Morgunblaðið - 27.07.1985, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 27.07.1985, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1985 Veiðiþáttur llmsjón: Guðmundur Guðjónsson Islenskir „stórlaxar" hafa lést með árunum 28 punda hængunnn sem bandarískur veiðimaður veiddi í Vitaðsgjafa í Laxá í Þingeyjarsýslu um daginn leiðir hugann að stórlöxum á íslandi fyrr og nú. Síðustu árin hafa stórlaxar í þess orðs fyllstu merkingu verið heldur fáséðir. Tökum sem dæmi, að síðasta sumar var talað um „stór- laxaár", en samt komu aðeins tveir 30 punda laxar á þurrt, einn dreginn á stöng norður í Víðidalsá af Herði Helgasyni, hinn gómaður við ádrátt í Stóru-Laxá í Hreppum. Þetta voru fyrstu 30 punda fiskarnir sem dregnir hafa verið úr íslenskum ám í þó nokkur ár. Það er af sem áður var. Hér fyrr á árum voru slíkir fiskar ekkert tiltökumál, þetta voru stærstu laxarnir sem veiddust. Nú horfa menn stórum augum á 20 punda lax, og stundum er einn slíkur stærsti laxinn úr ám, þar sem margir slíkir fiskar veidd- ust áður fyrr. I Laxá í Aðaldal eru stærstu laxarnir sumar hvert 24—28 pund, sama sagan í Soginu. 1981 veiddist 29,5 punda lax í Vatnsdalá, annars gildir það sama þar og sama er að segja um helstu stórlaxaárnar. Menn segja að þeir stóru seu enn til og e.t.v. er það rétt, en færri eru þeir, miklu færri. Og hvenær veiðast þeir? 1 tilefni af stór- laxaumræðum ætlum við að reifa í stuttu máli tvennt. í fyrsta lagi stærstu laxana sem veiðst hafa hér á land og drögum línuna við laxa stærri en 36 pund, því nokkrir slíkir fiskar hafa verið landdregnir og allir fyrir talsvert mörgum árum. í öðru lagi „stórlaxa" a.m.k. 30 punda síðustu 10—12 árin. í þeirri upptalningu kunna að vera brotalamir og er fyrirfram beðið velvirðingar á því, þó það sé e.t.v. óþarfi. Sá stærsti Grímseyjarlaxinn frægi var ekki stærsti lax, sem veiðst hef- ur hér á landi, sá lax sem þá tign ber er kenndur við Flóðatanga í Borgarfirði og ku hafa veiðst í lok síðustu aldar. Frá þeim laxi er greint í bókum Björns J. Blöndal. Þar kemur fram að menn greinir nokkuð á um hversu stór laxinn hafi í raun verið, en tölurnar 60 pund, 64 og 70 pund eru allar nefndar. Er leiðinlegt að þyngd laxins skuli ekki vera kunn, en ljóst að hvort sem hann var 60, 64 eða 70 pund, þá var risalax þessi íslands stærsti lax sem sögur fara af. Óljósar sagnir eru til um 40 punda fiska, en næststærsti íax- inn var hinn frægi Grímseyjar- lax, sem festi hausinn í neti út af Grímsey, og hlaut nafn sitt með þeim óvirðulega hætti. Lax þessi veiddist 8. apríl 1957 og vóg hann 49 pund blóðgaður, örugglega 50 pund með blóði og „tilbehör". Þetta var hrygna, 132 senti- metra löng, og hafði hún hrygnt tvisvar. Menn hafa löngum getið sér til að risalax þessi hafi verið ættað- ur úr Laxá í Þingeyjarsýslu og er það eigi fráleitt. Nokkrar gamlar sögur verða hér fram settar til að styrkja þá tillögu. 1895 veidd- ist 45 punda lax við ádrátt í Vit- aðsgjafa í Laxá. 1929, á jóladag, fundu menn dauðan lax í Laxá, sem telst varla í frásögur fær- andi, nema vegna þess að laxinn var 13 sentimetrar á lengd og vóg um 36 pund. Hefur verið giskað á að nýrunninn hafi lax þessi verið einhvers staðar milli 40 og 50 pund. 1941 fann Jón Þorbergsson á Laxamýri dauðan lax, hæng, á Kiðeyjarbroti. Þetta var seint á þorra og laxinn grindhoraður. Eigi að síður vóg laxinn 33 pund. Má nærri geta hversu þungur sá fiskur hefur verið nýr. Annar dauður fiskur, sem var dreginn upp úr Laxá, Unga „kynslóóin": Sá stærsti úr Vatnsdalsá 1981, 29,5 punda hængur. Gamla „kynsióðin** 49—50 punda lax. af íslenskum stórlöxum. Grímseyjarlaxinn, skartaði haus sem einn vóg 9 pund. Sé næststærsti En áfram með skrána: Næstur er Eldeyjarlaxinn, sem svo hefur verið nefndur vegna þess að hann veiddist í þorskanet af bátnum Goða frá Keflavík, 16. maí 1975, úti af Eldeyjarboða. Þetta var 42 pund hængur, veg- inn á baðvog 20 klst. eftir að hann var úr sjónum tekinn. Hafði hann verið 3 ár í sjó og aldrei til hrygningar gengið. Var þessi á leið í Sogið eða Brúará? Aðrir Næsti lax með staðfesta vigt veiddist á stöng, Kristinn Sveinsson, húsgagnameistari, veiddi laxinn, 38,5 punda hrygnu, á spón við Iðu í Bisk- upstungum, 13. júní 1946. Þessi lax fór einnig seint á vigt, hálf- um öðrum sólarhring eftir að hann var veiddur. 7. september 1952 veiddi Víg- lundur Guðmundsson, bifreiða- stjóri, laxhæng, 37,5 punda í vatnamótum Brúarár og Hvítár í Árnessýslu. Hængurinn stóðst ekki gervisíli Laxa-Lunda. Lax- inn var grútleginn, hafði verið þrjú ár í sjó og var í sinni fyrstu hrygningarferð. Næstur var Hrollaugseyjalax- inn, sem flækti sig í net Stein- unnar SF snemma árs 1979. Þetta var 37 punda hængur. Lýk- ur nú þessari upptalningu, en þeirri næstu ýtt úr vör. í þeirri upptalningu eiga tveir fyrr- nefndra laxa sæti, Eldeyjarlax- inn og Hrollaugseyjarlaxinn, enda vorum við að tala um að greina frá stærstu löxunum síð- ustu 10—12 árin. Sumarið 1974 veiddust 3 laxar, 30, 30 og 32 pund, í Laxá í Aðal- dal og þá höfðu slíkir fiskar ekki veiðst þar um nokkurra ára skeið. Kolbeinn Jóhannsson end- urskoðandi og Vigfús Jónsson, bóndi á Laxamýri, veiddu 30 punda fiskana á Breiðunni og í Miðfossi. Adam Jakobsson á Húsavík veiddi 32 punda laxinn á flugu á Laxhólma, en síðan hafa ekki veiðst nema sárafáir slíkir fiskar og talin meiri hátt- ar tíðindi ef 30 punda lax hefur sést kominn á árbakkann. 20—28 punda laxar hafa tekið við og orðið að hinum raunverulegu stórlöxum, en stærri fiskar virð- ast heyra fortíðinni til að mestu. Það næsta 30 punda laxi, sem komið hefur síðan í fyrra, er að tveir slíkir veiddust, var annar 29,5 punda hængur sem Banda- ríkjamaður einn náði úr Vatns- dalsá á flugu eftir harða orrustu. 30-pundaranna í fyrra var getið í byrjun greinar, en þá veiddust einnig allmargir 22—25 punda laxar og tveir 28 punda, annarf Vatnsdalsá og hinn í Grímsá. Síðan að meðalþungi stórlaxa fór að minnka hefur það einkum verið Vatnsdalsá sem séð hefur heildaraflanum fyrir stærstu löxunum. Ef við lítum á sumarið 1983 til samanburðar við „stórlaxasum- arið“ 1984, þá voru stærstu lax- arnir 3 25 punda fiskar, einn úr Vatnsdalsá, einn úr ölfusá og einn úr Laxá 1 Aðaldal. Nokkrir 24 punda laxar veiddust, tveir í Vatnsdalnum, einn í Grímsá, og einn í Soginu. Svona er þetta orðið nú til dags, enginn vafi er á því, að meðalþungi fslenskra stórlaxa hefur farið minnkandi. Langárfurðan: Á vatnsmiðlunin sök á hægri göngu laxins? Það hefur vakið athygli veiðimanna í sumar, að gífuleg laxagengd hefur verið í Langá á Mýrum og er þar á ferðinni einn gleðilegasti veiðibatinn af mörgum í sumar, svo slæmt var ástandið þar orðið. Hins vegar vekur það ekki síður athygli, að laxinn er afar tregur að ganga upp ána, hann liggur í torfum á neðstu svæðunum, í löndum Langárfoss og Ánabrekku. Það hefur glæðst nokkuð á miðsvæðunum, en ekki í sam- ræmi við stærðina á laxavöðunni. Á fjallinu veiðist sáralítið enn sem komið er og þar fara menn til veiða dag hvern með þá von í brjósti, að eitthvað af göngunni miklu hafi tel ána. En það hefur ekki gerst þegar þetta er ritað um miðja vikuna. Á meðan laxastiginn í Skugga- fossi er stíflaður af laxi, er hend- ing ef menn sjá einn eða tvo laumast í stiganum í Sveðju- fossi. Nú hlýtur að koma að því að laxinn gangi fram ána, en óhjákvæmilega hafa menn velt vöngum yfir því hvers vegna hann gangi svona hægt fram eft- ir. Ein skýring virðist eiga meira fylgi að fagna en flestar aðrar og skal reifuð hér. Skýringin tengist hinu mikla vatni, en lítið vatn í ánni er í sig upp um nottina og gengið sjálfu sér ekki einhlít skýring, a.m.k. ef eitthvað er að marka þau rök sem hér fylgja. Þannig er nefnilega mál með vexti að á i Langavatni er vatnsmiðlunar- stífla sem þjónar bæði Langá og einnig Gljúfurá, sem rennur frá Langá og áleiðis niður í Norðurá. Lítill snjór og úrkomulítið sumar hafa gert það aö verkum, að Langá hefur verið vatnslítil, án þess þó að fara niður í grjót eins og kallað er, eins og kunn- ugir segja hana hafa gert iðu- lega í svipaðri tíð hér á árum áður. Vatnsmagnið hefur verið Lax þreyttur í Langá frammi í dal. Þarna hefur lítið lífsmark sést enn sem komið er þrátt fyrir geysilegar laxagöngur og mikla veiði á neðstu svæðum árinnar. jafnt og þar stendur hnífurinn í kúnni. Mikill lax hefur rennt sér upp úr Sjávarfossi og farið upp fyrir stigann í Skuggafossi, en verið tregur til að vaða upp ána. Meðan laxaveisla er haldin á neðri svæðunum, verða menn lít- ið varir er ofar dregur. Þetta skal útskýrt með rann- sóknum og athugunum sem gerðar hafa verið í Bretlandi á síðustu árum. Það hefur löngum verið vitað að það er í eðli laxins að ganga rösklega þegar vatns- magnið hækkar í ánum vegna úrkomu, en í Bretlandi eru víða komin uppistöðulón vegna virkj- ana, eða stíflur. Reynslan sýnir að meðalrennsli vatns verður til þess að lax gengur ekki upp i þessi lón nema að vatnsmagnið aukist. Athuganir hafa beinlínis sannað þetta, áhugamenn og sérfræðingar hafa fylgst með löxum sem dormuðu í jöfnu vatninu jafnvel vikum saman, en svo var allt farið af stað innan fárra klukkustunda eftir að vatni hafði verið hleypt á. Sýnist sem vandamálið í Langá sé hið sama og hér um ræðir. Langá er svo auðvitað á íslandi og það þýðir í raun að hann getur ekki hangið þurr til eilífðarnóns. Það kemur að því að það rignir ær- lega og þá má búast við því að laxinn grípi til ugganna. En verði einhver bið á því, væri e.t.v. hugsanlegt að veiðifélag Langár gæti hjálpað eilítið til með því að nota vatnsmiðlunina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.