Morgunblaðið - 31.08.1985, Page 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1985
fclk í
fréttum
HJÓNIN HALLDÓR OG SIGRÚN, MIÐHÚSUM
„Blessuð kallaðu
mig ekki listamann“
Halldór og Sigrún, Miðhúsum
Við bæjardyrnar á Egilsstaða-
kauptúni búa þau hjónin Sig-
rún Einarsdóttir ættuð úr Loð-
mundarfirði og Halldór Sigurðs-
son, sem á rætur að rekja vestur á
Snæfjallaströnd. Býlið þeirra
heitir Miðhús, fjárbýli á fögrum
stað, umvafið björk og ösp og fleiri
trjátegundum, sem húsráðendur
hafa plantað og hlúð að. Þó er ekki
þessi staður ýmsum kunnur vítt
um land aðeins sökum búskapar-
hátta og umhverfisfegurðar, þó
hvorttveggja sé með ágætum,
heldur fyrir fágætlega góða gripi,
sem þaðan hafa borist frá heimil-
inu. Ef vanda skal til gjafa fyrir
háa sem lága þá er gjarnan leitað
til Halldórs í Miðhúsum. Kristján
heitinn Eldjárn fékk úr höndum
hans eftirmynd Valþjófs-
staðahurðar og núverandi forseta
var færður kistill þegar hún var
þar á ferð fyrir skömmu, svo dæmi
séu tekin. Smíðisgripir Halldórs
eru orðnir óteljandi, smáir sem
stórir. Reyndar er Hlynur sonur
þeirra hjóna, búinn að nema
handbragðið og eru feðgarnir bún-
ir að gefa fyrirtæki sínu nafn:
Listmuna- og minjagripagerðin
Eik. Halldór var kennari um
fjölda ára við Egilsstaðaskóla, síð-
an starfsmaður hjá Fasteignamati
ríkisins, en er nú hættur slíkum
föstum störfum og meining þeirra
feðga að snúa sér alfarið að
trjáskurðinum.
En hvar lærði Halldór þessa
kúnst? „Ég hefi hvergi íært þetta.
Hinsvegar er nokkur handlagni í
ættinni. Móðir mín til að mynda
átti fimmtán börn og saumaði
sjálf á hópinn sinn allan og þótti
svo liðtæk við slíkt að leitað var til
hennar víða að um saumaskap. Já,
líklega hefur hún ekki þurft að
auglýsa eftir verkefnum á sinni
tíð. Ekki frekar en sonur hennar.
Orðsporið nægir til þess að hafa
nóg að gera. Fólk hringir og pant-
ar kistla og skip, lampa og skildi,
skímarfonta og prédikunarstóla
svo eitthvað sé nefnt. Sem höndin
hög laðar fram og myndsker í
ýmsum tilbrigðum, gjarnan rúna-
letri skreytt og allt unnið úr þeim
trjám, sem úr íslenskum jarðvegi
eru sprottin. En hvenær hefur
Halldór bóndi og löngum einnig
opinber embættismaður, haft
tíma til að sinna útskurðinum?
Hann gefur lítið út á slíka spurn-
ingu, en getur þess að nú sem
standi sé hann aðallega að fást við
ólaunuð störf af ýmsu tagi, sem
enginn vilji gera en einhver verði
þó að vinna. Rýmið í „Fólkinu"
gefur ekki tilefni til að fara ítar-
lega út í þessi hugðarefni Ha-
lldórs, en svo sem tíðum gerist
með glögga menn og áhugasama
hefur honum verið treyst fyrir
mörgu nytjamáli í almannaþágu.
Minjasafn Austurlands er honum
hugleikið og þar á hann ótaldar
stundir við uppbyggingu og
grunnlagningu að menningar-
miðstöð, sem rísa skal á Egilsstöð-
um og er reyndar verkið hafið. Það
skal verða lifandi vettvangur er
hýsi forna muni og dýran arf, en
einnig sýningar samtímaverka.
Áhuginn leynir sér ekki þegar
Halldór ræðir um þetta „barn“
Það má með sanni segja að Halldór aé meistari þegar smiðsgripir eru
annarsvegar. Þetta er kistill sem Halldór smíðaði og gaf konu sinni ekki alls
fyrir löngu.
Frúin sýndi okkur fyrir þrábeiðni
failega hluti sem hún segist hafa
byrjað að fást við úr afsögum frá
alvörusmiðunum.
ÞÓRA STEFFENSEN
r
I sól og hebresku
í Jerúsalem
r
Ifréttabréfi hebreska háskólans í Jerúsalem er viðtal við íslenska
stúlku, Þóru Steffensen, háskólanema, sem hefur verið á sumar-
námskeiði i hebresku við skólann. Þóra lætur vel af landi og þjóð og
getur þess að notalegt sé til þess að hugsa að sólin muni ævinlega
skína að morgni. Þóra, sem er dóttir Björns og Agnesar Steffensen,
segist vel geta hugsað sér að flytja til ísrael svo vel líki sér við fólkið
og landið og langt umfram lönd í Evrópu, sem hún hefur kynnst.
En áður en hún íhugar í alvöru að flytjast til landsins ætlar hún að
læra hebreskuna betur og ljúka læknanáminu á Fróni.
Þóra Steffensen
sitt. En hann kemur víðar við.
Hann er formaður Slysavarna-
deildarinnar Gró á Héraði og má
segja að félagið hafi vaknað til
nýs lífs með komu Halldórs í
formannssætið árið 1979. Þá er
ógetið skógræktarstarfa Halldórs
og margs annars, sem hann leggur
gjörva hönd að, en sem stendur er
hann einn þeirra sem kvaddur er
til þess að huga að vatnasvæði
Fljótsdalshéraðs að fá megi frek-
ari nytjar af silungsveiðinni.
Sem við sporðrenndum góðgerð-
unum sem Sigrún hefur freistað
okkar með, þá kemur í ljós að
feðgarnir eru ekki einir um smíðar
á bænum. Og þó að Sigrún sé
hógvær og skapi næst að neita, þá
sýnir hún okkur fyrir þrábeiðni
fallega hluti, sem hún segist hafa
byrjað að fást við úr afsögum frá
alvörusmiðunum. Sannast að
segja eru þetta hinir fegurstu
gripir, bakkar, bretti, spaðar og
sitthvað fleira, sem hún hefur
mótað og suma brennt í mynstur,
enda segist hún nota sína aðferð
og ætli sér ekki að keppa við mann
sinn í útskurði.
Það er áliðið þegar blaðamaður
kveður þessi elskulegu hjón. Það
er yfir þeim fágun og eitthvað
vandað eins og því sem þau búa til.
Á hlaðinu er djúp kyrrð í kvöld-
rökkrinu, aðeins árniðurinn og
heimalningarnir bera hljóma inn í
stilluna. Síðustu orðin sem Hall-
dór segir þegar við kveðjum og
þökkum fyrir okkur eru: „Blessuð
kallaðu mig ekki listamann. í
besta falli hagleiksmann." Og þó
að mér sé á annan veg innan-
brjósts kem ég orðum hans til
skila.
Dýrt
hárið
hans
George
Michael
George Michael í hljómsveit-
inni Wham! hefur löngum
þótt hárprúður og dýrt virðist það
vera að eignast lokk úr hári hans.
Þegar þessi poppari hefur
skundað til rakarans til að láta
snyrta hárið streyma aðdáendurn-
ir að dyrunum og bjóða hársker-
anum allt upp í átta þúsundir
fyrir lokkinn. Hingað til hefur
rakarinn neitað að selja, hver svo
sem ástæðan er.