhrepps staðið fyrir skemmtun- inni, en nú síðustu árin hefur leik- félagið skipst á við kvenfélagið að sjá um skemmtiatriði og var svo í þetta sinn. Kynnir og stjórnandi var Erna Guðmundsdóttir á Neð- ri-Brekku. Ávarp fjallkonunnar flutti Rakel Benediktsdóttir í Stórholti. Þá voru fluttir skemmtiþættir í umsjá unga fólksins og farið með margvísleg skemmtiefni og varð þetta hin ágætasta skemmtun. Á eftir var farið út í góða veðrið og farið í leiki á íþróttavellinum. Þessar samkomur hafa ætíð verið vel heppnaðar og hrepps- búum til sóma og er þakkarvert mjög að halda slíku uppi ár eftir ár í tiltölulega fámennu sveitarfé- lagi. En Saurbæingar eru félags- lyndir og stendur félagslíf hér með blóma, einkum yfir vetrar- mánuðina. Laxabúskapur Laxinn er farinn að ganga í árn- ar hér, Staðarhólsá og Hvolsá. Munu rúmlega 100 laxar vera komnir upp í árnar, og verður það að teljast nokkuð gott á þessum tíma, en venjulega gengur laxinn seint upp í árnar hér. Við vonum, að laxinn láti sjá sig í auknum mæli í sumar, við erum hér með hafbeitartilraunir í samvinnu við Laxalón í Reykjavík, og væntum þess, að árangur þess fari að koma í ljós. Hins vegar er þetta margra ára þróun, og því ekki ástæða til að ætla, að dæmið gangi upp á fyrstu árunum. Jónsmessumót SÁÁ Um Jónsmessuna, helgina 21.—23. júní, var haldið mikið Jónsmessumót á vegum SÁÁ á Staðarfelli, og sóttu það hátt á fjórða hundrað manns. Var það hin ágætasta hátíð í góðu veðri og margt sér til gamans gert, og auð- vitað var Bakkus konungur hvergi nærri, því hér var um að ræða samkomu alkóhóiista, sem hafa verið í meðferð á Staðarfelli og hafa haft betur í glímunni við Bakkus. Hátíðinni lauk með helgistund í umsjá sóknarprestsins, sr. Ingi- bergs J. Hannessonar, og var það útiguðsþjónusta, afar hátíðleg stund, þar sem mannfjöldinn kom sér vel fyrir í skjólgóðri hlíð undir Fellinu, milli félagsheimilisins og kirkjugarðsins, og hlýddi á orð Guðs í bjartri júnísólinni, enda er orð Guðs þeim mörgum sú sól, sem vermir hið innra líf og tilveru og flytur ljós og ylinn í dapra og reik- ula sál. Þökk sé Guði fyrir það að láta Ijós sitt skína á meðal okkar mannanna og veita birtu og yl inn í mannleg hjörtu. Kvæðamenn í heimsókn Það heimsækja margir Dalina í sumarskrúða. Fyrir skömmu voru hér á ferð félagar í Kvæðamanna- félaginu Iðunni í Reykjavík. Þeir Dölum keyrðu hér um og nutu góðrar leiðsagnar félaga síns og fyrrver- andi skólastjóra á Laugum, Einars Kristjánssonar, sem opnaði fyrir þeim söguna í söguríku héraði Dalanna. Þeir höfðu svo kvöld- vöku á Laugum. Þar var mikið kveðið. Ragnar Ingi Aðalsteins- son, kennari á Laugum, tók á móti þeim með góðri rímu, og þeim varð ekki tregt um svör. Skólastjóri og skólanefndarfor- maður sögðu þeim sögu staðar og skóla og buðu til kvöldkaffis að kvöldvöku lokinni. í hópi kvæða- manna var góður vinur Dalanna, Sigurðar Kristjánsson frá Bugðu- stöðum, og var hann aufúsugestur á Laugum, en hann gaf á sínum tíma Laugaskóla bókasafn sitt, mikið að vöxtum og dýrmætt og hefur bætt við gjöf sína síðan. Hefur hann þannig sýnt sínu heimahéraði mikla ræktarsemi. Heimsókn þeirra kvæðamann- anna var ákaflega ánægjuleg, það er ekki oft nú til dags sem maður heyrir vel kveðnar stemmur, en slíkt hljómaði vel þetta kvöld á Laugum, og má segja að þessi starfsemi, að viðhalda hinni þjóð- legu kvæðalist, sé einn af hinum stærri þáttum í þeirri viðleitni að varðveita íslenzka menningu og viðhalda þeim þjóðarverðmætum, sem forfeður okkar hafa til okkar skilað í gegnum aldirnar. Vegamál Senn er mál að linni pistli þess- um, því ekki er þörf að teygja lop- ann. En aðeins nokkur orð um vegamál að lokum. Samkvæmt vegaáætlun virðist ekki eiga að gera mikið i vegamál- um okkar Dalamanna á þessu ári. Er það mjög miður svo hægt sem þessi mál ganga og vegir víða slæmir. Þó er rétt að geta þess, sem vel er gert. Nýlega hefur verið lokið við að leggja slitlag á veg- arkafla frá Skógstagli í Miðdölum að Blönduhlíð í Hörðudal. Er veg- urinn að vísu frekar mjór, en þessi framkvæmd þó mjög þörf, enda var þessi kafli í vetur afar erfiður og vandfarinn og sögðu gárungar, að hann heyrði frekar undir heil- brigðisráðuneytið en samgöngu- ráðuneytið, svo erfitt var að fara hann og afleiðingarnar margvís- legar. En nú er hann sem sé kom- inn undir samgönguráðuneytið á ný, og er það vel. Ekki hef ég heyrt um aðra nýja kafla í vegagerð hér í Dölum í sumar, en þó mun ráðgert að vinna að uppbyggingu vegar hér í Hvolsdal með haustinu, ef vel viðrar, og gott tilboð fæst upp á fjárveitingu næsta árs, auk þess sem unnið verður á Laxárdals- heiði, ný brú smíðuð á Bjarna- dalsá á Bröttubrekku og nauðsyn- legu viðhaldi vega sinnt svo sem kostur er. Þetta er allt þakkarvert, svo langt sem það nær. — IJH. Aukasending af þeim Vegna mikillar sölu á þeim danska aö undanförnu höfum viö fengið aukasendingu af þessum eftirsóttu bílum á aldeilis frábæru veröi. Nú er aö hrökkva eöa stökkva, því óvíst er hvort viö fáum fleiri. Verö: 105S 175.070,- 120L 193.780,- Ath. Opið í dag kl. 13.00—17.00. JÖFUR HF NÝBÝLAVEGI 2 KÓPAVOGI SÍMI 42600

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.