Morgunblaðið - 31.08.1985, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1985
Forðumst Karakúl-
ævintýri í fiskeldinu
— eftir Björn
Dagbjartsson
Árni Gunnarsson fv. alþingis-
maöur Alþýðuflokksins, sem nú
upp á síðkastið hefur aflað sér
lífsviðurværis með kirkjunnar
mðnnum í sólarálfu ræðst með
miklu offorsi á þingflokk Sjálf-
stæðisflokksins í opnu Morgun-
blaðsins þann 21. ágúst sl. Gífur-
yrði og annað orðaval þessa fyrr-
verandi þingmanns lýsa ekki beint
sannkristnu hugarfari. Ekki er
heldur líklegt að þetta fúkyrðasafn
á undan aðalefni greinarinnar,
bréfinu frá 5. júní, sé birt til að
vinna málstaðnum gagn. Varla
trúa menn því að svona grein í
ágústlok 2‘á mánuði eftir að þing-
flokkur Sjálfstæðisflokksins bað
um að fá að skoða málið betur,
greiði fyrir afgreiðslu, sem í fyrsta
lagi er möguleg eftir nokkra mán-
uði héðan í frá. Þeir félagar vilja
ugglaust komast í góðar ÁL-nir
fljótt eins og fleiri. Þeir segja þó
sjálfir að það, eins og ÁLA-lækn-
ing efnahagsmeina þjóðarinnar
verði hér eftir að bíða vorsins.
Eina sennilega skýringin á þessari
undarlegu blaðagrein er að þetta
sé ósköp venjuleg pólitísk árás,
upphlaup hrörnandi stjórnmála-
manns, sem verður að sýna for-
ingja sínum að hann sé enn til
nokkurs nýtur. Það hefur sjaldnast
nokkra þýðingu að ræða pólitískar
árásir efnislega. Þó skal þess
freistað hér í nokkrum atriðum.
Nokkur efnisatriöi
málsins
Þetta mál, lagabreytingar til að
heimilda innflutning á glerál kom
Biörn Dagbjartsson
fyrir þingflokk Sjálfstæðisflokks-
ins sl. vor, eftir að þinghald hefði
á öllum venjulegum árum verið
lokið. Spyrja má nú hvort Árni
Gunnarsson var ekki tilbúinn með
málið fyrr og hefur því alls ekki
getað reiknað með afgreiðslu þess
í vor, ef um einhverja fyrirhyggju
var að ræða. önnur spurning sem
vaknar er sú hvort erindið átti
með vilja að koma til afgreiðslu á
síðustu dögum þingsins þannig að
ekki gæfist tóm til að skoða það
vel. Þingflokkurinn gerði þó til-
raun til að afgreiða þetta mál og
fékk til viðtals dr. Sigurð Helgason
fisksjúkdómafræðing, höfund
skýrslu til Fisksjúkdómanefndar,
sem einnig var lögð fram.
Nú er rétt að vitna í Árna
Gunnarsson „... félagið er ekki
sammála þeirri svörtu mynd sem
fisksjúkdómanefnd dregur upp í
skýrslu sinni um smithættu af
völdum innflutnings á glerál...“
„Sumir í þingflokki
Sjálfstæðisflokksins
hafa bitra reynslu af
afleiðingum innflutn-
ings Karakúlfjárins hér
um árið. Það virðist ekki
bætandi á erfiðleika ís-
lensks fiskeldis í sam-
bandi við sjúkdóma.“
Og síðan: „... þeir, (þar eru erlend-
ir sérfræðingar, ónefndir, sem
skýrslan var á einhvern hátt borin
undir — innskot BD) telja allt of
langt gengið í útlistun á þeim sjúk-
dómum sem áll kynni að bera til
landsins." Sem sagt, Árni Gunn-
arsson og félagar eru ekki sam-
mála því hvað smithættumyndin
er svört og erlendu, ónefndu sér-
fræðingarnir hans telja of langt
gengið í sjúkdómslýsingum. Eftir
stendur að það stafar smitbætta fyrir
lax og annan íslenskan vatnafisk af
þessum innflutningi og að sjúk-
dómarnir sem um er að ræða eru
alvarlegir.
Það er satt hjá Árna Gunnars-
syni að myndin í skýrslunni er
svört, svo ógnvekjandi að það er
með ólíkindum að landbúnaðar-
ráðuneytið skildi láta undan með
innflutningsleyfi, að vísu með því
að skjóta sér á bak við Alþingi.
En óverjandi og óskiljanleg at-
hugasemd hjá fyrrverandi alþing-
ismanni er „... afgreiðsla Alþingis
formsatriði þar eð fisksjúkdóma-
nefnd og landbúnaðarráðuneytið
höfðu gefið grænt ljós.“ Þessi lít-
ilsvirðingartónn spáir ekki vel
fyrir Árna Gunnarssyni um fram-
boðsnáð hjá formanni sínum.
Hvað sem því líður þá gat Sig-
urður Helgason ekki sannfært
þingflokkinn um að öllu væri
óhætt með glerálinnflutning, þó
að hann legðist ekki gegn honum
og stæði þó við allt i skýrslu sinni.
Sumir í þingflokki Sjálfstæðis-
flokksins hafa bitra reynslu af
afleiðingum innflutnings Kara-
kúlfjárins hér um árið. Það virðist
ekki bætandi á erfiðleika íslensks
fiskeldis í sambandi við sjúkdóma.
Þó eru ýmsir skæðustu sjúkdóm-
arnir, sem borist geta með glerál
ennþá óþekktir hér og einmitt þess
vegna eru íslensk seiði ennþá eftir-
sótt útflutningsvara. Skúli Pálsson
á Laxalóni og aðrir seiðaútflytj-
endur mundu vafalaust líða lang-
mest fyrir það ef skæðir fiskisjúk-
dómar bærust hingað. Sú fárán-
lega samlíking Árna Gunnarsson-
ar um vinnubrögð, sem Skúli Páls-
son mátti þola, er heimskuleg í
meira lagi. Einmitt til að bægja
hugsanlegri sýkingarhættu fri Laxa-
!óni og öðrum sem stunda fiskeldi
og laxveiðar vildi þingflokkur Sjálf-
stæðisflokksins fara varlega í þess-
um efnum.
Þingflokkur Sjálfstæðisflokks-
ins er nú að afla upplýsinga frá
sérfræðingum sem verða nafn-
greindir. Þingflokkurinn vildi fá
að vita hvers vegna Svíar bönnuðu
innflutning glerála frá Frakklandi
árið 1982; hvers vegna Finnar hafa
heldur ekki leyft þennan innflutn-
ing um nokkurra ára skeið, hvers
vegna Norðmenn hafa hætt við
áform um álarækt ö.fl. Árni Gunn-
arsson segir forsendur þingflokks
Sjálfstæðisflokksins fyrir því að
vilja skoða málið betur, óskiljan-
legar. Þingflokkurinn hefur engu
hafnað í þessum efnum, vill aðeins
fara varlega. En það er a.m.k.
sumum þingmönnum óskiljanlegt
að landbúnaðarráðuneytið, sem
ennþá lætur sótthreinsa veiði-
stengur útlendinga skuli hafa leyft
innflutning á skrautrækju — sem
að vísu er nú öll dáuð — og svo
glerálsins eftir að hafa fengið
skýrslu fisksjúkdómafræðings
eins og þá sem áður getur. Eitt-
1
i
;
t
:
\ J
\ \ m \ 1
hvað hefur nú gengið á áður en
það leyfi var veitt.
En eitt er rétt að segja fyrrver-
andi þingmanni Árna Gunnars-
syni, að hvað sem hans pólitísku
framtíð líður þá eru til þeir þing-
menn Sjálfstæðisflokksins, sem
ekki láta orðaleppa eins og í fram-
boðsgrein hans frá 21. ágúst hræða
sig til þess að samþykkja eitthvert
Karakúl-ævintýri handa honum.
Þvert á móti verður málið nú
skoðað af meiri gaumgæfni en áð-
ur.
Höfundur er annar af þingmönnum
Sjálfstæðisflokks fyrir Norður-
landskjördæmi eystra
Skagafjörður:
Heyskapur
tafsamur
en hey
nokkuð mikil
Bæ, Höfdærtrönd, 29. ágúat.
Þó sumarið í Skagafirði hafl verið
nokkuð andstætt mörgum bændum
hafa nú víðast hvar náðst inn hey og
magn þeirra undantekningarlítið
mjög mikið. Þetta hefur verið taf-
samur heyskapur, sérstaklega fyrir
þá, sem ekki hafa mikinn vélakost
og mannafla.
Nú virðist haustið komið og í
nótt snjóaði niður i mið fjöll, en
rigndi á láglendi. Ein frostnótt
hefur þegar komið og eru kart-
öflugrös að mestu fallin, en undir-
vöxtur er víða mjög sæmilegur og
sumir þegar byrjaðir að taka upp
kartöflur. Vegna óstillu hafa
færabátar lítið getað stundað
veiðar, því langar leiðir þarf nú að
sækja til að komast á fiskimið. Og
þó að sögð sé töluverð síld inni á
Skagafirði fylgir henni ekki mikill
fiskur enda setið um uggana sem
inn á fjörðinn koma.
— Björn
„Heimilið ’85“;
Átta austfirsk
fyrirtæki
taka þátt í
sýningunni
EgilsstöAum, 28. ágúsL
ÁTTA austflrsk fyrirtæki taka þátt
f vörusýningunni „Heimilió ’85“ sem
nú stendur ýfir í Laugardalshöllinni
í Reykjavík: Brúnás hf., Trésmiðja
Fljótádalshéraðs, Ofnasmiðja Björns
Oddssonar, Álfasteinn hf., Sjávar-
réttir Kömmu, Borgargæs, Borgar-
firði, Sfldarvinnslan Neskaupstað og
Fiskimjölsverksmiðja Hornafjarðar.
Iðnþróunarsjóður Austurlands
styrkti fyrirtækin til þátttöku í
sýningunni með 150 þúsund króna
framlagi, enda er það trú sjóðs-
stjórnar að þátttaka fyrirtækj-
anna í „Heimilinu ’85“ verði til að
auka sölu á framleiðsluvörum
þeirra og skapi þannig frekari
atvinnufyrirtæki í fjórðungnum.
Þóra Guðmundsdóttir, arkitekt
á Seyðisfirði, hannaði sýningar-
bása austfirsku fyrirtækjanna, og
hefur hún að undanförnu dvalið
syðra ásamt iðnráðgjafa Austur-
lands og forsvarsmönnum fyrir-
tækjanna við uppsetningu sýning-
arinnar.
Telja má líklegt að iðnsýningin
á Egilsstöðum í vor og sú athygli
sem hún vakti hafi beint eða óbeint
orðið til þess að þessi átta fyrir-
tæki hafa nú ráðist í frekari
markaðskynningu utan fjórðungs.
- Ólafur