Morgunblaðið - 27.07.1985, Síða 1

Morgunblaðið - 27.07.1985, Síða 1
48 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 166. tbl. 72. árg. LAUGARDAGUR 27. JÍJLÍ 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins 1 mótmælasvelti Tvær konur frá Eystrasaltsríkjunum, Madelene D. I vitnaleiðslum um ástand mannréttinda í Eystrasalts- Persone frá Lettlandi og Lietta Sander frá Eistlandi, rikjunum í Kaupmannahöfn. Kvaö sérstakur kvid- hafa undanfarna daga verið í mótmælasvelti fyrir dómur flóttamanna í gær upp dóm þar sem sovésk framan skrifstofur sovéska sendiriðsins í Kaup- stjórnvöld eru harðlega fordæmd fyrir þá kúgun sem mannahöfn. í gær hurfu þær á brott, en þá lauk I þau hafa beitt Eystrasaltsþjóðirnar. Málamiðlun á kvennaþinginu * Fulltrúar Bandaríkjanna og Israel höfðu hótað að ganga af fundi Nairóbí, Kenýa, 26. júlí. AP. FULLTRÚAK Bandaríkjanna og ísrael á kvennaráðstefnunni í Nairóbí, samþykktu scint í kvöld málamiðlunartillögu um grein í lokaályktun fundarins sem oliið hafði miklum deilum. I upphaflegu tillögunni var zíonisma líkt við kynþáttamismunun, en fulltrúarnir komu sér saman um að fella orðið zíonismi úr greininni. Áður höfðu ísraelsku og banda- rísku fulltrúarnir hótað því að að ganga af fundi ef greinin yrði sam- þykkt. Ráðstefnunni átti að ljúka í kvöld, en samkvæmt síðustu fréttum, var talið að ekki tækist að ljúka fundarhöldum fyrr en seint í nótt. Lokaályktunin var í 372 grein- um og höfðu fulltrúarnir sam- þykkt 94 þegar kom að greininni um zíonisma. Hljóðaði hún á þá leið að það sem stæði konum einkum fyrir þrifum væru heims- valdastefna, nýlendustefna, út- þenslustefna, aðskilnaðarstefna, kynþáttamismunun og zíonismi. Fulltrúar tsrael tóku til máls en minntust ekki á greinina að öðru leyti en því að þær hótuðu að ganga af fundi, ef hún yrði samþykkt. • • Oryggisráð Sameínuðu þjóðannæ Samþykkja tilmæli um refsiaðgerðir gegn S-Afnku Jóhanneftarbore, New York, 16. júlí. AP. skýrði frá í dag að ákveðið hefði verið að hætta áætlunarflugi til Suður-Afríku 1. september. Er þessi ákvörðun í samræmi við samþykkt ríkisstjórna Danmerk- ur, Noregs og Svíþjóðar um að fellt skuli niður flug til Suður- Afríku til að mótmæla aðskilnað- arstefnu stjórnvalda. Suður-afríski gjaldmiðillinn (rand) féll enn í verði í dag gagn- vart dollaranum vegna neyðar- ástandslaganna, og þeirrar ákvörðunar Frakka að stöðva fjárfestingar í landinu. P.F. Botha utanríkisráðherra harmaði ráðstafanir Frakka. Hann sagði þær bera keim af „til- finningasemi og hentistefnu“. Sjá frétt um Sudur-Afríku á bls. 20. Fyrr í dag höfðu Frakkar neit- að að verða við tilmælum ýmissa Afríkuríkja um að breyta orða- lagi tillögunnar á þá lund að hún yrði harðorðari í garð suður- afrisku stjórnarinnar. öryggis- ráðið samþykkti því upprunalegu tillöguna. Ekki kom til mikilla átaka í dag í Suður-Afríku, en handtök- um var haldið áfram, og hafa nú um 900 verið teknir höndum síð- an neyðarástandslögin voru sett. Talsmaður lögreglunnar sagði að 115 hefðu verið handteknir í dag. P.W. Botha forseti sagði að hann væri „alltaf reiðubúinn til að ræða við blökkumenn", en neitaði þó að bjóða friðarverð- launahafanum Desmond Tutu biskupi til viðræðna um ástandið í Suður-Afríku. Talsmaöur SAS-flugfélagsins Þerna strauk af sovésku farþegaskipi á Svalbarða ('biló, 26. júlí. Prá Bernt Olufnen frétUriUra Mor^nbliðdiiu í Noregi. SOVÉSK þerna, sem flúði af farþegaskipinu Maxim Gorky um síöustu helgi, þegar það var við Svalbarða, hefur beðið um hæli sem pólitískur flóttamaður í Noregi. Konan, sem er frá Úkraínu, stakk sér í kaldan sjóinn þegar skipið var á siglingu út úr Isa- firði, og synti í land. Hún fannst ekki fyrr en fjórum sólarhring- um síðar af einskærri tilviljun. Var hún þá mjög illa haldin af matarskorti og vegna kulda. Liggur hún nú í sjúkrahúsi í Longyearbyen. Norsk stjómvöld hafa heitið konunni því að hún fái annað- hvort pólitískt hæli í Noregi eða í einhverju öðru landi. Konan var léttklædd þegar hún flúði af skipinu, sem oft hef- ur komið hingað til íslands, og er óttast að hún sé kalin eftir þolraunina. Hún starfaði sem þerna á Maxim Gorky, en flestir farþeg- anna voru ferðamenn frá Mið- Evrópu. Talsmaður yfirvalda á Sval- barða, sagði að ótrúleg heppni hefði ráðið því að konan fannst, en það var norskur verkfræðing- ur, sem kom auga á hana. ORYGGISRAÐ Sameinuðu þjóð- anna samþykkti í kvöld tillögu Frakka, þar sem skorað er á að- ildarþjóðir þess að beita suður- afrísk stjórnvöld hörðum refsiað- gerðum vegna setningu neyðar- ástandslaga í landinu. Bandaríkjastjórn hvatti í dag suður-afrísk stjórnvöld til að af- létta neyðarástandslögunum, sem verið hafa í gildi frá því um síðustu helgi, og koma á borgara- réttindum að nýju. Larry Speakes, fréttafulltrúi Hvíta hússins, sagði að fella bæri neyðarástandslögin úr gildi þar sem þau hefðu ekki náð tilgangi sínum: Ekkert hefði dregið úr óeirðum og ofbeldi í heimalönd- um svartra. AP/Simamynd Sendiherra Suður-Afríku hjá Sameinuðu þjóðunum, Kurt Robert Samuel von Schirnding, sést hér á fundi öryggisráðsins í gær. Fulltrúar nokkurra annarra þjóða, þ.á m. Bandaríkjanna, Bretlands og Kanada, sögðust ekki mundu styðja lokaályktun- ina, ef greinin um zíonisma yrði höfð með. Þegar deilúrnar stóðu sem hæst, fór fulltrúi Egyptalands fram á fundarhlé til að koma á sáttum. Gera átti tíu mínútna hlé, sem svo varð að þriggja og hálfrar stundar hvíld á fundar- höldum. Að lokum tókst full- trúunum þó að koma sér saman um málamiðlun. Á kvennaráðstefnunum í Mex- íkó og Kaupmannahöfn á kvenna- áratuginum komu upp svipaðar deilur um lokaályktanir um mál- efni Palestínu og aðskilnaðar- stefnu Suður-Afríku. Er talið að nú verði lokaályktunin samþykkt með atkvæðum meirihluta full- trúanna, þrátt fyrir hörð mót- mæli margra sendinefnda, þ.á m. þeirrar bandarísku. Ráðherrafundurinn í Helsinki: Shultz hittir Schevardnadze W«.shington, 26. júlí. AP. UTANRÍKISRÁÐHERRAR Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna hittast í fyrsta sinn á ráðherrafundinum í Helsinki á miðvikudaginn. George Shultz og Ekluard Shev- ardnadze munu að öllum líkind- um ræða samskipti austurs og vesturs, og undirbúa leiðtoga- fundinn í nóvember, en þá hittast Ronald Reagan Bandaríkjaforseti og Mikhail Gorbachev aðalleið- togi sovéska kommúnistaflokks- ins. Ráðherrafundurinn, sem hefst á þriðjudag, er haldinn í tilefni þess að nú eru tíu ár liðin síðan ráðstefnan um öryggi og sam- vinnu Evrópuríkja var haldin, og Helsinki-sáttmálinn var undirrit- aður. Sjá „Helskinki-samkoman hefði ekki tekist nú“ á bls. 20.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.