Morgunblaðið - 27.07.1985, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 27.07.1985, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚLl 1985 25 Leikið á sembal og gömbu Laurence Dreyfus og Ketil Haugsand gestir á sumartónleikum í Skálholtskirkju Um helgina verður þriðja hátíðarhelgi sumartónleikanna í Skálholts- kirkju og hefst tónleikahald klukkan 15 í dag. Dagskráin hefst með semballeik Ketils Haugsand, en hann leikur Goldberg-tilbrigðin, aríu með ýmsum tilbrigðum fyrir sembal með tveim hljómborðum. Á seinni tónleik- unum í dag klukkan 5 verður flutningur á heildarverkum J.S. Bach fyrir viola da gamba og sembal. Laurence Dreyfus leikur á viola da gamba ásamt Haugsand sem leikur á sembal. Þessir tónleikar verða endurteknir á sunnudaginn, en þeir eru haldnir í tilefni þess að 300 ár eru liðin frá fæðingu Bachs, en dánardagur hans er 28. júlí, seinni dagur tónleikanna. Við hittum þá Ketil Haugsand og Laurence Dreyfus að máli á heimili Helgu Ingólfsdóttur semballeikara úti á Álftanesi, Ketill var þá tiltölulega nýkominn til landsins, og átti vart orð til að lýsa því hve honum fannst ísland fal- legt, sérstaklega þó útsýnið yfir Vatnajök- ul út um flugvélargluggann á leiðinni til Keflavíkur. Laurence hafði komið frá New York eldsnemma um morguninn og var búinn að fara til Þingvalla þennan sama dag. Þeir félagar eru vel þekktir í tónlist- arheiminum. Ketill býr í Osló, hann fædd- ist 1947, nam fyrst orgel- og píanóleik og lauk píanókennaraprófi 1969. Árið 1973 lauk hann einleikaraprófi á sembal frá Tónlistarháskólanum í Amsterdam, en kennari hans þar var Gustav Leonhardt, þekktasti sembaileikari í heimi. Ketill hef- ur farið í tónleikaferðir víða um heim og unnið til verðlauna í alþjóðlegum sembal- keppnum. Hann kennir við tónlistarhá- skólann í Osló og á tónlistarnámskeiðinu í Þrándheimi, en þar hittust þeir Laurence Dreyfus fyrst fyrir þrem árum, jog hafa síðan báðir kennt á þessum sumarnám- skeiðum. Laurence Dreyfus, sem leikur á viola da gamba, fæddist í Boston 1952. Hann nam sellóleik við Julliard-skólann og gömbuleik hjá Wieland Kuijken í Brussel. Hann er doktor í tónlistarfræðum og kennir tón- listarsögu við Yale-háskólann. Hann hefur einnig skrifað mikið í ýmis tónlistartíma- rit, nú vinnur hann að athugun á gömbu- sónötum Bachs. »Ég er ekki hamingjusamur nema ég sinni hvoru tveggja, tónleikum og tónlist-- arrannsóknum," segir hann og ræðir helstu niðurstöður rannsókna sinna á gömbusónötum Bachs. „Það er stundum erfitt að skipta sér þannig, en ég verð að hafa þetta svona." Hann hefur einnig skrifað grein um notkun sembalsins í kirkjum á 18. og 19. öldinni, en sembal þótti ekki kirkjulegt hljóðfæri á 19. öld- inni, það var litið á það sem vélrænt hljóðfæri, og flestir fordómar í garð þess grundvölluðust á þeirri skoðun, en á 18. öldinni var sembal hins vegar í hávegum haft sem kirkjulegt hljóðfæri. í heimsókninni hjá Helgu kemur í ljós að áhugamálin eru fleiri en sembal og gömbuleikur, Ketill er t.d. einnig hljóð- færasmiður, áhugaljósmyndari og var og er áhugamaður um flug, þó hann hafi ekki í nokkur ár haldið áfram flugnámi. „Það var algjör tilviljun að ég fór út í sembalsmíðina," segir hann þar sem við höfum komið okkur fyrir í bókaherbergi Dreyfus Og Haugsand Morgunblaðið/Þorkell í fjörunni á Álftanesi ... hjá Helgu eftir ótal Ijósmyndatökur í fjör- unni fyrir neðan og umræður um mynda- vélar, linsur og mótíf. Árið 1969 er hann hóf leik á sembal keypti hann sér hljóð- færi sem hann var engan veginn ánægður með, kom að máli við besta sembalsmið i heimi, Skovronek, en þar var hann settur á biðlista, og meðan á biðinni stóð ákvað hann að reyna að smíða sér hljóðfæri sjálfur. „Þetta varð að ástríðu, í dag hef ég smíðað tólf hljóðfæri, og er enn á biðlist- anum! Það virðast þó líkur á því að ég fái hið sérsmíðaða hljóðfæri mitt frá Þýska- landi á næsta ári, en þá hef ég verið á biðlistanum í 17 ár! Ástæðuna fyrir þessum langa biðtíma segir hann vera þá að Leonard fyrrum kennari hans hafi mælt með þessum smið við nemendur sín og 17 ár þyki ekki langur biðtími í dag. Þeir hafa hvorugur komið hingað áður. „Faðir minn kenndi hér á sumarnámskeiði 1938,“ segir Ketil, „hann var alla tíð að segja sögur af fegurð landsins og það má segja að ég sé nú að feta í fótspor hans, með sömu tölurnar í farangrinum, 38 ára gamall." Frá íslandi fara þeir félagar strax eftir helgi til Noregs, en þar verða þau verk sem þeir leika hér tekin upp á hljómplötu og þaðan liggur leiðin á tónlistarnámskeið í Þrándheimi. Barði Árnason, framkvæmdastjóri Alþjóðasviðs Ari Guðmundsson, framkvæmda- stjóri Starfsmannasviðs Jóhann Ágústsson, framkvæmda- stjóri Afgreiðslusviðs aðalbanka ingamál. Ari er kvæntur Kötlu Ólafsdóttur og eiga þau fjögur börn. Jóhann Ágústsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Af- greiðslusviðs aðalbanka. Hann hefur starfað í Landsbankanum í 36 ár í mörgum afgreiðsludeildum bankans. Hann hefur verið deild- arstjóri aðalbanka, bókari og úti- bússtjóri við Austurbæjarútibú Landsbankans, starfsmannastjóri um skeið og afgreiðslustjóri aðal- banka frá 1978. Hann hefur starf- að erlendis hjá Banque de L’Union Europenne í París og í Scandina- vian Bank í London. Jóhann hefur verið stjórnarfor- maður VISA — ísland frá stofnun þess 1973. Jóhann er kvæntur Svölu Magnúsdóttur og eiga þau þrjú börn. Þorlákskirkja í Þorlákshöfn Þorlákshöfn: Kirkjan vígð Þorlákshðfn, 26. júli. ÞORLÁKSKIRKJA í Þorlákshöfn verður vígð næstkomandi sunnudag kl. 14. Biskup íslands, herra Pétur Sig- urgeirsson, mun annast vígsluna. Söngfélag Þorlákshafnar syngur og einsöngvararnir, Bergþór Pálsson, Sólrún Bragadóttir, og Ingveldur Hjaltested. Órganisti er Hilmar Örn Agn- arsson, Jónas Ingimundarson leik- á sunnudag ur á píanó og Greta Guðnadóttir leikur á fiðlu. Sóknarprestur er Séra Tómas Guðmundsson. Kirkjubyggingin hófst 28. apríl 1979 og er kirkjan nú fullbúin. Klukkan 17 verður samveru- stund í kirkjunni, þar sem flutt verður tónlist undir stjórn Jónas- ar Ingimundarsonar og Hilmars Arnar Agnarssonar. J.HX I !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.