Morgunblaðið - 27.07.1985, Síða 14

Morgunblaðið - 27.07.1985, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚLl 1985 alveg til fyrirmyndar hvernig þeim er viðhaldið enda varð einum ferðafélaganna að orði: „Svo eru þeir heima í vandræðum með Bern höf tstorfuna.“ Frá Röros var svo haldið áfram til Verdal þar sem Örmelenkórinn tók á móti hópnum og hafði veg og vanda að dagskrá næstu tvo daga. 22. júní hófst með skrúðgöngu um götu Verdal. Lúðrasveit Verka- lýðsins gekk í fararbroddi og lék göngulög og síðan komu kórarnir á eftir. Gengið var að Minsaas- torgi þar sem sungið var og blásið til skiptist. Laðaði þetta að for- vitna áhorfendur, sem skiptu orð- ið hundruðum og kunnu þeir vel að meta. Síðdegis sama dag var farið með hópinn í skoðunarferð um Verdal, og m.a. skoðuð Akerverksmiðjan, þar sem allir stærstu olíuborpall- ar Noregs eru byggðir. Um kvöldið bauð bæjarstjórn til veislu á Hotel Verdal, þar var að sjálfsögðu mik- ið sungið og dansað, því þetta kvöld héldu Norðmenn Jóns- messuhátíð. Morguninn eftir var haldið að Stiklarstöðum, þar sem haldin var norsk-íslensk messa. Séra Halvar Gregersen prédikaði og séra Tómas Guðmundsson flutti kveðju frá íslandi. Örmelen- og Þorlákshafnarkórarnir sungu og get ég ekki látið hjá líða að hælast örlítið um vegna söngs Þorlákshafnarkórsins, sem var al- veg frábær og náði hámarki í lok messunnar, þar sem Ingveldur Hjaltested söng einsöng með kórnum í Ave Maria eftir Sigvalda Kaldalóns. Sem dæmi um hrifn- ingu heimamanna má nefna að 16. júní var sungið á skemmtun fyrir ellilífeyrisþega í Lilleström, var það mikil samkoma úti undir beru lofti í yndislegu veðri. Söng- félag Þorlákshafnar söng ásamt Lill-Canto kórnum, einnig söng þar kór ellilífeyrisþega og var það mjög skemmtilegt. Að morgni 17. júní var haldið aftur til Osló og litið á borgina fram eftir degi, en síðan farið á þjóðhátíðarsamkomu fslendinga í Osló, sem haldin er í St. Hans Haugen. Þar söng kórinn ásamt Ingveldi Hjaltested fyrir íslendingana og hittu þar sumir gamla vini. Að lokinni íslendingasamkom- unni í Osló var haldið til Svíþjóð- ar. 19. júní var farið að Marbakka Söngfélag Þorlákshafnar í afmælisferð til Noregs Brúðhjónin Hilmar örn Agnarsson og Hólmfríður Bjarnadóttir isamt sr. Tómasi Guðmundssyni. Iwtákshöfn. 22. júlí. í júní sl. hélt Söngfélag Þorláks- hafnar í söngferðalag til Noregs. Ferð þessi var farin í tilefni þess að Söngfélagið er 25 ára á þessu ári. Söngstjóri er Hilmar Örn Agnarsson og einsöngvari með kórnum í þess- ari ferð var Ingveldur Hjaltested. Haft var samband við kóra í Noregi og sáu þeir um að taka á móti hópn- um og skipuleggja konserta. Agnar Guðnason sá einnig um að skipu- leggja ferðina. Söngfélagar ásamt mökum voru um 40. Fararstjórar voru Gunnar Markússon og sóknarpresturinn, Tómas Guðmundsson. Lagt var af stað að kvöldi þriðjudagsins 11. júní og flogið til Þrándheims, þar sem gist var fyrstu nóttina. Daginn eftir var haldið til Lillehammer, þar sem tekið var á móti kórnum af Klangkórnum, sem er karlakór í Lillehammer. Á fimmtudag söng Þorlákshafnarkórinn í Öyerkirkju ásamt Öyerkórnum. Öyerkirkja er gömul krosskirkja frá 18. öld. Far- ið var í skoðunarferð um nágrenn- ið og skoðað byggðasafnið á Mai- haugen. 14. júní var haldið til Osló með viðkomu á Eiðsvöllum, hinum gamla þingstað Norðmanna. Næsta dag var Oslóborg skoðuð og síðla dags haldið til Lilleström, þar sem Lill-Canto kórinn tók á móti hópnum veifandi íslenska fánanum. í þeim kór er íslensk kona, Sigríður Lárenzinusdóttir Eriksen, sem hefur verið búsett í Noregi í 18 ár. Ingveldur Hjaltested tekur lagið I brúökaupinu. Söngfélag Þorlákshafnar f Niöarósdómkirkju. Morgunbladiö/Jón H. Sigm. og skoðað heimili Selmu Lagerlöf, þar söng kórinn fyrir gesti safns- ins. Rotneros-garðurinn var skoðaður næst og þar var snædd elgssteik, sem bragðaðist mjög vel. í Svíþjóð gisti kórinn tvær nætur í bændaskóla og hélt þar kvöldvöku fyrir starfsmenn og nemendur skólans og komu þar fram ýmsir söngkraftar auk kórs- ins. 20. júní fór að mestu í rútuferð, eknir voru 585 km norður Austur- dal alla leið til Röros, þar sem gist var í sumarhúsum um nóttina. Daginn eftir var gamli bærinn í Röros skoðaður, en þar hafa varð- veist ein elstu hús í Noregi og er Leggst starfsemi Lista- miðstöðvarinnar hf. niður? eftir Jóhann G. Jóhannsson Af óviðráðanlegum ástæðum hefur starfsemi Listamiðstöðvar- innar hf. v/Lækjartorg stöðvast. Af því tilefni vill stjórn fyrir- tækisins koma eftirfarandi á framfæri: Ljóst er að öll menningarstarf- semi á frekar undir högg að sækja og er í mörgum tilvikum háð vel- vild og stuðningi hins opinbera. Á myndlistarþingi 1985 „Mynd- list sem atvinna" kom fram að rekstur sýningarsala og galleria er byggist á framtaki einstakl- inga, stæði í járnum og útlit fyrir að í sumum tilfellum legðist hann niður. Voru menn sammála um að þessi starfsemi hefði lífgað upp á menningarlíf borgarinnar og bætt stöðu myndlistarmanna. Því væri miður ef hún legðist af. Helstu hugmyndir er fram komu um leið- ir til úrbóta voru stuðningur frá ríki og borg, enda um menning- arstarfsemi að ræða. Listamiðstöðin hf. var stofnuð í mars 1984 með yfirtöku á starf- semi Gallery Lækjartorgs er hafði verið starfrækt á sama stað frá því haustið 1980. Vegna þeirrar reynslu er fengist hafði af rekstri Gallery Lækjar- torgs var stjórnendum Listamið- stöðvarinnar ljóst að fleiri rekstr- arþættir yrðu að koma tíl en út- leiga á sýningarsal og hlutdeild í sölu myndverka svo fyrirtækið stæði undir kostnaði af rekstri. Nauðsynlegt væri að fitja upp á nýjum rekstrarþáttur er gætu dekkað sem mestan hluta hins fasta kostnaðar, þannig að afkoma fyrirtækisins yrði að mestu óháð sölu myndverka. Á þann hátt gæti Listamiðstöðin best þjónað mark- miði sínu, að kynna og efla ís- lenska myndlist, því ljóst er að ekki fara alltaf saman listræn gæði og sala myndverka. Jafn- framt var nauðsynlegt að leita yrði nýrra leiða til kynningar myndlistar ásamt því að skapa listamönnum tryggari starfs- grundvöll. Á þessu rúma eina ári sem iiðið er frá stofnun Listamiðstöðvar- innar hefur viðleitni stjórnenda fyrirtækisins byggst á þessum for- sendum. Ýmsar nýjunar hafa komist til framkvæmda og vakið athygli. 1. Myndleiga. Miklum tíma og fjármunum hefur verið varið til uppbyggingar myndleigukerfis sem ætlað er fyrirtækjum og ein- staklingum. Tilgangurinn með myndleigunni er að auka kynn- ingu á myndlist og söiumöguleika. 2. Kaupleigu og gjafabréf. Ágóða af sölu slíkra bréfa er varið í kaup á listaverkum. 3. Menningartengsl.Listamiðstöð- in hefur unnið að því að skapa menningartengsl við önnur lönd t.d. Ítalíu, Júgóslavíu og Frakk- land með það f huga að skapa meiri fjöibreytni í íslensku mynd- listarlífi og auka möguleika á frekari kynningu íslenskrar myndlistar erlendis. Árangurinn af þessu starfi er eftir- farandi: A. Listamiðstöðinni stendur til boða að halda sýningu á verkum íslenskra myndlistarmanna í Zagreb í Júgó- slavfu. B. Listamiðstöðinni er boðið að standa fyrir sýningu á verkum hins kunna franska listamanns Jean Paul (’hambas í nóvember nk. Þetta boð kom í framhaldi af sýningunni „MON OPERA“ sem haldin var í Listamiðstöðinni í nóvember sl. á vegum franska sendiráðsins. 4. Menningarsjóður — Starfslaun. Stofnaður hefur verið menning- arsjóður sem 30 fyrirtæki og ein- staklingar eiga aðild að. Hvert fyrirtæki hefur lofað 10.000.- króna framlagi til kaups á verkum eftir einn þeirra listamanna er hljóta útnefningu. Fjöldi athyglis- verðra umsókna hefur borist frá myndlistarmönnum en ætlunin var að birta niðurstöður valnefnd- ar eigi síðar en 10. júlí. Viðbótarrekstrarþættir sem hugsaðir eru til að styrkja rekstr- argrundvöll Listamiðstöðvarinnar byggjast að miklu leyti á staðsetn- ingu fyrirtækisins í nýja húsinu við Lækjartorg. Talsverðar breyt- ingar þarf að gera á húsnæðinu til að koma þessum nýju rekstrar- þáttum í framkvæmd. Varð fljót- lega ljóst að eina leiðin til að gera það var að kaupa núverandi hús- næði. Eftir að helstu rekstrarþættir ásamt viðbótarhugmyndum höfðu verið kynntir fyrir Fjárfestingarfé- lagi íslands, hófst í samvinnu við FI undirbúningur að hlutafjárút- boði. Jafnframt var leitað samn- inga um kaup. Helstu nýjungar. í þeim hluta hús- næðisins er snýr að Lækjartorgi er fyrirhugað að koma upp miða- sölu, bókunar- og upplýsingaþjón- ustu. Hugmyndin er að á einum stað í Rvík. sé hægt að kaupa eða panta miða á helstu menningarviðburði hverju sinni, ásamt því að fá upplýs- ingar þar að lútandi. Slík þjónusta er löngu tímabær, enda þekkt fyrir- brigði meðal menningarþjóða. Er auðvelt að ímynda sér hagræðingu af slíkri þjónustu, ekki síst fyrir landsbyggðina og t.d. erlenda ferða- menn. Kaffistaöur er rekinn á sömu hæð og Listamiðstöðin og áform um nánari samvinnu milli aðila. Breytingar á inngangi í húsnæðið hafa lengi verið á döfinni og mið- ast við að uppgangur á 2. hæð sé aðskilinn inngangi í biðsal SVR. Það er samdóma álit þeirra er kynnt hafa sér þessar hugmyndir að þær séu áhugaverðar og hluta- fjárútboð raunhæfur möguleiki.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.