Morgunblaðið - 31.08.1985, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1985
13
Á MÁNUDAG verður sett í
Moskvu einvígi þeirra Anatoly
Karpovs og Gary Kasparovs um
heimsmeistaratitilinn í skák. Þessi
keppni er framhald af maraþonein-
vígi þeirra síðastliðinn vetur sem
lauk þ. 9. febrúar síðastliðinn eftir
fimm mánaða taflmennsku og 48
skákir, án þess að úrslit fengjust.
Eins og flestum er vafalaust í
fersku minni frestaði forseti Al-
þjóðaskáksambandsins, Filíppsey-
ingurinn Campomanes, einvíginu,
eftir að heimsmeistarinn Karpov
hafði tapað tveimur skákum í röð.
Þó Karpov hafi þá enn leitt einvígið
5—3 bendir flest til þess að forset-
inn hafi gripið inn í að beiðni hans,
mikil þreytumerki voru farin að
sjást á taflmennsku heimsmeistar-
ans, en áskorandinn Kasparov sótti
í sig veðrið með hverri skák.
Nú setjast kapparnir að tafli
eftir sjö mánaða hlé. Aftur er
teflt í Moskvu, heimaborg
Karpovs, þrátt fyrir að himinhá
verðlaun væru 1 boði í London
og Marseilles, varð sovézka skák-
sambandinu ekki haggað í þeirri
ákvörðun.
Þeir Karpov og Kasparov eru
almennt viðurkenndir sem lang-
beztu skákmenn heims í dag,
menn greinir eingöngu á um það
hvor þeirra sé betri. Skáklega séð
ætti þetta einvígi því að geta
orðið stórkostlegur viðburður,
auk þess sem gaumgæf ilega verð-
ur fylgst með því hvort sovézka
skáksambandið muni leggja
stein í götu Kasparovs, en síðast-
liðinn vetur var það harðlega
ásakað fyrir að draga taum
heimsmeistarans.
Löngum hefur verið litið á
Karpov sem óskabarn sovézka
kommúnistaflokksins og ekki að
ástæðulausu, hann er virkur
flokksmaður, m.a. forseti
sovézka friðarráðsins, hrein-
ræktaður Rússi úr Úralfjöllum,
en áskorandinn er hins vegar
hálfur gyðingur frá Bakú við
Kaspíahaf og hefur upp á sið-
kastið verið óhræddur við að
segja skoðun sína á frestuninni
í febrúar.
Reglur nýja einvígisins
Til að hindra að þetta einvígi
dragist úr hömlu eins og það
fyrra samdi Campomanes upp á
sitt eindæmi nýjar reglur. Sam-
kvæmt hinum fyrri var fjöldi
skáka ótakmarkaður, sá stóð
uppi sem sigurvegari sem yrði
fyrri til að vinna sex skákir. Nýju
reglurnar eru sambland af þeim
og reglum er giltu fram til 1972:
Sá sem verður fyrri til að vinna
sex skákir sigrar, en skákirnar
verða ekki fleiri en 24 og sá sem
þá hefur yfir sigrar. Verði jafnt
eftir 24 skákir heldur heims-
meistarinn titlinum.
Alþjóðaskáksambandið hefur
samþykkt að fella niður rétt
heimsmeistarans til „hefndar-
einvígis", en sú regla gildir þó
fyrir þetta einvígi, en síðan ekki
framar. Tapi Karpov einvíginu
verða kapparnir að heyja enn
eitt einvígi á næsta ári.
Það er því ekki nema fyrir
hraustustu menn að sækjast eftir
heimsmeistaratitlinum í skák
núorðið, undanrásir næstu
heimsmeistarakeppni standa nú
sem hæst og þegar þeir Karpov
og Kasparov hafa lokið þessari
áralöngu baráttu sinni mun nýr
áskorandi verða tilbúinn til að
mæta þeim sem sigrar.
Vopnaviðskiptin síðasta vetur
Sk&k nr.3 6 7 9 27 32 47 48
Anatoly Karpovl 1 1 1 1 0 0 0—5v.
Gary KasparovO 0 0 0 0 1 1 —3 v.
Hinum 40 skákunum lauk með
jafntefli.
Karpov hefur löngum verið
frægur fyrir að mæta til leiks í
einvígi í banastuði og eftir aðeins
niu skákir þótti flestum sem út-
séð væri um úrslit, staðan var
þá orðin 4—0 heimsmeistaranum
í vil. Þá fór í hönd mesta jafn-
teflaflóð skáksögunnar, 18 í röð.
Kasparov vildi auðvitað ekki
\J1V
Campomanes hrósar sigri á FIDE
þinginu 1982 er hann var kosinn
forseti. Hrakspár vestrænna
skákfrömuða um að kjör hans
myndi leiða af sér klofning í FIDE
eru ekki langt frá því að rætast.
vera þekktur fyrir að þurfa að
hætta eftir aðeins mánuð og
Karpov vildi vinna með núlli.
Báðir tefldu því af hræðslu-
kenndri varfærni. Frábær tafl-
mennska Karpovs í 27. skákinni
sannfærði síðan alla um að nú
væri aðeins tímaspursmál hve-
nær einvíginu lyki og áhugi á því
varð lítill sem enginn, teflt var
i hálftómum sal og áhorfendur
voru farnir að baula þegar þeim
fannst baráttan of lítil. Fyrsti
sigur Kasparovs í 32. skákinni
breytti litlu um þetta ástand.
Næstu fjórtán skákir urðu jafn-
tefli og í sumum þeirra virtist
sem Kasparov væri orðinn leiður
á öllu þófinu, því hann tók meiri
áhættu en áður. 1 41. skákinni
missti Karpov t.d. af raktri vinn-
ingsleið eftir fífldirfskulega tafl
mennsku áskorandans:
Svart: Kasparov
Hvítt: Karpov
Hér lék Karpov hinum eðlilega
leik 33. Hxdl og Kasparov tókst
að hanga á jafntefli eftir 71 leik.
Hann hefði hins vegar getað
unnið með því að taka ekki bisk-
upinn til baka:
33. a6! — Bb3 Eða 33. - Ba4, 34.
a7 - Bc6, 35. He6 - Bd5, 36.
Hd6! og vinnur. 33. — Hb8, 34.
Hxdl — Ba3, 35. Rb7 vinnur
einnig létt).
34. Rxb3 — Ha4 (Eini möguleik-
inn).
35. Rc5 — Ha5, 36. He4! — Kf7,
37. Ha4 - Hxa4, 38. Rxa4 -
Bd4, 39. Rc3 og hvítur vinnur
svarta biskupinn.
Eftir þetta virtist sem allur
vindur væri úr Karpov. í næstu
skákum var hann yfirleitt í
þrengingum og 47. skákina tefldi
hann síðan hörmulega illa með
hvítu og tapaði. Eftir það fékk
hann viku frest þar sem einvígið
var flutt á nýjan stað í Moskvu.
48. skákina tefldi Kasparov síðan
afar vel, sótti af mikilli snilld
og vann um síðir.
Hætta ber Ieik
þá hæst stendur
Þegar hér var komið sögu
uppgötvuðu vestrænir fjölmiðlar
skyndilega að einvíginu væri ekki
enn lokið og áhugi fyrir því var
skyndilega orðinn mikill á nýjan
leik, þó allir hefðu fyrir löngu
afskrifað Kasparov.
En nú hófst þáttur Campo-
manesar forseta. Hringt var til
hans '*■ sem hann var staddur
í Dubai að semja við Araba og
honum tilkynnt úr herbúðum
Karpovs að heimsmeistarinn
væri of veikur til að halda áfram
einvíginu. Campomanes flaug að
vörmu spori til Moskvu og ein-
víginu var enn frestað í nokkra
daga á meðan hann ræddi málin
við sovézka skáksambandsmenn.
Þann 15. febrúar, 6 dögum eftir
að 48. skákinni lauk var síðan
haldinn frægur blaðamanna-
fundur. Þar gaf FIDE-forsetinn
út þá yfirlýsingu að einvíginu
væri frestað, án þess þó að nokk-
ur heimild væri fyrir slíku. I
einvígisreglunum. Hann útskýrði
ákvörðun sína þannig að kepp-
endur væru orðnir örþreyttir og
skákíþróttinni fyrir beztu að
stöðva leikinn. Ekki þarf að rekja
harðorð viðbrögð úr vesturátt,
hneykslaðastir allra voru þeir
Spassky og Korchnoi, hinn fyrr-
verandi þeirra uppnefndi t.d.
FIDE-forsetann Karpovmanes 1
fréttatíma útvarpsins hér heima.
Þannig kom upp sú furðulega
staða sem tefld verður áfram
næstu vikur eða mánuði.
Flestir spá Kasparov sigri
Orsök þess er auðvitað lok
fyrra einvígisins, sem hlýtur að
setja Kasparov í sálrænt sterkari
aðstöðu en heimsmeistarann. Þá
virðist sem þetta maraþoneinvígi
hafi verið mjög lærdómsríkt
fyrir Kasparov, hann öðlaðist
gífurlega reynslu aðeins 21 árs
gamall, en sífellt dró af Karpov
á meðan einvígið dróst á langinn.
Eftir febrúarhneykslið í
Moskvu snerist almenningsálitið
algjörlega á sveif með Kasparov
og var hann þó öllu vinsælli
fyrir. Það kann því að vera af
töluverðri óskhyggju sem skák-
blaðamenn og aðrir, sem viðrað
hafa álit sitt um þetta efni, spá
honum sigri.
Það skyldi þó enginn gleyma
því að Karpov er gífurlegur bar-
áttnmaður og lengd og keppnis-
reglur einvígisins henta honum
mjög vel. Hann þyrfti ekki annað
en ná sínu venjulega forskoti í
byrjun og halda síðan fast um
sitt í ca. 15—20 skákir. Ég ætla
samt að leyfa mér að spá Kasp-
arov 4—2-sigri og 17 jafnteflum.
Hann tefldi afar vel í æfingaein-
vígjum sínum gegn Húbner og
Andersson í sumar og vann þá
báða léttilega. Karpov hefur teflt
á einu móti í sumar. Hann sigraði
á OHRA-mótinu í Hollandi, hálf-
um vinningi á undan Timman,
en var hætt kominn gegn lítt
þekktum júgóslavneskum stór-
meistara, Martinovic.
Hriktir í stoðum Alþjóða-
skáksambandsins
Um þessar mundir stendur
yfir í Austurríki fundur alþjóða-
skáksambandsins þar sem
Campomanes hefur verið harð-
lega gagnrýndur fyrir að fresta
einvíginu. Annað mál er einnig
mikið til umræðu þar, en það er
næsta Ólympíumót sem til stend-
ur að halda í Dubai í arabisku
furstadæmunum. Fyrir liggur að
ísraelsmönnum verði ekki leyft
að koma þangað með sveit og því
skylt samkvæmt lögum FIDE að
flytja mótið á stað þar sem allir
fá að vera með. Þetta vill Campo-
manes þó ekki samþykkja og er
nú svo komið að 26 þjóðir, þ.á m.
íslendingar, hyggjast hundsa
Ólympíumótið, stofna eigið sér-
samband, og halda annað mót i
staðinn. Slíkt myndi þýða klofn-
ing í FIDE og Austurblokkin
yrði skilin eftir með þriðja heim-
inum, en þangað sækir Campo-
manes fylgi sitt.
Annað hneyksli á vettvangi
heimsmeistaraeinvígisins gæti
orðið til þess að fylla mælinn,
þannig að í Moskvu verður mikið
í húfi næstu vikurnar, bæði á
skákborðinu og á bak við tjöldin.