Morgunblaðið - 27.07.1985, Page 42

Morgunblaðið - 27.07.1985, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. JÚLÍ 1985 v ^afix i ki'ipp'irxgu-þotð er -Pari5 o£> sneriou CuiLirnar." Ást er ... (.zl' Uo ... að halda í þaö sem þú hefur. TM Reg U.S. Pat. Off.—all rights reserved ® 1985 Los Angeles Times Syndicate HætU. — Farið ekki of framarlega! Ánægjulegt art þú, í næsta garði, leggir stund á yoga- æfingar! HÖGNI HREKKVÍSI „Enginn veit hvað átt hef- ur fyrr en misst hefur“ V.E.M. skrifar: Kæri Velvakandi. „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur." Þetta er algildur sannleikur. Nú á þessum síðustu og verstu tímum langar mig að koma með sparnaðartillögu til ríkisfjölmiðl- anna, sem sagðir eru sveltir og búa við þröngan fjárhag. Hvernig væri að rás 1, rás 2 og sjónvarpið, kæmu sér saman um að loka einn mánuð til skiptis yfir sumarmán- uðina? Ávinningurinn yrði sá að ekki þyrfti að ráða fólk til sumar- afleysinga, nema að litlu leyti. Þetta gæti byrjað t.d. á rás 2 frá 15. júní til 15. júlí, en þá færi sjón- varpið í frí til 15. ágúst og síðan lokaði rás 1 fram til 15. septem- ber. Hvernig lýst ykkur ráða- mönnum rikisfjölmiðla á þetta? En ávinningurinn er annar og e.t.v. meiri. Við neytendur metum þessa fjölmiðla ekki sem skyldi. Ég er sannfærður um að lokun, eins og að framan greinir, myndi opna augu og eyru margra og sanna ágæti sitt, með því að eng- inn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Bréfrítari þakkar starfsfólki Tryggingastofnunar rfkisins fyrir lipra og góða framkomu Þessir hringdu .. . Þakkir til starfsfólks Trygginga- stofnunar Ágústa Halldórsdóttir hringdi: Ég vil biðja fyrir þakklæti til starfsfólksins hjá Trygginga- stofnun ríkisinsk fyrir lipra og góða framkomu. Þetta þekki ég af eigin raun því ég hef þurft að leita þangað þar sem ég er elli- lífeyrisþegi. Ég skil ekkert í þvi eldra fólki sem er að gefa stofn- uninni rangar upplýsingar um tekjur sínar og kvartar svo yfir því að tekið sé af því það sem það á rétt á og kennir starfsfólk- inu um og er með ónot f garð þess, eins og þessi maður til dæmis sem nýlega skrifaði í Velvakanda. Þetta er mjög ómaklegt og ég vil endurtaka þakkir mínar til starfsfólksins hjá Tryggingastofnun. Það er al- veg sérstaklega lipurt við að leiðbeina manni og hjálpa á all- an hátt. Þakkir fyrir góðan söng Sveinn Sveinsson á Hrafnistu hringdi: Mig langar til að biðja fyrir hjartans kveðju og hjartans þakklæti til Kvennakórs Sel- tjarnarness. Kórinn söng i út- varpinu á sunnudaginn var og var unun á það að hlusta. Vil ég þakka kómum og söngstjóra hans innilega fyrir frábæran söng. Ég var innilega hrifinn. Ég hef verið í mörgum kórum, bæði karlakórum og blönduðum kórum, en ég hef ákaflega lítinn áhuga á svokallaðri æðri tónlist og hef lítið vit á henni. En það vildi svo til um daginn að ég heyrði í útvarpinu þátt, þar sem Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld spurði fólk bæði frá Reykjavík og Akureyri um tónlist. Ég var mjög hrifinn af þessum þætti og vil einnig nota þetta tækifæri til að þakka fyrir hann. Að lokum vil ég mælast til þess við útvarpið að það láti lesa ævisögu Jóns Sigurðssonar sem framhaldssögu. Vil ég helst að til þess verði fenginn séra Árni Bergur Sigurbjörnsson. Ég veit að hann mun gera það vel því að ég hef heyrt hann tala um Jón Sigurðsson og það er það besta sem ég hef heyrt nokkurn mann tala um Jón Sigurðsson fyrr eða síðar. Wham! í sjónvarpið Tveir Wham!-aðdáendur skrifa: Kæri Velvakandi. Við viljum byrja á að þakka öll- um sem hafa skrifað og kvartað yfir því að sýndir hafa verið þrennir tónleikaþættir með Duran Duran, en ekki einn einasti með Wham! Mikil óánægja ríkir þessa dagana á meðal Wham!-aðdáenda vegna þessa. Finnst okkur ekki nema réttlátt að sýndur yrði að minnsta kosti einn tónleikaþáttur með Wham!, til dæmis tónleikarn- ir, sem þeir héldu á Wembley um jólin. Við vonumst til að áhrifamenn hjá sjónvarpinu lesi þetta og taki til athugunar. Að lokum viljum við biðja um- sjónarmenn Skonrokks að sýna eitthvað frá Live Aid-tónleikun- um, sem fram fóru á Wembley, í þáttum sínum, ef kostur er á.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.