Morgunblaðið - 21.07.1985, Side 34

Morgunblaðið - 21.07.1985, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 21. JÚLl 1985 Nýjasta mynd gamla jaxlsins John Hustons, Heidur Prizzis (Prizzi’s Honor), var frumsýnd í Bandaríkjunum síðustu dagana í júní síðastliðnum. Það er skemmst frá því að segja, að myndin hefur fengið hreint ótrúlega góðar mót- tökur, gagnrýnendur á blöðum og tímaritum eins og Newsweek, Vili- age Voice og The Wall Street Journal, hafa allir hrósað gamla manninum eins og hann sé eini snillingurinn ofan moldu. Vafasamur heiöur „Heiður Prizzis” er mikils- háttar fjölskyldudrama hvernig sem litið er á myndina. Hún er mafíumynd hlaðin alvarlegu gríni. Hinn tæplega áttræði Huston er leikstjóri, en aðalhlut- verkið er í höndum Jack Nichol- son, sem er óopinber tengdason- ur Hustons, en Jack og Anjelica, sem er dóttir leikstjórans og leikur stórt hlutverk í myndinni, hafa verið saman í tíu ár. En stærsta kvenhlutverkið hefur Kathleen Turnar, sem undan- farnar vikur hefur skemmt bíó- gestum í Romancing The Stone. Jack Nicholson leikur Charley Paranna, sem er sauðtrygg og harðskeytt undirtylla hjá Prizzi-fjölskyldunni, einni stærstu innan Mafíunnar. Hann er vel metinn hjá forsprökkum fjölskyldunnar, því gott þykir að hringja til hans hvenær sem er sólarhringsins þegar fram- kvæma þarf eitthvert skítverkið. Eins og nærri má geta þá nýt- ur Jack Nicholson sín vel í þessu gervi, en Charley Partanna er bara mannlegur og fellur kylli- flatur fyrir fögru kvenfólki. Hann hefur undanfarið gert sér dælt við Maerose (sem Anjelica Huston leikur af stakri prýði), en ekki Iíður langur tími þar til Charley fer að hugsa sér til hreyfings og rekur glyrnurnar í hina ægifögru Irene Walker (Kathleen Turner). Eftir þann dag verður líf mafíugarpsins ekki hið sama. Því þótt hann ætli sér Irene þá hefur Maerose ekki sagt sitt síð- asta — en það sem vegur þyngst er að hún er eldri dóttir Donsins, sem hefur líf smápeða eins og Charleys í hendi sér. Þessi er bakgrunnurinn að nýju mynd John Hustons, og er ekki ástæða til að rekja sögu- þráðinn í smáatriðum, þvi myndin verður sýnd í reykvísku kvikmyndahúsi í haust, ef allar áætlanir standast. Bókarhöfund- urinn Condon Það var Huston sjálfur sem kom myndinni í kring. Hann uppgötvaði bókina snemma árs 1984, sem þá var orðin tveggja ára gömul. Hann hafði samband við höfundinn þegar í stað og hann samþykkti að skrifa kvik- myndahandrit. John Huston hafði lengi verið mikill aðdáandi bókarhöfundar- ins Richard Condons, en þeir höfðu þekkst í meira en þrjátíu ár. Richard Condon hefur skrif- að fjölmargar bækur um dagana, og má nefna hina umtöluðu „Winter Kills“. JACK NICHOLSON, JOHN OG ANJELICA HUSTON LEIÐA SAMAN HESTA SINA: HEIÐUR PRIZZIS Irene og Charley á góðri stund áður en mafíublóðið í þeim renn- ur til skyld- unnar. Jack Nicholson í blutverki mafíu- garpsins Charley Partanna. John Huston, enn f fullu fjöri þótt hann sé að verða áttræður. Fjölskyldan saman komin, Jack, John og Anjelica (lengst til hægri) ásamt Kathleen Turner. Richard Condon tilheyrir þeim rithöfundum í Bandaríkjunum sem oft eru kallaðir „neðanjarð- ar“. Bækur þeirra eru gefnar út í litlum upplögum, en tryggir að- dáendur lesa þær í tætlur. Hann hefur verið borinn saman við William Burroughs og Thomas Pynchon, einnig höfundana Jos- eph Heller og Thomas Berger, sem ná til stærri. lesendahóps. Það sem einkennir skrif Condons er hve mikið hann fjallar um hinar dökku hliðar draumsins ameríska. Ein hans þekktasta bók nefnist „The Manchurian Candidaté" (1962). Gagnkvæm virðing Jack Nicholson samþykkti að leika í þessari mynd einungis vegna þess að John Huston átti að stjórna henni. Jack fær þús- undir kvikmyndatilboða á hverj- um degi, og hann hefur ekki við að segja nei því hann er orðinn vandlátari en á yngri árum. Gef- um Jack orðið. „John Huston hefur verið átrúnaðargoð mitt síðan ég var smágutti, og við höfum þekkst allvel undanfarin fimmtán ár. Ég veit ekki hvað þér finnst, en mér finnst það frábært, hann var goðsögn í lifanda lífi þegar ég var í barnaskóla. Ég ber óhemjumikla virðingu fyrir hon- um, ég hef lært meira af honum en nokkrum öðrum listamanni sem ég hef unnið með.“ „Heiður Prizzis" var frumsýnd með viðhöfn seint í júní og hlaut lofsamlega dóma. David Ansen hjá Newsweek sagði að John Huston hefði sjaldan verið í betra formi; Peter Travers hjá People sagði að hún væri kær- komin tilbreyting, vönduð mynd innan um allar ódýru krakka- myndirnar; Vincent Canby hjá The New York Times segir að myndin geri það sama við Guð- föðurinn sem Shamela eftir Henry Fielding gerði við Pamela eftir Samuel Richardson, og Richard Schickel hjá Time segir að hlutverk Jacks Nicholson sé hans djarfasta og áhættumesta frá upphafi leikferils hans. HJÓ Jack Nicholson og Kathleen Turner losa sig við lík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.