Morgunblaðið - 31.08.1985, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 31.08.1985, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. ÁGCST 1985 Þing ungra sjálfstæðismanna sett á Akureyri: Tæplega 300 full- trúar sækja þingið 28. ÞING Sambands ungra sjálf- stædismanna var sett á Akureyri síö- degis í gær, en tæplega 300 fulltrúar sækja þingið. Það var Geir H. Lítill áhugi á greiðslujöfnun HÚSNÆÐISSTOFNUN ríkisins hafði aðeins borist milli 150 og 180 umsóknir um greiðslujöfnun í gær, en frestur til að skila umsóknum var tii 1. september. Nú hefur verið ákveðið að framlengja frestinn og gefst fólki kostur á að skila inn umsóknum til og með 30. september nk. Að sögn Sigurðar E. Guðmunds- sonar framkvæmdastjóra Hús- næðisstofnunar ríkisins var búist við að mun fleiri sæktu um greiðslujöfnun en raun hefur orðið á. „Mikil fyrirhöfn fylgdi því að fá þetta í gegn. Alþingi setti lög- gjöf um greiðslujöfnun og mikið tilstand hefur verið í kringum þetta allt. Við létum t.d. prenta heil ósköp af umsóknareyðublöð- um og auglýstum einnig mjög mikið. Ég er satt að segja mjög hissa á því hve undirtektir eru litlar." sagði Sigurður. Haarde, formaður SUS, sem setti þingið en kjörorð þess er Valfrelsi — vöxtur — velferð. Davíð Stefánsson, formaður Varðar, félags ungra sjálfstæð- ismanna á Akureyri, flutti ávarp og bauð þingfulltrúa velkomna. Þá flutti Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræðu og er frá henni greint annars staðar í blaðinu. Geir H. Haarde gerði grein fyrir starfi SUS undanfarin tvö ár, en vék því næst að stjórn- málaviðhorfinu. Hann sagði meðal annars að ungir sjálfstæðismenn ætluðust til þess að fulltrúar flokksins í ríkisstjórn starfi sam- an með eðlilegum hætti að fram- gangi stefnumála flokksins. Þingi ungra sjálfstæðismanna lýkur á morgun með kjöri for- manns og stjórnar. Aðeins einn hefur tilkynnt framboð til for- manns SUS til næstu tveggja ára, Vilhjálmur Egilsson, hagfræðing- Hagstofan: Vöruskiptajöfnudurinn hagstæður um 79 millj. kr. VÖRUSKIPTAJÖFNUÐURINN hefur verið hagstæður um 79 millj. kr. það sem af er árinu og voru fluttar út vörur fyrir 18.843 millj. kr. fyrstu sjö mánuði ársins en inn fyrir 18.764 millj. kr. fob. Á sama tíma í fyrra var 627 millj. kr. halli á vöruskiptum við útlönd. I júlímánuði sl. voru fluttar út vörur fyrir 3.344 millj. kr., en inn fyrir 2.811 millj. kr. fob. Vöru- skiptajöfnuðurinn var þvi hag- stæður um 533 millj. kr. en var hagstæður um 294 millj. kr. i júlí í fyrra. Á föstu gengi var útflutnings- verðmætið fyrstu sjö mánuði árs- ins 15% meira en á sama tíma i fyrra. Þar af var verðmæti sjávar- afurða 23% meira, en verðmæti útflutts áls 21% minna og verð- mæti kísiljárns 17% minna en fyrstu sjö mánuði sl. árs. Loks var annar vöruútflutningur en hér hefur verið talinn 26% meiri að verðmæti fyrstu sjö mánuði þessa árs en á sama tímabili í fyrra. Verðmæti vöruinnflutningsins (reiknað á föstu gengi) var 9% meira fyrstu sjö mánuði þessa árs en á sama tímabili í fyrra. Við samanburð af þessu tagi þarf að hafa í huga, að innflutningur skipa og flugvéla, innflutningur til stóriðju og virkjana og olíuinn- flutningur er yfirleitt mjög breyti- legur innan árs eða frá einu ári til annars. Séu þessu liðir frátaldir reynist annar innflutningur (um 74% af innflutningnum á þessu ári) hafa verið 7% meiri en fyrstu sjö mánuði sl. árs. (ílr rré(Utilkynnineu ) Fjölmenni var við setningu SUS-þingsins í Sjallanum á Akureyrí í gær. Ljósmynd/Ól.B.K. Arnarstofnínn nær tvöfaldast á 20 árum » ARNARSTOFNINN hefur nær tvöfaldast á undanförnum 20 árum, sam- kvæmt könnun sem Fuglaverndarfélag fslands hefur látið gera f sumar. 36 arnarpör verptu í ár, en þau voru 19 árið 1964 er síðasta nákvæma talning fór fram á arnarstofninum. I ár komust 24 ungar upp úr 16 hreiðrum, en varp í 20 hreiðrum misfórst. I nokkrum tilfellum var annar fuglinn ókynþroska og egg- in því ófrjó og nokkur pör verptu ekki. Hins vegar er talið að lang- algengasta orsökin fyrir því að varp misfórst væri að varpið hefði verið eyðilagt. Var bæði um það að ræða að fuglarnir yrðu fyrir trufl- unum snemma á varptímanum, en þá eru þeir mjög viðkvæmir, og eins það að varpið væri vísvitandi eyðilagt, segir í fréttatilkynningu frá Fuglaverndunarfélaginu. Þar segir ennfremur: „Tvö héruð, annað í Barða- strandarsýslu og hitt á Skarðs- strönd, skera sig nokkuð úr hvað þetta snertir. A báðum þessum svæðum verpa nokkur arnarpör árlega, en það heyrir tii undan- tekninga ef ungi kemst upp. Á stað einum á Fellsströnd hafa ern- ir verpt á hverju ári undanfarin tíu ár, en varpið hefur alltaf verið eyðilagt. Það er sannarlega áhyggjuefni að varpi skuli enn vera spillt í jafnríkum mæli og raun ber vitni. Það er óeðlilegt að innan við 45% varppara komi upp ungum. Ber þá einnig að hafa í huga að skilyrði í vor og sumar voru mjög hagstæð. Það sést á því að tveir ungar komust upp í helmingi þeirra hreiðra þar sem varp heppnaðist. Nú virðist vera að fjöldi arna á Breiðafjarðarsvæðinu sé orðinn svipaður og hann var áður en ofsóknir gegn þeim hófust fyrir al- vöru á síðustu öld. Flestir þekktir arnarvarpstaðir virðast vera í notkun og má því telja að svæðið sé mettað. Örnum fjölgar tæpast meira þar. Á hinn bóginn er ekki ósennilegt að ernir fari í auknum mæli að verpa utan hinna hefð- bundnu arnarsvæða. Á síðastliðn- um tíu árum hafa ernir farið að verpa nokkuð sunnan Snæfells- ness. Hins vegar eru engin arnar- hreiður í öðrum sýslum, eins og t.d. Strandasýslu, en þar voru nokkur hreiður þegar best lét. Sama gildir einnig um aðra hluta landsins, en ernir verptu áður fyrr um land allt. Þar sjást einungis ungir flökkuernir. Aukning út- breiðslusvæðisins er þó háð því að nægjanlegur fjöldi unga komist á legg á þeim slóðum þar sem ernir hafa örugga fótfestu. Á þetta skortir nokkuð þegar 36 pör koma einungis upp 24 ungum." Arnartalningin að þessu sinni var gerð með stuðningi Arnar- flugs og Menntamálaráðuneytis- ins. Gert er ráð fyrir að önnur talning verði gerð að 5—10 árum liðnum, en á milli talninga verða gerðar kannanir, sem hafa sýnt sig í því að gefa nokkuð ábyggi- legar upplýsingar um þróun stofnsins frá ári til árs. Talning- una í ár framkvæmdi Kristinn H. Skarphéðinsson líffræðingur. Yfirvinnu- þaki kennara aflétt Dagvistarstofnanir Reykjavíkurborgar: 2-3 deildir ómannað- ar af um 200 deildum „AF UM 200 dagvistardeildum í Reykjavík eru aóeins 2—3 deildir sem ekki var unnt að opna á sama tíma og hinar eftir sumarfrí," sagði Anna K. Jónsdóttir, formað- ur stjórnarnefndar dagvista barna, í samtali við Morgunblaðið í gær, er hún var innt eftir þvi hvernig gengi að ráða starfsmenn á dag- vistarstofnanir Reykjavíkurborgar. „Ráðning hefur tekist mun betur en á horfðist ef tekið er mið af þeirri manneklu sem nú er í ýmsum starfsgreinum. Þetta hefur tekist með sameiginlegu átaki starfsfólks og Stjórnenda ekki síst forstöðumanna dagvist- arheimilanna. í næsta mánuði verður þó að ráða í um 20 stöðu- gildi af rúmlega 500, þannig að starfsemin komist í viðunandi horf. Allt útlit er fyrir að það muni takast vel enda ávallt rof- að til í ráðningum um miðjan septembermánuð. Fjöldi fóstra verður þó ekki sá sem talinn er æskilegur, en allir eru sammála um að fóstrum þurfi að fjölga verulega. Til þess þarf fóstrustarfið að vera eftir- sóknarvert miðað við menntun og sambærileg störf i þjóðfélag- inu. Úr þessum vanda verður ekki bætt í skyndi. Reykjavík- urborg gerði í júnímánuði nýjan samning við starfsmenn sfna. Meðaltalshækkun hjá fóstrum var þá 14,5%, en annarra starfsmanna um 8,5%. Nýtt vandamál sem einkum hefur komið í ljós á þessu ári, er skortur á ófaglærðu starfsfólki." Anna gat þess að ákveðið hefði verið að halda í haust grunn- námskeið fyrir ófaglært starfs- fólk dagvistarheimila, en áður hefðu slík námskeið verið haldin í janúar. Jafnframt myndu inn- tökuskilyrði fyrir námskeiðið verða rýmkuð. I febrúar og mars yrði svo haldið námskeið, sér- staklega sniðið fyrir þá sem vinna við barnagæslu, og gætu þeir sótt það sem lokið hefðu fyrra námskeiðinu. Að auki hefði verið ákveðið að koma á þriðja námskeiðinu sem yrði viðamest og væntanlega dag- námskeið í um tvo mánuði. „Námskeið þessi munu stuðla að því að við dagvistir barna starfi enn hæfara starfsfólk en verið hefur," sagði Anna. „Þá er og Ijóst að námskeiðin munu leiða til meiri kauphækkana fyrir þetta fólk en áður var unnt að ná fram, og á styttri tíma. Auknir möguleikar á menntun og það nýmæli að nú fá ófag- lærðir starfsmenn jafnt sem fóstrur dagvistunarpláss fyrir börn sín gegn lægra gjaldi, mun stuðla að stöðugra starfsmanna- haldi en áður,“ sagði Anna K. Jónsdóttir að endingu. Menntamálaráðuneytið hefur ákveðið að nema úr gildi ákvæði sem takmarka yfirvinnu kennara á grunnskóla- og framhaldsskólastigi við það sem nemur 30% af vinnu- skyldu og eru nú engin slík ákvæði í gildi. Hins vegar beinir ráðuneytið þeim tilmælum til skólastjóra að þeir haldi yfirvinnu innan skynsam- legra marka svo að of mikið vinnu- álag kennara bitni ekki á kennsl- unni. Álívæði þetta var sett í upphafi skólaárs 1979/80 til að draga úr óhóflegri yfirvinnu kennara í mörgum skólum á þessum skóla- stigum. í frétt frá Mennta- málaráðuneytinu segir um þessa ákvörðun að kennarar hafi í kjarabaráttu sinni á undanförnum árum lagt áherslu á að fá þessu yfirvinnuþaki aflétt. Leiðrétting í myndatexta með frétt um opnun heimilissýningarinar í Laugar- dalshöll, sem birtist i Morgun- blaðinu í gær, var farið rangt með nafn Sigrúnar Þ. Mathiesen, eig- inkonu Matthíasar Á. Mathiesen, viðskiptaráðherra. Eru hlutaðeig- andi beðnir velvlrðingar á þessum mistökum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.