Morgunblaðið - 31.08.1985, Page 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1985
MITSUBISHI
PAJERO
Fjögurra farþega jeppi
með þrennum dyrum,
óskiptri afturhurð. Lengd
3,93 metrar, breidd 1,68 m
hæð 1,85 m lágmarksveg-
hæð 21 sm, eigin þungi 1475
kg hlassþungi 615 kg. Vél
er fjögurra strokka rað-
hreyfill með yfirliggjandi
kambás og titringsdeyfum,
annaðhvort með túrbó-dísli
eða knúinn bensíni. Slag-
rými bensínvélarinnar er
2555 sm3 en túrbódísils 2346
sm3. Dísillinn skilar 84 DIN
hestöflum við 4200 snún-
inga á mínútu, en bensín-
hreyfillinn 103 við 4500
snúninga. Þvermál beygju-
hrings er 10.4 metrar. Að
framan er sjálfstæð sneril-
fjöðrun, en að aftan eru
blaðfjaðrir á heilum aftur-
ás. Aflhemlar eru að fram-
an diskar með loftkælingu
en skálar að aftan.
Pajero 3ra dyra kostar
með bensínvél og vökva-
stýri frá ca. kr. 760.000, en
með túrbódísli og vökva-
stýri ca. kr. 835.000. Umboð-
ið fyrir Mitsubishi Pajero
jeppana hefur Hekla hf.,
Laugavegi 170-12, Reykja-
vík, sími (91)-21240.
þessu í Pajerónum, og er fjöðrun-
inni eflaust þar fyrir að þakka.
Ef hratt er ekið í beygjur hallast
bíllinn nokkuð en þó ekki svo að
bagaiegt sé. Rásfastur er hann í
besta lagi ef vel er gefið í út úr
beygjum.
Ekki hafði ég tækifæri til að
aka bílnum i torfærum, en fjöðr-
unin kemur sér vel á malarvegum
og heggur bíllinn hvorki né hopp-
ar ef skynsamlega er ekið. Að
lokum er vert að geta þess, að
miðstöðin er bæði hraðvirk og
öflug. Það er kostur þegar vetur
fer í hönd.
í HNOTSKURN: Mitsubishi
Pajero er mjög lipur jeppi og
þægilegur í akstri. Fjöðrunin er
sú besta sem ég hef kynnst í
jeppa af þessari stærð. Dísilvélin
með forþjöppu er hljóðlát og
vinnslan er prýðileg. Bíllinn er
vel búinn aukahlutum, smekk-
lega hannaður, og frágangur er
góður.
fc
dekkið er hengt utan á heila
afturhurðina. Með því að leggja
aftursætið fram má auka
hleðslurýmið til muna.
Mælaborðið er með stórum
hraða- og snúningshraðamælum
svo og mörgum gaumljósum, og
nauðsynlegustu rofar eru á stýr-
isstönginni þannig að ökumaður
getur seilst til þeirra án þess að
taka hönd af stýri sem er æski-
legt nú þegar ökulagið hans
Bjössa á mjólkurbílnum er fallið
úr tísku. Ekki fer milli mála
þegar vélin er ræst að dísill er
undir vélarhlífinni. Ýmsum þyk-
ir naglahljóðið í kaldri dísilvél
hvimleitt, en það verður að segj-
ast eins og er að þegar maður
hefur ekið bílnum í nokkurn tíma
gleymist að hann er með dísil -
svo hljóðlátur er hann og vel
einangraður. Vélin, sem skilar
84 DIN hestöflum við 2100 snún-
inga á mínútu er einhver sú
skemmtilegasta sem ég hef
kynnst. Hún er með forþjöppu,
en Mitsubishi hefur langa
reynslu í framleiðslu þeirra, og
gerir hún það að verkum að bíln-
um er aldrei afls vant, ef þess
er gætt að skipta nákvæmri og
lipurri gírskiptingunni rétt. For-
þjappan kemur inn á lágum
snúningshraða jafnvel án þess
að ökumaður verði hennar var,
og tryggir vélinni strax nægilegt
snúningsvægi. Sumar forþjöppur
virka þannig að þær koma inn
með miklum látum við háan
snúningshraða, en þetta er tví-
mælalaust fágaðasta lausnin
sem ég hef komist f kast við. Þá
spillir ekki að vökvastýrið er
sérstaklega þægilegt, hvorki of
létt né þungt og svörunin er
bæði skjót og góð. Eitt mesta
ánægjuefnið er þó hve vel bíllinn
fjaðrar. Að framan er hann bú-
inn sjálfstæðri snerilfjöðrun með
tveimur þverspyrnum við hvort
hjól svo og jafnvægisstöng. Aft-
urásinn er heill með blaðfjöðrun
og höggdeyfum sem hafa misvís-
andi stöðu. Yfirleitt taka menn
það með í reikninginn þegar þeir
aka í jeppa að þurfa að hossast
talsvert, jafnvel svo að óþægilegt
verður. Þeir þurfa ekki að hafa
áhyggjur af því í Pajero. Jeppinn
er lungamjúkur og því afar
þægilegur í akstri. Hjólhafið er
lítið í stuttu jeppunum og því
eiga þeir það til að vera með
snöggar hreyfingar sem geta
komið ökumanni á óvart og jafn-
vel komið óvönum manni úr jafn-
vægi. Furðu lítið finnst fyrir
Pajero: Þægileg-
ur, lipur, snar
Bílar
Guðbrandur Gislason
Mitsubishi-verksmiðjurnar
kynntu fyrst Pajero-jeppann
sinn á bílasýningunni í Tókýó
1979, en hófu sölu á honum í júlí
1982. f mars ári síðar kom jepp-
inn á markað í Evrópu. Framleið-
endur settu sér það markmið að
framleiða bifreið sem væri ásjá-
leg jafnt að utan sem innan,
dygði vel utan vega og byði upp
á þægindi og aksturseiginleika
sem ekki væru síðri en gerðist
með fólksbíla. Svo notuð séu orð
framleiðenda sjálfra átti það
fyrir þessum jeppa að liggja að
verða „besta alhliða frístunda—
farartækið." Svo mörg voru þau
orð. Og víst er það, að Pajero—
jeppinn hefur getið sér gott orð
víða um heim sem þægilegur bíll
og skemmtilegt leikfang. Hann
hefur sýnt getu sína með því að
vinna fjölda kappakstra bifreiða
með aldrifi, nú síðast snemma
árs þegar hann vann maraþon-
keppnina milli Parísar og Dakar
í Senegal þriðja árið í röð, en það
rall stendur yfir í þrjár vikur og
eru eknir fjórtán þúsund kíló-
metrar yfir eyðimerkur, gegnum
frumskóga og um aðrar vegleys-
ur á leiðinni. En auðvitað er
Pajero annað og meira en leik-
fang. Hann er líka vinnutæki,
eins og fjölmargir eigendur hans
hér á landi geta vitnað um. Paj-
ero-inn hefur orðið vinsæll meðal
bænda á Bretlandseyjum síðustu
árin, og er þó ærin samkeppni
fyrir á heimamarkaði Land- og
Range Roveranna. í skoðana-
könnun sem gerð var meðal
bænda þarlendis í fyrra fundu
þeir bílnum það helst til foráttu,
að hann væri svo vel klæddur að
innan, að þeir veigruðu sér við
að hlaða hann ýmsum þeim
óhreinu tækjum sem landbúnaði
fylgja, hvað þá að þeir tímdu að
skella í hann lömbum og nýfædd-
um kálfum.
Mitsubishi framleiðir nú tvær
lengdir af Pajero, þann lengri,
sem kallaður er lúxúsjeppi, enda
búinn flestum þeim aukahlutum
sem maður getur látið sér detta
í hug, og þann styttri sem ég
reynsluók, en sá var með túrbó-
dísilhreyfli með 2346 sm3 slag-
rými. Allir japönsku jepparnir
sem fluttir eru til landsins eru
mjög vel búnir af aukahlutum,
og er Pajeróinn þar engin undan-
tekning. Fyrir utan þann búnað
sem kaupendur eiga yfirleitt að
.venjast þegar þeir fá sér nýja
bíla er { Pajerónum vökvastýri,
bílstjórastóll með fjöðrun, hitan-
leg framsæti, hituð afturrúða
með þurrku og þvottasprautu,
litaðar rúður, aukamiðstöð undir
aftursæti, og útvarp og segul-
bandstæki (hátalararnir aftur í
bílnum eru góðir, en blikkdósa-
hljóð í þeim fremri).
Pajero er snotur jeppi að sjá
og þótt hann sé ekki nema tæpir
fjórir metrar að lengd samsvarar
hann sér vel enda hallar aftur-
hluta hans aðeins inn á við svo
að ekki vaknar með manni sú
hugsun að hann sé í raun og veru
lengri jeppi sem hafi verið stífð-
ur af aftan. Að innan er hann
teppalagður í hólf og gólf og
tauklæði á sætum þar sem
snertiflöturinn er hvað mestur.
Sætin eru frekar stíf, en eflaust
þægileg þegar til lengdar lætur.
Sætisbökin frammí henta vel
meðalvöxnu fólki, en heldur eru
þau bjó fyrir þá sem gildari eru.
Aftursætið er einungis ætlað
tveimur enda eru armpúðar
beggja vegna sem um leið eru
handhægar hirzlur undir smá-
muni. Farangursrými á jeppum
af þessari stærð er aldrei ýkja-
mikið, en i Pajero er það síst
lakara en í öðrum jafningjum
hans og jafnvel betra því vara-
Ur fundargerðum Cannonfélagsins
Kvikmyndlr
Ámi Þórarinsson
Austurbæjarbíó: Breakdans 2 —
Breakdance 2 (Electric Boogaloo)
Bandarísk. Árgerð 1984. Handrit:
Jan Ventura, Julia Reihert. Leik-
stjóri: Sam Firstenberg. Aðalhlut-
verk: Lucinda Dickey, Adolfo
„Shabbadoo" Quinones, Michael
„Boogaloo Shrimp" Chambers.
Stjórnarfundur haldinn í aðal-
stöðvum Cannon-kvikmyndaveld-
isins. Viðstaddir: Yoram Globus,
Menahem Golan.
— Heyrðu, Menahem. Ég sé hér
að samkvæmt bókhaldinu eigum
við nokkra þúsundkalla afgangs úr
þessari hasarmynd þarna ... hvað
heitir hún aftur ... Big Shot IX
... og hér sé ég að við erum með
heilt tökugengi verkefnalaust í
nokkra daga. Mér dettur í hug ...
eigum við ekki að snara fram
Breakdance 2?
— Bíddu nú við Yoram, Break-
dance? Er það þessi gangstéttar-
dans, þar sem krakkarnir eru eins
og með krampaflog?
— Já, stemmir, Menahem, alveg
eins og rafstraumur í mannsmynd.
Við gerðum í fyrra Breakdance I
fyrir skíðogíngentíng og mokuðum
inn seðlum.
— En er ekki breakdance að
fara úr tísku Yoram?
— Hvaða máli skiptir það,
Menahem. Það eru alltaf einhverj-
ir krakkaasnar sem ekkert fylgjast
með. Við gerum þetta bara fyrir
skíðogíngentíng?
— Bíddu nú við Yoram, skíðog-
íngentíng, — er það ekki danska?
— Hvaða máli skiptir það,
Menahem, ef við græðum á því? Ég
hitti ungan mann hérna útí sjoppu
áðan, mig minnir hann heiti Sam
Firstenberg, einkar geðugur piltur
og vel greiddur. Hann sagðist hafa
mikinn áhuga á bíómyndum og
fannst Breakdance I vera besta
mynd sem hann hafði séð. Ég
skrepp bara út og læt hann leik-
stýra.
— En kann hann eitthvað að
leikstýrn, Yoram?
I'
— Hvaða máli skiptir það,
Menahem? Einhvern tíma verður
allt Fyrst-enberg. Haha. Snotur
orðaleikur hjá mér. Setjum hann
i næsta handrit.
— En hvað um handrit að þess-
ari breakdance-mynd, Yoram? Er
hægt að búa til einhverja sögu
kringum svona dans?
— Hvaða máli skiptir saga,
Menahem? Það er glás af krökkum
hérna úti á horni sem eru tilbúnir
að leika í svona mynd fyrir skíðog-
íngentíng. Ég er með þráöinn alveg
á hreinu: Við höfum glás af svona
krökkum. Þau dansa breakdance
daginn út og inn í félagsmiðstöð-
inni sinni. Svo höfum við nokkra
miðaldra leikara af atvinnuleysis-
skránni í Holliwood. Þeir leika
vonda kapítalista sem ætla að
ryðja félagsmiðstöðinni burt og
byggja verslunarmiðstöð í staðinn.
Þarna erum við strax komnir með
þjóðfélagslegt ívaf. Svo höfum við
tvo af þessum krökkum óskaplega
skotin hvort í öðru, þótt annað sé
sonur götusópara en hitt dóttir
milla. Þarna höfum við tilfinn-
ingadrama í svona minni stíl fyrir
krakkana. Við látum lemja svona
handrit saman á nó tæm.
— En hefur þessi saga ekki verið
filmuð áður, Yoram?
— Hvaða máli skiptir það,
Menahem? Það eru alltaf að fæð-
ast nýir og nýir krakkar sem koma
svo í bíóin til okkar.
— En verður svona mynd ekki
bara vatn á myllu þeirra sem segja
að við gerum meira af vondum
biómyndum en nokkrir framleið-
endur í kvikmyndasögunni, Yor-
am?
— Give me a break, Menahem.