Morgunblaðið - 27.07.1985, Side 9

Morgunblaðið - 27.07.1985, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚLf 1985 9 Félagar G.í. Garöaskoöun veröur sunnudaginn 28. júlí kl. 14.00—18.00 (2—6). GARÐYRKJUFÉLAG ÍSLANDS Auglýsing um kjörskrá til kosningar í safnráð Listasafns íslands Samkvæmt lögum nr. 15/1969 um Listasafn ís- lands, skulu íslenskir myndlistarmenn „kjósa úr sínum hópi þrjá menn í safnráö til fjögurra ára í senn, tvo listmálara og einn myndhöggvara ..." Skrá um þá er kjörgengi og kosningarétt hafa til safnráös liggur frammi í Listasafni íslands viö Hringbraut daglega frá 1.—31. ágúst kl. 13.30—16.00. Kærur út af kjörskránni skulu komnar til forstööu- manns Listasafns íslands fyrir ágústlok 1985. Kjörstjórn Hestamenn Evrópumót íslenska hestsins 1985 Hópferð til Svíþjóðar og Danmerkur í ágúst Feröatilhögun: Flogiö til Gautaborgar 15. ágúst. Dvaliö veröur i Borás í 4 nætur. Mótiö fer fram í Várgárda dagana 15.19. ágúst. Frá 19.25. ágúst veröur dvaliö á Hótel Marienlyst í Helsinger, sem er eitt af glæsilegri hótelum á Noröurlöndum, staösett viö eina bestu baöströnd Danmerkur. Siöustu dagana, 25.27. ágúst, veröur dvaliö á Hótel Cosmopol í Kaupmannahöfn. Verö frá kr. 17.800, 15.—21. ágúst. Verð frá kr. 27.200, 15.—27. ágúst. Fararstjóri hinn kunni hestamaður Guðlaugur Tryggvi Karlsson. Allar nánari upplýsingar hjá Útsýn. Ferðaskrifstofan ÚTSÝN Austurstræti 17, sími 26611 Næsta stórverkefni í heilbrigðismálum K-bygging Landspítala er næsta stórverkefni okkar í heilbrigö- ismálum. Henni er ætlaö að hýsa krabbameinslækningadeild, skurödeild, röntgendeild og rannsóknadeildir Landspítala og vera heili og hjarta þessa háskólasjúkrahúss og stærstu heil- brigölsstofnunar landsins. Verkhraði veltur á fjárlagaframlögum. Þaö gæti flýtt framkvæmdum ef einhver framtakssöm félaga- samtök beittu sér fyrir frjálsri skattheimtu (landssöfnun) til þess- arar byggingar. Staksteinar birta i dag lýsingu tímaritsins Heil- brigðismál á þessari byggingu. „Hvernig hefur undir- búningurinn gengið? Á grundvelli þeirrar rýmisiætlunar sem gerð var af ensku sérfræðingun- um, vann embætti Húsa- meistara ríkisins aö gerð aAalteikninga byggingar- innar og hún fékkst efnis- lega samþykkt í byggingar- nefnd Reykjavíkur í árslok 1981. AA því loknu voru danskir verkfræAingar fengnir, { samvinnu viA innlenda verkfræAinga, til ráAuneytis um endanlegt fyrirkomulag innanhúss (lagnir o.fl.). Var lokiA viA aA samræma teikningar hússins þeim hugmyndum í ársbyrjun 1983. llndan- farín tvö ár hefur svo verið unnið aA gerð nýtingar- áætlunar og byggingar- áætlunar, nu. í nánu sam- ráði viA væntanlega not- endur. Gert er ráð fyrir að húsið verði byggt í tveim áfongum. f þeim fyrri á að steypa upp þriðjung húss- ins, en aðeins verður geng- ið að fullu frá húsnæði Krabbameinslækninga- deildar á neðstu hæðinni. í siAarí áfanganum á síðan aA byggja lagnagang frá ketilhúsi inn í aöalbygging- una, sprengja út fyrir öllu húsinu, reisa það sem ekki var gert í fyrri áfanganum og ganga endanlega frá húsinu. Hvað kost- ar þessi bygging? Miðað við byggingavísi- töhi nú (200 stig) er gert ráö fyrir að byggingakostn- aður fyrri áfanga K-bygg- ingarinnar veröi um 160 milljónir króna en tæki og búnaður í þann áfanga kosti um 50 milljónir króna. Heildarkostnaður við báöa áfangana er áætl- aður um 800 milljónir króna, þar af tæki og búnaður um 250 milljónir. Er K-bygg- ingin stórhýsi? Þvi er ekki að neita að væntanieg K-bygging er nokkuð stór. Brúttó rúm- málið er um 53 þúsund rúmmetrar og heildardat- armálið nær 13 þúsund fer- metrar. I*ar af eru hæöirn- ar þrjár um 8.700 fermetr- ar. Ilins vegar er neðsta hæðin að mestu leyti niður- grafin og byggingin sýnist því ekki vera nema tveggja hæða. flæðirnar eru mis- stórar, en sé tekið mið af efstu hæðinni, sem er mest áberandi, þá veröur hún 77 metrar á lengd og 31 metri á breidd. Til samanburðar skal nefnt að B-álma Borg- arspítalans er tæpir 7 þús- und fermetrar (23 þúsund rúmmetrar). Hvers vegna er nauð- synlegt að reisa K-bygg- inguna? Sérhæfða læknisþjón- ustu er ekki hægt aö veita á mörgum stöðum í svo fámennu landi. LandspítaF inn er háskólasjúkrahús og þarf því að vera eins vel búinn tækjum og aðstöðu eins og unnt er. Á það skortir nú, einkum vegna þess að viðunandi húsnæði fyrir svonefndar stoðdeild- ir er ekki til staðar. /Ktlun- in er að reyna að bæta úr því í K-byggingunni, sem nefnd hefur verið bæði hjarta og heili LandspítaF ans. — Kannsóknastofurn- ar eru í þröngu og óhent- ugu húsnæði á mörgum stöðum í spítalabygging- unni. Möguleiki er á hundruðum mismunandi rannsókna og daglegur fjöldi niðurstaðna skiptir þúsundum. — Köntgen- deildin er einnig í þröngu og óhentugu húsnæði. Mikið skortir á að deildin sé búin þeim tækjum sem nauðsynleg eru. — Fjöldi skurðaðgerða á LandspítaF anum er um fjögur þúsund á ári og hefur þeim fjölgað um 40% á einum áratug. Aðstaðan hefur hins vegar lítið breyst síðustu tvo ára- tugi. Með bættri aðstöðu fyrír undirbúning skurð- aðgerða og eftirmeðferð værí hægt að auka afköst- in. — Bæta má nýtingu á þjónustu Landspítalans með móttökudeild og dagdeild, en þeim er ætlað rými í K-byggingunni. — Ueislameðferðartæki er að- eins eitt og svarar alls ekki þeim kröfum sem nú eru gerðar um nákvæmni með- ferðar. Nauðsynlegt er að fá nýtt meðferðartæki, svo- nefndan línuhraðal, en ekkert húsnæði er til stað- ar. Undirbúningur geisla- meðferðar og lyfjameðferð krabbameins er í ófulF nægjandi húsnæði fjarri meðferðartækinu. Hvaða ávinningur er af því að ráð- ast í K-bygg- inguna núna? Kins og áður kom fram er tækjabúnaðurinn nær þriðjungur af heildarkostn- aðinum. Flest öll þessi dýru tæki verður að kaupa á næstu árum hvort sem er, og því er mikilvægt að sem best sé búið um þau, svo þau nýtist sem besL Aukin afköst á skurðdeild- um skapa mikla rekstrar- hagræðingu og því hefur verið fullyrt að þessi bygg- ing sé hagkvæm þjóðhags- lega séð. Ekki er gert ráð fyrír Ijölgun sjúkrarúma þegar byggingin verður tekin í notkun, en legu- deildirnar munu nýtast mun betur en nú. Flestar lausnir á húsnæðLsmálum Landspítalans síðasta ára- tug hafa verið bráðabirgða- lausnir. Á sama tíma hefur starfsemin aukist verulega en búnaðurinn og húsnæð- tó nýtist ekki sem skyldi. Án K-byggingar verður að leysa málin áfram til bráðabirgða, sem er mun dýrara að mati ráðamanna spítalans. En hvers vegna hefur ekki verið byrjað á þess- ari byggingu fyrr? Ef til vill er svarið fólgið í þeirri fullyrðingu að bygg- ingin hafi átt sér of fáa málsvara á Alþingi. Kn nú hefur orðið breyting á. Við afgreiðslu fjárlaga ársins 1985 voru veittar 20 millj- ónir króna til þessarar framkvæmdar. Heilbrigð- Lsráðherra, Matthías Bjarnason, tók fyrstu skóflustunguna í febrúar 1985 og áætlað er að jarð- vinnu Ijúki nú í júlí. Lions- menn söfnuðu nýlega fyrir geislameðferðartæki I þessa byggingu. Svo virðist því sem loks sé komin hreyfing á málefni K-bygg- ingarínnar. jr- Samantekt þessi er m.a. byggð á upplýsingum frá llallgnmi Snorrasyni, formanni Yfirstjórnar mannvirkjagerðar á Land- spítalalóð, og fleirum." Unniö að rannsókna- og þróunaráætlun íyrir loðdýraræktina GERÐ hefur verið rannsókna- og þróunaráætlun fyrir loðdýraræktina í landinu. Áætlunin er gerð að frumkvæði Rannsóknastofnunar landbúnaðar- ins en í samvinnu við marga aðila, svo sem loðdýrabændur og samtök þeirra, Búnaðarfélag íslands, veiðistjóraembættið og bændaskólana. Er þetta í fyrsta skipti sem gerð er slík áætlun fyrir heila búgrein hérlendis. „Tilgangur áætlunarinnar er að innar og menn talið að hún geti athuga þróunarmöguleika loðdýraræktarinnar í landinu,“ sagði dr. Stefán Aðalsteinsson, deildarstjóri búfjárdeildar RALA, en hann er ritstjóri skýrslu um áætlunina. Hann sagði að undan- farin ár hefði verið rætt mikið um mikla möguleika loðdýraræktar- skapað umtalsverða atvinnu hér á landi og gjaldeyristekjur. Hann sagði að áætlunin gengi út á að taka alla atvinnugreinina fyrir og skilgreina þau verkefni sem brýn- ast væri að taka fyrst fyrir á öll- um sviðum, það er fjárfestingu, rekstri og efniviðnum sjálfum. Skýrsla um rannsókna- og þróunaráætlunina er nær tilbúin og verður hún fljótlega tekin fyrir á fundi þeirra aðila sem stóðu að gerð hennar og verða þá væntan- lega teknar ákvarðanir um fram- haldið. Sagði Stefán að ákveða þyrfti hvar leita ætti eftir fjár- magni til að framkvæma hana og hvað hægt væri að koma hlutun- um fljótt í gang, svo atvinnugrein- in geti sem fyrst haft gagn af niðurstöðum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.