Morgunblaðið - 31.08.1985, Page 37

Morgunblaðið - 31.08.1985, Page 37
MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR 31. ÁGÚST 1985 37 Draumur þeirra er at atofua bangsa- safn svo fleiri getiA notið góðs af umgengni við Tinina. hugsan- legum stöðum og ekki er óalgengt að systurnar hafi bjargað böngsum úr lífsháska! Að sjálfsögðu taka bangsarnir þátt í matmálstímum og fá að borða. „Ef bangsarnir vcru ekki til væri lífið mjög einmanaiegt og vonlaust." Bangsar fylla öll horn á heim- ili Barböru og Benitu Brown í Malvern. Þegar talað er um að fylla öll horn á heimilinu á það einnig við um daglegt líf þeirra því bangsamir taka þátt í mat- málstímunum, háttatímum og fleiru í þeim dúr. Benita skýrir þetta sem svo: „Bangsarnir eru þannig að maður getur sagt þeim hvað sem er í full- um trúnaði án þess að vera hræddur um að þeir kjafti frá.“ Og systir hennar bætir við: „Það er þægilegt að vera í návist þeirra og hafa einhvern til að láta sér þykja vænt um, sérstaklega þegar þeir svara ekki til baka með offorsi og eru alltaf í góðu skapi. Síðan geng- ur hún á röðina og kynnir þá hvern af öðrum, Rupert, sem er góður hlustandi þegar þannig stendur á, annar sem hefur ánægju af frímerkjum, þriðji sem hefur gaman af búðarápi o.s.frv. Barbara vinnur á skrifstofu og þegar starfsfélagar hennar sýna fjölskyldumyndirnar á borðinu bendir Barbara á einn bangsann sem prýðir hennar borð. Benita telur að ef bangsarnir væru ekki til, væri lífið mjög ein- manalegt og vonlaust og segja þær systur að þó einhverjir haldi að þær séu stórskrítnar af þessum sökum sé þeim alveg sama. Nú er draumur þeirra að stofna bangsa- safn svo að aðrir geti fengið að njóta góðs af umgengni við vinina. Fjölskyldan er tvær systur og 500 bangsar Morgunblaðið/GRG COSPER — Hvernig á ég að muna eftir öllum brúðkaupsafmælum mínum? Að færa „fjöllinu Margir sem hafa lagt leið sína um Austurland undanfarin sumur hafa eflaust séð þennan unga mann og aðra krakka við veginn við söluborðin sín. Þessi piltur heitir reyndar Reimar Ásgeirsson og borðið hans er neðan við bæinn Ásgarð í Breiðdal. Þau tína steinana krakk- arnir á bænum og selja þá síðan á 5 krónur og upp í 150 krónur stykkið og svo hafa þau Ifka tekið upp á því að búa til hálsfestar úr steinum. Últíma flytur sig um set Karlmannafataverzlunin Últíma, Kjörgarði, hefur fiutt sig um set og innréttað nýja verzlun á 2. hæð í Kjörgarði. Verzlunin hefur á boðstólnum karlmannafatnað og leggur sérstaka áherslu á saum eftir máli úr vönduðum fataefnum. Meðal þeirra merkja þekktra erlendra framleiðenda sem Úl- tima hefur umboð fyrir, má nefna Glenhusky of Scotland, sem framleiða peysur og peysu- jakka úr ull og skinnum. Þá er Últíma með á böðstólum hand- ofna írska hatta og trefla i stil frá Shandon, náttföt og náttserki frá Bonsoir og hanzka frá Dent Fownes. Últíma hefur rekið saumastofu og verslun allt frá árinu 1941. „Gullkarfan“ Til sölu er matar- og kaffistell ásamt fylgihlut- um frá Konunglegu dönsku postulínsverk- smiöjunni. Þeir sem hafa áhuga vinsamlegast leggi inn nafn og símanúmer á augl.deild Mbl. merkt: „G — 3585“. Porsche 924 turbo 1981 Gullfallegur bíll, blásanseraöur meö öllum hugsanlegum aukahlutum. Sérstaklega vel meö farinn. Ekinn 87.000 km. Skipti á ódýrari og skuldabréf athugandi. Verö 950.000. Range Rover 1980 Allur nýyfirfarinn og endurnýjaöur í topp- standi. Fallegur bíll ekinn 96.000 km. Skipti á ódýrari og skuldabréf athugandi. Verö 790.000. Vantar nýlega bíla á staðinn vegna mikillar sölu. BÍLATORG Bílatorg Nóatúnl 2, síml 621033.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.